Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 1
229. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 1. OKTÓBER 2002
skiptum. Myndin er frá kauphöll-
inni í Chicago en þar eins og víð-
ar var mikill handagangur í
öskjunni.
MIKIÐ verðfall var á mörkuðum
víða um heim í gær vegna lítt
uppörvandi frétta af efnahagslíf-
inu. Í Bandaríkjunum hefur Dow
Jones-vísitalan ekki verið lægri í
fjögur ár, Nasdaq í sex ár og
Standard and Poor 500 í 15 ár.
Ótíðindin voru meðal annars
þau, að einkaneysla í Bandaríkj-
unum jókst mjög lítið í ágúst auk
þess sem óttinn við átök í Írak
liggur eins og mara á öllum við-
Reuters
Verðfall á mörkuðum
ÁTTA létu lífið og rúmlega 50 slösuðust, margir alvar-
lega, í tveimur árekstrum á hraðbraut í norðurhluta
Austurríkis í gærmorgun. Sumir þeirra sem létust
brunnu inni í bílum sínum. Alls er talið að um 70 bílar hafi
lent í árekstrunum, er urðu á háannatíma. Orsök árekstr-
anna er talin vera þykkt þokubelti sem lá yfir tíu km
kafla á hraðbrautinni á milli Vínar og Salzburgar,
skammt frá bænum Seewalchen.
AP
Átta létust í tveimur árekstrum
VIÐRÆÐUR um væntanlegt vopna-
eftirlit í Írak hófust í Vín í Austurríki í
gær. Gerðu fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna írösku embættismönnunum það
ljóst strax í upphafi fundarins, að ekki
yrði sæst á neitt minna en algert frelsi
fyrir vopnaeftirlitsmennina og yrðu
þá fjölmargar hallir Saddams Huss-
eins Íraksforseta ekki undanskildar.
Bretar og Bandaríkjamenn ætla að
kynna á morgun í öryggisráðinu nýja
ályktun um Írak þar sem hert er mjög
á fyrri skilmálum um vopnaeftirlit.
Haft var eftir Hans Blix, yfirmanni
vopnaeftirlits SÞ, að viðræðurnar
hefðu gengið vel í gær en þær snerust
aðallega um framkvæmdaratriði til að
koma í veg fyrir hugsanlega árekstra
eftir að vopnaeftirlitið er hafið í Írak.
Melissa Fleming, talsmaður Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar, sagði,
að úrslitaatriðið væri fullkominn að-
gangur að öllum stöðum í Írak: „Við
búum yfir miklum upplýsingum,
miklum vísbendingum og gervi-
hnattamyndum. Nú verðum við að
kanna þær nánar á staðnum.“
Komið til móts við Frakka?
Bandaríkjamenn og Bretar hyggj-
ast leggja fyrir öryggisráðið á morg-
un drög að nýrri ályktun um Írak þar
sem kveðið er á um hernaðaraðgerðir
verði nauðsynlegt að fylgja henni eftir
með þeim hætti. Það var hins vegar
haft eftir bandarískum embættis-
mönnum í gær, að Bandaríkjastjórn
kynni að fallast á málamiðlun til að
koma í veg fyrir, að Frakkar beittu
neitunarvaldi í ráðinu. Fælist hún í
því að verða við kröfu Frakka um
tvær ályktanir, eina um skilmálana og
síðar aðra um viðbrögðin ef Írakar
hlíta ekki þeirri fyrri.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, sagði í gær, að hann væri þess
fullviss, að Bandaríkjastjórn myndi
jafna ágreining sinn við önnur ríki í
öryggisráðinu og komast að sam-
komulagi um viðunandi ályktun.
Viðræður um vopnaeftirlit í Írak hófust í Vín í gær
Eftirlitsmenn fái
fullt athafnafrelsi
Vín. AP, AFP.
BRETAR eru svo samansaumaðir
í fjármálum, að þeir fórna stund-
um sjálfri ástinni til að komast
hjá aukalegum útgjöldum hennar
vegna. Kemur þetta fram í nýrri
könnun, sem segir, að þrátt fyrir
smásmyglið á flestum sviðum
hætti mörgum til að spara eyrinn
en kasta krónunni.
Niðurstöðurnar voru þær, að
5% aðspurðra höfðu sagt upp
kærustunni eða kærastanum fyrir
jól eða fyrir Valentínusardaginn
til að sleppa við gjafakaup. 17%
viðurkenndu að hafa afritað
geisladiska í sparnaðarskyni og
næstum 50% sögðust alltaf fara
með sitt eigið sælgæti í bíó. 21%
hafði þann hátt á þegar hringt
var úr farsíma að biðja strax
þann, sem hringt var í, að
hringja aftur í sig.
Endurnýta frímerki
23% Breta endurnota frímerki,
sem stimpilpúðinn hefur ekki lent
á, og níu af hverjum tíu hlaupa
upp til handa og fóta þegar ein-
hver verslunin býður „tvo fyrir
einn“.
Einn af hverjum sjö lætur
klippa sig mjög snöggt til að
fækka ferðunum til rakarans og
29% hnupla handklæðum, bað-
sloppum og sápu á hótelum.
Þegar kemur að því að ávaxta
sitt eigið pund skipta samt flestir
við fjóra stærstu bankana, sem
greiða þó verulega lægri vexti en
smærri bankar.
Ástin
víkur
fyrir
aurunum
London. AFP.
NÁÐST hefur samkomulag innan
Evrópusambandsins um málamiðlun í
deilu þess við Bandaríkjastjórn um
Alþjóðasakamáladómstólinn. Felst
það í því að veita bandarískum her-
mönnum takmarkaða friðhelgi fyrir
hugsanlegri saksókn.
Um þetta var samið á utanríkisráð-
herrafundi ESB-ríkjanna í Brussel og
jafnframt ákveðið, að einstök aðildar-
ríki gætu gert tvíhliða samning við
Bandaríkin um þessi mál svo fremi
ákveðnum skilyrðum væri fullnægt.
Per Stig Møller, utanríkisráðherra
Dana, sem nú er í forsæti fyrir ESB,
neitaði því, að með þessu væri verið
að grafa undan dómstólnum áður en
hann tæki til starfa.
Skilyrðin eru þau, að þeir Banda-
ríkjamenn, sem hugsanlega yrðu sak-
aðir um stórglæpi, verði lögsóttir í
Bandaríkjunum og nái sú takmark-
aða friðhelgi aðeins til hermanna og
opinberra sendimanna.
Bandaríkjastjórn hefur hingað til
neitað að samþykkja lögsögu dóm-
stólsins og þá með þeim rökum, að
hann yrði hugsanlega notaður gegn
bandarískum hermönnum í pólitísku
skyni. ESB hefur reynt að tala einum
rómi í þessu máli en brestur kom í
samstöðuna er stjórnvöld í Bretlandi
og Ítalíu gáfu í skyn, að þau kynnu að
semja sérstaklega við Bandaríkja-
menn. Talsmenn Bandaríkjastjórnar
vildu fátt segja um málamiðlunina í
gær, aðeins, að hún yrði skoðuð.
Deilan um Alþjóða-
sakamáladómstólinn
ESB sam-
þykkir
mála-
miðlun
Brussel. AP, AFP.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, beið auðmýkjandi ósig-
ur á flokksþingi Verkamanna-
flokksins í Blackpool í gær þegar
samþykkt var að endurskoða
stefnu hans í einkavæðingarmál-
um.
Breska stjórnin hefur kynnt
áætlun um einkavæðingu skóla og
sjúkrahúsa en í atkvæðagreiðslu
um hana var samþykkt með 67%
gegn 33% að taka alla áætlunina til
endurskoðunar. Er þetta aðeins í
annað sinn frá því Blair tók við
forystu í flokknum sem hann verð-
ur undir á flokksþingi.
Snerust gegn Blair
Blackpool. AFP.