Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HUGMYNDIR um að ný heilsu-
gæslustöð fyrir Voga- og Heima-
hverfi rísi við Hrafnistu í Laugarási
eru komnar vel á veg af hálfu
stjórnar dvalarheimilisins en skipu-
lags- og bygginganefnd Reykjavík-
ur er jákvæð fyrir því að bygging-
arleyfi verði veitt fyrir nýrri
hjúkrunarálmu og heilsugæslustöð
á lóð þess við Brúnaveg. Forstjóri
Hrafnistu leggur þó áherslu á að
heilbrigðisráðuneytið hafi ekki tek-
ið ákvörðun um hvar heilsugæslan
verði.
Umsókn Hrafnistu um að reisa
heilsugæslustöð og nýja hjúkrunar-
álmu og teikningar af byggingunum
voru kynntar á fundi skipulags- og
bygginganefndar í síðustu viku og
var þá bókað að nefndin gerði ekki
athugasemdir við að byggingarleyfi
yrði veitt eftir að teikningar hefðu
verið lagfærðar. Er gert ráð fyrir
að hjúkrunarálman verði á þremur
hæðum að kjallara meðtöldum en
þar er gert ráð fyrir 60 hjúkr-
unarrýmum á fjórum deildum. Yrði
flatarmál álmunnar um 4.300 fer-
metrar. Heilsugæslustöðin yrði hins
vegar á tveimur hæðum með kjall-
ara og yrði rúmlega 1.200 fermetr-
ar. Hönnun þessara bygginga er í
höndum Teiknistofu Halldórs Guð-
mundssonar.
Að sögn Sveins H. Skúlasonar,
forstjóra Hrafnistu, liggur fyrir
rekstrarleyfi hjá heilbrigðisráðu-
neytinu um rekstur hjúkrunarálm-
unnar og er miðað við að byrjað
verði að byggja hana í haust. Hann
segir að mikill munur verði á að-
stöðu eftir að hún verði komin til
sögunnar. „Þetta verður allt sam-
kvæmt nýjustu kröfum, öll rýmin
verða í 25 fermetra einstaklings-
herbergjum með salerni og baði á
hverju herbergi.“ Aðspurður segir
hann mikla þörf á þessum rýmum.
„Síðast þegar ég vissi voru 256 í
mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunar-
heimili í Reykjavík og það er mjög
slæm staða.“
Hvað varðar heilsugæslustöðina
segir Sveinn að Hrafnista hafi lengi
verið í viðræðum við Heilsugæsluna
í Reykjavík. „Þar hefur verið gert
ráð fyrir að heilsugæslustöð verði í
hluta af þessu húsi sem við byggj-
um. Við höfum unnið, hannað þetta
og skipulagt í samvinnu við Heilsu-
gæsluna en hins vegar hefur engin
ákvörðun verið tekin af hennar
hálfu um að það verði byggt hjá
okkur enda er það ráðherra að
ákveða það.“
Hann bendir á að í tillögum sem
stjórn Heilsugæslunnar kynnti ný-
lega sé gert ráð fyrir að önnur af
tveimur heilsugæslum sem byggðar
verða á höfuðborgarsvæðinu, verði í
Voga- og Heimahverfi. „Þannig að
við vildum hafa heimild til að
byggja þarna ef ráðuneytið hefði
áhuga á að semja við okkur. Annars
getum við nýtt þetta húsnæði á
annan máta.“
Sveinn segir að líklega myndi
heilsugæslan ekki þjóna íbúum
Hrafnistu þar sem hjúkrunarheim-
ilið hafi eigin læknum á að skipa.
„En við höldum að það sé styrkur
fyrir báða aðila að tengjast. Það er
styrkur fyrir þá að vera nálægt
svona stóru heimili með öldrunar-
þjónustu og líka styrkur fyrir okk-
ur að hafa þá á lóðinni en þar er
mjög fullkomin endurhæfingarstöð
sem yrði sambyggð við þetta hús.
Þannig að það myndi styrkja starfs-
svið beggja aðila.“
Gæti verið tilbúin vorið 2004
Búist er við að ráðuneytið taki
ákvörðun varðandi heilsugæsluna
seinna í haust og verði staðsetning
við Hrafnistu fyrir valinu gerir
Sveinn ráð fyrir að bygging hennar
taki rúmlega eitt og hálft ár þannig
að stöðin yrði jafnvel tilbúin á vor-
dögum 2004. „Það sem vakir fyrir
okkur er að það er ódýrara að
byggja húsið allt í heild. Þetta eru
sambyggð hús og fyrst við vorum
með þetta ferli í gangi með hjúkr-
unarheimilið þá töldum við rétt að
klára málið til þess að þurfa ekki að
fara af stað aftur. Þá vitum við líka
að ef ráðuneytið tekur ákvörðun um
að semja við okkur þá erum við til-
búnir.“
Hvað varðar fjármögnun segir
Sveinn að viðræðurnar við Heilsu-
gæsluna hafi gengið út frá því að
Hrafnista fjármagnaði bygginguna
sem yrði síðan leigð undir heilsu-
gæsluna. „En síðan þarf þetta allt
að fara í gegn um samþykktir hjá
fjármálaráðuneyti og heilbrigðis-
ráðuneyti og þeirri vinnu er ekki
lokið.“
Teikning/Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar
Efri teikningin sýnir suðurhlið en að neðan vesturhliðina þar sem gamla Hrafnistubyggingin er í forgrunni.
Hönnun heilsugæslustöðvar
við Hrafnistu langt komin
Vogar og Heimar
EINSTAKLEGA góð þátttaka var í
hátíðarhöldum Ártúnsskóla á laug-
ardag þegar ný viðbygging skólans
var vígð samhliða því sem haldið
var upp á 15 ára afmæli hans. Með
nýju byggingunni heyra lausar
stofur á kennslulóðinni sögunni til.
Að sögn Ellerts Borgars Þor-
valdssonar skólastjóra er mikill
munur fyrir skólann að vera búinn
að fá nýju bygginguna. Í fyrra hafi
skólinn verið einsetinn án þess þó
að aðstaða til þess hafi raunveru-
lega verið fyrir hendi. „Það gekk
upp vegna þess að fólk hér var
tilbúið að fylgja því eftir. Nú erum
við hins vegar komin með varanlegt
húsnæði sem er mjög fallegt.“
Viðbyggingin er tæplega 900 fer-
metrar að stærð og tengir saman
eldri byggingar með tengigöngum.
Tvær heimastofur eru í nýja húsinu
auk fjögurra sérkennslustofa fyrir
list- og verkgreinar, raungreingar
og tónlist ástamt skóladagvist. Þá
voru ýmsar breytingar gerðar á
húsnæði skólans samhliða þessu,
skólasafn og tölvuver voru sam-
einuð, nýtt mötuneytiseldhús var
innréttað og skólasafn og matsalur
látinn mynda samliggjandi miðrými
sem er eins konar hjarta skólans.
Morgunkaffi með glæsibrag
Um 200 nemendur eru í skól-
anum en Ellert segir milli 600 og
700 manns hafa mætt til að halda
upp á þessi tímamót. „Það var svo
mikið af eldri nemendum og for-
eldrum þeirra sem halda enn góðu
sambandi við skólann sem komu
hingað,“ segir hann enda kemur í
ljós að það var margt að sækja.
„Foreldrafélagið stóð fyrir morg-
unkaffi og gerði það með glæsibrag
og við vorum með uppákomur þar
sem núverandi og fyrrverandi nem-
endur léku leikrit, sungu, lásu og
léku á hljóðfæri.“ Fleira má nefna,
svo sem skákáskoranir skáksveitar
skólans, en hún var Íslandsmeistari
barnaskólaskáksveita fyrir tveimur
árum að ógleymdum gangandi
myndbandasýningum frá liðnum
árum og stórri myndasýningu.
„Þetta var rosalega gaman en
það sem mér fannst standa upp úr
var þessi almenna, góða og mikla
þátttaka og gleði og ánægja allra
jafnt hjá starfsfólki skólans sem
nemendum og foreldrum,“ segir
Ellert og klykkir út með því að
segja megi að skólastarfið hafi þrif-
ist mest á þeirri jákvæðni sem
ríkjandi er milli skólans og fjöl-
skyldna barnanna sem hann sækja.
Haldið upp á 15 ára afmæli Ártúnsskóla um leið og viðbygging var vígð
Skólastarfið þrífst
á jákvæðni
Morgunblaðið/Kristinn
Guðrún Georgsdóttir sýnir vinum og vandamönnum nýju stofuna sína.
Með henni er bróðir hennar, Tómas Georgsson.
Ártúnsholt
FORMLEG afhending fyrstu náms-
mannaíbúðanna að Arnarási 9–11
var síðastliðinn föstudag. Íbúðirnar
eru í eigu Garðabæjar en Fé-
lagsstofnun stúdenta sér um rekstur
þeirra, móttöku umsókna og útleigu.
Alls eru íbúðirnar fjórtán talsins
en þar af eru tvær sérhannaðar fyrir
fatlaða. Það var teiknistofan Arkís
ehf. sem hafði hönnun hússins með
höndum en verktakafyrirtækið
Matthías ehf. sá um byggingu þess.
Heildarkostnaður við bygginguna er
áætlaður um 133 milljónir króna.
Ásdís Halla Bragadóttir bæjar-
stjóri afhenti íbúðirnar íbúunum á
föstudag og fengu börnin, sem í þær
flytja með foreldrum sínum, gjafir
frá bænum. Þá var boðið upp á létt
tónlistaratriði.
Formleg
afhending
náms-
manna-
íbúða
Garðabær
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
VERKTAKI, sem hugðist byggja
verslunarhúsnæði í Staðahverfi,
hefur fallið frá því þar sem rekstur
verslana gengur illa á svæðinu en
fyrir er á sömu lóð um 700 fer-
metra verslunarmiðstöð. Hefur
hann fengið úthlutað lóð fyrir íbúð-
arhúsnæði í Hraunbæ í staðinn.
Trésmiðja Snorra Hjaltasonar
hugðist stækka litla verslunarmið-
stöð sem reist hefur verið að
Barðastöðum 1–5 en að sögn
Ágústs Jónssonar, skristofustjóra
borgarverkfræðings, var fallið frá
þeim áformum. „Þar var búið að
byggja tæplega 700 fermetra versl-
unarhús en rekstur á því hefur
gengið mjög illa þannig að bæði
Trésmiðjan og sá sem átti bygging-
arréttinn á undan henni treystu sér
ekki til að halda uppbyggingu
þarna áfram á meðan reksturinn
væri svona slappur. Þarna fór af
stað matvöruverslun sem hætti.
Mér skilst að þarna sé hárgreiðslu-
stofa sem gengur þokkalega en fátt
annað eins og er.“
Byggir íbúðir í Hraunbæ
í staðinn
Hann segir að vegna þessa hafi
mönnum ekki þótt fýsilegt að
byggja meira af slíku húsnæði í bili.
Trésmiðjan hafi því sótt um að fá
að breyta landnotkun á hluta lóð-
arinnar og fá að byggja þar fjöl-
býlishús en lóðin er skilgreind sem
verslunar- og þjónustulóð. „Það féll
vægast sagt í grýttan jarðveg í
hverfinu,“ segir Ágúst og því verð-
ur ekki úr því.
Að hans sögn standa væntingar
til þess að aðstæður til verslunar
muni breytast þegar búið er að
framlengja Korpúlfsstaðaveginn
upp á Vesturlandsveg í grennd við
Blikastaðalandið. Þá muni umferð
aukast um svæðið.
Í millitíðinni hefur Trésmiðjan
fengið nýrri lóð úthlutað í staðinn
fyrir lóðina að Barðastöðum. Sú er
að Hraunbæ 111–111g, á óbyggðri
ræmu milli Hraunbæjar og Bæj-
arháls en þar hyggst Trésmiðjan
reisa 6 íbúða raðhús og 22 íbúða
fjölbýlishús. Hefur borgarráð sam-
þykkt skiptin á lóðunum.
Hætt við
byggingu
verslunar-
húss
Staðahverfi
Morgunblaðið/Árni Sæberg