Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 19 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 23 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.is Nú er lag! Eitt mesta úrval landsins af baðinnréttingum úr einingakerfi sem hentar flestum stærðum baðherbergja. Sturtuhorn Öryggisgler, segul- læsing, 70x70 cm 80x80 cm 90x90 cm Verð frá kr. 18.750,- stgr Allt í baðherbergið á tilboði Handlaugar í borð Með setu- festingum Tvöföld skolun Verð frá 17.250,- stgr Verð sett með öllu kr. 43.800,- stgr 47x39 cm 53x41 cm 56x47 cm Verð frá kr. 8.950,- stgr Blöndunartæki m. lyftitappa WC með stút í vegg eða gólf Sturtuhorn rúnnað Öryggisgler, segullæsing 80x80 cm 90x90 cm Verð frá kr. 35.800,- stgr Verð frá 5.950,- stgr Innbyggingar WC Í TÖFLUNNI hér að ofan má sjá spár fjármálafyrirtækja um hagn- að fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og hagnað þeirra fyrir afskriftir á fyrstu sex mán- uðum ársins, borið saman við þá niðurstöðu sem varð á því tímabili. Í töflunni er einnig að finna með- alspá fjármálafyrirtækjanna um hagnað. Ýmsa mælikvarða mætti leggja á hversu vel fjármálafyrirtækjun- um gekk að spá og er ein aðferð við þetta mat að líta á samanlagða spá þeirra um hagnað tímabilsins. Hún var rúmum einum milljarði króna, um 7%, of há, en saman- lagður hagnaður var tæpur 141⁄2 milljarður króna. Fyrir afskriftir var munurinn á spá og rauntölum minni, eða innan við hálfur millj- arður króna samanlagt, en þar var samanlögð upphæð tæpir 9,3 millj- arðar króna og skekkjan því um 5%. Í öllum tilvikum var samanlögð spá fjármálafyrirtækjanna hærri en samanlagður hagnaður, en mis- jafnlega miklu munaði. Þegar litið er til þess að fjármálafyrirtækin spá ekki um eigin afkomu, var Búnaðarbankinn næstur réttri nið- urstöðu og spá hans var á heildina litið 290 milljónum króna of há. Næst kom Kaupþing, en spá þess var 537 milljónum króna of há, Landsbankinn var með 793 millj- ónum króna of háa spá og spá Ís- landsbanka var 1.658 milljónum króna of há.                       !       "     # $   % &   %&'()*+   %&    ,+     -   .    /0/   1!  (   (2 34   5(  &  !/  +                          )    !  " "  6,* /      )    !  " "  7 )                                                                                                                                       /                      8 9  / &'  Allir með of háar spár BREYTINGAR eru að verða á hluthafahópi Kassagerðarinnar hf. Prentsmiðjan Oddi hf. sem nú á 40% hlut í félaginu hyggst auka við hlut sinn og eign- ast meira en 50% í fé- laginu. Eins og kunnugt er sameinuðust umbúða- fyrirtækin Kassagerð- in hf. og Umbúðamið- stöðin undir nafni Kassagerðarinnar í desember árið 2000. Oddi hf. var eigandi Umbúðamiðstöðvar- innar við samein- inguna og eignaðist 40% í hinu sameinaða félagi. Þorgeir Baldursson forstjóri Odda hf. og stjórnarformaður Kassagerðarinnar hf. staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þessar breytingar væru á döfinni en væru ekki að fullu frágengnar. „Það eru að verða breytingar í hluthafahópnum og við munum stækka okkar hlut við þá breytingu,“ sagði Þorgeir. Umbúðamarkaður- inn á Íslandi hefur verið erfiður undan- farin ár og segir Þor- geir að þar fari sam- an mikil samkeppni við erlenda aðila hér á innlendum markaði og að breytingar í um- búðanotkun séu miklar hér á landi og erlendis, bæði í plasti og pappa. Aðspurður segir Þorgeir að þessi breyting í hluthafahópnum þýði að Oddi hf. hafi trú á fyr- irtækinu. „Við erum þegar búnir að skuldbinda okkur töluvert og viljum ekki gefast upp strax.“ Kassagerðin hf. er rekin í hús- næði Kassagerðarinnar við Köllun- arklettsveg 1 í Reykjavík auk þess sem fyrirtækið er með starfsemi í húsnæði Umbúðamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hugsanlegar breytingar í rekstrinum segir Þor- geir að hér eftir sem endranær verði starfsemin skoðuð með aukna hagkvæmni að leiðarljósi. Kassagerð Reykjavíkur hf. var stofnuð árið 1932. Í dag starfa hjá fyrirtækinu um 150 starfsmenn. Samanlögð velta Kassagerðarinnar og Umbúðamiðstöðvarinnar á árinu 2000 var um 1,8 milljarðar króna. Þorgeir Baldursson Oddi eykur við hlut sinn í Kassagerðinni Hluthafahópurinn er að breytast og hlutur Odda mun fara yfir 50% HG kaupir í Guðmundi Runólfssyni hf. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-Gunnvör hf. í Ísafjarðarbæ keypti í gær 37,6% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Guð- mundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði en HG átti ekki fyrir hlutabréf í félag- inu. Seljandi bréfanna er Afl fjárfest- ingarfélag hf. en stjórnarformaður HG og Afls er Þorsteinn Vilhelmsson og Afl á 18,6% hlut í HG. HG er nú langstærsti einstaki hlut- hafi Guðmundar Runólfssonar. Næst- stærsti hluthafi félagsins er Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. með rúmlega 11% hlut en að öðru leyti eru stjórn- endur og afkomendur stofnanda fé- lagsins stærstu hluthafar þess. Afl seldi hlut sinn, 51,9 milljónir króna að nafnverði, á genginu 6,15. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að ekki hafi verið upplýst sérstaklega um áform HG með kaupunum en samsetning aflaheimilda félaganna og landfræðileg staðsetning sé áþekk. Fyrir fjárfesta ætti stærri eining að vekja meiri athygli og teljast áhættu- minni fjárfesting. Í Hálf-fimm fréttum Búnaðarbank- ans segir að þótt Afl hafi ekki gefið upp fyrirætlanir sínar með hlutabréf- in í HG séu línur nú farnar að verða skýrari í sameiningarumleitunum margra sjávarútvegsfyrirtækja og ljóst að Afl muni spila stórt hlutverk. Samanlögð velta HG og Guðmund- ar Runólfssonar var á síðasta ári um 4 milljarðar króna og markaðsvirði þeirra er um 5 milljarðar króna. DRAGNÓTAVEIÐAR í Faxaflóa hófust á mánudag og óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað þetta árið. Alls hafa 14 bátar leyfi til dragnótaeiða í Faxaflóa og lönduðu þeir frá 10 og upp í 16 tonnum af kola eftir fyrsta daginn. Að sögn Sigtryggs Alberts- sonar, skipstjóra á Aðalbjörgu RE 5, var byrjun vertíðarinnar nú betri en í fyrra, sem þó þótti góð. „Bátarnir voru allir að veiðum í Garðsjónum fyrsta daginn og uppistaðan í aflanum var sandkoli. Menn reyna að forðast rauðsprett- una, að minnsta kosti svona fyrst í stað en rauðsprettukvótinn er ákaflega rýr. En þetta fór virki- lega vel af stað og menn eru því mjög bjartsýnir á framhaldið. Við megum vera á þessum veiðum fram til 20. desember en vænt- anlega verða allir löngu búnir með kvótann fyrir þann tíma,“ sagði Sigtryggur. Kolaveiði í Faxaflóa hefst með látum Morgunblaðið/Jón Páll Skipverjar á Aðalbjörgu RE landa um 15 tonnum af kola eftir fyrsta veiðidaginn í Faxaflóa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.