Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 10
ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem mið- ar að því að sameiginleg forsjá verði meginregla við hjóna- skilnað eða sambúðarslit. Meðflutnings- menn eru Össur Skarp- héðinsson og Margrét Frí- mannsdóttir, þingmenn Sam- fylkingarinnar. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að forsjárnefnd, skipuð af dómsmálaráðherra, hafi í júní 1999 skilað af sér áfangaskýrslu þar sem m.a. væri fjallað um reynsluna af sameiginlegri forsjá hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. „Kemur þar m.a. fram að bæði í Finnlandi og Svíþjóð hafi sameiginleg forsjá verið gerð að megin- reglu við hjónaskilnað for- eldra og er það niðurstaða nefndarinnar að rétt sé að feta í fótspor þeirra,“ segir í greinargerðinni. Þar segir að ein meginrök- semd forsjárnefndar fyrir sameiginlegri forsjá sem meginreglu væri sú að slíkt fyrirkomulag samrýmdist best 1. mgr. 18. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins, sem Ísland hefði fullgilt. „Með frumvarpi þessu er því lagt til að við hjónaskilnað eða sambúðar- slit foreldra fari þeir áfram sameiginlega með forsjá barna sinna nema um annað sé samið. Foreldrar verða þó að ná samkomulagi um það hvar barnið skuli eiga lög- heimili og þar með að jafnaði hafa búsetu.“ Sameigin- leg forsjá verði meg- inregla Ásta R. Jóhannesdóttir DAGSKRÁ Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum at- kvæðagreiðslum eru eftirfar- andi mál á dagskrá: 1. Aðgerðir til að efla lög- gæslu til dómsmrh. 67. mál, fyrirspurn RG. 2. Reiknilíkan fyrir rekstur sýslumannsembætta til dómsmrh. 138. mál, fyr- irspurn MF. 3. Val kvenna við fæðingar til heilbrrh. 69. mál, fyr- irspurn ÞSveinb. 4. Rekstrarform í heilbrigð- isþjónustu til heilbrrh. 76. mál, fyrirspurn LMR. 5. Úrræði fyrir ungt hreyfi- hamlað fólk til heilbrrh. 78. mál, fyrirspurn JóhS. 6. Öryggisgæsla á sjúkra- húsum til heilbrrh. 128. mál, fyrirspurn MF. 7. Starfssvæði og verkefni Suðurlandsskóga til land- brh. 101. mál, fyrirspurn KPál. 8. Rannsóknir á nýjum orku- gjöfum til iðnrh. 104. mál, fyrirspurn KPál. 9. Orkubú Vestfjarða til iðnrh. 174. mál, fyrirspurn SRagn. 10. Viðskiptahættir á mat- vælamarkaði til viðskrh. 166. mál, fyrirspurn HBl. 11. Framhaldsskóli á Snæfells- nesi til menntamrh. 113. mál, fyrirspurn JB. 12. Sjálfbær ferðamennska og umhverfisvernd til samgrh. 123. mál, fyrirspurn MF. 13. Lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts til fjmrh. 93. mál, fyrirspurn RG FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær að með því að leyfa aukna sam- þjöppun í sjávarútvegi, við óbreytt kerfi, væri verið að veita ávísun á meiri einokun. „Og með aukinni samþjöppun og einokun sækir að efi um það að hinir hæfustu séu á hverj- um tíma að nýta auðlindina.“ Svanfríður sagði ennfremur að það væri ástæða til að staldra við og skoða hlut löggjafans í þessari nið- urstöðu. „Sú staðreynd að félög úr öðrum geirum atvinnulífsins koma inn í hlutabréfaskiptin setur líka ým- islegt í nýtt og skarpara ljós. Ókeyp- is úthlutun veiðiréttar hefur verið varinn með veiðireynslu viðkomandi en hver er t.d. veiðireynsla Eim- skips? Hvar sannaði það félag getu sína og hæfni til útgerðar sem gerði það einboðið að það fengi afhentan veiðirétt á Íslandsmiðum í okkar sameiginlegu auðlind? Er mönnum ekki að fatast flugið við rökstuðning- inn?“ Svanfríður var málshefjandi utan- dagskrárumræðunnar um sam- þjöppun veiðiheimilda í sjávarútvegi. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra var til andsvara. Hann sagði m.a. að Alþingi gæti verið sátt við sjálft sig vegna þeirrar framsýni sem það hefði viðhaft fyrir fjórum árum er lög voru sett sem höfðu þann tilgang að hindra samþjöppun í sjávarútvegi. Reyndar hefði þingið samþykkt hærra þak en þáverandi sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn hefðu lagt til eða 12% heildarkvótans í stað 10%. Varðandi samþjöppun eignarhalds í sjávarútvegi sagði Árni að þar togaðist tvennt á: „Annars vegar áhyggjurnar og hættan á því að of fá- ir fari með aflaheimildirnar, en það er svo að ef of fáir eru að véla um hlutina á markaði, er hætta á því að ákvarðanatakan verði ekki eins skil- virk. Hins vegar togast á hagræð- ingin, þ.e. hagræðingin í stærðinni.“ Ráðherra sagði í þessu sambandi að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru lítil miðað við þau stóru sjávarút- vegsfyrirtæki sem þau kepptu við á erlendum vettvangi. Hann sagði ennfremur að stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins, Samherji, væri ekki nema 17. stærsta fyrirtæki landsins og velta þess ekki nema brot af veltu stærstu útflutningsfyr- irtækjanna, s.s. SÍF og SH. Ráð- herra sagðist að lokum ekki vilja fyr- irfram útiloka að hann léti fara fram greiningu á hagræðingu í sjávarút- vegi, eins og málshefjandi, Svanfríð- ur Jónasdóttir, hefði spurt um. Hann vísaði hins vegar til þess að nýlega hefðu þrír hagfræðingar gert slíka greiningu og nærtækara væri fyrst að skoða niðurstöður hennar til hlít- ar. Samþjöppun staðreynd Fjölmargir aðrir þingmenn tóku þátt í umræðunni. Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að gríðarleg samþjöppun í sjáv- arútvegi hefði „margar bakhliðar“, eins og hann orðaði það, en m.a. hefði hún mikil byggðaáhrif. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagði m.a. að umræðan snerist um það hve sjávarútvegsfyr- irtæki á Íslandi mættu vera stór og Guðjón A. Krisjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að mikil samþjöppun veiðiheimilda til ein- stakra hlutafélaga væri staðreynd. „Sáttin mikla um kvótabraskkerfið sem Framsókn og Sjálfstæðisflokk- ur veifuðu fyrir síðustu kosningar, vorið 1999, var algjör blekking…“ Guðjón sagði ennfremur að frelsi einstaklinga til að hefja atvinnu- rekstur í fiskveiðum og til að við- halda sinni byggð væri löngu gleymt loforð. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að umræðan um þetta mál snerist fyrst og fremst um fólkið og möguleika þess til að komast af og Árni R. Árnason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að samþjöppun hefði átt sér stað í öllum atvinnugreinum, s.s. í landbúnaði, í iðnaði, í verslun og í sjávarútvegi. Ástæðurnar væru margar en ein þeirra væri krafa fólksins um bætt lífskjör. Fyrirtæki yrðu að bregðast við þeim með hag- ræðingu. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur VG, sagði að frjálst framsal veiði- heimildanna stuðlaði ekki aðeins að því að þær söfnuðust á æ færri hend- ur heldur leiddi það einnig til þess að veiðiheimildirnar færðust frá smá- bátunum og vertíðarbátunum yfir á togarana. Forsenda sameiningar Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að út- gerðarfyrirtækin á Íslandi væru að berjast um þjóðarauðlindina. Ný fyr- irtæki gætu ekki orðið til í greininni því þar ríkti ekki atvinnufrelsi. „Þeir sem vinna að því að viðhalda þessu fyrirkomulagi hér á Alþingi eru með því að ræna auðlind þjóðarinnar frá henni.“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri full ástæða til að fylgjast vel með þróun mála í íslenskum sjávar- útvegi. Hann sagði að sú þróun sem nú ætti sér stað hefði verið mönnum ljós lengi. „Árið 1997, skilaði nefnd áliti sem lagði til að það yrði sett á svokallað kvótaþak varðandi þessi mál. Það varð að lögum í meginatrið- um árið 1998.“ Einar sagði að Al- þingi hefði þó gert breytingar á þeim tillögum sem þarna hefðu verið lagð- ar fram. Og að þær breytingar hefðu verið forsenda sameiningar Eim- skipafélagsins og Haraldar Böðvars- sonar á Akranesi. Mótmælti Einar þar með þeim ummælum Svanfríðar Jónasdóttur að hækkun á kvótaþaki hefði verið forsenda þess að Eimskip hefði getað keypt í HB. „Hver er hinn raunverulegi vilji ríkisstjórnar- innar,“ sagði Svanfríður í upphafi máls síns á Alþingi í gær og hélt áfram. „Það kom fram ákveðinn vilji sl. vor þegar hún stóð hér að frum- varpi undir dulnefninu veiðigjald en reyndist m.a. innihalda tillögur um mikla hækkun á kvótaþakinu, í ein- staka tegundum úr 20% upp í 50%. Þá fór ekki fram rökstuðningur eða þær umræður sem eru nauðsynleg- ar, nema af hálfu okkar í stjórnar- andstöðunni og er skemmst frá því að segja að tillögur urðu að hluta sendar til baka en urðu að hluta að lögum og eru m.a. forsenda nýjustu hlutabréfaskiptanna. Breytingarnar í vor höfðu sem sagt áhrif. Kvótaþak- ið var ekki varið.“ Er Svanfríður með nýjustu hlutabréfaskiptunum að vísa til kaupa Eimskipafélagsins í HB. Umræður um samþjöppun veiðiheimilda í sjávarútvegi Talin ávísun á meiri einokun Morgunblaðið/Þorkell Umræður um sjávarútvegsmál fóru fram á Alþingi í gær að frumkvæði Svanfríðar Jónasdóttur, alþingismanns Samfylkingarinnar. PÉTUR H. Blöndal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, vill að sett verði í barnalög ákvæði um að börnum beri að hlýða foreldrum sín- um. Þetta kom fram í um- ræðum á Al- þingi í gær um frumvarp Sól- veigar Pét- ursdóttur dómsmálaráð- herra, til nýrra barnalaga. Almennt var gerður góður rómur að frum- varpinu. „Mér finnst vanta í þessi lög skyldur á hinn aðilann, þ.e. barnið,“ sagði Pétur H. Blön- dal. „Ég beini því til háttvirtr- ar nefndar þingsins sem fær málið til umsagnar að setja inn í frumvarpið að börnum beri að hlíta reglum foreldra sinna.“ Sagði þingmaðurinn að reglurnar þyrftu þó að taka mið af aldri barnsins og þroska. Pétur sagði m.a. að agaleysi í skólum væri vegna þess að börn hefðu ekki lært að hlýða. Hann sagði að það yrði öllum til góðs ef barnið kynni að hlýða. Pétur H. Blöndal Börnum beri að hlýða for- eldrum sínum Pétur Blöndal JÓHANNES Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, segir að fyrirsjáanlegt hafi verið strax í upphafi árs að þeir fjármunir sem fengust til reksturs augnlækningadeildar LSH myndu ekki duga til rekstursins. Hann segist hafa beint þeim til- mælum til stjórnenda deildarinnar að fjármunum yrði dreift þannig að ekki kæmi til rekstrarstöðvunar í árslok. „Það hefur ekki tekist betur til en svo að nú er féð á þrotum,“ segir Jóhannes. Fram kom í Morg- unblaðinu í vikunni að verulegur samdráttur er yfirvofandi á deild- inni þar sem 25–30 milljónir vantar upp á reksturinn í nóvember og desember. Stór hluti af þeim að- gerðum sem fram fara á augnlækn- ingadeild Landspítalans er gerður án innlagnar. Til þess að standa undir kostnaði við aðgerðirnar eru ákveðnir fjármunir fluttir frá Tryggingastofnun ríkisins til spít- alans sem notaðir eru til að greiða læknum samkvæmt sama kerfi og Tryggingastofnun notast við. Það fé dugði ekki til í fyrra og voru þá að hluta til unnin verk sem ekki var sérstaklega greitt fyrir, að sögn Jóhannesar. Snýst ekki um líf og dauða Hann segir að stjórnendur spít- alans hafi lýst þeirri skoðun bæði í ræðu og riti að þeir treysti sér ekki tilað flytja fé úr öðrum rekstri sjúkrahússins til að sinna þessum aðgerðum. „Þetta eru fyrst og fremst að- gerðir vegna skýs á auga og þær snúast ekki um líf og dauða. Eins og alltaf verðum við að forgangs- raða.“ Árlega eru gerðar á bilinu 1.300 – 1.400 aðgerðir á augnlækningadeild LSH. Um 1.000 manns eru á bið- lista eftir aðgerð. Segir sam- drátt hafa verið fyrir- sjáanlegan ÞRÍR sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar voru kallaðir út í gærmorgun vegna tilkynningar sem barst með SMS-skilaboðum um sprengju í Alþingishúsinu. Lög- reglumenn rýmdu húsið og var ít- arleg leit gerð í um klukkustund án þess að sprengja fyndist. Um gabb var því að ræða. Hótunin barst um klukkan 10.30 og sendi lögreglan lið á vettvang auk þess sem hún kallaði sprengjusér- fræðinga Landhelgisgæslunnar sér til aðstoðar. Þá notaði hún sérþjálf- aðan hund til sprengjuleitar. „Við tökum svona lagað alvarlega og gerum okkar ráðstafanir. Það var leitað í hverjum krók og kima en sem betur fer reyndist ekkert alvarlegt þarna á ferðinni,“ sagði Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn við Morgunblaðið. Sprengjuhótun á Alþingi reyndist gabb MIKIL auking hefur orðið í stofnun einkahlutafélaga það sem af er þessu ári samanborið við síðasta ár. Samkvæmt upplýsingum fyrir- tækjaskrár Hagstofu Íslands hafa borist til skráningar það sem af er þessu ári samtals 2.628 tilkynningar um ný einkahlutafélög og 26 tilkynn- ingar um hlutafélög til skráningar. Á öllu síðasta ári var hins vegar fjöldi nýskráðra hlutafélaga og einka- hlutafélaga samtals 1.871 hjá fyrir- tækjaskrá Hagstofunnar og fækkaði nýskráningum þá um 10% frá árinu 2000 þegar 2.075 ný félög voru skráð. Mikil fjölgun nýrra einka- hlutafélaga ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.