Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
18
87
6
1
0/
20
02
Hitagrind
fyrir sumarbústaði
Samansett og tilbúið
til uppsetningar.
Hitar allt að 80m2 hús.
99.900 kr.
Evrópsk vinnuverndarvika
Draga þarf úr
vinnustreitu
FRAMUNDAN erEvrópsk vinnu-verndarvika og
meðal þess sem bryddað
verður upp á má nefna
morgunverðarfund þar
sem helsta áhersluatriðið
verður rækilega í brenni-
depli. Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir er í forsvari
fyrir þessar uppákomur og
svaraði hún nokkrum
spurningum Morgunblaðs-
ins.
– Segðu okkur fyrst eitt-
hvað um Evrópsku vinnu-
verndarvikuna, hvenær er
hún, hvernig er hún byggð
upp, hverjar eru áherslur
hennar o.s.frv.?
„Evrópska vinnuvernd-
arvikan árið 2002 ber yf-
irskriftina Vinna gegn
streitu. Markmið Vinnuverndar-
vikunnar er að efna til upplýsinga-
herferðar sem hefur að leiðarljósi
að gera evrópska vinnustaði
örugga og heilsusamlega. Liður í
þeirri herferð í ár er að draga úr
streitu. Þetta er þriðja Evrópska
vinnuvikan en fyrir ári var hún
helguð þemanu Varnir gegn slys-
um. Slysavarnir eru nátengdar
umræðunni um streitu, því stress-
uðum starfsmönnum er hættara
við slysum og mistökum en öðrum.
Vinnueftirlitið, sem hefur séð um
framkvæmd vinnuverndarvikunn-
ar fyrir Íslands hönd, hefur valið
vikuna 21.–25. október til átaksins,
þótt að sjálfsögðu sé lögð áhersla á
að málaflokkurinn Vinna gegn
streitu fái athygli svo lengi sem
þörf krefur.
Vinnustreita er með algengustu
vinnutengdu heilsufarsvandamál-
unum í Evrópu samkvæmt Evr-
ópsku vinnuverndarstofnuninni
ASHW. Þegar ástæður veikinda-
fjarvista eru skoðaðar sem taka til
a.m.k. tveggja vikna má sjá að
fjórðungur þeirra er vegna vinnu-
streitu. Vinnustreita þarf þó ekki
að vera neikvæð, því í hæfilegum
mæli getur hún verið bæði gagn-
leg og ánægjuleg, einkum þegar
tekist er á við tímabundin verkefni
sem fela í sér jákvæða áskorun. Of
margir starfsmenn virðast hins
vegar upplifa neikvæða streitu.“
– Hver er staða þessara mála á
Íslandi?
„Um fjórðungur starfsmanna á
Íslandi finnur oft fyrir vinnu-
streitu samkvæmt nýlegum rann-
sóknum. Rannsóknir á rannsókna-
og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits-
ins sýna að ástæðurnar geta verið
margs konar, þar með talið inni-
hald vinnunnar, vinnuaðstæður,
vinnutími og skipulag. Starfsmenn
sem búa við mikla vinnustreitu
kvarta meira undan heilsufari og
líðan og þeir eru meira fjarverandi
frá vinnu vegna eigin veikinda.“
– Hvenær er svo morgunverð-
arfundurinn og hvar?
„Í tilefni af vinnuverndarvik-
unni efnir Vinnueftirlitið til morg-
unverðarfundar á Grand hóteli
Reykjavík mánudaginn 21. októ-
ber klukkan 8.30 til 10.
Yfirskriftin er Vinna
gegn streitu. Fundur-
inn verður í Gullteigi og
salurinn opnaður
klukkan 8 svo fundar-
menn geta verið búnir að fá sér
morgunverð áður en fundurinn
hefst.“
– Hver verða helstu umræðu-
efnin á fundinum, hverjir taka til
máls?
„Á morgunverðarfundinum
mun að sjálfsögðu verða fjallað um
þætti sem tengjast þema vinnu-
verndarvikunnar út frá ýmsum
hliðum. Eftir að Eyjólfur Sæ-
mundsson, forstjóri Vinnueftirlits-
ins, setur vinnuverndarvikuna
mun Sigríður Lillý Baldursdóttir,
eðlisfræðingur og vísindasagn-
fræðingur, fjalla um streitu í er-
indi sem hún kallar „Takturinn í
tilverunni; tálsýn um tímasparnað
tækninnar.“ Þá mun Daníel Þór
Ólason, aðjúnkt í sálfræði við Há-
skóla Íslands, fjalla um tengsl bar-
áttuþreks, tilfinningaviðbragða og
hegðunar og að lokum mun Krist-
inn Tómasson, yfirlæknir Vinnu-
eftirlitsins, fjalla um forvarnir á
vinnustöðum með hliðsjón af
streitu.“
– Fyrir hverja verður fundur-
inn?
„Morgunverðarfundurinn er
ætlaður öllum þeim sem hafa
áhuga á vinnuvernd, þó einkum
þeim sem vilja kynna sér og taka
þátt í umfjöllun um vinnustreitu,
hvernig hún birtist og á hvern hátt
megi fyrirbyggja hana á vinnu-
stöðum. Sé það staðreynd að um
fjórðungur starfsmanna á Íslandi
búi við mikla vinnustreitu hlýtur
það að vera áhugamál stjórnenda
og almennra starfsmanna að læra
að þekkja þá þætti sem hægt er að
taka á í forvarnarskyni.“
– Vel á minnst, hvað er vinnu-
vernd?
„Vinnuvernd fæst við samspil
manns og vinnuumhverfis, þ.e. að
læra að þekkja þá þætti í vinnu-
umhverfinu sem geta haft jákvæð
og neikvæð áhrif á líðan starfs-
manna. Samkvæmt vinnuverndar-
lögum skal atvinnurekandi
tryggja að gætt sé fyllsta öryggis,
góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á
vinnustað. Til þess að slíkt sé hægt
þurfum við að þekkja
helstu áhættuþætti
vinnuumhverfisins.
Vinnuverndin er vax-
andi fræðigrein, enda
er æ meira farið að
tengja almenna lýðheilsu og rétt-
indi fólks við líðan þess á vinnu-
stað.“
Loks má geta þess að skráning
á morgunverðarfundinn er hjá
Vinnueftirliti ríkisins og má nota
netfangið vinnueftirlit@ver.is.
Skrá skal þátttöku fyrir kl.16
föstudaginn 18. október. Þátttöku-
gjald er 2.000 krónur með morg-
unverði.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er
fædd árið 1957. Hún lauk dokt-
orsprófi í félagsfræði frá Háskól-
anum í Lundi og hefur starfað
hjá Vinnueftirlitinu síðan árið
1994 og kennt félagsfræði við
Háskóla Íslands síðan 1996. Eig-
inmaður Guðbjargar Lindu er
Stefán Jóhann Stefánsson hag-
fræðingur og eiga þau þrjá syni,
þá Hlyn Orra, Arnald Smára og
Davíð Má.
Vinnuvernd
er vaxandi
fræðigrein
ÞÓRIR Gunnarsson, aðalræðismað-
ur Íslands í Prag, sem jafnframt rek-
ur veitingastaðinn Reykjavík í mið-
borg Prag, segir að opinberir aðilar
þar í landi kappkosti nú að lagfæra
götur og mannvirki sem hafi þurft
lagfæringar við eftir flóðin sem urðu
í borginni í ágúst síðastliðnum. Hann
segir að þeirri uppbyggingu miði vel.
Hann segir veitinga- og hótel-
rekstur í borginni hafa náð að rétta
úr kútnum frá því Moldá flæddi yfir
bakka sína í ágúst og að fleiri ferða-
menn hafi heimsótt Prag nú en á
sama tíma í fyrra þegar ferðamönn-
um fækkaði umtalsvert í kjölfar
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
11. september.
Þórir segir að nú sé allt kapp lagt
á að búið verði að lagfæra götur fyrir
fund NATO-ríkjanna sem haldinn
verður í borginni 21. og 22. nóvem-
ber nk.
„Það er ekki til vandamál í mið-
borg Prag nema þar sem verið er að
endurbyggja og laga.“
Þórir segir að skemmdir hafi orðið
í nokkrum hverfum en verið sé að
lagfæra þær skemmdir og miðar
þeirri vinnu vel. Þar á meðal er
Karlin-svæðið en þar eru nokkur
hótel sem Íslendingar hafa gist á auk
svæða við Moldá.
Styrktartónleikar verða haldnir á
Broadway 27. október nk. vegna
flóðanna í Tékklandi og mun ágóðinn
af þeim renna til uppbyggingar skóla
í suðurhluta Tékklands þar sem að-
stöðu er ábótavant eftir flóðin.
Aðalræðismaður Íslands í Prag um ástandið í borginni
Uppbyggingu miðar vel
Prestar hafa
ekki köllun
til búskapar
MEÐ ÁRUNUM hefur þeim sóknar-
prestum fækkað sem stunda búskap á
jörðum sem fylgja embættum þeirra.
Ræður þar einkum tvennt: búskapur,
sér í lagi fjárbúskapur, gefur af sér
lítinn arð en kostar mikla vinnu og
eins hitt að fólk sem hefur köllun til
prestsstarfa hefur ekki köllun til bú-
skapar. Þetta kom fram í máli séra
Döllu Þórðardóttur en hún lagði fram
tillögu á Kirkjuþingi í gær um að
prestssetrasjóði yrði gert heimilt að
færa kvóta, bæði sauðfjár- og mjólk-
urkvóta, á milli jarða, þangað sem
hann nýttist betur. Lagði hún einnig
til að í starfsreglur sjóðsins yrði sett
málsgrein um að allur kvóti sem
fylgdi prestssetrum skyldi teljast
eign þjóðkirkjunnar.
Í máli nokkurra þingmanna kom
fram að kvóti hefur tapast frá prests-
setrum í gegnum tíðina. Séra Lára G.
Oddsdóttir, prestur á Valþjófsstað,
sagðist þekkja af eigin raun að taka
við prestssetri þar sem hún hefði orð-
ið að gerast bóndi. Sagðist hún lítið
hafa þekkt til bústarfa, annað en það
sem hún lærði af kvikmyndinni Dala-
lífi, sem þættu vafasöm meðmæli. Því
brá hún á það ráð að leita til nágrann-
anna sem með samkomulagi ákváðu
að gerast fjárhirðar hjá henni. Dalla
benti á að stundum væri kvóti leigður
frá prestssetrum til bónda í sveitinni
og oft kæmi hann ekki aftur til jarð-
arinnar.