Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 15 EKKI er gert ráð fyrir að Reykjanes- bær muni sjálfur byggja upp eða reka víkingaþorp sem áhugi er á að koma upp við Stekkjarkot í Innri-Njarðvík í tengslum við rekstur víkingaskipsins Íslendings. Reykjanesbær hefur samþykkt að leggja allt að 7 milljónir til að fá skipið til bæjarins, annar kostnaður er greiddur af fyrirtækjum og ríkinu. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar í gærkvöldi urðu miklar um- ræður um kaup á víkingaskipinu Ís- lendingi til bæjarins í kjölfar þess að Árni Sigfússon bæjarstjóri lagði fram svör við skriflegri fyrirspurn Guð- brands Einarssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Fram kom í svör- um bæjarstjóra að með samningum við kröfuhafa og aðra tókst að lækka áhvílandi skuldir og kostnað af Ís- lendingi um rúmar 20 milljónir, úr rúmum 63 milljónum í tæpar 43. Greiðsla á þessari fjárhæð er jafn- framt tryggð með staðfestum fram- lögum fyrirtækja og ríkisissjóðs, á næstu tveimur árum, auk framlags Reykjanesbæjar, samtals 43 milljón- um króna. Áætlað er að rekstur skipsins fyrsta árið verði í höndum formlegs eiganda, Íslendings ehf., og og telur bæjarstjóri unnt að láta tekjur af sölu siglinga og kynningu standa undir þeim kostnaði sem ekki er þegar tek- inn með í stofnkostnaðartölur. Reykjanesbær á um fimmtung í einkahlutafélaginu. Eftir 1. septem- ber á næsta ári tekur Reykjanesbær við rekstrinum en gert er ráð fyrir að hann verði leigður til fyrirhugaðs vík- ingaþorps gegn gjaldi og að Reykja- nesbær fái af honum tekjur sem renni til frekari uppbyggingar ferðaþjón- ustu og listastarfsemi í Reykjanesbæ. Talað er um 300 krónur fyrir hvern gest sem gengur í gegnum skipið. Gætu tekjur bæjarins numið tugum milljóna ef vel tekst til. Árni Sigfússon sagði frá hugmynd- um sínum um nýtingu á skipinu í þágu ferðaþjónustu og menntunar. Talaði um að skipið og uppbyggingu í tengslum við það mætti kalla Sögu- hliðið. Skipið gæti orðið aðalumgjörð sögusafns með því að því yrði siglt inn í safnhúsið. Víkingaþorpið yrði til fræðslu, skemmtunar og til sölu varn- ings. Í þriðja lagi gæti staðurinn verið umgjörð kynningar á söguslóðum þar sem kynntir yrðu aðrir sögufrægir staðir landsins fyrir ferðafólki sem til landsins kæmi. Fram kom hjá Árna á fundinum að ekki eru uppi áform um að Reykja- nesbær kosti uppbyggingu víkinga- þorpsins á Fitjum eða rekstur þess. Hins vegar hafi komið í ljós að ýmis fyrirtæki hafi mikinn áhuga á að koma að þeirri uppbyggingu. Á fundinum kom fram að kaup á víkingaskipinu hefðu verið samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa í bæj- arráði. Hins vegar kom fram gagn- rýni fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins á ýmis atriði í málsmeðferð meirihluta Sjálfstæðis- flokksins og fyrirspyrjandinn hafði ýmsa fyrirvara um stuðning við áætl- anir um frekari uppbyggingu. Sagðist til dæmis ekki geta stutt áform um víkingaþorp nema aðrir en Reykja- nesbær kostuðu hana. Spunnust af þessu nokkrar deilur milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- arinnar. Reiknað með að fyrirtæki kosti uppbyggingu víkingaþorps Reykjanesbær BYRJAÐ er að rífa niður girð- inguna sem lokað hefur svokölluðu Neðra-Nikkelsvæði frá byggðinni í Njarðvík og Keflavík. Niðurrif girðingarinnar er lokaáfangi í um- hverfisátaki Reykjanesbæjar þar sem safnað er saman brotajárni. Girðingin um Nikkelsvæðið hef- ur verið lýti á bæjarfélaginu og af henni hefur staðið slysahætta. Nú þegar hreinsun mengunar á Nikk- elsvæðinu er lokið og varnarliðið hefur skilað landinu til íslenska rík- isins hefur verið hægt að fjarlægja girðinguna. Við það er notuð stór vél frá Hringrás og gengur verkið vel. Starfsfólk umhverfis- og tækni- sviðs Reykjanesbæjar og þjónustu- miðstöðvar bæjarins fylgdist með vélinni að störfum í gær. Ríkið hefur ekki ráðstafað land- inu en Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfissviðsins býst við að sáð verði í það næsta vor og borinn á það áburður til að græða það upp. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nikkel-girðingin rifin Njarðvík BROS lék um varir barnanna í skóla- görðum Reykjanesbæjar síðastlið- inn laugardag þegar þau fóru að vitja kartöfluuppskerunnar eftir sumarið. Allflest gátu verið ánægð með uppskeruna og mörg vildu strax fara heim, koma kartöflunum í pott- inn og borða með nýsoðinni ýsu. Þjóðlegra og hollara gæti það nú ekki verið. Skólagarðar Reykjanesbæjar hóf- ust 10. júní, strax og grunnskóla lauk en starfsemin er fyrir börn á aldr- inum 6 til 12 ára. Í sumar hafa börnin lært að sá og hirða garðana sína svo uppskeran yrði sem best. Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, annars af umsjónarmönnum skóla- garðanna hefur sumarið verið mjög skemmtilegt og lærdómsrík, sér- staklega vegna þess hversu börnin hafa verið áhugasöm og dugleg. Þau hafi ekki látið veðrið spilla fyrir sér en síðari hluta sumars hefur rignt mikið. Veðrið hafi hins vegar leikið við þau fyrstu vikurnar. Með Katr- ínu starfaði Sigurbjörg Gunnars- dóttir. Veitt voru verðlaun fyrir bestu ástundun í sumar, snyrtilegasta garðinn og þyngsta grænmetið, en grænmetisuppskerunnar vitjuðu börnin um miðjan ágúst. Benjamín Slater fékk verðlaun fyrir bestu ástundun, Birna Helga Jóhannes- dóttir átti snyrtilegasta garðinn en Sara Lind Ingvarsdóttir uppskar mesta grænmetið, rétt tæp 16 kíló. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Foreldrarnir voru ekki síður spenntir en börnin að vitja kartöfluupp- skeru sumarsins enda ljóst að öll fjölskyldan mun njóta afrakstursins. Nýuppteknar kart- öflur beint í pottinn Reykjanesbær PAINTING Daisies, kanadísk kvennarokksveit, leikur á N1- bar í Keflavík föstudaginn 6. september og eru tónleikarnir liður í dagskrá Ljósanætur. Hljómsveitin leikur einnig á Gauk á Stöng á fimmtudags- kvöld og Inghóli á Selfossi á laugardagskvöld. Kanadíska hljómsveitin kemur hingað til lands í fyrra- málið í boði Þúsund þjala ehf. – umboðsskrifstofu lista- manna, og dvelur fram á helgi. Hljómsveitina skipa fjórar stúlkur, Daisy Blue Groff, Rachelle Van Zanten, Kim Gryba og Carolyn Fortowsky, allar frá Edmonton í Alberta- ríki í Kanada. Í tilkynningu frá Þúsund þjölum kemur fram að hljómsveitin hafi getið sér gott orð vestan hafs og hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal annars verið útnefnd skemmtikraftur ársins 2001 í Kanada. Hljómsveitin er nú á tónleikaferðalagi, meðal ann- ars til Evrópu, og hefur við- komu á Grænlandi og Íslandi. Kanadísk kvenna- rokksveit á Ljósa- nótt Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.