Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 13 BÆJARSTJÓRI Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við menntamálaráðherra að bygginga- nefnd vegna stækkunar Flensborgarskóla verði skipuð hið fyrsta. Hönnuðir skólahússins, sem reist var árið 1971, segja verksamning frá þeim tíma um hönnun annars áfanga skólans enn í gildi en að sögn bæjarstjóra gæti stækkunin orðið á öðrum nótum en þá var áætlað. Ný for- sögn að stækkuninni var unnin af öðrum aðilum en þeim sem hönnuðu húsið upphaflega en ekki er búið að taka ákvarðanir um hver mun hafa sjálfa hönnunina með höndum. Árið 1971 var efnt til samkeppni um stækkun Flensborgarskóla, sem þá var gagnfræðaskóli, og voru það arkitektarnir Ormar Þór Guð- mundsson og Örnólfur Hall sem unnu til fyrstu verðlauna. Í bréfi þeirra til Hafnarfjarðarbæjar nú er minnt á að á grundvelli verðlaunatillög- unnar hafi verið undirritaður samningur við bæ- inn um hönnun skólahúss sem byggja skyldi í tveimur áföngum. Telur málið í eðlilegum farvegi Fyrri áfangi skólahússins var síðan reistur en það var ekki fyrr en í júní árið 2000 sem skóla- meistari ræddi við hönnuðina um fyrirhugaða byggingu síðari áfangans, að því er segir í bréf- inu. Hins vegar hafi þeir frétt í fyrra að annar arkitekt væri farinn að vinna að forsögn fyrir síðari áfangann, sem hafi komið þeim spánskt fyrir sjónir því þar hafi verið gengið lengra en venja er um forsagnir. „Sá arkitekt sem var ráð- inn til að gera forsögnina var farinn að teikna hús þarna,“ segir Ormar í samtali við Morg- unblaðið. „Það er ekki venja að láta teikningar fylgja forsögninni, hvað þá líkan eins og þarna var heldur er forsögnin látin vera skrifleg.“ Þær teikningar eru þó ósamþykktar að sögn Ormars og segir hann að í samtölum við bæj- arstjóra hafi hann verið fullvissaður um að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um hönnun húss- ins heldur yrðu þær teknar þegar bygginga- nefnd þess hafi verið skipuð. Málið sé því í eðli- legum farvegi með ósk bæjarstjóra um skipan nefndarinnar og hann hafi ekki ástæðu til að ætla annað en að það fari á besta veg. Að mati Ormars er samningurinn frá 1971 enn í gildi og leggur áherslu á að einnig sé um siðferðislegan rétt hans og Örnólfs sé að ræða. „Við álítum að þessi bygging standi fyrir sínu sem arkitektónískt verk enda fékk hún óumdeil- anlega fyrstu verðlaun í opinni samkeppni á sín- um tíma. Hún stendur við hliðina á mjög merkri byggingu Guðjóns Samúelssonar og var ekki síst verðlaunuð fyrir að sýna þeirri byggingu kurteisi og sóma. Það væri því í hæsta máta óeðlilegt að ætla að koma núna með þriðju út- gáfuna af byggingu en halda ekki áfram við það verk sem var svona vel undirbúið, ekki síst þar sem við höfum hannað fjölda skóla í millitíðinni.“ Í bréfi Ormars til bæjarstjóra segir að í sam- tali hans við deildarstjóra eignadeildar mennta- málaráðuneytisins hafi komið fram að hugsan- lega væri skylda að bjóða slíka hönnunarvinnu út. Ormar bendir á að deildarstjórinn hafi þó ekki haft vitneskju um samninginn frá 1971. „Slíkur samningur breytir auðvitað öllu og það er vitað mál að ef um framhaldsverk er að ræða þá eiga slíkar útboðsreglur ekki við,“ segir hann. Jafnvel byggt á öðrum stað Sem fyrr segir hefur Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, óskað eftir því að form- leg bygginganefnd skólans verði skipuð hið fyrsta. Hann segir brýnt að niðurstaða fáist um það atriði fljótt. „Við leggjum mikla áherslu á að koma þessu verkefni af stað. Það er mjög þröngt um alla aðstöðu í skólanum og hann hefur liðið fyrir það á undanförnum árum að búa við þessi þrengsli.“ Hann segir töluvert hafa breyst frá þeim tíma sem samkeppnin fór fram. „Nú eru menn að tala um að fara í framkvæmdir á öðrum nótum og byggja þetta á annan máta á öðrum stað. Það var samstarfsnefnd á milli bæjarins og ráðu- neytisins í fyrra sem lét vinna ákveðna rým- isathugun vegna þessarar stækkunar, en það var engin arkitektavinna fólgin í því.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hver muni hanna húsið að hans sögn. „Það liggur ekk- ert annað fyrir en þessi rýmisathugun og svo eru bæjaryfirvöld að athuga hvaða bygginga- reitir koma til greina því það þarf að skoða deili- skipulag á svæðinu. Síðan á eftir að vinna næstu skref í málinu, þ.e.a.s. taka ákvörðun um hönnun og framkvæmdatíma og gera samninga milli bæjarins og ráðuneytisins um þau mál.“ Lúðvík segist ekki hafa kannað hver réttar- staða Ormars og Örnólfs sé varðandi gildi samn- ingsins frá 1971. „Ég hef verið að koma að þessu máli núna og heyrt þeirra viðbrögð í málinu en mér skilst að ráðuneytið hafi haft ákveðnar meiningar í þeim efnum.“ Hann segir framhaldið fara eftir því hvernig staðið verður að stækkuninni en mismunandi leiðir séu færar í þeim efnum. „Við erum að kalla eftir umræðu um það hvernig menn vilja útfæra þetta verkefni.“ Ekki náðist í deildarstjóra eignadeildar menntamálaráðuneytisins vegna málsins. Bæjaryfirvöld óska eftir að bygginganefnd verði skipuð vegna stækkunar Flensborgarskóla Hönnuðir telja samning frá 1971 í gildi Hafnarfjörður Morgunblaðið/Sverrir Fyrri áfangi verðlaunatillögu Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Hall var byggður árið 1971 en seinni áfanginn hefur ekki risið þrátt fyr- ir að hafa verið hannaður um leið. Til vinstri er bygging Guðjóns Samúelssonar en nú standa yfir viðgerðir á henni. ÞAÐ er einn maður í Garðabæ sem er mjög duglegur að tína upp rusl sem er mjög góður kostur í bæj- arfélaginu, að minnsta kosti að mati krakkanna í 4. bekk HÓ í Hofsstaðaskóla. Þeim finnst hins vegar, eins og jafnöldrum þeirra í Flataskóla, að rennibrautin í sund- lauginni mætti vera stærri. Í gær hittu krakkarnir í Hofs- staðaskóla Heiðu Björk Sturludótt- ur, sem starfar hjá Alta ehf. en það fyrirtæki hefur umsjón með skipu- lagningu íbúaþings sem halda á í Garðabæ næstkomandi laugardag. Krakkarnir ræddu bæði kosti og galla bæjarfélagsins en niðurstöður þeirra verða svo innlegg í máli og myndum á þinginu. Heiða segir að það hafi verið ánægjulegt að börnin hafi verið uppteknari af kostum bæjarins en göllum. „Þau nefndu t.d. marga fót- boltavelli og mikið pláss, að það væru margir góðir vinir, góð sund- laug og mörg leiksvæði nálægt hverfunum. Sum nefndu eitthvað persónulegra eins og margir í fjöl- skyldunni búi í bænum.“ Lögreglan góð Það er greinilegt að í hópnum er að finna ágætis efni í verkfræðinga framtíðarinnar því að sögn Heiðu fannst einhverjum jákvætt að það væri gott að byggja ný hús og stækka Garðabæ. Aðrir minntust á einsetna skóla, gott bókasafn og margar búðir á Garðatorgi. „Síðan voru þau flest sammála um það að það væri gott að það væri mikið af móum til að leika sér í. Einn tiltók að það væri góðar reglur í bænum og góður skóli og sömuleiðis var það lofað að það væri stutt í lög- regluna og að lögreglan væri góð.“ Að sögn Heiðu ræddu krakkarnir af mikilli einlægni og ákafa um hversu góður og duglegur maður nokkur er við að hreinsa ruslið af götunum. „Þetta er einhver bæj- arstarfsmaður sem er alltaf að tína rusl og þau ræddu lifandis býsn um þennan mann.“ Þarf að gera unglingana betri Þrátt fyrir þessa miklu kosti bæj- arfélagsins er þó eitt og annað sem mætti betur fara að mati níu ára barna og var þar áberandi umræð- an um hversu rennibrautin í sund- lauginni er lítil en það var sama at- hugasemd og krakkar í Flataskóla gerðu í síðustu viku á sambæri- legum fundi. Þá virðist hinn iðni starfsmaður bæjarins ekki hafa undan í starfi sínu því börnunum fannst að fólk mætti henda minna rusli á göturnar. „Svo fannst þeim að það þyrfti að gera unglingana betri, eins og þau orðuðu það og þeir þyrftu að hegða sér betur,“ segir Heiða. „Það höfðu einhverjir unglingar kveikt í kjallara á ein- hverju húsi og eins sagði einn að bróðir sinn væri mjög óþekkur. Þetta var þeim svolítið hugleikið.“ Þá finnst börnunum vanta veit- ingahús, fimleikahús, rólur á skóla- lóðina og á leikvöllinn, gælu- dýrabúð, fleiri heilsugæslustöðvar og lottósjoppur. „Síðan voru þau sammála um að það vantaði vatns- brunna þannig að maður gæti feng- ið sér vatnssopa þegar maður er úti að ganga. Að loknum umræðunum teikn- uðu krakkarnir myndir í tengslum við þessar niðurstöður. „Sum teikn- uðu myndir um það sem er ekki nógu gott og önnur teiknuðu mynd- ir um það sem er gott. Einhver teiknar þá kannski rennibrautina og annar teiknar væntanlega góða manninn að tína upp ruslið,“ út- skýrir Heiða en í framhaldinu verða myndirnar hengdar upp og hafðar til sýnis á íbúaþinginu á laugardag auk þess sem börnin munu kynna þær sérstaklega. Níu ára börn í undirbúningsvinnu fyrir íbúaþing sem haldið verður næstkomandi laugardag Góðar reglur en óþekkur bróðir Garðabær Morgunblaðið/ÞorkellHeiða Sturludóttir hafði nóg að gera við að taka niður punkta hjá krökkunum í 4. HÓ í gær en at- hugasemdir þeirra verða innlegg á íbúaþingi sem haldið verður í Garðabæ um næstu helgi. ÍBÚAÞING í Garðabæ er haldið í tengslum við endurskoðun að- alskipulags bæjarins en Garða- bær er fyrsta sveitarfélag landsins til að stíga svo stórt skref til opins samráðs við íbúana við gerð aðalskipulags, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Íbúar og atvinnurekendur í bænum fá á þinginu tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri í upphafi aðalskipu- lagsvinnunnar og hafa þannig áhrif á þróun bæjarfélagsins. Á þinginu verður fjallað um málaflokka eins og skólamál, atvinnulíf og þjónustu við aldr- aða svo eitthvað sé nefnt en það verður haldið í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og hefst klukkan 10 á laugardag. Opið samráð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.