Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Au pair“/amma Íslensk–svissnesk fjölskylda óskar eftir „au pair“ á aldrinum 18—25 ára eða fullorðinni konu á aldrinum 50—60 ára, með bílpróf, til að annast 7 ára dreng og létt heimilisstörf á heimili í fallegu úthverfi í Basel. Sérherb. með baðherb., þýskunám og vasapeningar. Umsóknir leggist inn a augl.deild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Z — 12799“. Löggiltur fasteignasali Fasteignasala óskar eftir góðum, löggiltum fasteignasala sem getur starfað sem sölumað- ur á góðum reyklausum vinnustað. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 4. október merkt: „Góð kaup“. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., Melabraut 23, 220 Hafnarfirði Sími 565 1240, fax 565 2243 Tölvupóstur: vhe@vhe.is Starfsmenn óskast Við erum að leita að vélvirkjum, vélstjórum eða mönnum vönum járnsmíðavinnu, til tíma- bundinna starfa. Menn þurfa að geta hafið störf sem fyrst og áætluð verklok eru í desember. Áhugasamir hafi samband við Unnar í síma 893 3844. Lausar stöður Af sérstökum ástæðum eru eftir- taldar stöður lausar á þessari önn: Stundakennsla í grafískri hönnun. Stundakennsla í iðnhönnun. Æskileg menntun iðnhönnuður með t.d. vélstjóra- menntun. Kennslugreinar efnisfræði og framleiðslu- tækni. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri og skólameistari í síma 522 6500. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 25. október 2002. Öllum umsóknum verður svarað. Menntamálaráðuneytið Úttektir á leikskólum Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir aðilum til að taka að sér úttektir á starfsemi tveggja leikskóla haustið 2002, sbr. 26. gr. reglugerðar um leikskóla nr. 225/1995. Í úttekt- inni felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á m.a. stjórnun, innra starf, aðstöðu, samskipti innan skóla og við aðila utan skólans, þjónustu við nemendur og starfsfólk, þróunarstarf og umbætur í skólastarfi. Gert er ráð fyrir að úttekt í hvorum skóla verði í höndum eins til tveggja aðila sem hafi mennt- un og reynslu af leikskólastarfi og gæðastjórn- un. Ekki verða ráðnir einstaklingar sem starfa í leikskólum eða á vegum skólaþjónustu í sveit- arfélögum. Verkefnið skal inna af hendi á tímabilinu 20. október til 10. desember 2002. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast menntamálaráðuneyt- inu fyrir 11. október nk. Nánari upplýsingar veita starfsmenn mats- og eftirlitsdeildar. Menntamálaráðuneytið, 26. september 2002. menntamalaraduneyti.is ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. er með eftirtalin húsnæði til leigu: Hlíðasmári 11 Til leigu í nýju og fallegu húsnæði. Hentar vel fyrir skrifstofur, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli 24—26 Nýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Stærðir frá 52 fm herbergi og 150—300 fm með stórum gluggum, innréttað að óskum leigutaka. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310. Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Tvö góð skrifstofuherb. í Kirkjuhvoli gengt Dómkirkjunni og Alþingi. Kaffi- aðstaða og snyrting. 2. 400 fm mjög glæsilegt skrifstofu- húsnæði við Austurvöll. Mikil lofthæð. 3. 1.500 fm skrifstofu/þjónustuhúsnæði neðst við Borgartún til móts við Ríkis- lögreglustjóraembættið og lögreglu- stöðina. Mjög góð staðsetning. Mal- bikuð bílastæði. 4. 600 fm lagerhúsnæði, þar af 100 fm skrifstofur. 5. 500 fm húsnæði fyrir matvælaiðnað með kælum og frystum í Hagkaups- húsinu, Garðatorgi, Garðabæ. Næg bílastæði, góð gámaaðstaða. 6. 10 bílastæði við Naustið, Tryggvagötu- megin. 7. 230 fm mjög gott verslunar- og þjón- ustuhúsnæði á einni hæð við Arnar- smára (Nónhæð), Kópavogi. Stendur sér á stórri sérlóð. 15 malbikuð sérbíla- stæði. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf. Traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð til leigu Til leigu er 70 fm 2ja herbergja falleg kjallara- íbúð á Hagamel. Leigist til langs tíma, góðu, reglusömu og reyklausu fólki. Leiguverð er 75 þúsund á mánuði, æskilegt er að greiða 3 mánuði fyrirfram, en síðan mánaðarlegar greiðslur. Leigutími er frá 1. október. Upplýsingar í síma 898 0965 eða 892 0341. TILKYNNINGAR Jóga sem lífsstíll á 21. öldinni 2. Líkamleg orka — fyrirlestur — 2 tímar í kvöld kl. 20.10 á Grand Hóteli. Hluti af 14 vikna námskeiði. Hægt er að kaupa sig inn á stakan fyrirlestur á kr. 2.200. Jóga hjá Guðjóni Bergmann. Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is Jarðhitanýting á Reykjanesi Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Lagst er gegn framkvæmdum við holu 3 í 3. áfanga jarðhitanýtingar á Reykjanesi. Fall- ist er á framkvæmdir við 2. áfanga og holur 1 og 2 í 3. áfanga eins og framkvæmdin er kynnt í framlögðum gögnum framkvæmdarað- ila með skilyrðum. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 6. nóvem- ber 2002. Skipulagsstofnun. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.