Morgunblaðið - 01.10.2002, Page 55
„AUGLÝSINGAGERÐ á hug minn
allan og myndböndin líka. Ég hef
ekki áhuga á að gera kvikmynd
strax, ekki fyrr en ég tel mig hafa
fullan þroska til þess. Minn að-
almetnaður felst í því að leikstýra
auglýsingum,“ segir Þórhallur Sæv-
arsson en þriggja mínútna stutt-
mynd í leikstjórn hans er komin í
úrslit í samkeppni um Ungleik-
stjóraverðlaun Nike.
Þrír leikstjórar keppa um verð-
launin en þau verða afhent 8. októ-
ber nk. við hátíðlega athöfn í Nat-
ional Film Theatre í London.
Sigurmyndin gerð
að auglýsingu
Mynd Þórhalls, Aðdáandinn,
verður sýnd í Nike-verslunum og á
ýmsum uppákomum er Nike styrk-
ir. Vinningsmyndin verður svo send
víða í stuttmyndakeppni auk þess
sem Nike hefur rétt á að kaupa
myndina og vinna úr henni sjón-
varpsauglýsingu.
Myndin er unnin samkvæmt hug-
mynd Þórhalls og kvikmyndatöku-
mannsins Baldurs Eyþórssonar, en
þeir félagar vinna oft saman að
verkefnum. Þórhallur leikstýrði
m.a. myndbandinu við lag Rottweil-
er-hundanna, „Bent nálgast“, og
auglýsingum fyrir veitinga- og
skemmtistaðinn Vegamót. Í bæði
skiptin var Baldur einmitt töku-
maður.
Keppnin hefur vakið athygli úti í
Bretlandi og eru margir mætir
menn í dómnefnd, að sögn Þórhalls,
sem er hæstánægður með að vera
kominn svo langt sem raun ber
vitni. Hann frétti af keppninni að-
eins tæpum þremur dögum áður en
fresturinn rann út undir lok júní.
Þeir félagar skelltu hugmynd á
blað og teiknaði Aron Reyr Sverr-
isson myndir til skýringar. Sendu
þeir svo tvær hugmyndir út til
London bæði með tölvupósti og
hraðpósti til að tryggja að hug-
myndirnar kæmust til skila í tæka
tíð.
Önnur hugmyndin komst áfram í
tíu manna úrslit og var síðar valin í
þriggja manna úrslitin. Hver þess-
ara þriggja leikstjóra fékk svo
tæpa eina milljón króna til að búa
til stuttmynd eftir innsendri hug-
mynd.
Þórhallur og Baldur fóru oftar en
einu sinni til stórborgarinnar vegna
keppninnar og dvöldu þar í nokkrar
vikur eftir að myndin komst í
þriggja manna úrslit. „Við enduð-
um á því að vera sex vikur í Lond-
on,“ segir hann. Myndin var tekin
upp síðustu daga ágústmánaðar og
var skilað inn sama dag og skila-
fresturinn rann út, 23. september.
Þórhallur segist hafa fengið
mikla aðstoð frá auglýsingafram-
leiðslufyrirtækinu Thomas Thomas,
sem hann komst í kynni við í gegn-
um starf sitt hjá Saga Film. Þetta
skilaði sér í ýmsu og m.a. vann 30
manna reynt starfslið við töku
myndarinnar.
„Á margan hátt virðist eins og
þeir séu að veðja á mann. Það gaf
mér mikið sjálfstraust í framleiðsl-
unni allri að það væri einhver til
staðar sem sæi möguleika í manni
og væri tilbúinn til að leggja sig
fram til að hjálpa manni,“ segir
Þórhallur.
Aðstoð frá Óskars-
verðlaunahöfum
Myndeftirvinnslan var gerð hjá
fyrirtækinu The Mill sem Þórhallur
segir eitt hið virtasta á sínu sviði.
„Margir þeirra sem unnu við mynd-
ina okkar þar voru menn sem unnu
Óskarinn fyrir Skylmingaþrælinn,“
segir Þórhallur.
Hljóðvinnsla myndarinnar var
unnin hérlendis hjá Lotus-Hljóð-
setningu og er Þórhallur mjög
ánægður með hvernig til tókst.
Tónlistina við myndina gerði hljóm-
sveitin Úlpa en hún útsetti nýtt lag,
„Darling“, fyrir myndina.
Þórhallur hefur starfað á þessu
sviði í fullu starfi síðastliðið tvö og
hálft ár en segir þetta verkefni
nokkuð frábrugðið öðrum. „Einna
skemmtilegasta við þetta var að fá
tækifæri til að sýna hvað í manni
býr þegar allar aðstæður eru nán-
ast eins góðar og þær geta orðið,“
segir hann.
Dómnefndin fer góðum orðum
um Þórhall í kynningu og segir
handritið vel skrifað og frumlegt.
Hún segir að það sé vel þess virði
að fylgjast með störfum hans í
framtíðinni.
Þórhallur bendir á að oft sé mik-
ið frjálsræði í auglýsingagerð og
margt skemmtilegt sé hægt að
gera. „Mig langar bara að búa til
hluti sem fólk hefur gaman af, eitt-
hvað sem það nennir að horfa á,“
segir hann.
Skapandi auglýsingar
Íslensk stutt-
mynd er komin
í úrslit alþjóð-
legrar sam-
keppni ungra
leikstjóra. Inga
Rún Sigurð-
ardóttir ræddi
við leikstjórann
efnilega, Þór-
hall Sævars-
son, um að-
dragandann.
Morgunblaðið/Kristinn
Stuttmyndakapparnir Baldur Eyþórsson og Þórhallur Sæv-
arsson eru vanir að vinna saman að ýmsum verkefnum.
TENGLAR
.....................................................
www.britshorts.com/nike/
ingarun@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 55
Setningartónleikar
í Tjarnarsal Ráhússins
kl. 17: Aðgangur ókeypis
Borgarstjóri setur hátíðina,
Kvintett Sunnu, Agnar Már, FlÍS Tríó með Liudas
Mockunas og Thorddsen/Fishcer kvartetting gefa
sýnishorn af því hvað er í vændum
Einleikstónleikar
Norræna húsinu
kl. 20:30 kr.1.000
Agnar Már Magnússon píanóleikari
JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
www.ReykjavikJazz.com/
Sýnd kl.. 6, 8 og 10.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6. með íslensku tali.
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14.
Ný Tegund Töffara
Yfir 20.000 MANNS
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
1/2Kvikmyndir.is
Yfir 20.000 MANNS
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.10.
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Sýnd kl. 5.50 og 8.
Nýjasta meistaraverk
Pedro Almodovars
1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2
Sýnd kl. 6.20, 8.30 og 10.40. Sýnd kl. 7. og 10. B.i. 14.
Sýnd kl. 10. B. i. 14. Síðustu sýningar
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
1/2Kvikmyndir.is
ADAM
SANDLER
WINONA
RYDER
Ný Tegund Töffara
Hverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060