Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁFENGIS- og tóbaksverslun rík- isins auglýsti um helgina eftir leiguhúsnæði undir vínbúð á Sel- tjarnarnesi eða á svæði 107 í Reykjavík. Að sögn framkvæmda- stjóra húsnæðissviðs ÁTVR stend- ur til að breyta útliti verslunar- innar til samræmis við nýrri búðir fyrirtækisins. ÁTVR hefur rekið áfengisversl- un í húsnæði í kjallara Eiðistorgs á Seltjarnarnesi og segir Jóhann Steinsson, framkvæmdastjóri hús- næðissviðs fyrirtækisins, það hús- næði vera í eigu ÁTVR. „Við ætl- um að reyna að koma okkur upp á jörðina og lífga þetta aðeins við. Það þarf að breyta búðinni þannig að hún verði með þetta nýja útlit okkar og því töldum við rétt að skoða hvað okkur byðist á jarð- hæðinni.“ Næsta búð í Austurstræti Í auglýsingunni kemur fram að í búðinni eigi að selja áfengi í smá- sölu og tóbak til endurseljenda og er óskað eftir því að stærð hús- næðisins sé um 300 fermetrar sem Jóhann segir heldur minna en búð- ina í kjallara Eiðistorgs. Þá er til- greint að góður aðgangur þurfi að vera að lager verslunarinnar vegna vörumóttöku. Helst af öllu vildum við vera ná- lægt þessum stað, eða í hverfi 107,“ segir Jóhann. „Við þurfum að dekka þetta svæði því næsta búð okkar er í Austurstræti.“ Verði góð viðbrögð við auglýs- ingunni segist Jóhann reikna með að breytingarnar gangi í gegn á næsta ári. Ef ekkert húsnæði bjóð- ist verði búðinni breytt í því hús- næði sem hún er nú í. ÁTVR hyggst flytja Seltjarnarnes KOSTNAÐUR vegna viðbyggingar við Valhúsaskóla fór í ár um 20 millj- ónir fram úr upphaflegri áætlun. Er kostnaðurinn til kominn vegna breyttra forsendna frá því að kostn- aðaráætlun var gerð. Byggingin var tekin í notkun í haust. Í greinargerð Jónmundar Guð- marssonar bæjarstjóra, sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar, kemur fram að viðbyggingin, fjórar kennslustofur og tengigangur, átti upphaflega að vera 200–250 fermetr- ar að stærð og var kostnaður á þessu ári vegna þessa áætlaður 50 miljónir króna. Stóð til að byggja þrjár til fjór- ar kennslustofur sem yrðu 50 fer- metrar hver auk gangsins. Meðan á verkinu stóð kom hins vegar í ljós að stofurnar voru undir viðmiðunarmörkum, sem eru 60 fer- metrar, en auk þess var sú ákvörðun tekin að breyta stofunum í þrjár sér- hæfðar stofur fyrir kennslu í eðlis- og efnafræði, náttúrufræði og tölvu- og upplýsingatækni og að auki er ein al- menn kennslustofa. Að auki var bætt við vinnuher- bergi, ræstiklefa, salerni fyrir fatlaða, tengigangi til viðbótar við þann sem fyrir var og rúmgóðum gangi með setustofu. „Samtals er stærð bygg- ingarinnar því um 470 fermetrar,“ segir í greinargerðinni. Kemur fram að breytingarnar hafi einnig haft veruleg áhrif á annan stofnkostnað þar sem stofnkostnaður sérstofu er mun dýrari en almennra kennslustofa. Þá hafi reynst nauðsyn- legt að setja loftræstingu í bygg- inguna vegna efna og búnaðar í raun- greinastofunum og nam viðbótar- kostnaður vegna hennar um 10 milljónum króna. Húsnæðisþörfinni nú fullnægt Segir í greinargerðinni að kostnað- ur vegna framkvæmdarinnar hafi verið 70 milljónir króna í ár í stað þeirra 50 sem áður var áætlaður. Á móti komi að félagsmálaráðuneytið hafi fallist á umsókn bæjarins um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga vegna nýbyggingarinnar sem nemur um 6,5 milljónum króna. Í fyrra voru um 35 milljónir ætlaðar til eignabreytinga hjá Valhúsaskóla, að- allega vegna nýbyggingarinnar en nettóútgjöld ársins 2001 urðu hins vegar tæpar 29. mkr. vegna framlags frá Jöfnunarsjóðinum. Að sögn Jónmundar Guðmarsson- ar bæjarstjóra voru ákvarðanir er vörðuðu breytingar á fyrri bygging- aráætlun teknar af bygginganefnd skólans. Hann bendir á að að auki hafi gamli skólinn verið tekinn í gegn og kostuðu þær framkvæmdir um 50 milljónir króna. Að hans sögn er hús- næðisþörf skólans því fullnægt með þessum framkvæmdum. „Það má segja að við séum komin með glænýj- an skóla sem annar okkar þörf um fyrirsjáanlega framtíð.“ Forsendur viðbyggingar Valhúsa- skóla breyttust á verktíma Fór um 20 milljón- ir fram úr áætlun Seltjarnarnes FYRIR rúmum fjörutíu árum stóðu ellefu strákar og 22 stelpur í stofu númer 1 í Breiðagerðisskóla og afhentu kennara sínum minningabók í kveðjuskyni. Í bókinni voru ljósmyndir af krökkunum og hverri þeirra fylgdu falleg orð til kennarans, Brynhildar Snædal Jósefs- dóttur. Víst er um að þeir sem skrifuðu hafa vandað sig óskaplega enda var Brynhildur þekkt fyrir fallega rit- hönd sína og áherslu á vandaða skrift og málfar. Ástæða þessarar kveðjustundar vorið 1961 var að nú var barna- skólaprófið að baki og við tók al- vara lífsins í gagnfræðaskólanum sem framundan var. 12 ára bekkur F átti þó eftir að hitta kennarann sinn oftar og síðar minnast hans eftir andlát hans. Í gærkvöldi heiðraði bekkurinn svo aldarminningu Brynhildar með listaverkagjöf til gamla skólans síns. Kunni á okkur þótt við værum ólík innbyrðis Að sögn Ingibjargar Ottesen, sem var meðal þeirra sem rituðu í minningarbókina forðum daga, var Brynhildur alveg sérstök kona. „Við komum af sitthvoru heimilinu og hún kunni á okkur öll þótt við værum ólík innbyrðis. Hún kenndi okkur sérstaklega virðingu fyrir öðru fólki og hélt að okkur gullnu reglunni mjög: að gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Hún var mjög róleg og yfirveguð og þótt við værum öll misjöfn og sum okkar kannski baldnari en önnur að eðlisfari kunni hún alltaf að stýra okkur.“ Ingibjörg segir veganestið sem Brynhildur gaf bekknum því hafa verið einstaklega gott og fyrir það sé hann henni ævinlega þakklátur. Bauð bekknum í áttræðisafmælið Hún segir bekkjarfélagana þekkjast býsna vel. „Þegar Bryn- hildur var áttræð bauð hún okkur öllum í afmælið sitt og þá vorum við nokkur sem tókum okkur sam- an og fórum í afmælið. Þá end- urhófust kynni sem voru svo góð fyrir vegna þess að þetta var ákaf- lega samheldinn hópur.“ Héldu upp á níræðisafmælið Tíu árum síðar hélt bekkurinn svo upp á níræðisafmæli Brynhild- ar en hún var þá nýlátin. „Þá tók- um við ákvörðun um að við mynd- um hittast eigi síðar en að tíu árum liðnum. Síðasta haust hitt- umst við svo til að taka ákvörðun um að við myndum gera eitthvað.“ Það var síðan í gærkvöld sem gömlu bekkjarfélagarnir lögðu hver af öðrum leið sína í gömlu stofuna sína í Breiðagerðisskóla til að afhenda skólanum myndverk eftir Karólínu Lárusdóttur en það var Guðbjörg Þórisdóttir skóla- stjóri sem veitti því viðtöku. Þetta var þeirra leið til að heiðra minn- ingu gamla kennarans síns sem gaf þeim svo margt annað en góða handskrift. Heiðruðu barnaskólakennarann sinn á aldarafmæli hans Hélt að okkur gullnu reglunni Smáíbúðahverfi Brynhildur Snædal Jósefsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gísli Einarsson, fyrrv. nemandi 12 ára bekkjar F, afhendir Guðbjörgu Þórisdóttur, skólastjóra Breiðagerðisskóla, listaverk eftir Karólínu Lárusdóttur til minningar um Brynhildi Snædal Jósefsdóttur. GÖNGUBRÚ var komið fyrir yfir Miklubraut á móts við Kringluna í fyrrinótt eftir að hafa verið flutt frá geymslustað sínum við Vík- urgatnamót á Vesturlandsvegi. Flutningur brúarinnar gekk vel en alls tók verkið um tvo og hálf- an tíma. Að sögn Guðmundar Guðnason- ar, byggingarverkfræðings hjá Línuhönnun, eftirlitsaðila verks- ins, var hafist handa við verkið um ellefuleytið um kvöldið en því var lokið laust eftir klukkan eitt. Áður hafði brúin verið sett saman og máluð á geymslustaðnum við Víkurgatnamótin fyrir flutning- inn. Gangandi hleypt á í næstu viku Brúin er þó ekki komin í notkun enn, því eftir er að setja upp hand- riðsgrindur, ganga frá endum hennar, tengja hellulögn og lag- færa aðkomu að göngustígum beggja vegna við hana. Segir Guð- mundur enn svolítið í að formleg opnun brúarinnar fari fram en hægt verði að hleypa gangandi umferð á hana eftir að handriðs- grindurnar eru komnar upp. Býst hann við að það verði í næstu viku. Reykjavíkurborg og Vegagerð- in kosta brúarsmíðina en verk- takafyrirtækið Eldafl ehf. sá um framkvæmdina. Er óhætt að segja að mynd Miklubrautarinnar hafi breyst við uppsetningu brúarinnar eins og sést á þessum myndum, sem teknar voru í gær fyrir flutn- inginn og svo aftur í dag. Göngu- brú breytir götu- mynd Miklabraut Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.