Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opnunartímar:
Mánud.-föstud. frá kl. 10-18.
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
Nissan Double Cab 2500
Diesel, f.skr.d. 26.09. 1999, ek.
53 þús. km, 4 dyra, beinsk.,
pallhús o.fl. Verð 1.730.000
Nánari upplýsingar hjá
Bílaþingi Heklu
NJÁLUNÁMSKEIÐ Jóns Böðv-
arssonar eru iðulega þétt setin en í
gærkvöldi hófst fjórða námskeið
hans um þessa vinsælustu og
lengstu sögu Íslendingasagnanna.
Það dugar ekkert minna en stóri
salur Borgarleikhússins til nám-
skeiðshaldsins og í tíu skipti mæta
þátttakendur í tvo tíma í senn og
fræðast um Brennu-Njálssögu
fram í desember. Eitt námskeið
dugar skammt þegar Njála á í hlut
og verður hún því líka til umfjöll-
unar í námskeiði á vorönn. En
námskeiðið nú er það síðasta sem
Jón Böðvarsson, cand.mag. mun
hafa umsjón með.
„Ég er orðinn 72 ára svo ég fer
nú að hætta þessum námskeiðum,
það er tímabært að ég fari að
draga mig í hlé,“ sagði Jón er
Morgunblaðið ræddi við hann í
Borgarleikhúsinu. Gera má ráð
fyrir að um 6.000 manns hafi sótt
námskeið Jóns, en hann hefur frá
árinu 1986 glætt flestar Íslend-
ingasögurnar auk Eddukvæða og
fornaldarsagna lífi á vegum End-
urmenntunarstofnunar.
Hversdagshetjur Njálu
„Njála er sú Íslendingasaga sem
er ekki bara lengst og mest heldur
mest lesin í gegnum aldirnar,“
sagði Jón. „Hún höfðar svo til Ís-
lendinga að menn eins og Gunnar
og Njáll og konur eins og Hall-
gerður og Bergþóra hafa verið
eins og persónur rétt á meðal okk-
ar. Og þegar talað er um Skarp-
héðin er aðeins einn Skarphéðinn
sem kemur til greina.“
Á námskeiðin flykkjast aðdá-
endur Njálu en sennilega má segja
að þeir séu ekki síður aðdáendur
Jóns því margir koma aftur og aft-
ur á námskeið hans.
„Nú er ég komin aftur í tíma hjá
þér,“ segir kona sem vindur sér
upp að Jóni í anddyri Borgarleik-
hússins, nokkrum mínútum áður
en námskeiðið á að hefjast. Jón
segir blaðamanni að margir nem-
enda hans síðan hann kenndi í
gagnfræðaskóla og menntaskóla
sæki námskeiðin. „Elstu nemendur
mínir sem ég kenndi í gagnfræða-
skóla eru 63 ára,“ segir Jón. „Ég
byrjaði svo snemma að kenna.“
Á Njálunámskeiðinu nú eru
þátttakendur á öllum aldri og sam-
kvæmt upplýsingum frá Endur-
menntunarstofnun, sem í sam-
starfi við Mími-Tómstundaskóla
stendur fyrir Njálu-námskeið-
unum, er sá elsti 82 en sá yngsti 15
ára.
En er Jón farinn að kunna Njálu
utanbókar?
„Ja, ég hefur nú kunnað söguna
nokkurn veginn utan að frá því ég
var innan við tvítugt. Hún er ein af
eftirlætis Íslendingasögunum mín-
um, en það eru fimm, sex sögur
sem ég geri ekki upp á milli.“
Á námskeiðinu nú verður fjallað
um 1.–81. kafla, forleikina tvo og
sögu Gunnars Hámundarsonar á
Hlíðarenda. Efnisþáttur verður
rakinn og skýrður. Einnig verður
rætt um efnistök, sögusvið og
helstu sögupersónur – einkum
Hrút, Hallgerði, Gunnar, Kol-
skegg, Mörð, Njál, Bergþóru og
Skarphéðin. Þá verður greint frá
ólíkum viðhorfum til þessa fólks
og söguatburða.
Jón Böðvarsson heldur sitt síðasta námskeið í Brennu-Njálssögu
Kunni söguna
utan að
fyrir tvítugt
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Böðvarsson heldur nú sitt síðasta námskeið um Njálu.
RAUÐI kross Íslands gengst fyrir
landssöfnun n.k. laugardag undir
kjörorðunum Göngum til góðs, til
styrktar hjálparstarfi í sunnanverðri
Afríku, en markmiðið er að safna að
minnsta kosti 20 milljónum króna.
Úlfar Hauksson, formaður Rauða
kross Íslands, segir að 80 söfnunar-
staðir verði á landinu og þar af 30 á
höfuðborgarsvæðinu, en stefnt sé að
því að fá 2.000 sjálfboðaliða til að að-
stoða við söfnunina. Skráning sjálf-
boðaliða stendur yfir hjá deildum
Rauða krossins og hjá félaginu en
einnig er hægt að skrá sig á netinu
(www.redcross.is).
Gert er ráð fyrir að sjálfboðaliði,
sem gangi í um tvo tíma, geti safnað
um 10.000 krónum, sem nægi að gefa
fimm manna fjölskyldu mat sem dugi
í tvo mánuði.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, er verndari Rauða krossins
og verndari söfnunarinnar. Hann seg-
ir að það sé sérstök ánægja að leggja
þessari söfnun lið. Rauði krossinn hafi
verið einn alþjóðlegasti fulltrúi Ís-
lendinga í hjálparstarfi og Íslending-
ar væru illa staddir í þessu alþjóðlega
samfélagi án hans. Hann segir að
fólkið í landinu hafi alla jafna stutt
Rauða krossinn vel og vonandi njóti
söfnunin þess, en hungursneyðin í
Afríku sé eitt stærsta vandamál
heims. Vandinn brenni fyrst og
fremst á börnum og konum, en of lítið
hafi verið gert að því að sýna í verki að
vilji sé til þess að rétta þessu fólki
hjálparhönd. Söfnun Rauða krossins
sé að því leyti nokkur prófsteinn á
samúð Íslendinga og vilja til að leggja
sitt af mörkum. Sú staðreynd að
Rauði krossinn sé alfarið með söfn-
unina á sínum höndum tryggi líka að
stuðningurinn komist í réttar hendur.
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Rauða krossins, kom frá Afríku
um helgina, en þar fylgdist hún með
matarúthlutun Rauða krossins. Hún
segir að Rauði krossinn beini augum
sínum að fimm löndum að þessu sinni,
þ.e. Malaví, Swaziland, Lesotho,
Zimbabwe og Zambia. Margir komi
að aðstoðinni og Sameinuðu þjóðirnar
samhæfi starfið en í hlut Rauða kross-
ins komi að aðstoða um 750.000
manns fram í apríl. Hún segir að upp-
skeran á svæðinu í fyrra hafi verið lé-
leg og enn verri í vor en fyrir vikið eigi
fólk ekki fyrir mat auk þess sem al-
næmisvandinn auki vandann. Þriðji
til fjórði hver maður í Malaví sé t.d.
smitaður af alnæmisveirunni og börn
séu oft höfuð fjölskyldna.
Að sögn Sigrúnar er gert ráð fyrir
að hver fimm manna fjölskylda þurfi
um 50 kg af maís, 5 kg af sojablöndu, 5
kg af baunum og 5 kg af olíu á mánuði.
Vandinn versni verði ekkert að gert
og það sé hlutverk Rauða krossins að
bregðast við með stuðningi.
Íþróttahreyfingin þátttakandi
Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-
lands er sérstakur samstarfsaðili
Rauða krossins við söfnunina. Ellert
B. Schram, forseti ÍSÍ, segir að af-
mælisverkefni sambandsins, Ísland á
iði, falli vel að söfnuninni. Eitt stærsta
vandamál Íslendinga sé hreyfingar-
leysi og offita og heilsuleysi því sam-
fara, en það sé með mikilli ánægju
sem ÍSÍ taki þátt í þessu verkefni með
Rauða krossinum. ÍSÍ hvetji sitt fólk,
íþróttafélög og í raun alla Íslendinga
til að hreyfa sig, ganga til góðs og
safna fé í þetta góða málefni.
Söfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Afríku
Markmiðið að safna
20 milljónum króna
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ellert B. Schram, forseti
Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, kynna landssöfnunina.
MAÐUR sem var handtekinn á
föstudagskvöld vegna reksturs
spilavítis í miðborg Reykjavíkur
var dæmdur í skilorðbundið fang-
elsi fyrir tæpum 10 árum vegna
spilavítisreksturs í Ármúla í
Reykjavík.
Að kröfu lögreglunnar í Reykja-
vík var hann úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 4. október nk.
Árið 1993 var hann, ásamt
tveimur öðrum mönnum, dæmdur
fyrir að reka spilavíti í húsnæði í
Ármúla 15. Þegar lögreglan í
Reykjavík lokaði spilavítinu í októ-
ber 1992 var lagt hald á spilapen-
inga og sérsmíðuð spilaborð auk
umtalsverðs magns af áfengi. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur dæmdi
mennina í þriggja mánaða fang-
elsi, skilorðsbundið til þriggja ára
og var þeim öllum gert að greiða
tvær milljónir í sekt.
Skömmu fyrir miðnætti sl.
föstudagskvöld lokaði lögreglan
spilavíti í viðbyggingu við Suður-
götu 3, í portinu á bak við Her-
kastalann og húsnæði Happdrætt-
is Háskólans og lagði hald á borð
og fleira sem tengdist rekstrinum.
Á þriðju
milljón í reiðufé
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var einnig lagt hald á vel á
þriðju milljón króna í reiðufé og
nokkurt magn af áfengi. Kemur
því væntanlega til álita hvort brot-
ið hafi verið gegn áfengislögum en
staðurinn hafði ekki vínveitinga-
leyfi. Í 183. grein almennra hegn-
ingarlaga er lagt bann við að gera
sér fjárhættuspil eða veðmál að at-
vinnu eða að koma öðrum til þátt-
töku í þeim. Varðar slíkt sektum
eða fangelsi í allt að eitt ár. Í 184.
grein segir að hver sem afli sér
tekna, beint eða óbeint, af því að
láta fjárhættuspil eða veðmál fara
fram í húsnæði sem hann hefur
umráð yfir skuli sæta sektum eða
fangelsi í allt að eitt ár.
Rak spilavíti í Ár-
múla fyrir tíu árum
Maður situr í gæsluvarðhaldi vegna
spilavítisreksturs í miðborginni
SKELJUNGUR hefur keypt
hlutabréf í Fjárfestingarfélag-
inu Straumi hf. að nafnverði kr.
160.000.000. Eignarhlutur Skelj-
ungs er nú 5,7% en var áður
enginn. Lokaverð með hlutabréf
Straums í Kauphöllinni í gær
var 3,02.
Þá seldu Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. í gær hlutabréf í
Skeljungi hf. að nafnverði kr.
20.000.000. Frá þessu var greint
í flöggunum frá félögunum
Kauphöll Íslands í gær.
Eignarhlutur Sjóvár-Al-
mennra trygginga er nú 7,59%,
eða kr. 57.346.488 að nafnverði,
en var áður 10,24% eða kr.
77.346.488 að nafnverði. Síðasta
viðskiptaverð með hlutabréf
Skeljungs í gær var á genginu
14,60.
Skeljungur kaupir
hlutabréf í Straumi
EKKI hefur verið staðfest með
óyggjandi hætti hvaða vopni var
beitt þegar maður var stunginn í
íbúð við Klapparstíg 11 að kvöldi
fimmtudags en maðurinn lést af sár-
um sínum stuttu síðar.
Lögreglan í Reykjavík fann
nokkra hnífa og önnur hættuleg
áhöld við húsleit í íbúðinni en ekki
hefur verið staðfest að morðvopnið
sé þar á meðal. 35 ára gamall Reyk-
víkingur, Steinn Ármann Stefáns-
son, situr í gæsluvarðhaldi á Litla-
Hrauni vegna málsins. Hann hefur
ekki játað að hafa ráðist á manninn,
hvorki við yfirheyrslur né fyrir dómi.
Játning ligg-
ur ekki fyrir