Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 51
DAGBÓK
Mörkinni 6, sími 588 5518
Nýjar vörur
Opið virka
daga frá kl. 9-18.
Laugardaga
frá kl. 10-15.
Úlpur, ullarstuttkápur,
hattar, húfur og
kanínuskinn
Kristinn P. Benediktsson, sérfræðingur
í almennum skurðlækningum og þvagfæraskurðlækningum
Hef opnað stofu hjá
Lækningu í Lágmúla 5
Sérgrein: Almennar skurðlækningar og
þvagfæraskurðlækningar, sérsvið brjóstaskurðlækningar.
Hef áralanga reynslu í hvers konar skurðlækningum og þvagfæra-
skurðlækningum og býð alla velkomna til viðtals og aðgerða.
Viðtalspantanir í síma 533 3131 eða 894 0569
Dönsk gæði fyrir betri mat á borðið
Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar
Steiking án feiti
Maturinn brennur ekki við
Mjög auðvelt að þrífa
Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af
Þolir allt að 260° hita í ofni
Málmáhöld leyfileg
Þvoist með sápu
2 ára ábyrgð
Hin fitulausa panna
Síon ehf. - GASTROLUX Íslandi
Smiðjuvegi 11, gul gata, Kópavogi,
sími 568 2770 og 898 2865.
ein
sta
ka
Margar stærðir og gerðir. Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista
Tilvalin tækifæris- og brúðkaupsgjöf
Handklæði & flíshúfur
.
Fáið sendan
myndalista Myndsaumur
Reykjavíkurvegur 62
220 Hafnarfjörður
Sími 565 0488
www.myndsaumur.is
Innifalið1 stækkun, 30x40 cm í ramma,
aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að
50% afslætti
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Barnamyndatökur - Tilboð
í október kr. 6.000.
Afmælisþakkir
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig og
sýndu mér hlýhug á 90 ára afmæli mínu þann
8. september sl. með heimsóknum, gjöfum og
skeytum. Sérstakar þakkir til barna, tengda-
barna og barnabarna fyrir yndislega daga í
Skorradal í júní sl. og ferðalag.
Kær kveðja,
Dóra á Hellu.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert sjálfstæður og vilt
sem minnst afskipti annarra
af þínum högum. Þetta er
lofsverð afstaða en getur þó
stundum valdið árekstrum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gættu þess að hafa ekki of
mörg járn í eldinum. Njóttu
lífsins og láttu allar áhyggj-
ur lönd og leið á meðan.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt þú lendir í einhverju
mótlæti um skeið máttu ekki
láta það á þig fá. Gefðu þér
tíma til að hafa samband við
vini og ættingja.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn hentar vel til að
ræða við yfirmann þinn.
Vandamálin eru eftir sem
áður til staðar og eina leiðin
er að bretta upp ermarnar
og leysa þau.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sígandi lukka er best svo
vertu bara rólegur og taktu
einn dag fyrir í einu og
gerðu þitt besta. Njóttu
vinnu þinnar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Leggðu höfuðið í bleyti.
Láttu samt árangurinn ekki
stíga þér til höfuðs, því
dramb er falli næst.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú er rétti tíminn til þess að
segja þínum nánustu hvað
þér býr í brjósti. Sýndu
þessum aðilum lipurð en ef
hún dugar ekki þá er það
harkan sex sem gildir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Góður vinur leitar ásjár hjá
þér og þú verður að gefa þér
tíma til þess að sinna hon-
um. En gættu þess að það
gangi ekki of langt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú átt í innri baráttu og
veist varla í hvorn fótinn þú
átt að stíga. Leyfðu þér líka
að slaka á og sletta úr klauf-
unum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Leyfðu sköpunarþrá þinni
að fá útrás þótt þér finnist
ekki mikið til um afrakstur-
inn. Ekki dæma þig of hart.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér hættir til að eyða um
efni fram í skemmtanir og
afþreyingu í dag. Þú hefðir
gott af því að heyra hvað
vinum þínum finnst um mál-
ið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er stutt í einhvern stór-
atburð sem þú þarft að vera
reiðubúinn fyrir hvað sem
það kostar. Reyndu að fara
fram af varkárni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sú stund kann að koma, að
rétt sé að halda að sér hönd-
um og láta hlutina hafa sinn
gang. Þá muntu sjá að oft er
betra um að tala en í að
komast.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hlutavelta
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. Bg5 Be7
7. Da4+ c6 8. cxd5 Rxd5 9.
Bxe7 Rxe7 10. e4 0-0 11.
Hd1 Rd7 12. Be2 Dc7 13.
0-0 Hfd8 14. Hfe1 a6 15.
Db3 Hac8 16. Bc4 Df4 17.
Re2 Dh6 18. Rg3 b5 19. Bf1
Rg6 20. Dc3 Rh4 21. Rxh4
Dxh4 22. b4 De7 23. e5 f5
24. exf6 Rxf6 25. Db3 Df7
26. Dxe6 Dxe6 27. Hxe6
Hc7 28. Rf5 Kf8
29. Rd6 Bc8 30.
Rxc8 Hdxc8 31.
g3 He7 32. He5
Rd7 33. Hf5+ Ke8
34. Hc1 He6 35.
Bh3 He4 36. Hg5
g6 37. Hd5 Hc7
Staðan kom
upp í Evrópu-
keppni taflfélaga
sem lauk fyrir
skömmu í Halki-
diki á Grikklandi.
Hristos Banikas
(2.521) hafði hvítt
gegn Hannesi
Hlífari Stefáns-
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
syni (2.588). 38. Hxc6! og
svartur gafst upp enda
verður hann manni undir
eftir 38. ...Hxc6 39. Bxd7+.
Taflfélagið Hellir tók þátt í
keppninni og fékk samtals 6
stig af 14 mögulegum og
lenti í 26.–31. sæti. Árangur
liðsmanna varð þessi:
Hannes Hlífar Stefánsson 4
v. af 7 mögulegum, Helgi
Ólafsson 3 v., Ágúst Sindri
Karlsson 3 v., Snorri G.
Bergsson 3½ v., Ingvar Ás-
mundsson 1½ v. af 6, Andri
Áss Grétarsson 3½ v. af 6.
og Gunnar Björnsson ½ af
2.
LJÓÐABROT
FOSSANIÐUR
Þá væri, Sjáland, sælla hér
sumarið þitt og blómin,
ef þú gætir gefið mér
gamla fossaróminn.
Hefði allur auður þinn
eitthvað slíkt að bjóða,
léti ég fyrir lækinn minn
leikhússönginn góða.
Þó að vanti þennan nið,
þér finnst ekki saka.
Engir hérna utan við
eftir þessu taka.
Þorsteinn Erlingsson
Morgunblaðið/Sverrir
Þessi duglegi drengur,
Gunnar Þór Sigurjónsson,
safnaði flöskum að andvirði
5.473 króna til styrktar
Rauða krossi Íslands.
Morgunblaðið/Ingibjörg
Þessi duglega stúlka, Sig-
urborg Hanna Sigurjóns-
dóttir, hélt tombólu og
safnaði 1.071 krónum til
styrktar Rauða krossi Ís-
lands.
ICERELAY er biðsagna-
kerfi sem Jón Baldursson
þróaði upp úr Geirfuglalaufi
Ásgeirs Ásbjörnssonar.
Kerfið nýtur sín best þegar
spilin eru sterk og slemma
liggur í loftinu. Annar aðil-
inn tekur þá að sér að spyrja
makker sinn í þaula um
skiptingu, styrk, háspil og
staðsetningu þeirra. Stund-
um er meira að segja hægt
að spyrja um gosa. Þeir sem
kunna kerfið skemmta sér
konunglega þegar „relayið“
kemur upp, en andstæðing-
arnir horfa þreytulega til
lofts eða hreinlega dotta yfir
spilunum á meðan. Því allt
tekur þetta sinn tíma:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ D1043
♥ Á1087
♦ –
♣ÁD1073
Vestur Austur
♠ 65 ♠ 9
♥ G ♥ 96432
♦ Á109753 ♦ KD86
♣K864 ♣952
Suður
♠ ÁKG872
♥ KD5
♦ G42
♣G
Ísak Örn Sigurðsson og
Ómar Olgeirsson spila
óvenjulegt kerfi. Að grunni
til er kerfið byggt á Stand-
ard, en þeir nota Icerelay-
framhald eftir opnun á hálit.
Spilið að ofan kom upp í tví-
menningskeppni hjá Brids-
félagi Kópavogs á fimmtu-
daginn og gaf þeim félögum
tækifæri til að beita „rela-
yinu“. Ísak var í norður, en
Ómar í suður:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 2 tíglar (1)
Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf (2)
Pass 3 tíglar Dobl 3 hjörtu (3)
Pass 3 spaðar Pass 4 lauf (4)
Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar (5)
Pass 4 grönd Pass 5 tíglar (6)
Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar (7)
Pass 5 grönd Pass 6 spaðar (8)
Pass 7 spaðar Allir pass
Allar sagnir norðurs
nema lokasögnin eru merk-
ingarlaust kvak, biðsagnir,
sem hafa það hlutverk eitt
að bíða eftir svari frá makk-
er. Opnun suðurs lofar
fimmlit í spaða og síðan
byrjar Ómar að lýsa spilum
sínum á kerfisbundinn hátt:
(1) A.m.k. sexlitur í spaða.
(2) Sexlitur í spaða og þrílitur í
hjarta.
(3) Þrír tíglar og eitt lauf, sem
sagt skiptingin: 6-3-3-1
(4) Fjögur „kontról“ (ás=2,
kóngur=1).
(5) Fyrirstaða í spaða, en ekki í
tígli.
(6) Fyrirstaða í hjarta og afneit-
un á spaðadrottningu.
(7) Afneitun á tíguldrottningu.
(8) Hjartadrottning og gosarnir
í spaða og tígli!
Eftir þessar sagnir var
vestur vakinn af blundi sín-
um með þeim orðum að
hann ætti út. Vestur spurði
um sagnir. Hann hlustaði af
athygli, en spurði svo: „Er
þá ekkert vitað um laufgos-
ann?“
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Morgunblaðið/Jim Smart
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 5.100 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Eva Mjöll Sig-
urjónsdóttir og Kristín Laufey Halldórsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík