Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 25 Fyrir kórsöngvara Fyrir áhugasöngfólk á öllum aldri Fyrir þá sem vilja undirbúa sig til frekara söngnáms • Kennt er utan venjulegs vinnutíma tvö kvöld í viku • Söngur - tækni / túlkun / raddaður samsöngur • Tónmennt - tónfræði / nótnalestur Boðið er upp á 8 vikna og 14 vikna námskeið Upplýsingar og innritun daglega til 9. september frá 14-18 á skrifstofu skólans í síma 552 7366 Skólastjóri Söngnámskeið - Innritun stendur yfir á næstu kvöldnámskeið skólans Söngskólinn í Reykjavík ÞAÐ kann að vera gleymt núna, en einu sinni var öll betri skemmti- músík í okkar heimshluta, allt frá stássstofum til kráa, leikin eftir nótum. Blómaskeið svokallaðrar „salon“-tónlistar stóð frá ofan- verðri 19. öld og fram að seinni heimsstyrjöld, og þótt flest væri e.t.v. frekar ætlað fótlimum en fag- urkerum, varð einnig til margt hlustunarvert sem eftir lifir. Þegar bezt lét má segja að salonmúsíkin hafi brúað bilið milli afurða kons- ertsala og dansstaða, og væri því réttnefnd „millimúsík“. Fyrirbrigði sem færa má rök fyrir að hafi sjald- an vantað jafnsárlega og einmitt í tónlistarlífi nútímans. Áhugaspilamennska eftir nótum dvínaði mjög á nýliðinni öld, m.a. vegna tæknilegra framfara (grammófónn, píanóla, kvikmyndir, útvarp, segulband, sjónvarp – svo eitthvað sé nefnt í tilkomuröð) og langskólamenntaðir hljómlistar- menn eru því oftast einir um að leika af blaði nú á dögum. Það þarf ekki nýliðinn höfuðdag til að undir- strika að við erum löngu orðin vön því að fá flesta músík framreidda á silfurfati. Það er því athyglivert að enn virðist þörf fyrir sæmilega bitastæða afþreyingarmúsík. En um leið dapurlegt að þurfa að við- urkenna að þeirrar afurðar verði núorðið oftast að leita aftur í tíma, eins og sást af fjölsóttum tónleikum „Ástaræðis“-hljómsveitarinnar í Kaffileikhúsinu á laugardaginn var. Menntuðustu tónskáld Vesturlanda eru löngu hætt að semja alþýðu- tónlist, hvað þá fyrir áhugamenn (Brahms var þar meðal síðustu geirfugla), hvað svo sem verða kann ef lífsgæðamat nútímans á eftir að breytast til batnaðar. Dagskráin var annars eins sígild og hugsast mætti í léttari geiran- um; fjölbreytt en samt smekklega heilstæð blanda af kvikmyndatón- list, tangóum og eldri dægurlögum, að mestu frá millistríðsárum fram á 7. áratug. Allar útsetningar eða umritanir – nema La Cumparsita eftir M. Rodriguez (úts. Dobsch- inski) – voru eftir sellista hópsins, sem einnig lagaði útsetningar J. Bragatos á Piazzolla-lögunum tveim, Invierno Porteño (Vetur) og Verano Porteño (Sumar), að áhöfn- inni. Eftir einn ástsælasta „sí- græna“ lagasmið þjóðarinnar, Sig- fús Halldórsson, voru Vegir liggja til allra átta (kannski kunnast í óviðjafnanlega tímalýsandi „tvist“- útsetningu Jóns Sigurðssonar fyrir Balling-myndina 79 af stöðinni) og Dagný. Lögin voru fislétt spiluð en frekar þunnt útsett, og gilti raunar um flestar útsetningar Hrafnkels Orra að píanóparturinn var óþarf- lega oft í afskiptu undirleikshlut- verki „úm-pa“-akkorða og kontra- línur yfirleitt af frekar skornum skammti. Þó bar ein af – Austur- stræti (e. Þórhall „Ladda“ Sigurðs- son), sem var bæði skemmtilega út- færð og bráðsmellin. Fulltrúi meistara Chaplins var tveggja laga syrpa úr Nútímanum, þ.e. krómatíski „gaucho“-polkinn og angurværa tangólagið (gamal- grónar eyrnadillur hvað svo sem þær kunna að heita). Tveim atrið- um síðar kom hið Chaplinskotna L’illusionista úr „8½“ eftir fasta- kompónista Fellinis, Nino Rota, er einnig átti La Strada úr sam- nefndri Fellinimynd frá 1954 (aftari hlutinn er þjóðkunnur sem kynn- ingarstef Gufuþáttarins „Laufskál- inn“ í flutningi I Salonisti). Astor Piazzolla tókst oft furðuvel upp að brúa bilið milli alþýðudans og metnaðarfyllri tónlistar, og voru lög hans um vetur og sumar í Bue- nos Aires prýðileg dæmi þess. Pav- arotti argentínska tangósöngsins, Carlos heitinn Gardel, átti tvö lög sem stóðu upp úr að lagrænum þokka, Por una cabeza og El dia que me quieras; greinilega bæði við hæfi klassískt menntaðra spilara enda dáfallega leikin. Frumsamið var lag Hrafnkels Við bakka Dón- ár; að vísu ekki ýkja melódískt slá- andi en samt andrúmsrík blanda af hægum Vínarpolka og ungverskum sígaunaczardas, sem eins og út- setningar hans hefði efalítið grætt á sjálfstæðara mótspili og meira flúri í píanóinu. Arðbærasta tangólag allra tíma, Tango Jalousie eftir Jacob Gade, kom fyrst eftir hlé þegar sveitin var auðheyrilega farin að hitna. Litla tónlistarmanninum, einu þekktasta lagi Freymóðs Jóhanns- sonar (12. Septembers) hefði mátt gera meira úr, auk þess sem niðurlagsformúluklissja útsetjar- ans fa mí re – do tí la kom hjákát- legar út en skyldi fyrir pínlega ná- stöðu við næsta lag, La Cumparsita eftir Rodriguez. En útsetjarinn bjargaði þó sómanum og vel það með Austurstræti þar á eftir, eins og fyrr sagði. Endað var á Sumri Piazzollas og ítrekun á Vegir liggja í uppklappi. Uppákomunni var gífurlega vel tekið, enda kærkominn áburður á gróðurvana svæðið milli tinda og dala í hérlendu tónlistarlífi. Sam- spilið var einnig merkilega gott fyr- ir nýstofnaðan hóp sem aðeins nær saman í leyfum frá námi og starfi, þó að akademísk fágun ætti síður við hér, á næsta bæ við knæpuna, en á ódáinsakri hljómleikasalanna. Sérstaklega í tangótónlistinni sakn- aði maður meira blóðs, svita og tára – að ekki sé minnzt á kraft, og jafnvel groddaskap. Auk þess hefðu einkum efri strengir oft mátt leika jarðbundnar með þykkari tóni, „sméri“ og smeðjulegum glissöðum í stíl. Annars tandurtær píanóleik- ur Tinnu Þorsteinsdóttur, líkt og strengjakvartettinn, hefði sömu- leiðis mátt höfða aðeins meir til háska hamslausra ástríðna. En það á væntanlega allt eftir að koma með kalda vatninu. Og meiri samspilun. TÓNLIST Kaffileikhúsið Tangóar, sígræn dægurlög og kvikmynda- og kaffihúsatónlist eftir Sigfús Hall- dórsson, Chaplin, Gardel, Piazzolla, Rota, Hrafnkel Orra Egilsson, Gade, 12. September, Rodriguez og Þórhall Sig- urðsson. Salonhljómsveitin L’amour fou Hrafnhildur Atladóttir fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla, Hrafnkell Orri Eg- ilsson selló, Gunnlaugur T. Stefánsson kontrabassi og Tinna Þorsteinsdóttir pí- anó. Laugardaginn 30. ágúst kl. 21. SALONTÓNLEIKAR Lítil millimúsíkveizla Ríkarður Ö. Pálsson Þrjár nýjar kiljur eru komnar út hjá Máli og menningu: Óvinafagnaður eft- ir Einar Kárason. Bókin kom fyrst út árið 2001 en þetta er frumútgáfa hennar í kilju. Þórður kakali situr að sumbli í Noregi árið 1238 þegar hann fær þær fréttir að faðir hans og hinn glæsti bróðir, Sturla Sighvatsson, hafi verið felldir á Örlygsstöðum í fjöl- mennustu orrustu sem háð hefur ver- ið á Íslandi. Bókin er 248 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.599 kr. Alkemistinn eftir Paulo Coelho í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1999, en þetta er frumútgáfa hennar í kilju. Sagan fjallar um Santíago sem hafði hætt á prestaskóla og gerst hjarðsveinn af því að hann langaði til að ferðast. Hann dreymdi sama drauminn aftur og aftur um að hans biði fjársjóður. Seinna varð á vegi hans maður sem þekkti ævi hans liðna og ókomna og sagði honum frá því að sérhver maður ætti sér sinn Ör- lagakost. Bókin er 186 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.399 kr. Brosmildi mað- urinn er eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geirdal. Bókin er í bókaflokknum um Kurt Wallander lögreglumann. Þokan grúfir yfir Skáni. Gustaf Thorstensson lög- maður er einn á ferð í bíl sínum seint um kvöld. Allt í einu sér hann mann á veginum fram undan, reyrðan niður í stól. Lögmaðurinn stöðvar bílinn til að forða slysi og stígur út, en í sömu andrá fær hann ægilegt högg á hnakkann og hnígur niður. Áður hafa komið út á íslensku eftir Mankell sögurnar Morðingi án and- lits, Hundarnir í Riga og Hvíta ljón- ynjan. Vigfús Geirdal þýddi. Bókin er 400 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.799 kr. Kiljur Miðvikudagur - Nú stendur yfir tón- listarhátíð ungra norrænna tónlist- armanna, UNM, og verða tónleikar með UNM-hljómsveitinni og norska tríóinu Poing í Salnum kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Ólaf B. Ólafs- son (ÍS), Önnu S. Þorvaldsdóttur (ÍS), David Bratliet (NO), Ere Lievonent (FI), Erik Peters (SE), Guðmund St. Gunnarsson (ÍS), Dav- íð B. Fanzson (ÍS) og Øyvind Torv- und (NO). Tónlistar- hátíð UNM Í HAUST kemur út á vegum JPV útgáfu, Sonja – leyndardómar og lífssaga heimskonu á Manhattan, ævisaga Sonju Wendel Benja- mínsson de Zorrilla, sem skráð er af Reyni Traustasyni. Sonja fæddist í Reykjavík 18. nóvem- ber 1916. Hún var að- eins fimmtán ára þegar hún fór að heiman og hún sneri ekki til baka fyrr en sextíu og sex árum síðar. Hún skrif- aði um árabil tísku- þætti í Morgunblaðið sem nutu mik- illa vinsælda. Í New York haslaði Sonja sér völl á Wall Street sem kaupsýslukona og átti um tíma í ástar- sambandi við skipa- kónginn Aristotle Onassis en síðar giftist hún argentínskri þjóð- hetju, Alberto Zorrilla. Sonja lést í Reykjavík 22. mars á þessu ári. Saga Sonju er skráð eftir frásögn hennar sjálfrar auk þess að höfundur vann upp úr bréfasafni hennar og ýmsum gögnum ásamt því að ræða við tugi vina hennar og sam- ferðamanna á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sonja er fjórða bók Reynis Traustasonar. Formálsorð eru skráð af vinkonu Sonju, Vigdísi Finnboga- dóttur. Ævisaga Sonju Zorilla væntanleg Sonja Zorilla SUNGIÐ var og leikið Maríu guðsmóður til dýrðar á tónleikun- um en tónleikadagurinn er einmitt messudagur heilagrar guðsmóður. Að þessum listviðburði stóðu þær Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Liu en þær hafa báðar lagt stund á söngnám í Bandaríkjunum. Þær nefna dúó sitt Vocalisa soprano og sérhæfa sig í flutningi eldri tónlist- ar, t.d. frá endurreisnar- og barokktímanum. Þær hafa víða komið fram og m.a. haldið fjölda- marga tónleika á San Franscisco svæðinu. Berglind Björgúlfsdóttir starfar við tónlistaruppeldi barna, en Joyce kennir söng og píanóleik. Í tengslum við tónleikana var haldin myndlistarsýning þar sem Soffía Sæmundsdóttir sýndi Maríumyndir þar sem guðsmóðir sést m.a. víða í íslensku landslagi. Á tónleikaferð sinni um landið höfðu þær mynd- listarsýninguna meðferðis og settu hana upp hvar sem þær komu fram. Reykelsisilmur mætti tónleika- gestum við komuna í Skálholts- dómskirkju og skapaði stemmingu, ásamt kertaljósi í rökkrinu, þar sem myndirnar voru í hálfhring á kirkjugólfinu og mynduðu fallega umgjörð um tónleikana. Það gat ekki farið fram hjá neinum að þetta var helg stund enda himnaför Mar- íu guðsmóður þennan dag. Ef til vill var það þess vegna að tónleikagest- ir gátu notið þessa fallega viðburð- ar án þess að greiða fyrir aðgang og má segja að flytjendur hafi þannig gefið áheyrendum vinnu sína og list þennan dag. Tónleikarnir byrjuðu á Bænar- kalli til guðsmóður frá 13. öld og heyrðist strax að þær stöllur kunna góð skil á flutningi slíkrar tónlistar og þeim raddblæ sem honum til- heyrir. Þá komu þrjú verk, öll eftir konur, en á barokktímanum var sjaldgæft að konur væru tónskáld og enn sjaldgæfara að þær væru nafngreindar. Fyrst var flutt De Santa Maria; De Splendidissima Gemma eftir Hildegard von Bingen (1098–1179), þá Vespro Della Beata Vergine: O Quam Bonus Es eftir Chiara Margarita Cozzolani (1602–1677) og að lokum Alla Madonna; O Maria Quam Pulcra Es eftir Barböru Strozzi (1619–1663). Það er ljóst af flutningi og allri meðferð tónverk- anna að söngstjóri þeirra, Judi Navari, nálgast viðfangsefni sín af vandvirkni og mikilli smekkvísi. Næsti hluti tónleikanna bar ann- an blæ, því verkin sem þá voru flutt eru nær okkur í tíma. Þar má nefna Maríubæn; himnanna drottning eft- ir Sigvalda Kaldalóns, en það verk hefur undirritaður ekki heyrt fyrr og þótti snoturt, lítið lag. Ave Maria Sigvalda söng Berglind ein. Það lag hefur oft heyrst í flutningi okkar þekktustu söngvara, sem gjarnan flytja það af miklum krafti. Berg- lind valdi að syngja þetta vinsæla verk á aðeins blíðlegri nótum og mætti hún gjarnan þjálfa upp meira öryggi í þeim söngstíl. Þá fluttu þær Joyce og Berglind hið vinsæla verk Eyþórs Stefánssonar Ave Maria og sungu þann dúett mjög fallega. Að auki fengu gestir að heyra verk eftir Vivaldi og Ave Maria eftir Camille Saint-Saëns en það verk er mikil tónsmíð og var sérstaklega vel flutt af hópnum. Samleikur orgels og sellós var fal- legur og látlaus á þessum tónleik- um, en styrkur sellósins e.t.v. full- mikill á köflum. Þakka ber heimsóknir sem þessa. Ytri búnaður var allur til fyrir- myndar, s.s. söngskráin, með góð- um upplýsingum og allir textar þar bæði á íslensku og ensku. Þá vil ég nefna sérstaklega góðan formála eftir einn okkar helsta Maríusérfræðing, dr. Pétur Péturs- son, en hann segir m.a.: „Eftir sið- breytinguna var Maríu himna- drottningu steypt af stalli í kirkjum mótmælenda. Siðbótarfrömuðum fannst trú alþýðunnar bera vott um hjáguðadýrkun. Líkneski af þeim mæðginum voru færð í skuggann, sett í geymslur eða þeim jafnvel tortímt. Maríuljóð og sálmar fengu svipaða útreið og myndirnar.“ Enn fremur segir dr. Pétur: „Nærvera Maríu verður ekki afmáð með því að strika nafn hennar út úr textum eða tortíma myndum af henni. Til þess er nálægð hennar of sterk og áþreifanleg.“ Ave Maria – himnadrottning TÓNLIST Skálholtskirkja Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Liu söngur. Meðleikarar: Sigrún Magna Þor- steinsdóttir organisti og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Fimmtudagur 15. ágúst. VOCALISA SOPRANO Hilmar Örn Agnarsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.