Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI „VIÐ vorum ekki búnar að klæða dúkkurnar áður en við lögðum af stað,“ sögðu vinkonurnar María og Guðbjörg, þar sem þær sátu á miðri gangstétt í Giljahverfi og dunduðu sér við að koma dúkkunum sínum í föt. Stelpurnar voru glaðlegar á svip enda veðrið eins og best verður á kosið en þær voru að fara að heilsa upp á pabba hennar Guðbjargar. Dúkkurnar klæddar Morgunblaðið/Kristján SKEMMTILEGT bréf barst til Grunnskólans í Grímsey um vænt- anlegt tónleikahald á Norðurlandi fyrir grunnskólabörn undir yfir- skriftinni „Tónlist fyrir alla“. Skólastjórinn Dónald var fjótur að svara og sagðist himinlifandi að fá tónleikana til Grímseyjar. Nú voru góð ráð dýr og lagði skólastjórinn til að tónleikarnir yrðu haldnir á læknadegi. En einu sinni í mánuði heimsækir læknir Grímseyinga og bíður þá flugvél eftir honum á meðan á viðtölum stendur. Daníel Þorsteinsson, píanóleik- ari og píanókennari á Akureyri, og Sigurður Halldórsson, sellóleikari og séllókennari í Reykjavík, munu sjá um þetta verkefni „Tónlist fyrir alla“. Þegar eru ákveðnir 13 tón- leikar í skólum víðsvegar um Norð- urland. Daníel sagði að á tónleikum undir þessu nafni væru viðfangs- efnin mismunandi en hann og Sig- urður munu leika dansa frá ýmsum tímum. Formlega byrja tónleikarn- ir í næstu viku, þannig að tónleik- arnir í Grímsey eru forsmekkur af því sem koma mun, með þeirri und- antekningu að Sigurður komst ekki með sellóið. Með Daníel var María Hjelm 7 ára dóttir hans og lék hún á selló, Ljúflingsdillu eftir Jón Ás- geirsson. María lék líka á blokk- flautu. Daníel fór með skólabörnin í ferðalag um heim tónlistarinnar allt frá Bach til Jóns Leifs. Hann benti þeim á að tónar Jóns Leifs minna á stuðlaberg – tröll og eld- gos. Daníel sagði að sér væri mjög kært að koma til Grímseyjar sem væri hans fyrsta heimsókn hingað og eins sagði hann að hér væru af- ar þakklátir áheyrendur. „Tónlist fyrir alla“ á læknadegi Morgunblaðið/Helga Mattína Daníel Þorsteinsson píanóleikari með nemendum grunnskólans. Grímsey NÚ standa yfir í Austur-Skafta- fellssýslu tökur á sjónvarpsmynd- inni Virus au Paradis. Fyrstu tök- urnar fóru fram á Vatnajökli í byrjun vikunnar ein einnig verða tekin upp atriði á Jökulsárlóni og á fleiri stöðum í sýslunni. Milli 40 og 50 manns vinna við kvik- myndagerðina eystra auk fjöl- margra heimamanna sem fara með aukahlutverk og er áætlað að verkinu ljúki 5. október. Virus au Paradis er spennu- mynd sem segir frá vísindamönn- um sem koma hingað til lands í leit að bóluefni gegn mannskæðri veiru sem geisar í Evrópu. Það kemur ljós að samskonar veira var á ferðinni hér á landi 50 árum fyrr. Vísindamennirnir komast á snoðir um að maður sem fórst af völdum veirunnar er grafinn í jöklinum og freista þess að finna líkið til að ná úr því sýni sem nota má til að búa til mótefni. Myndin er í tveimur 90 mínútna þáttum og er annar þeirra að mestu tekinn á Íslandi. Pegasus kvikmyndagerð er einn þriggja framleiðenda, en franskir og sænskir framleiðendur koma einnig að gerð myndarinnar. Myndin verður sýnd í RÚV, SVT í Svíþjóð og á France 2 í Frakk- landi á næsta ári. Stjörnur frá fjórum löndum Leikstjóri myndarinnar er Frakkinn Olivier Langlois og að- alleikarinn er Richard Bohringer. Hann hefur m.a. leikið í mynd- unum Diva og Subway sem sýndar hafa verið hér á landi. Sænsku leikararnir Helena af Sandeberg, Martin Forsström og Ilona Gruber frá Þýskalandi fara einnig með stór hlutverk í myndinni. Meðal íslenskra leikara í myndinni má nefna Margréti Ólafsdóttur, Stein- dór Hjörleifsson, Ólaf Darra Ólafsson, Atla Rafn Sigurðsson, Jóhann Sigurðsson og Árna Pétur Guðjónsson. Þá bregður á þriðja tug Hornfirðinga fyrir í myndinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndarinnar er Frakkinn Manuel Teran; um leikmyndina sér Þor- kell Harðarsonar, Helga I. Stef- ánsdóttir um búninga og fram- leiðslustjóri er Hrönn Kristinsdóttir. Fjölþjóðleg kvikmyndagerð á Hornafirði Í kapp- hlaupi við hættuleg- an vírus Hornafjörður Morgunblaðið/Sigurður Mar Sænska leikkonan Helena af Sandeberg og Frakkinn Richard Bohring- er í gúmmíbát á Jökulsárlóni á fimmtudag en þar fóru fram tökur á spennumyndinni Virus au Paradis. Myndin verður sýnd í Sjónvarpinu. NÝLEGA var hafist handa við að flytja hin svokölluðu jarðskjálftahús frá Hellu. Var húsunum, sem alls eru þrjátíu og fimm, komið fyrir í Rang- árvalla- og Árnessýslum eftir jarð- skjálftana í júní 2000. Í þau fluttu fjölskyldur sem ýmist misstu hús sín eða þurftu að flytja út vegna skemmda af völdum skjálftanna. Að sögn Jóns Bergþórs Hrafns- sonar hjá Fannberg ehf. sem hefur umsjón með sölu húsanna er ekki lengur þörf fyrir þau öll sem slík þar sem íbúarnir eru annaðhvort búnir að gera við eða byggja sér ný hús í stað þeirra er skemmdust. Þegar er búið að selja átta hús og eru það bæði einstaklingar og félaga- samtök sem fest hafa kaup á þeim, í öllum tilvikum til brottflutnings. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir J.Á. Verktakar frá Selfossi sáu um flutning hússins. Jarðskjálftahús flutt Hella VESTMANNAEYJAFERJAN Herjólfur hóf áætlunarsiglingar á ný í gærmorgun. Ferjan hafði ver- ið í slipp í Danmörku um tveggja vikna skeið. Fyrir utan hefðbundið eftirlit og viðgerðir á vélum og tækjum var Herjólfur málaður hátt og lágt. Ítarleg skoðun á 10 ára gömlu skipi Á meðan skipið var í slipp í Frederikshavn í Danmörku notaði áhöfnin tímann og tók skipið í gegn að innan. Herjólfur er 10 ára gamalt skip, 3.354 brúttótonn að stærð. Var kominn tími til að framkvæma ítarlega skoðun á skipinu. Það gengur 17 sjómílur og er því 2 klst. og 45 mín. á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hámarksfjöldi farþega er 500. Rekstur Herjólfs er í umsjá Land- flutninga-Samskipa. Herjólfur siglir á ný milli lands og Eyja Í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Rótarýklúbbs Borgarness hafa klúbbfélagar sett upp sögusýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar. Á sýning- unni má sjá texta, myndir og muni tengd sögu og störfum Rótarý- klúbbs Borgarness síðustu fimmtíu árin. Sýningin stendur til 2. október. Á þessum tímamótum voru í fyrsta sinn veitt hvatningarverðlaun fyrir athyglisvert framtak í menn- ingar og atvinnulífi, sem stuðlað gæti að betri byggð í Borgarfjarð- arhéraði. Fyrir valinu varð Snorra- stofa í Reykholti. Bergur Þorgeirs- son veitti viðurkenningunni móttöku úr hendi Finns Torfa Hjörleifsson- ar, forseta Rótarýklúbbs Borgar- ness. Rótarýklúbbur Borgarness fimmtíu ára Borgarnes Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Frá vinstri: Sigvaldi Arason, fyrrverandi forseti, Snorri Þorsteinsson, formaður undirbúningsnefndar, og Finnur Torfi Hjörleifsson forseti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.