Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 11
UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að gera breyt-
ingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni og var
tilkynnt um breytingarnar í gær.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, sem hefur
verið ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins frá árinu
1999, tekur við starfi sendiherra Íslands í London.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sem verið hefur sendi-
herra Íslands hjá Evrópusambandinu í Brussel frá
árinu 1997, tekur við starfi ráðuneytisstjóra utanrík-
isráðuneytisins.
Þorsteinn Pálsson, sem hefur verið sendiherra Íslands
í London frá árinu 1999, tekur við starfi sendiherra Ís-
lands í Kaupmannahöfn.
Helgi Ágústsson, sem verið hefur sendiherra Íslands í
Kaupmannahöfn frá árinu 1999, tekur við starfi sendi-
herra Íslands í Washington D.C.
Kjartan Jóhannsson sendiherra, sem starfað hefur á
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins undanfarin
tvö ár, tekur við starfi sendiherra Íslands gagnvart
Evrópusambandinu í Brussel.
Jón Baldvin Hannibalsson, sem verið hefur sendiherra
Íslands í Washington D.C. frá árinu 1998, tekur við
starfi sendiherra Íslands í Helsinki.
Kornelíus Sigmundsson, sem verið hefur sendiherra
Íslands í Helsinki frá árinu 1999, tekur við starfi að-
alræðismanns Íslands í Winnipeg í Kanada.
Eiður Guðnason, sendiherra, sem verið hefur aðalræð-
ismaður Íslands í Winnipeg frá því á síðasta ári, tekur
við starfi sendiherra Íslands í Beijing.
Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Beijing síðan
1998, flyst heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Þar
mun hann meðal annars gegna starfi sendiherra gagn-
vart nokkrum fjarlægum ríkjum.
Gunnar Pálsson, sendiherra og fráfarandi fastafulltrúi
Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu frá árinu 1998, tók
1. október síðastliðinn við starfi skrifstofustjóra um-
hverfis- og auðlindaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Gunnar Gunnarsson, sendiherra, fráfarandi skrif-
stofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins, tók 1. október síðastliðinn við starfi fastafulltrúa
Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel.
Sturla Sigurjónsson hefur tekið við starfi skrif-
stofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins. Hann var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu
Íslands hinn 1. ágúst 2002.
Ofangreindar breytingar, sem ekki hafa þegar átt
sér stað munu koma til framkvæmda í nóvember og
desember næstkomandi, segir í frétt frá utanríkisráðu-
neytinu.
Breytingar gerðar á
skipan sendiherra
Gunnar
Gunnarsson
Kjartan
Jóhannsson
Helgi
Ágústsson
Þorsteinn
Pálsson
Gunnar Snorri
Gunnarsson
Sverrir Haukur
Gunnlaugsson
Kornelíus
Sigmundsson
Sturla
Sigurjónsson
Jón Baldvin
Hannibalsson
Gunnar
Pálsson
Ólafur
Egilsson
Eiður
Guðnason
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra segist ekki hafa heimild til
að endurskoða ákvarðanir Persónu-
verndar og niðurstöðu stofnunarinn-
ar verði ekki skotið til ráðherra þar
eð Persónuvernd sé sjálfstæð
stjórnsýslustofnun. Ágreiningur
milli Íslenskrar erfðagreiningar og
stofnunarinnar í tengslum við mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
sé því mál sem Persónuvernd verði
að útkljá.
Íslensk erfðagreining hefur sent
bréf til ýmissa stofnana, þeirra á
meðal Persónuverndar, vegna mið-
lægs gagnagrunns á heilbrigðissviði.
Í bréfinu til Persónuverndar segir
Íslensk erfðagreining að vegna
ástæðulausra tafa og ómálefnalegr-
ar meðferðar Persónuverndar á
málinu áskilji fyrirtækið sér allan
rétt til að neita að greiða áfallinn
kostnað Persónuverndar og annarra
opinberra aðila og krefja Persónu-
vernd og/eða ríkissjóð um bætur
vegna tjóns og tapaðra tekjumögu-
leika af gagnagrunninum.
Sólveig segist ekki sjá ástæðu til
að tjá sig efnislega um þennan
ágreining að svo stöddu enda hafi
henni ekki borist umrætt erindi og
því ekki haft tækifæri til að kynna
sér það í þaula. Hún hafi hins vegar
fylgst með þróun þessara mála á
undanförnum misserum.
„Eftir því sem ég kemst næst eru
ekki einhlítar ástæður fyrir því að
framgangur þessa máls hefur tafist.
Ég tel þó mikilvægt að þetta mál
verði unnið áfram í góðri samvinnu
allra hlutaðeigandi aðila. Það þýðir
auðvitað að stjórnvöld verða að leita
allra leiða til þess að flýta meðferð
þess máls en jafnframt er nauðsyn-
legt að menn hafi skilning á því að
Persónuvernd verður að uppfylla
þær skyldur sem lög um Persónu-
vernd leggja stofnuninni á herðar,“
segir ráðherra.
Á að ganga fram
í samræmi við lög
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra bendir á að lögum samkvæmt
sé Persónuvernd undirstofnun
dómsmálaráðuneytisins. „Sjónarmið
mitt sem heilbrigðisráðherra er hins
vegar að gagnagrunnsmálið eigi að
ganga fram í samræmi við þau lög
sem samþykkt voru á sínum tíma.
Sjálfur studdi ég þá lagasetningu.
Samskipti heilbrigðisráðuneytisins
við Persónuvernd hafa verið með
þeim hætti, að ráðuneytið hefur
svarað erindum stofnunarinnar og
lagt áherslu á að ákvæðum laganna
um persónuvernd sé fylgt. Síðustu
skoðanaskipti ráðuneytisins og Per-
sónuverndar voru í sumar, þegar
ráðuneytið sendi Persónuvernd
lagatúlkun sína, þótt okkur þætti
það að vísu óþarft. Eina viðmiðun
okkar hefur verið að málið gangi
fram í samræmi við lög.“
Lagatúlkunin, sem Jón vísar til,
varðaði fyrirspurn Persónuverndar
um hvort fyrirhuguð nettenging ÍE
við fyrirspurnalag gagnagrunnsins
samræmdist lögum. Afstaða ráðu-
neytisins var að Persónuvernd bæri
að meta óskir um breytingar með til-
liti til öryggis gagna í grunninum,
eftirlits með þeim og þeirra ákvæða
laganna sem það varða. Að öðru
leyti væri það hlutverk starfrækslu-
nefndar að sjá um að gerð grunnsins
væri í samræmi við lög. Ráðuneytið
tók þó fram að heimild til sendingar
fyrirspurna og móttöku svara á Net-
inu væri háð mati Persónuverndar á
því hvort það stofnaði öryggi
gagnanna í hættu. Persónuvernd
skildi bréf ráðuneytisins svo að fyr-
irliggjandi breytingartillögurnar
rúmuðust innan starfsleyfisins.
Aðspurður hvort hann telji að af-
greiðsla málsins af hálfu Persónu-
verndar hafi dregist úr hófi segir
Jón alveg ljóst að mjög langur tími
sé liðinn frá því að lögin um miðlæg-
an gagnagrunn á heilbrigðissviði
voru sett, en Persónuvernd verði
sjálf að skýra þann drátt sem orðið
hefur á málinu.
Jón kveðst að svo stöddu ekki
vilja tjá sig um hvort hann telji til
greina koma að endurskoða 12 ára
sérleyfissamning Íslenskrar erfða-
greiningar, þar sem svo langur tími
sé liðinn án þess að gagnagrunnur-
inn hafi litið dagsins ljós. „Ég vona
að málið nái fram að ganga, en ef
breyttar forsendur verða lagðar
fram munum við auðvitað fara yfir
þær. Það er hins vegar of snemmt af
velta vöngum yfir því á þessu stigi,“
segir ráðherra.
Tafir vegna
breytingatillagna ÍE
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar, segir að stjórn
Persónuverndar muni ræða bréf Ís-
lenskrar erfðagreiningar á fundi sín-
um á fimmtudag og taka afstöðu til
efnis þess. Hún vísar á heimasíðu
Persónuverndar, www.personu-
vernd.is, þar sem málið sé rakið af
hálfu stofnunarinnar.
Á heimasíðunni kemur fram, að
Persónuvernd telur öryggisúttekt á
miðlægum gagnagrunni á heilbrigð-
issviði hafa tafist vegna breytinga-
tillagna Íslenskrar erfðagreiningar.
Persónuvernd hafi óskað eftir að
fyrirtækið legði fram nákvæmar til-
lögur að breytingum á öryggisskil-
málum gagnagrunnsins og farið
fram á ítarlegan rökstuðning með
hverri tillögu. „Persónuvernd hafa
ekki enn, 14. október 2002, borist til-
lögur frá Íslenskri erfðagreiningu
um breytingar á öryggisskilmálun-
um,“ segir á heimasíðu Persónu-
verndar.
Ekki náðist í Pál Hreinsson,
stjórnarformann Persónuverndar, í
gær, en bréf Íslenskrar erfðagrein-
ingar var stílað á hann.
Páll Magnússon, framkvæmda-
stjóri samskipta- og upplýsingasviðs
Íslenskrar erfðagreiningar, segir að
fyrirtækið kjósi að tjá sig ekki nánar
um málið að sinni. Bréf fyrirtækisins
til Persónuverndar skýri afstöðu Ís-
lenskrar erfðagreiningar.
Persónuvernd á að útkljá
deilu um gagnagrunninn
Stjórn Persónuverndar fjallar um
bréf ÍE á fundi sínum á fimmtudag
milljónir eftir þegar búið var að
standa skil á gjöldum og búið
var að borga af lánum.
Á síðasta ársfundi hafnasam-
bandsins var samþykkt að óska
eftir 7–8% hækkun á gjaldskrá,
en samgönguráðherra sam-
þykkti 5,3% meðaltalshækkun.
„Sú þróun sem við höfum séð
á undanförnum árum í afkomu
hafna er býsna alvarleg. Við
sem berum ábyrgð á rekstri
hafnanna getum ekki látið eins
og ekkert sé,“ sagði Árni Þór á
fundinum.
Hann sagði að forsenda nýs
hafnalagafrumvarps hefði verið
að aflagjaldið yrði tvöfaldað.
Samstaða þyrfti hins vegar að
vera um slíka aðgerð og á þessu
stigi væri ekki ljóst hvort slík
samstaða næðist.
„Í umræðum um málefni sjáv-
arútvegsins hefur þeirri hug-
mynd verið varpað fram að auð-
lindagjald eigi að renna heim til
byggðanna í stað þess að fara í
ríkissjóð. Ég vil lýsa þeirri
skoðun minni að þessa hugmynd
ber að taka alvarlega og skoða í
fullri einlægni þótt einhverjir
hnökrar kunna að finnast á
slíkri ráðstöfun. Í mínum huga
er alveg skýrt að hafna- og
sveitarsjóðir eru mun betur að
þessari tekjulind komnir en rík-
issjóður, sem hefur iðulega farið
með allt sitt á hreinu frá verka-
skiptingaborði ríkis og sveitar-
félaga,“ sagði Árni Þór.
ÁRNI Þór Sigurðsson, formað-
ur Hafnasambands sveitarfé-
laga, sagði á ársfundi sam-
bandsins að hækka þyrfti
gjaldskrá hafna umfram verð-
lagsbreytingar vegna lélegrar
afkomu hafna. Hann lýsti einnig
yfir stuðningi við hugmyndir um
að auðlindagjald yrði látið renna
til byggðanna og sagði að hafna-
og sveitarsjóðir væru betur að
þessari tekjulind komnir en rík-
issjóður.
Á fundinum kom fram að
tekjur 16 hafnasjóða á landinu
hefðu á árinu 2001 numið 1.181
milljón en gjöld 835 milljónum.
Framlegð var 29,3%, sem er
heldur betri niðurstaða en árið
2000 þegar framlegðin var
27,4%. Þess má geta að árið
1992 var framlegðin 37,4%. Í
fyrra var greiðslubyrði þessara
hafna 588 milljónir sem þýðir að
242 milljónir vantaði upp á
tekjur ársins til að hafnirnar
ættu fyrir afborgunum lána.
Afkoma Reykjavíkur-
hafnar versnar
Afkoma Reykjavíkurhafnar
var verri í fyrra en árið 2000.
Tekjurnar námu 1.017 milljón-
um og gjöld 753 milljónum.
Framlegð var 25,9%, en nam
35,7% árið á undan. 131 milljón
vantaði til að standa undir
greiðslubyrði lána. Eru það
mikil umskipti frá árinu 1999
þegar Reykjavíkurhöfn átti 336
Vill hluta auð-
lindagjalds í
hafnasjóði
Afkoma hafna hefur verið að
versna á síðustu árum
EFNAHAGSBROTADEILD ríkis-
lögreglustjóra hefur gefið út ákæru
á hendur tveimur fyrrverandi fram-
kvæmdastjórum Sæunnar Axels ehf.
og framkvæmdastjóra inn- og út-
flutningsfyrirtæksins Valeikur ehf.
fyrir brot á tollalögum og almennum
hegningarlögum. Ákærðu er gefið að
sök að hafa komið sér undan greiðslu
tolla af afurðum við innflutning sem
að lágmarki nam tæpum 57 milljón-
um króna. Ákærðu er gefið að sök að
hafa sammælst um að flytja út til
fimm ESB-landa tæp 804 tonn af
unnum þorskafurðum sem Valeik
annaðist útflutning á og starfsmenn
fyrirtækisins gáfu út rangar upplýs-
ingar um að væru af íslenskum upp-
runa á vörureikningum og útflutn-
ingsskýrslum með afurðunum.
Ákærðir fyrir
tollasvik og
hegningar-
lagabrot
LÖGREGLAN á Ísafirði, í samstarfi
við starfsbræður sína í Bolungarvík
og á Patreksfirði, hefur eftir ítarlega
rannsókn síðustu daga upprætt
fíkniefnahring á Ísafirði. Fimm karl-
menn á aldrinum 19 til 28 ára voru
handteknir vegna gruns um sölu og
dreifingu á fíkniefnum. Að loknum
yfirheyrslum hefur þeim verið sleppt
en rannsókn málsins heldur áfram.
Hún hófst þegar lögreglan stöðv-
aði akstur fimmmenninga í Vest-
fjarðagöngum að kvöldi 13. október
sl. Hald var lagt á fíkniefni, áhöld til
neyslu og peninga.
Fíkniefna-
hringur upp-
rættur á Ísafirði
♦ ♦ ♦