Morgunblaðið - 01.10.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 29
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
10 ÁR Á ÍSLANDI
Heimsferðir kynna nú
glæsilega vetraráætl-
un sína með spenn-
andi ferðatilboðum í vetur og allt að 10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra.
Aldrei fyrr höfum við boðið jafn gott úrval gististaða á Kanarí og nú í vetur, nú
finna allir okkar farþegar gististað við sitt hæfi á lægra verði en nokkru sinni
fyrr. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá
ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu
okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsileg-
um vélum Iberworld flugfélagins án millilendingar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Lægsta verðið
Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði,
endurgreiðum við þér mismuninn.
Kanarí-
veisla
Heimsferða í vetur
frá kr. 45.365
Við tryggjum þér lægsta verðiðFyrstu flugin uppseld.
Við þökkum ótrúlegar
undirtektir.
Verð frá 45.365
7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn .
Verð kr. 49.765
14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með
tvö börn
Verð kr. 58.550
2 í íbúð, Tanife, 9. janúar, 7 nætur.
Lægsta verðið
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á
Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu
ferð annarsstaðar, m.v. sömu
dagsetningar, ferðalengd og gististaði,
endurgreiðum við þér mismuninn.
Gildir ekki um sértilboð.
ELÍN Ósk Óskarsdóttir sópran og
Richard Simm píanóleikari halda
tónleika í TÍBRÁ-röð Salarins í
kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og
á efnisskrá eru verk eftir Pál Ísólfs-
son, Jón Ásgeirsson og Puccini.
Yfirskrift tónleikanna er „Úr ald-
ingarði söngsins“, og segir Elín Ósk
titilinn vísa til þeirra nýju og eldri
verka úr ýmsum áttum sem á efnis-
skránni eru.
„Við munum byrja á að flytja
ljóðaljóðin eftir Pál Ísólfsson, en
þessi ljóðaflokkur er mjög sjaldan
fluttur í heild sinni. Mér finnst það
afskaplega gaman enda er þetta í
fyrsta sinn sem ég tek ljóðin öll fyr-
ir, en þau eru alls sex talsins. Þetta
er ákaflega fallegur texti úr Bibl-
íunni og er mikið spunnið í þennan
ljóðaflokk tónlistarlega séð. Þetta er
síðasta verkið sem Páll Ísólfsson
samdi á sínum ferli og er ákaflega
glæsilegur ljóðaflokkur. Ég er svo
lánsöm að hafa Richard Simm með
mér í þessu og höfum við æft mjög
stíft að undanförnu,“ segir Elín um
tónleikadagskrána.
„Svo verðum við með tvö sönglög
eftir Jón Ásgeirsson og aríu Stein-
unnar úr Galdra-Lofti, en ég er þess
heiðurs aðnjótandi að hafa ein sung-
ið þetta hlutverk hér á landi,“ segir
Elín Ósk en hún fór með hlutverk
Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti
sem frumflutt var í Íslensku óper-
unni árið 1996. „Á tónleikunum fær
fólk því tækifæri til að heyra þessa
glæsilegu tónlist Jóns Ásgeirssonar
úr Galdra-Lofti,“ bætir hún við.
Eftir hlé verða fluttar glæsiaríur
úr óperum eftir Puccini, og segir El-
ín Ósk að þar muni léttleiki og
dramatík skiptast á. „Þetta verða
mestmegnis stór og þekkt númer úr
óperunum Madama Butterfly, La
Bohéme og Toscu. Vegna minnar
raddtípu hef ég fengist mest við
dramatísk hlutverk en færi mig dá-
lítið út í léttleikann núna, syng m.a.
aríu skellibjöllunnar Musettu úr La
Boheme og sjaldnast mikil dramatík
uppi á pallborðinu þar. En á efnis-
skránni eru einnig dramatísk hlut-
verk, s.s. aría Liu úr Turandot, þar
sem hún sviptir sig lífi í lokin. Þá
syng ég aríu úr óperunni La Rond-
ine en hún hefur aldrei verið flutt
hér á landi. Þessi ópera er í nokkurs
konar Vínartónlistarstíl og koma í
henni saman ólíkir tónlistarstraum-
ar. Það er mjög gaman að taka fyrir
Puccini að því leyti að hann býður
upp á svo breitt svið fyrir söngv-
arann.“
Tónleikunum lýkur á Vissi d’arte
úr Toscu en Tosca var fyrsta óp-
eruhlutverk Elínar Óskar sem söng-
konu í uppfærslu Þjóðleikhússins. Í
efnisskránni hverf ég þannig aftur
til þess sem ég hef verið að gera á
ferlinum, jafnframt því sem þar eru
ný verk til að takast á við. Yfirskrift
tónleikanna vísar til þessa þáttar en
þetta er eiginlega verk úr mínum
aldingarði,“ segir Elín Ósk Óskars-
dóttir að lokum.
Tónleikarnir verða sem fyrr segir
í Salnum í kvöld og hefjast kl. 20.
Verk úr aldingarðinum
Morgunblaðið/Golli
Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og
Richard Simm píanóleikari
flytja m.a. ljóðaljóð Páls Ísólfs-
sonar í heild sinni á TÍBRÁ-tón-
leikum í Salnum í kvöld.
DJASSHÁTÍÐ Reykjavíkur verður
sett í dag með tónleikum kl. 17 í Ráð-
húsinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri setur hátíðina, en að því
búnu leika listamenn sýnishorn af því
sem koma skal á tónleikum hátíðar-
innar. Friðrik Theodórsson fram-
kvæmdastjóri Djasshátíðarinnar seg-
ir hápunktana í ár nokkra.
„Aðalnúmerið okkar á þessari hátíð
er Tiny Bell Trio, sem trompetleik-
arinn Dave Douglas stjórnar. Virt-
asta djasstímarit veraldar, Down-
beat, valdi hann bæði trompetleikara
ársins og tónskáld ársins, núna 2002.
Með honum spila tveir menn sem báð-
ir hafa komið hingað áður, Brad She-
pik á gítar og Jim Black á trommur.
Jim hefur komið hingað tíu sinnum
áður og leikur einnig í kvöld með
Hilmari Jenssyni. Lokatónleikarnir
eru líka stórviðburður. Þá leikur Stór-
sveit Reykjavíkur með þremur af
bestu trommurum Íslands, – þeim
Einari Val Scheving, Gunnlaugi
Briem og Jóhanni Hjörleifssyni.
Stjórnandi verður bandaríski tromp-
etleikarinn Greg Hopkins. Dagskráin
heitir Battle for Buddy en þar er ver-
ið að skírskota til trommuleikarans
heitins, Buddy Rich, en Greg Hopk-
ins var einmitt tónlistarstjóri og út-
setjari fyrir stórsveitina hans. Greg
Hopkins hefur komið hingað áður og
stjórnað Stórsveitinni, og þeir líta
svona á hann sem sinn guðföður, eða
aðalstjórnanda. Þetta er mjög frægur
og fær maður.“ Friðrik segir að sér-
kenni þessarar hátíðar í samanburði
við þær fyrri sé einkum það að í ár sá
ungt fólk áberandi, – fólk sem aðhyll-
ist nýjustu straumana í djassinum.
„Þá kemur hingað í fyrsta sinn Íri á
Djasshátíð, Mark O’Leary gítarleik-
ari, sem spilar með Matthíasi Hem-
stock trommuleikara, og svo Lithái,
sem spilar með ungu strákunum í
Tríói Flís. Þetta er músík í nýrri geir-
anum, ásamt því sem Hilmar Jensson
er að gera.“ Friðrik segir dagskrá há-
tíðarinnar fjölbreytta og þar séu líka
atriði fyrir þá sem eru að feta sín
fyrstu spor í hlustun á djass.
„Það er nú kannski fyrst og fremst
Stórsveitin sem ætti að höfða til
margra, en svo langar mig einnig að
nefna eistneska söngkonu, Margot
Kiis. Hún er tónlistarkennari að
Laugum í Þingeyjarsýslu; bráð-
skemmtileg djasssöngkona. Hún
syngur á Pönnukökudjassinum hjá
okkur á sunnudag. Pönnu-
kökudjassinn er orðinn hefð hjá okk-
ur og fastur liður á sunnudagseftir-
miðdegi. Þeir tónleikar hafa verið
mikið sóttir af fjölskyldufólki og fólki
sem öðru jafna sækir ekki djasstón-
leika að kvöldi til. Það verða mjög
góðir og færir menn með henni;
Gunnar Hrafnsson, Gunnar Gunnars-
son og Erik Qvick.“
M.a. sem koma fram eru Agnar
Már Magnússon, Úlfar I. Haraldsson,
Ólafur Jónsson, Björn Thoroddsen og
Fischer kvartett, Tríó B3, Kvintett
Sunnu Gunnlaugs með Kristjönu
Stefánsdóttur, Septett Jóels Pálsson-
ar og Milljónamæringarnir.
Dave Douglas á Djasshátíð Reykjavíkur
Trompetleikari og
tónskáld ársins
ARKITEKTINN Manfreð Vil-
hjálmsson var viðfangseni Sjón-
þings sem haldið var í Gerðubergi
síðastliðinn laugardag. Sjón-
þingið, sem hefur fest sig í sessi í
menningarlífi borgarinnar, var nú
haldið í sautjánda sinn, en þetta
var í fyrsta sinn sem það var helg-
að byggingarlist.
Manfreð Vilhjálmsson er án
nokkurs vafa með okkar þekktari
arkitektum og eins og kom fram á
þinginu, sá arkitekt sem nýtur
hvað mestrar virðingar koll-
eganna. Honum hefur, meðal ann-
ars verið lýst sem manni athafna,
fremur en orða. Meðal bygginga,
sem Manfreð hefur hannað, eru
Árbæjarkirkja, Epal-húsið, leik-
skólinn Bláskógar og Þjóð-
arbókhlaðan.
Á Sjónþinginu var þett setinn
bekkurinn og bæta þurfti tugum
stóla í salinn um það leyti sem
umræðan hófst. Stjórnandi Sjón-
þingsins var Aðalsteinn Ingólfs-
son og spyrlar voru arkitektarnir
Albína Thordarson og Pétur Ár-
mannsson. Stiklað var á stóru í
hönnunarsögu Manfreðs, bæði
byggingum sem hafa risið, sem og
skemmtilegum tillögum sem hann
hefur átt í samkeppnum og á öðr-
um vettvangi.
Nánar verður fjallað um Sjón-
þing um Manfreð Vilhjálmsson í
Lesbókinni 5. október næstkom-
andi.
Morgunblaðið/Kristinn
Frá Sjónþingi um Manfreð Vilhjálmsson í Gerðubergi.
Maður
athafna
Þriðjudagur
Ráðhús Reykja-
víkur. Kl. 17:
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borg-
arstjóri setur há-
tíðina og ýmsir
listamenn leika sýnishorn af því sem
koma skal. Aðgangur er ókeypis.
Norræna húsið. Kl. 20.30:
Sólótónleikar. Agnar Már Magn-
ússon píanóleikari heldur undirbún-
ingstónleika fyrir þátttöku í Martial
Solal-keppninni í París.
Kaffi Reykjavík. Kl. 22:
Útgáfutónleikar – Tyft. Hilmar
Jensson gítar, Andrew D’Angelo sax
og Jim Black trommur.
Jasshátíð
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r