Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STEINN Ármann situr nú ívarðhaldi grunaður um aðhafa stungið mann til bana áfimmtudag. Faðir hans, Stef- án Aðalsteinsson, harmar þennan hræðilega atburð en bendir jafnframt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum geðveikra sem búa við svipaðar að- stæður. Hann segir að síðustu ár hafi hann reynt allt sem í hans valdi hafi staðið til að finna úrlausn á máli sonar síns, leitað til fjölda lækna og stofnana, en enginn hafi viljað sjá hann. Fyrir fjórum mánuðum, hinn 29. maí síðstliðinn, skrifaði Stefán bréf, til Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra, Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra og Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra. Segir Stefán að það hafi verið neyðarúrræði sitt. Í bréfinu óskaði hann eftir því að ráðherrarnir tækju sig saman og fyndu lausn á máli sonar síns, þar sem það virtist stranda á skörun milli ráðuneytanna. Segir hann í samtali við Morgunblaðið að Jón Kristjánsson hafi einn svarað bréf- inu, þar sem hann tilkynnti að starfs- maður ráðuneytisins hefði fengið það verkefni að skoða þetta mál. Ekkert hefði þó heyrst í honum síðan. Hér fyr- ir neðan birtist bréf Stefáns, sem bar yfirskriftina „Beiðni um hjálp“ í heild sinni, millifyrirsagnir eru blaðsins: Allir eru synir eða dætur einhverra „Þar sem ráðuneyti ykkar allra skarast verulega í neðangreindu máli, bið ég ykkur hvert fyrir sig eða öll saman að leysa þennan samfélagslega vanda til frambúðar. Neyðarúrræði mitt er að skrifa ykkur þessar línur, en aðrar leiðir hafa verið reyndar og virð- ast ófærar. Það er hræðilegt að þurfa að gera þetta, en öll mál eru sértæk á einhvern veg og allir eru synir eða dætur einhverra. Svo vill til að einn sona minna Steinn Ármann Stefánsson kt. 071066-5179 er afbrotamaður, geðklofasjúklingur með ofsóknarívafi, ásamt því að vera fíkill. Hann var þó metinn sakhæfur fyrir 10 árum af geðlækni eftir stórfellt afbrot og atburðarás, þar sem m.a. lá við að lögreglumaður léti lífið og slasaðist illa til lífstíðar. Steinn var þá dæmdur til vistunar á Litla-Hrauni. Áður hafði Steinn lent í ýmsu klandri og afbrotum þar sem ofbeldi kom ítrekað við sögu. Sat hann meðal annars inni fyrir þau brot í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg og á Kvíabryggju. Eftir afplánun á Litla-Hrauni hefur hann meðal annars dvalið í Gunnars- holti, þar sem hann framdi ofbeldis- Faðir Steins Ármanns Stefánssonar hefu Óttaðis sinn kyn óbætanle Rannsóknarmenn lögreglunnar fyrir utan hús Fyrir fjórum mánuðum sendi faðir Stein brigðis- og félagsmála þar sem hann ósk sonar síns. Í bréfinu sagðist hann óttas ekki yrði hægt að bæta yrði hann áfram málum geðveikra manna, se JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra ákváðu í gær að leggja til við ríkisstjórn að stofnaður yrði sérstakur stuðnings- og aðgerðahópur í málefnum geðsjúkra sem hefði það hlut- verk að leysa bráðavandamál sem upp koma. Munu þau leggja til að fulltrúi úr hvoru ráðuneyti fyrir sig, auk full- trúa frá félagsmálaráðuneyti skipi starfshópinn, að fengnu samráði við félagsmálaráðherra. Verður þessi til- laga lögð fyrir ríkisstjórn á föstudag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að hópur- inn verði heilbrigðisstéttum og lögreglunni til aðstoðar, sem og öðrum sem meðhöndli erfið einstaklingsmál sem upp koma. „Þeir aðilar sem við höfum haft samband við varðandi þetta telja skynsamlegt að koma slíkum hópi á fót,“ segir Jón. Óformlegur starfshópur, skipaður fulltrúum ráðuneyt- anna þriggja, landlæknis og fulltrúa frá geðdeildunum, sem skipaður var í vor til að koma með tillögur til úrbóta í málefnum heimilislausra geðsjúkra einstaklinga lagði þetta meðal annars til. Segir Jón það einnig til skoðunar að gera starf hópsins formlegra og stofna nefnd. „Þessi hópur fundaði síðast fyrir tíu dögum og hefur velt upp ýmsum athyglisverðum úrræðum, sem er grunnur til að vinna með, m.a. þetta úrræði þ.e. starfshópur eða nefnd á vegum ráðuneytanna,“ segir Jón. Ýmsar lausnir til en oft þarf að benda á þær Sólveig segir að hluti vandans sé að oft sé leitað til allra ráðuneytanna þriggja sem málinu tengjast, þ.e. heil- brigðis-, dóms- og félagsmálaráðneytis. „Þannig að oft er stór hópur að vinna í máli eins einstaklings. Ef til vill lítið um samráð þannig að mikill tími fer til spillis. Starfshóp- urinn þyrfti að hafa yfirsýn yfir mögulegar la vald til þess að beita þeim. Það er mjög brýnt sem fyrst viðræður milli ráðuneytanna til að k slíkum hópi. Hópurinn er hugsaður sem stuð aðgerðahópur, til stuðnings við ýmsa aðila sem þessum málum, lögreglu, starfsmenn fange stofnunar, lækna, sveitarfélög og fleiri. Það e lausnir til í þjóðfélaginu, en oft þarf að benda framkvæma,“ segir hún. Nauðsynlegt að hver sé ekki að vinna að þessum málum í sínu horn Jón segir ekki einsdæmi að leitað sé til ráðu með málefni einstaklinga sem erfitt sé að finn fyrir. „Þetta er ekki einsdæmi, þótt það haf hörmulegra atburða í þessu tilfelli,“ segir J fimmtudag framdi geðsjúkur maður, sem hv inni á stofnun, morð. „Mjög erfið vandamál varð staklinga koma upp þar sem öflugur bakstuðn mikilvægur og ráðuneytin þurfa kannski öll að Nauðsynlegt er að hver sé ekki að vinna að þe horni,“ segir Jón. „Þetta er alvarlegt mál sem þarfnast skoð veit að lögregla og starfsmenn Fangelsisstofnu áhyggjur af þessum málum, sérstaklega af tiltek staklingum,“ segir Sólveig og bætir við að hún nokkru haldið fund með landlækni og fulltrúum reglunni í Reykjavík þar sem farið var yfir þessi Má telja líklegt að þessum hugmyndum verð tekið í félagsmálaráðuneytinu þar sem samþy gærmorgun, að sögn Páls Péturssonar félags herra, að leggja fé til samstarfs ráðuneytanna málefnum geðsjúkra. Stuðnings- og aðgerðanefnd þriggja ráðuneyta verði komið Hefði það hlutverk a leysa bráðavandamá MÁTTARSTÓLPAR MENNINGAR Á LANDSBYGGÐINNI Um þessar mundir stendur yfirsýningin „Rembrandt ogsamtímamenn hans“ á Lista- safni Akureyrar. Þar má sjá verk frá gullöld hollenskrar myndlistar, sem fengin eru að láni frá Lettneska heimslistasafninu í Ríga. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður lista- safnsins, sagði í opnunarávarpi sínu að „forstöðumaður safnsins, Daiga Upeniece, vildi sýna í verki þann hlý- hug sem Lettar bera til Íslendinga“ með því að lána verkin hingað til lands, þar sem ríkisstjórn Íslands var sú fyrsta til að viðurkenna Lettland sem sjálfstætt ríki árið 1991. Sýning á borð við þessa er tölu- verður viðburður í myndlistarlífinu hér á landi, ekki síst með tilliti til þess að frumkvæðið að henni kemur frá Listasafninu á Akureyri, en fram að þessu hafa sýningar á verðmætum erlendum verkum einkum verið í söl- um hinna stærri listasafna í Reykja- vík. Þetta er í fyrsta sinn sem verk frá gullöld hollenskrar myndlistar rekur á fjörur íslenskra listunnenda, en verkin marka tímamót í hug- myndasögu vestrænnar myndlistar. Eins og Ólafur Gíslason fjallaði ítar- lega um í grein í Lesbók er sýningin var opnuð 14. september sl., hverfð- ust verk hollensku meistaranna ekki um „trúarlega hrifningu og upplifun“ líkt og verk ítalskra myndlistar- manna, heldur reyndu þeir að „lýsa yfirborði heimsins og kortleggja það í þágu hreinnar sjónrænnar þekking- ar“. Um leið hófu þeir þá sjónrænu rannsókn á umhverfinu og sambandi einstaklingsins við það, sem enn í dag er undirstaða allrar skapandi mynd- rænnar tjáningar. Starf Listasafns Akureyrar undan- farin misseri hefur mótast af metnaði og hugmyndaríkri sýningarstjórn, en sem dæmi um það má nefna að fyrr í sumar var þar eftirtektarverð sýning frá hinu Konunglega fagurlistasafni Jórdaníu, undir heitinu „Milli goð- sagnar og veruleika – nútímalist frá arabaheiminum“. Markmið þeirrar sýningar var m.a. að „veita [íslensku þjóðinni] örlitla innsýn inn í arabíska nútímalist sem vonandi stuðlar að því að opna gluggann í átt að menningu okkar og mannlífi“, eins og Wijdan Ali, doktor í íslamskri myndlist, orð- aði það í grein sem birtist hér í blaðinu í lok júlí. Með þessum sýn- ingum hefur Listasafn Akureyrar sýnt og sannað að máttarstólpar menningarinnar eru ekki einvörð- ungu á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti geta þær stofnanir sem sinna menningarhlutverki á landsbyggð- inni blómstrað á eigin forsendum og veitt umsvifameiri menningarstofn- unum í Reykjavík áhugaverða sam- keppni með metnaðarfullu starfi. ÖRYGGI SJÓMANNA Öryggisvika sjómanna stendur yfirþessa dagana. Hún hófst á al- þjóðlegum siglingadegi Alþjóðasigl- ingamálastofnunar á fimmtudag og í dag verður blásið til björgunaræf- inga í sem flestum íslenskum skipum. Sjávarútvegur hefur verið undir- staða íslensks efnahagslífs um langan aldur, en hafið hefur einnig heimt sinn toll af Íslendingum og verður aldrei of langt gengið í að tryggja ör- yggi sjómanna. Alvarlegum sjóslysum hefur fækk- að mjög á undanförnum árum og má þar bæði benda á framfarir í örygg- isbúnaði og betri skipakost en áður. Ekki er þó allt sem sýnist. Um þessar mundir lætur nærri að tilkynnt sé um eitt slys á sjó á dag til Trygginga- stofnunar og er þar bæði um að ræða minni- og meiriháttar slys, og eru þó ekki öll slys tilkynnt. Í samantekt í tilefni af slysavikunni í Morgun- blaðinu sunnudaginn 22. september kom fram að fjöldi banaslysa á hafi úti væri afar breytilegur. Á þessu ári hafa þegar farist tveir sjómenn í einu slysi, sex menn fórust í þremur skips- köðum í fyrra og samtals fórust þrír menn árið þar á undan. „Við þurfum að standa saman svo fækka megi slysum á sjó sem eru allt- of mörg þótt segja megi að þeim hafi fækkað um nær helming á undanförn- um tíu árum,“ segir Hilmar Snorra- son, skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna og skipstjóri, í samtali í áðurnefndri úttekt Morgunblaðsins. Þar er einnig talað við Jón Björns- son, skipverja á Kaldbaki EA, sem lýsir því hvernig slys sem hann lenti í gerbreytti viðhorfi áhafnarinnar til öryggismála. Jón var að vinna á dekki við að skipta um svonefnda grandara eða stálvíra, sem eru fremst á botn- vörpunni, þegar vírinn slóst í hann og dró hann útbyrðis. „Skipsfélagar mínir hafa sagt mér að sú þekking, sem þeir hafi fengið í skólanum, hafi verið það eina sem komist hefði að í kollinum á þeim þeg- ar ég datt í sjóinn,“ segir hann. „Nú væri komið að því að þeir þyrftu að nýta sér þekkinguna.“ Jón þurfti að bíða í 10 til 20 mín- útur í fimm gráða heitum sjónum: „Ég var alltaf viss um að strákarnir myndu bjarga mér úr sjónum. Þeir sáu þegar ég fór út með vírnum og gerðu allt rétt.“ Jón segist ekki hafa verið í flotgalla eins og hann hafi átt að vera, en eftir þetta atvik hafi þeim tilmælum verið beint til allra að nota flotgalla „og finnst öllum það sjálfsagt, sérstak- lega eftir það sem kom fyrir mig, enda virðist sem eitthvað þurfi alltaf að koma fyrir til að vekja menn til umhugsunar“. Saga Jóns Björnssonar er ekkert einsdæmi, en hún sýnir best hversu mikilvægt það er að búnaður sé í lagi og kunnáttan til að nota hann sé fyrir hendi. Þegar mikið liggur við getur ráðið úrslitum að áhöfn skips viti hvernig eigi að bregðast við. Því ber að fagna þeirri áherslu, sem lögð er á öryggi sjómanna í þessari viku og vona að þessu átaki verði fylgt eftir af sama kappi og því er ýtt úr vör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.