Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 24
ERLENT
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Til leigu í Stóra-turni - Kringlunni
Til leigu er mjög glæsilegt skrifstofuhúsnæði í verslunarmiðstöð-
inni Kringlunni. Stærðir frá 90-150 fm. Með húsnæðinu getur fylgt
símkerfi, húgögn, aðgengi að tölvukerfi og fyrsta flokks fundar-
herbergi. Möguleiki er að samnýta símsvörun o.fl. Húsnæðið er
sérstaklega vandað, gegnheilt parket á gólfum og innréttingar
fyrsta flokks.
Nánari uppl. gefur Karl í síma 896 2822.
karl@fasteignathing.is
KRINGLUNNI 4-12 - Sími 585 0600
STAÐFEST hefur verið að mun
fleiri fórust með senegalskri far-
þegaferju, sem sökk í liðinni viku
úti fyrir ströndum Vestur-Afríku,
en talið var í fyrstu. Segja yfirvöld
í Senegal að meira en eitt þúsund
manns hafi verið um borð í ferj-
unni er henni hvolfdi aðfaranótt
föstudags.
Talið hafði verið að fórnarlömb-
in væru um 700 en reyndin er sú
að 1.034 voru í ferjunni er henni
hvolfdi. Ferjan var hins vegar að-
eins gerð fyrir um 550 farþega.
Einungis 64 fundust á lífi og er
talið næsta víst að allir aðrir hafi
farist. Var í gær haft eftir mönn-
um sem kafað höfðu niður að flak-
inu að svo virtist sem fjöldi fólks
hefði haldið lífi í nokkrar klukku-
stundir um borð í ferjunni eftir að
slysið varð.
Ferjan, sem hét Joola, var á leið
frá bænum Ziguinchor í Senegal
til höfuðborgar landsins, Dakar, er
henni hvolfdi í mjög slæmu veðri.
Hafði yfirvöldum láðst að geta
þess að ferjan kom við í Karabane
og þar bættust um 200 manns í
hóp farþega.
Mikil reiði
Mikil reiði hefur gert vart við
sig í Senegal gagnvart stjórnvöld-
um í landinu, sem hafa gengist við
ábyrgð í málinu. Forseti Senegals,
Abdoulaye Wade, sagði frammi
fyrir hópi fólks í höfuðborginni
Dakar á sunnudag, að hann teldi
að röð mistaka hefðu orðið þess
valdandi, að svo illa fór. Hann hét
því jafnframt að ríkið myndi
greiða ættingjum fórnarlambanna
bætur.
Senegal
Um 1.000
fórust í
ferjuslysi
Dakar. AFP.
hagsástand, sem nú er komið upp í
Argentínu. Ríkisstjórn hans hafi
borið ábyrgð á skuldasöfnuninni
sem var rótin að efnahagshruninu
sem varð í desember sl.
Andstæðingar hans kunna því
þess vegna afar illa að svo virðist
sem Menem hafi haft rétt fyrir sér,
er hann lét af embætti 1999, að inn-
an fjögurra ára myndu íbúar lands-
ins hreinlega grátbiðja hann um að
snúa aftur. Atvinnuleysi mælist nú
22% í Argentínu og helmingur þjóð-
arinnar, sem er 38 milljónir manna,
telst lifa undir fátæktarmörkum.
Þá hafa landsmenn mátt horfa
upp á hvern forsetann á fætur öðr-
um hrökklast úr embætti – fimm
forsetar hafa setið síðan Menem
hætti 1999 – og segja því margir að
Menem einn geti fært Argentínu
þann stöðugleika, sem ríkti á ní-
unda áratugnum.
„Menem er eina von okkar um
björgun,“ segir Maria Amati, sjö
barna móðir sem missti vinnuna
eftir að Menem lét af embætti.
„Þegar Menem var við völd héldum
við veislur um hverja helgi. Núna
ráðum við varla við að gefa börnum
okkar flóaða mjólk.“
Þarf að bæta ímyndina
Skoðanakannanir sýna að Men-
em yrði í þriðja sæti í forsetakjöri,
ef kosið yrði nú. Segja fréttaskýr-
endur hann eiga góða möguleika,
enda sé hann eini frambjóðandinn
sem hafi skýra sýn fram að færa
um það hvernig bæta megi efna-
hagsástandið.
Þrátt fyrir það á Menem við
CARLOS Menem, sem var forseti
Argentínu 1989–1999, segist einn
geta bjargað Argentínumönnum úr
erfiðustu efnahagskreppu sem um
getur í sögu landsins. Hann hefur
boðað endurkomu sína í argentínsk
stjórnmál og vonast til að vinna sig-
ur í forsetakosningunum sem
haldnar verða í mars á næsta ári.
Menem fer nú um Argentínu
þvera og endilanga og flytur fagn-
aðarerindið. Flykkist fólk að til að
heyra forsetann fyrrverandi tala
enda heitir hann því jafnan að reisa
landið úr öskustónni. Segir hann
óhæfa einstaklinga hafa ráðið ríkj-
um undanfarin misseri, kominn sé
tími til að taka í taumana.
Menem lagði áherslu á aukið
frelsi í verslun og viðskiptum á
meðan hann var forseti. Vaxandi
velmegun einkenndi fyrstu ár hans
í embætti og Menem stuðlaði að
umbótum í ýmsum lykilgreinum.
Síðustu mánuðir Menems í embætti
reyndust hins vegar stormasamir
en þá voru ýmsir af helstu aðstoð-
armönnum hans ákærðir fyrir spill-
ingu og sjálfur mátti Menem dúsa í
stofufangelsi um sex mánaða skeið
vegna ásakana um að hann hefði
stundað eiturlyfjasmygl.
Telja pólitískir andstæðingar
hans jafnvel að kenna megi forset-
anum fyrrverandi um það efna-
ímyndarvanda að stríða og ljóst er
að landsmenn eru ekki á einu máli
um ágæti hans. Þannig sýna skoð-
anakannanir að 85% Argent-
ínumanna telja Menem spilltasta
stjórnmálamanninn í landinu og
55% segjast aldrei munu geta hugs-
að sér að kjósa hann. Það gæti þó
komið Menem til góða að hann á
bandamenn bæði í stjórnkerfinu í
Bandaríkjunum og meðal yf-
irmanna alþjóðlegra lánastofnana.
Gætu Argentínumenn hugsanlega
metið stöðuna svo að enginn væri
líklegri til að tryggja efnahags-
aðstoð erlendis frá, sem er bráð-
nauðsynleg eigi að rétta þjóð-
arskútuna af.
Kveðst einn geta bjarg-
að landinu frá glötun
Carlos Menem
vill aftur verða
forseti Argentínu
Buenos Aires. AP.
Reuters
Carlos Menem hefur verið á ferð
og flugi undanfarnar vikur og
hitt stuðningsmenn sína.
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, var harðlega gagnrýndur í
ísraelskum fjölmiðlum í gær fyrir
það, sem þeir kölluðu „mesta klúður“
hans frá upphafi, 10 daga umsátur
ísraelska hersins um Yasser Arafat,
leiðtoga Palestínumanna. Neyddust
Ísraelar til að hætta því að kröfu
Bandaríkjastjórnar og án þess að
hafa haft hendur í hári meintra
hryðjuverkamanna. Arafat hrósar
hins vegar sigri og hefur verulega
styrkt stöðu sína með Palestínu-
manna.
„Umsátursklúðrið er mikill sigur
fyrir Arafat,“ sagði í dagblaðinu
Haaretz og í dagblaðinu Maariv
sagði, að um væri að ræða alvarleg-
ustu mistök Sharons frá því hann tók
við völdum fyrir einu og hálfu ári.
Viðurkenna mistök
„Okkur urðu á mistök og áttuðum
okkur ekki á afstöðu Bandaríkja-
stjórnar þegar umsátrið var ákveðið
fyrir hálfum mánuði,“ sagði Nathan
Sharansky húsnæðisráðherra í viðtali
við ísraelska ríkisútvarpið. „Banda-
ríkjamenn eru að reyna að fá araba-
ríkin og Evrópuríkin á sitt band í
Íraksmálinu og eru ekki í skapi fyrir
ný átök hér.“
Í blaðinu Yediot Aharonot sagði, að
þessi lexía sýndi svo ekki yrði um
villst, að það væri Bandaríkjastjórn
ein, sem réði framvindunni í Miðaust-
urlöndum.
Skoðanakannanir sýna, að stuðn-
ingur við Arafat hefur aukist verulega
meðal Palestínumanna vegna umsát-
ursins en það hefur verið eitt meg-
inmarkmið Sharons að grafa undan
honum og koma honum frá. Um 1.700
manns komu í gær saman í Betlehem
og Hebron á Vesturbakkanum til að
lýsa yfir stuðningi við Arafat og upp-
reisnarbaráttu Palestínumanna gegn
Ísraelum. Arafat sjálfur, sem nú hef-
ur staðið af sér tvö umsátur Ísr-
aelshers á innan við hálfu ári, hóf
strax aftur að gegna embættisskyld-
um sínum með sýnilegum hætti, svo
sem með því að taka á móti erindrek-
um Evrópuríkja í því sem eftir er af
höfuðstöðvum hans í Ramallah.
Sharon gafst smáhlé frá hita gagn-
rýninnar á eigin heimavelli er hann
hélt síðla sunnudags til Moskvu til að
eiga viðræður við Vladimír Pútín
Rússlandsforseta, einkum um sam-
skipti Rússa við erkióvin Ísraelsríkis,
Íran.
Sharon harðlega gagn-
rýndur á heimavelli
„Klúður“ ísr-
aelska forsætis-
ráðherrans styrk-
ir stöðu Arafats
Jerúsalem. AP, AFP.
Reuters
Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, fagnað af mannfjölda fyrir utan höfuðstöðvar sínar í
Ramallah á Vesturbakkanum eftir að Ísraelsher hætti umsátri um þær á sunnudag.