Morgunblaðið - 01.10.2002, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 39
✝ Tómas Ísfeldfæddist í Reykja-
vík 22. september
1943. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 20. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Tómasdótt-
ir frá Vatnsdal í
Vestmannaeyjum og
Jimmy Robert Dav-
is. Þau eru bæði lát-
in. Systkini Tómas-
ar eru Salvatore,
Theresa og Jo Ann,
öll búsett í Bandaríkjunum.
Tómas lætur eftir sig einn
son, Stefán Ísfeld, sem hann
eignaðist með Jóhönnu Margréti
Þorgeirsdóttur. Stefán er bú-
settur í Reykjavík, kvæntur
Kristínu Sveinsdóttur. Þau eiga
tvo syni, Bjarka og
Arnar.
Tómas ólst upp
hjá móðurafa sínum
Tómasi Jónssyni í
Reykjavík. Hann
lærði til þjóns og
starfaði við það
fram til þrítugsald-
urs. Eftir það starf-
aði hann við fisk-
vinnslu í Reykjavík
og réð sig síðan til
sjós. Árið 1977
flutti hann til Vest-
mannaeyja þar sem
hann bjó er hann
lést. Í Vestmannaeyjum starfaði
hann sem matsveinn á bátum Ís-
félagsins, síðustu árin á Heimay
VE.
Útför Tómasar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
ahöfnin klukkan 13.30.
Hann Tommi kokkur er dáinn.
Það er undarlegt að standa í þessum
sporum og segja þessi orð án þess að
geta nokkuð gert við þeirri stað-
reynd að fastur liður í lífi okkar er
genginn á vit eilífðarinnar burt frá
hversdagsþrasinu. Og einhvern veg-
inn þegar litið er til baka birtast
myndir og minningar um allar þær
stundir sem ég fékk að eiga með
Tomma.
Hann Tommi var sjómaður og
góður kokkur af lífi og sál, drengur
góður, skemmtilegur og traustur
vinur en umfram allt var hann per-
sónuleiki sem setti mark á umhverfi
sitt. Tommi fór ávallt hávaðalaust
um hlöð en í veröld vina sinna skildi
hann eftir það sem mestu máli skipti,
góðar minningar.
Ég kynntist Tomma árið 1983
þegar hann varð kokkur á m/b Suð-
urey VE sem var skip Hraðfrysti-
stöðvar Vestmannaeyja og síðar Ís-
félags Vestmannaeyja. Strax í
upphafi tókst með okkur vinskapur
sem hefur varað allar götur síðan.
Þær eru ófáar máltíðirnar sem ég
hef fengið hjá Tomma en í matar-
gerð var hann snillingur og eins og
Sigurður Georgsson skipstjóri á m/b
Suðurey sagði þegar ég spurði hann
eitt sinn hvernig kokkur Tommi
væri: ,,Hann er ómögulegur, býr til
alltof góðan mat, mér gengur ekkert
að leggja af.“
Tommi var kokkur á m/b Suðurey
frá 1983 og síðan allan tímann sem
báturinn var í eigu Hraðfrystistöðv-
arinnar og Ísfélagsins. Þá fór hann
yfir á m/b Heimaey og var þar til
hann fékk ræs á önnur mið.
Mér er það í fersku minni þegar
Tommi var á Suðurey og þeir urðu
aflahæsta skip Eyjaflotans fjórar
vertíðir. Hann hafði þann sið að baka
rjómatertu við hver 100 tonn og allt-
af mætti ég ásamt Sigurði heitnum
Einarssyni forstjóra og Garðari Ás-
björnssyni útgerðarstjóra um borð
og fengum við tertu eins og við gát-
um í okkur látið og á vertíðinni 1985
borðuðum við 17 sinnum tertu hjá
Tomma. Okkur fannst þessar stund-
ir í borðsalnum á Suðurey eins og að
lenda í óvæntu sumarfríi eða loka-
þætti í góðu leikriti þar sem amstur
líðandi stundar hverfur eins og dögg
fyrir sólu.
Eitt sinn þegar þeir félagar voru á
síldveiðum og fiskuðu vel eins og
venjulega, var fundið að því að þeir
kæmu alltaf með meira að landi en
þeir máttu. Ég spurði Tomma af
hverju þetta gerðist og þá sagði
hann: ,,Það er svo skrýtið að þegar
við erum að veiða þorsk þá veit karl-
inn nákvæmlega hvað lestin tekur en
þegar við erum að veiða síld, veit
hann ekkert í sinn haus.“
Ég man þegar við Garðar Ás-
björnsson ásamt fleirum fórum aust-
ur á Eskifjörð vegna þess að það
hafði kviknað í bátnum og var hug-
myndin að reyna að gera við
skemmdirnar til bráðabirgða til þess
að hægt væri að koma bátnum af
stað aftur. Þegar við komum um
borð sat áhöfnin í borðsalnum frekar
niðurlút, báturinn rafmagnslaus en í
loftinu hékk ljós sem varpaði daufri
skímu á umhverfið. Þegar Tommi sá
mig í dyrunum, lagði hann frá sér
pípuna, tók í öxlina á mér, leiddi mig
að kaffikönnunni og sagði: ,,Það
vantar power á hana þessa,“ og auð-
vitað varð ekki hjá því komist að
klára rafmagnið að kaffikönnunni
áður en farið var að skoða skemmd-
irnar, því að Tommi vissi að leiðin til
þess að menn tækju gleði sína var í
gegnum magann.
Nú er kaffikannan hans Tomma
endanlega kólnuð og það verður
skrýtið að koma um borð og finna
ekki ilminn af pípunni hans Tomma
og fá ekki rjúkandi kaffi með tilheyr-
andi sögustund. En hann Tommi er
dáinn og siglir á ókunnum miðum en
minningin um góðan dreng lifir, góð-
ar stundir í tonnatali þar sem aldrei
fannst hnjóðsyrði. Það eru menn
eins og Tommi sem skilja slíkt eftir!
Þórarinn Sigurðsson.
Í dag verður borinn til grafar
Tómas Ísfeld eða Tommi kokkur
eins og hann var kallaður hér í Eyj-
um. Tommi kom til Eyja 1977 til að
róa á Gunnari Jónssyni VE hjá þeim
Gæsa og Sigga Gogga og var með
þeim til 1979 er þeir seldu bát sinn.
Tommi fylgdi Sigga yfir á Stíganda
VE þar sem hann var til 1980 en réð
sig þá á Árna í Görðum VE hjá Guð-
finni Þorgeirssyni og reri með hon-
um til 1983 er hann flutti sig aftur til
Sigga Gogga sem þá var á Suðurey
VE og var þar til 1991. Er Siggi var
ráðinn skipstjóri á Heimaey VE
fylgdi Tommi með og þegar ég tók
við skipinu árið 2001 kom aldrei ann-
að til greina en að hann yrði áfram
og hann var með okkur þar til hann
veiktist skyndilega um borð og átti
ekki afturkvæmt.
Alltaf var Tommi kokkur á þess-
um skipum og skilaði því verki vel af
hendi og flestir sem hjá honum voru í
fæði glíma við aukakíló í dag. Tommi
var mjög iðinn í eldhúsinu og tók
virkan þátt í frágangi aflans og samt
var alltaf nægan mat að finna á borð-
um hjá honum.
Tommi átti sér þau áhugamál að
smíða módel af skipum og liggja þau
nokkur eftir hann. Hann átti lítið hús
uppi í Þjórsárdal þar sem hann undi
sér vel á sumrin og stóð til hjá hon-
um að stækka við sig þar með vorinu.
Voru þær framkvæmdir komnar
langt í huganum og hann var búinn
að gefa okkur skipsfélögunum
skýrslu um þau mál. Kalli í Hrauk
ætlaði að koma á kranabílnum og
rífa gamla húsið og kaup á nýju húsi
voru í skoðun.
Tommi hafði áhuga á ferðalögum
en stundaði þau of lítið. Hann fór í
Evrópuferð í fyrra sem hann var
mjög ánægður með og ætlaði aftur á
liðnu sumri en úr því varð því miður
ekki. Þá var Hollandsferð sem hann
fór með Stefáni syni sínum og fjöl-
skyldu mjög mikils virði fyrir hann
og fengum við sem þekktum hann oft
að heyra um hana.
Tommi hafði talsverðan áhuga á
íþróttum og voru ÍBV, KR og Arsen-
al hans lið. Ekki leiddist honum þeg-
ar Arsenal vann Liverpool eða Man-
chester UTD og ég held að þeir verði
meistarar fyrir hann í vor.
En nú er komið að endalokum í
þessari veröld og nýr vegur tekur við
hjá þér sem verður þér jafn fær og sá
fyrri. Um leið og við sem kynntumst
þér kveðjum þig með söknuði vottum
við aðstandendum þínum samúð
okkar.
F.h. skipsfélaga
Sigurjón Ingvarsson skipstjóri.
Í örfáum orðum viljum við minn-
ast Tómasar Ísfeld, matsveins á
Heimaey VE, sem svo skyndilega fór
frá okkur eftir stutt veikindi.
Tómas starfaði sem sjómaður hér
í Eyjum frá árinu 1977 og frá 1983
var hann matsveinn á tveimur skip-
um Ísfélags Vestmannaeyja hf, Suð-
urey VE og Heimaey VE. Hann var
sérlega vel látinn í starfi, duglegur
og ósérhlífinn, auk þess að vera lista-
kokkur.
Það er margs að minnast í sam-
skiptum við Tómas og m.a. eru
rjómaterturnar sem hann bauð upp
á í Suðurey VE þegar aflinn fór yfir
hver hundrað tonnin eftirminnileg-
ar. Tómas bjó sér heimili að Skóla-
vegi 25 og eftir því var tekið þegar
hann stóð í endurbyggingunni
hversu vel þar tókst til og allt var
snyrtilegt í kringum hann. Tómas
var hægur maður og hreinskiptinn
og gaman var að spjalla við hann um
hin ýmsu mál.
Tómasar verður sárt saknað úr
vöskum hópi sjómanna sem Ísfélagið
hefur innan sinna vébanda en mest-
ur verður söknuður skipsfélaga hans
á Heimaey VE.
Ísfélagið Vestmannaeyja hf. kveð-
ur góðan starfsfélaga og vin og send-
ir ástvinum hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Ísfélag Vestmannaeyja hf.
TÓMAS
ÍSFELD
✝ Þórður Elíssonútgerðarmaður
fæddist á Vatnabúð-
um í Eyrarsveit á
Snæfellsnesi 25. febr.
1906. Hann lést í
Víðihlíð í Grindavík
23. september síðast-
liðinn. Lengst af bjó
hann á Þórustíg 9 í
Ytri-Njarðvík. For-
eldrar hans voru Elís
Gíslason, bóndi í
Vatnabúðum, d.
1943, og Vilborg
Jónsdóttir húsfreyja
frá Helgafelli í
Helgafellssveit, d. 1968. Systkini
Þórðar voru þau Guðjón, Gísli,
Guðrún, Lilja, Snorri, Helga og
Kristberg. Aðeins Helga er nú á
lífi ásamt fósturbróður, Haraldi
Egilssyni.
Þórður kvæntist Margréti Jóns-
dóttur ljósmóður 26. apríl 1930,
en hún lést 21. apríl 2001. Börn
Þórðar og Margrétar eru Kristín
Dagbjört, gift Ósk-
ari Guðmundssyni;
Vilborg Katrín; Jón
Sigmundur, kvænt-
ur Guðríði Stefaníu
Vilmundsdóttur;
Steinþór Breiðfjörð,
kvæntur Lilju Guð-
steinsdóttur; Mar-
grét Þórunn, gift
Gunnari Oddi Sig-
urðssyni. Stjúpsonur
Þórðar er Hilmar Öl-
ver Sigurðsson.
Þórður byrjaði 11
ára að stunda sjóinn
á opnum árabátum,
og síðar á togurum. Þá tók hann
til við trillubátaútgerð, fyrst frá
Hellissandi og síðar frá Ytri-
Njarðvík. Síðustu starfsárin vann
Þórður í Skipasmíðastöð Njarð-
víkur þar sem hann hætti störfum
78 ára að aldri.
Útför Þórðar fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Enn og aftur er góður vinur á
braut genginn og þessu sinni
tengdafaðir minn, Þórður Elísson
frá Vatnabúðum við Grundarfjörð.
Honum vil ég þakka samfylgdina
síðustu 36 árin. Það var mér mikil
gæfa að eignast tengdaforeldra
sem áttu rætur að rekja til Snæ-
fellsness og Breiðafjarðar en þar
sleit ég sjálfur barnsskónum og
buxnarössum. Konu minni og
hennar fjölskyldu kynntist ég ekki
fyrir vestan, heldur á Suðurnesj-
um, þar sem Þórður stundaði sjó-
sókn og rak útgerð og á seinni ár-
um var hann mikill snillingur við
kalföttun eikarskipa í Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur.
Þórður hafði frábæra frásagn-
arhæfileika og naut þess að fræða
mig um fólk og atburði að vestan,
frá vettvangi þar sem ég þekkti vel
til. Kímnigáfa og dillandi hlátur
hans hljómar mér enn í eyrum. En
öll dagsverk taka enda og Þórður
var svo sannarlega búinn að skila
sínu og gott betur. Allir sem til
þekkja eiga góðar minningar um
þann góða dreng.
Þökk fyrir samfylgdina, kæri
tengdapabbi, og góða ferð til hand-
anfjallsins eina.
Gunnar Oddur Sigurðsson.
Afi minn átti langt og farsælt líf
að baki þegar hann kvaddi þennan
heim mánudaginn 23. september
þá 96 ára að aldri. Ég var svo lán-
samur að hafa komið til hans deg-
inum áður og fengið tækifæri til að
kveðja hann. Afi minn hefur verið
hluti af tilveru minni svo lengi sem
ég man eftir mér. Hann og amma
voru ávallt á sínum stað og heimili
þeirra stóð okkur barnabörnunum
opið. Þegar ég lít til baka minnist
ég samverustunda með þeim og
þeirrar miklu hlýju sem þau áttu í
minn garð. Sú gagnkvæma virðing
og væntumþykja sem kom fram í
fari þeirra hvors til annars hafði
mótandi áhrif á mig og á síðari ár-
um skildi ég betur hversu dýrmætt
það er. Afi bjó yfir mikilli lífs-
reynslu sem hann var tilbúinn til
að deila. Hann hafði frá mörgu að
segja og frásagnir hans af liðnum
atburðum voru oftar en ekki eins
og ævintýri líkastar. Ég minnist
þess að hafa hlustað hugfanginn á
afa og tekið eftir hverju einasta
orði. Hann var einstaklega minn-
ugur og mundi atvik, nöfn og dag-
setningar vel. Ég gat svo sann-
arlega lært margt um lífið af afa
mínum. Hann var traustur maður
og leið mér vel í návist hans. Afi
var jafnan hress í bragði, drífandi
og duglegur í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur. Afi og amma
voru mjög stolt af okkur afkom-
endum sínum og var umhugað um
að okkur gengi sem best í lífinu.
Ég vissi að þau voru trúuð og að
þau höfðu mig í bænum sínum. Það
þótti mér vænt um.
Síðastliðin ár dvöldu þau afi og
amma á dvalarheimilinu í Víðihlíð í
Grindavík en amma lést fyrir rúmu
ári.
Það er því stutt á milli þess sem
þau kveðja.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um vil ég þakka afa fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman
og það sem þær gáfu mér. Ég er
stoltur af því að bera nafn hans.
Guð blessi minningu afa míns,
Þórðar Elíssonar.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eílífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
(M. Joch.)
Þórður Óskarsson.
Elsku besti afi minn. Nú er
komin sorgarstund, mig verkjar í
hjartað. Ég veit að þú ert komin til
ömmu, en ég get ekki annað en
fundið fyrir sorg og söknuði.
Ég minnist þín sem eins ljúfasta
manns sem ég hef kynnst.
Mér þótti svo vænt um þig, það
voru mikil forréttindi að fá að vera
nálægt þér og ömmu.
Þegar ég hugsa til þín kemur
strax í huga mér hláturinn þinn.
Þú varst alltaf svo glaður og já-
kvæður maður. Ég geymi minn-
inguna um þig í hjarta mínu.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi þig, elsku afi minn.
Sigurdís.
ÞÓRÐUR
ELÍSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning