Morgunblaðið - 01.10.2002, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 37
ALÞJÓÐASAMTÖK arkitekta –
UIA eða Union Internationale des
Architectes – hafa frá árinu 1988
haldið upp á 1. október sem dag
byggingarlistarinnar og í ýmsum
löndum heimsins gera menn ým-
islegt til að vekja athygli á bygg-
ingarlistinni á þessum degi. Á Ís-
landi hafa arkitektar til þessa ekki
minnst dagsins með ákveðnum
hætti, en segja má að í ár sé e.t.v.
sérstök ástæða fyrir okkur arki-
tekta að gleðjast á þessum degi
þar sem nú er því langþráða mark-
miði náð að kennsla í arkitektúr er
hafin hér á landi. Til þessa hafa all-
ir íslenskir arkitektar sótt mennt-
un sína til útlanda, en með kennslu
í arkitektúr í Listaháskóla Íslands
með þátttöku Háskóla Íslands
vænta íslenskir arkitektar og aðrir
þeir sem bera hag byggingarlist-
arinnar fyrir brjósti sér mikils af
þessu skrefi. Fyrst um sinn er fyr-
irhugað að fyrri hluti námsins
verði kenndur hér og þurfa arki-
tektúrnemar síðan að ljúka náminu
erlendis. Íslenskir arkitektar munu
því enn um sinn sækja menntun
sína að hluta til erlendra háskóla,
en með tilkomu þessarar mennt-
unar hérlendis eru allar líkur á
auknum skilningi á faginu og mik-
ilvægi þess í íslensku samfélagi.
Þetta getur því orðið stórt og mik-
ilvægt skref fyrir íslenska bygging-
arlist, verði rétt að málum staðið.
Umræða um byggingarlist og
skipulagsmál hefur á liðnum árum
aukist til muna hérlendis, en bygg-
ingarlistin snertir daglegt líf
manna meir en flestir gera sér
grein fyrir. Byggingarlistin, móðir
listanna, er svo samofin daglegu lífi
okkar að við lítum flest á hana sem
sjálfsagðan hlut. Margur skynjar
ekki áhrifamátt byggingarlistarinn-
ar á allar daglegar athafnir, mik-
ilvægi hennar í tíma og rúmi.
Byggingarlistin myndar umgjörð
um allflestar athafnir mannsins,
bæði utan húss og innan. Hún
myndar ramma um allar aðrar list-
greinar, tónlist, myndlist, leiklist,
kvikmyndir, ekkert svið er henni
óviðkomandi. Hún hefur áhrif á
vellíðan og vanlíðan og getur stuðl-
að að hvoru tveggja og öllu þar í
milli. Hún hefur áhrif á öll skiln-
ingarvit þess manns sem opinn er
fyrir umhverfi sínu. Hún er órjúf-
anlegur hluti allrar tilveru hins
mannlega lífs í byggðu umhverfi.
Og hún getur haft bæði jákvæð og
neikvæð áhrif á félagslega hegðun.
Góð byggingarlist ætti að vera
keppikefli allra.
Tiltölulega stutt er síðan Arki-
tektafélag Íslands hóf þátttöku í al-
þjóðlegu samstarfi arkitekta, en öll
norrænu arkitektafélögin eru sam-
eiginlega aðilar að alþjóðasamtök-
unum UIA. Norrænt samstarf og
alþjóðlegt samstarf fara því að
nokkru leyti saman. UIA heldur al-
þjóðaráðstefnu sína þriðja hvert ár,
þetta sumar var hún haldin í Berlín
og voru forráðstefnur haldnar í
átta öðrum borgum Þýskalands,
þar sem haldin voru þing, sýningar
og farið í skoðunarferðir.
Þátttaka íslenskra arkitekta í
störfum á alþjóðavísu hefur einnig
aukist á liðnum árum þar sem
starfsumhverfi arkitekta eins og
margra annarrra stétta hefur gjör-
breyst með tilkomu tölvuvæðingar.
Sama má segja um þátttöku er-
lendra arkitekta í íslenskri bygg-
ingarlist. Margt gott er um slíkt að
segja og má geta hér tilnefninga
Arkitektafélags Íslands til þriggja
verðlaunaveitinga á erlendri grund
í þessum mánuði. Arkitektúr- og
hönnunarsafnið í Chicago (The
Chicago Athenaeum) fékk félagið
til þess að velja verk til amerísku
arkitektaverðlaunanna, þ.e. velja
bestu verk amerískra arkitekta,
sem byggð hafa verið um allan
heim. Einnig hefur félagið tilnefnt
fimm íslensk verk til birtingar í
breska Atlasinum (Atlas of Con-
temporary Architecture), sem gef-
ur út úrval byggingarlistar, og
einnig tilnefnt íslenskt verk til al-
þjóðlegra Mies van der Rohe verð-
launa, en bækistöðvar þeirra eru í
Barcelona.
Með auknu alþjóðlegu samstarfi
verða arkitektar, svo og aðrir sem
með byggingarmál fara, að gera
sér grein fyrir bæði kostum og
göllum alþjóðavæðingarinnar. Á
ráðstefnunni í Berlín var nokkuð til
umræðu hættan á þeirri einsleitni
sem alþjóðavæðingu getur fylgt.
Mikilvægt er að hver þjóð skil-
greini séreinkenni sín, stefnu og
markmið hvað varðar byggingarlist
og skipulagsmál og mótun byggðs
umhverfis, ekki síður en önnur
markmið t.d. í efnahagslegum
skilningi. Í nútíð okkar verðum við
að huga að fortíðinni og því sem
við eigum nú þegar, ef við ætlum
að byggja okkur framtíð sem við
getum verið stolt af.
Alþjóðlegur dagur
byggingarlistar
Eftir Valdísi
Bjarnadóttur
„Með auknu
alþjóðlegu
samstarfi
verða arki-
tektar að
gera sér grein fyrir bæði
kostum og göllum al-
þjóðavæðingarinnar.“
Höfundur er formaður
Arkitektafélags Íslands.
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025
E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is
Gestakokkar frá Thüringen
Kærkomið tækifæri til að njóta
þýskrar matargerðarlistar í tilefni þess
að 50 ár eru liðin síðan þýskt sendiráð
var opnað í Reykjavík.
Kynning og fróðleikur um þýsk vín
á undan borðhaldi.
Upplýsingar og borðapantanir í síma 552 5700.
5 rétta hátíðarmatseðill
Verð: 6.000 kr. pr. mann.
ÞÝSKIR
DAGAR3.–6. október
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
H
O
1
88
18
10
/2
00
2
SIGURÐUR G. Guðjónsson,
forstjóri Norðurljósa, sagði í síð-
degiskaffi í Ríkisútvarpinu sunnu-
daginn 29. september, að Þórarinn
V. Þórarinsson hefði sagt sér, að
maður tengdur Davíð Oddssyni
forsætisráðherra hefði hringt í sig
og skammað sig fyrir að leyfa
Norðurljósum að fresta greiðslu á
hárri skuld við Landssímann. Ég
hafði samband við Sigurð og
spurði hann, hvort hann ætti við
mig með þessum orðum. Hann
sagði svo vera. Þórarinn hefði sagt
sér þetta. Ummæli Sigurðar voru
síðan flutt aftur í kvöldfréttum
Ríkisútvarpsins.
Skylt er að hafa það, sem sann-
ara reynist. Ég hringdi ekki í Þór-
arin V. Þórarinsson. Hann hringdi
í mig á skrifstofu mína í Háskóla
Íslands mánudagsmorguninn 22.
október 2001. Erindið varðaði ekki
Stöð tvö, heldur annað mál og
óskylt. Eftir að við höfðum rætt
um það nokkra hríð, spurði ég
Þórarin, hvort það væri rétt, sem
ég hefði heyrt, að hann hefði
breytt hárri vanskilaskuld Norð-
urljósa (nálægt 100 milljónum
króna) í lán. Þórarinn sagði svo
vera. Þá kvaðst ég gjarnan vilja
njóta sömu kjara í viðskiptum við
Landssímann. Hingað til hefði
síma mínum verið tafarlaust lok-
að, þegar ég hefði ekki greitt af
honum, en vanskilaskuld minni
ekki breytt í lán.
Þórarinn svaraði því til, að
Landssíminn væri hættur að beita
lokunum jafnvægðarlaust og áður.
Ég fagnaði þeirri stefnubreytingu.
Ég sagði síðan nokkur vel valin
orð um Jón Ólafsson, aðaleiganda
Norðurljósa, svipuð þeim, sem ég
hef látið falla í fjölmörgum viðtals-
þáttum í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Mig furðar hins vegar á tvennu.
Annað er, að Þórarinn skuli vitna í
einkasamtal, sem hann átti raunar
sjálfur frumkvæði að, þótt ég hafi
að vísu ekkert að fela úr því sam-
tali. Hitt er, að Ríkisútvarpið skuli
ekki leitast við að sannreyna orð
Sigurðar G. Guðjónssonar, heldur
flytja þau athugasemdalaust. Er
það ef til vill vegna þess, að hið
mikla samsæri gufar upp, þegar á
að fara að skoða það nánar?
Hannes H. Gissurarson
Sannleikur
um símtal
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.
Skólavörðustíg 21, sími 551 4050.
Viskustykki
Til í níu mynstrum
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
www.bergis.is