Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 31
sjónarmið forseta Alþingis hér að framan. Þessu er til að svara, að vilji stjórnmálaflokkarnir sækja kjör- fylgi vítt og breitt um landið, þá leggja þeir vitaskuld upp framboðs- lista sína þannig, að þar verði góð breidd fulltrúa sem hafa búsetu vítt og breitt um landið, auk þess sem önnur sjónarmið varðandi aldur, kyn, stétt frambjóðenda verða vafa- laust áfram í heiðri höfð. En umfram allt verða þeir þá frambjóðendur og síðan þingmenn landsins alls.. Þá hafa sumir gagnrýnt að aukið flokks- ræði myndi festast í sessi, þegar stjórnmálaflokkarnir legðu fram að- eins einn landslista og hjá mörgum þeirra stærri yrði þannig um nokk- urs konar sjálfkjör að ræða. Í því sambandi kemur til álita, að festa í kosningalög ákvæði sem ynnu gegn slíku. Má þar nefna hugsanlegt stór- aukið frelsi kjósenda til að endur- raða á lista flokkanna og vægi slíkra breytinga yrði aukið umtalsvert, mögulegan rétt kjósenda til að velja einstaklinga á fleiri en einum fram- boðslista og önnur skyld atriði í þá veruna. Ég er fyrsti flutningsmaður frum- varps til stjórnarskipunarlaga, sem Samfylkingin hefur lagt fram á Al- þingi og mun endurflytja á komandi vetri, þar sem meginmarkmiðið er að landið verði allt gert að einu kjör- dæmi. Með slíkri skipan myndi Al- þingi sannanlega breytast. Ekki í borgarstjórn Reykjavíkur, eins og Halldór Blöndal heldur fram. Það er fjarri lagi. Nei, þvert á móti yrði Al- þingi, eftir að kosið yrði til þess úr einu landskjördæmi, það fullkomna þjóðþing, sem því ber að vera. Höfundur er alþingismaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 31 UNDIR forystu Björns Bjarnasonar fékk Sjálfstæðisflokk- urinn verstu útkomu, sem flokkurinn hefur fengið í borgarstjórn- arkosningum sem sög- ur fara af. Þrátt fyrir þennan sögulega skell var aldr- ei gerð nein úttekt á kosningaúrslitunum í fjölmiðlum. Það má því segja, að tekið hafi ver- ið á Birni með silki- hönskum, ekki síst vegna þess að hann hafði lamað fyrrver- andi borgarstjórnar- flokk sjálfstæðismanna í heilt ár með hálfkveðnum vísum um áhuga sinn á framboði. Nú er þessi sami Björn Bjarnason orðinn oddviti minnihlutans í borg- arstjórn og fróðlegt fyrir borgarbúa að bera saman störf hans sem menntamálaráðherra og málflutning hans nú. Tvö dæmi skulu nefnd: Annars vegar gagnrýni hans á byggingar- kostnaði höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar líkams- ræktarstöð í sömu húsakynnum. Sem menntamálaráðherra hafði Björn Bjarnason yfirumsjón með endurbyggingu Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Upphaflega var gert ráð fyrir, að endurbyggingin myndi kosta 6?700 milljónir króna og verk- ið að taka 2 ár. Hver er staðan í dag? Núna 5 árum síðar er Þjóðminja- safnið hálfkarað og kostnaðaráætlun komin yfir 1.400 milljónir króna ? eða rúmlega 100% fram úr áætlun. Til að ná þessu afreki Björns Bjarnasonar ætti Orkuveituhúsið að kosta 5 milljarða króna, en sam- kvæmt síðustu áætlun er kostnaður 2,485 milljónir króna, sem er 8% fram úr áætlun. Síðara atriðið er heilsuræktarstöð, sem starfrækt verður í húsakynnum Orkuveitunnar. Björn Bjarnason hneykslaðist á þessari framkvæmd og gerði hana að kosningamáli. Nú er komið í ljós að í kjallara menntamála- ráðuneytisins er að- staða fyrir starfsfólk til að stunda líkamsrækt ásamt gufubaði. Þessi líkamsræktaraðstaða er að sjálfsögðu tölu- vert minni en 200 fer- metra salur í Orku- veituhúsinu, enda í gömlum húsakynnum. En hugsunin að baki er nákvæmlega sú sama, þ.e. að gefa ráðu- neytisfólkinu eins og starfsmönnum Orkuveitunnar tækifæri til líkams- ræktar. Fólk verður síðan að dæma um trúverðuleika stjórnmálamanns eins og Björns Bjarnasonar í ljósi stað- reynda um fyrri athafnir hans. Sjálf- ur er ég reiðubúinn að mæta Birni Bjarnasyni í umræðuþáttum hvar og hvenær sem er og tjáði Rás 2, að ég væri tilbúinn að hitta hann eða vara- oddvita sjálfstæðismanna Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, eins og ég var upp- haflega beðinn um, en hvorugur þeirra reyndist á lausu. Björn og gufu- baðið í kjallara ráðuneytisins Alfreð Þorsteinsson Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórnmál Í kjallara mennta- málaráðuneytisins, seg- ir Alfreð Þorsteinsson, er aðstaða fyrir starfs- fólk til að stunda líkamsrækt ásamt gufubaði. HEYRST hefur að verið sé að kanna möguleika á því að sameina RARIK, Norðurorku og Orkubú Vestfjarða og hafa höfuðstöðvar sameinaðs fyrirtækis á Akureyri. Þetta er að ýmsu leyti breyt- ing til batnaðar. Gott væri að fá öflugt orkufyrirtæki utan suðvesturhornsins þar sem fyrir eru nokkur rótgróin fyrirtæki. Einnig hlýtur það að teljast eðlilegt að höf- uðstöðvar RARIK séu þar sem einhverjir viðskiptavinir eru. Okkur þætti það a.m.k. furðu- legt ef Orkuveita Reykjavíkur byggði höfuðstövar sínar í Kefla- vík svo dæmi sé tekið. Vestfirðingar eru hins vegar ekki alls kostar sáttir við þessa til- lögu. Ef höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði verða lagðar niður, flytjast frá Ísafirði mörg störf og ekki nóg með það heldur eru þetta vel launuð störf fyrir menntað fólk. Það eru einmitt slík störf sem mestur skortur er á á landsbyggðinni. Nóg hafa Vestfirð- ingar þurft að ganga í gegnum síð- ustu áratugi og er varla á það bæt- andi. Akureyringar eru ekki heldur fyllilega sáttir þótt undarlegt megi virðast. Þeir eru auðvitað ánægðir að fá til sín höfuðstöðvar slíks fyrirtækis og með því mörg vellaun- uð störf inn í bæinn. Vandamálið er hins vegar að Norðurorka vegur það lítið í slík- um samruna að Ak- ureyringar munu missa forræði sitt í eigin orkumálum í slíku fyrirtæki og ein- ungis vera í minni- hluta á móti ríkinu. Auk þessa er verð á raforku lægst hjá Norður- orku af þessum þrem fyrirtækjum eftir því sem ég best veit. Það er því ljóst að orkuverð á Akureyri mun hækka ef samræmd verðskrá verður tekin upp. Vegna ofangreindra atriða er eftirfarandi hugmynd sett fram: Úr þessum þrem fyrritækjum yrðu mynduð tvö fyrirtæki. Annað næði yfir Vesturland, Vestfirði og Suðurland og hefði höfuðstöðvar á Ísafirði. Eigandi þess yrði ríkið eingöngu. Hitt næði yfir Norður- land og Austurland með höfuð- stöðvar á Akureyri. Akureyrarbær og ríkið ættu þetta fyrirtæki sam- an og er líklegt að Akureyrarbær væri þar í meirihluta eða mjög ná- lægt því. Önnur sveitarfélög á Austur- og Norðurlandi gætu væntanlega keypt sig inn í fyr- irtækið ef ríkið vildi selja af hlut sínum. Þetta fyrirkomulag er að mörgu leyti rökrétt. Höfuðstöðvar eru á báðum þessum stöðum nú þegar og ekki kostnaðarsamt að auka við starfsemina. Aukin starfsemi á Ísafirði og Akureyri mun styrkja báða staðina. Það er í samræmi við þá stefnu að styðja uppbyggingu á fáum öflugum stöðum utan höf- uðborgarsvæðisins sem gætu orðið virkileg kjölfesta í sínum lands- hluta. Enn fremur má nefna, að ef litið er á það svæði í heild sem þessi þrjú fyrirtæki þjóna nú, þá kemur í ljós að stærstu tveir bæ- irnir þar eru einmitt Akureyri og Ísafjörður. Sá þriðji stærsti er Sauðárkrókur. Með þessu móti yrðu til tvö sæmilega öflug orkufyrirtæki á landsbyggðinni. Vissulega væri eitt fyrirtæki enn öflugra en hugs- anlega verður samt meiri sátt um tvö. RARIK, Norðurorka og Orkubú Vestfjarða Jón Þorvaldur Heiðarsson Eignarhald Úr þessum þrem fyrirtækjum, segir Jón Þorvaldur Heiðarsson, verði mynduð tvö fyrirtæki. Höfundur er eðlisfræðingur. Síðumúla 24 ? Sími 568 0606 Sjónvarpsskápur 139.000 Kr ? Gæði á Netto verði... ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 AÐ GLÆSILEGU DÖNSKU VISSIR ÞÚ fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar! INNRÉTTINGARNAR OG FULLKOMNU ÍTÖLSKU ELDUNARTÆKIN Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.