Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 14

Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 14
ALDARAFMÆLI ST. JÓSEFSSPÍTALA Á LANDAKOTI 14 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMI öldrunarsviðs Land- spítala – háskólasjúkrahúss fer að meginhluta fram á Landakoti en að auki er starfrækt bráðaöldrunar- lækningadeild í Fossvogi. Á Landa- koti er starfseminni skipt niður í nokkra þætti, þ.m.t. heilabilunar- þátt með tveimur legudeildum og minnismóttökudeild fyrir fólk sem býr utan veggja spítalans og á við minnisvandamál að stríða. Á sviði almennra öldrunarlækninga eru starfræktar þrjár deildir og er áherslan þar á endurhæfingu. Þessu til viðbótar er á Landakoti dagspítaladeild þar sem fólk býr heima hjá sér en kemur hluta úr degi á spítalann og sækir þangað sérhæfða meðferð og endurhæf- ingu. Á síðasta ári var opnuð líknar- deild við spítalann og sama ár tók þar til starfa öldrunarlækninga- deild fyrir lungnaveika. „Markmið starfseminnar hér er að hjálpa fólki til eins mikillar sjálfsbjargar og eins mikilla lífsgæða og mögulegt er á hverjum tíma,“ segir Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri á lækningasviði LSH og dósent í öldrunarlækning- um við Háskóla Íslands. Hann und- irstrikar í þessu sambandi að á Landakoti séu ekki í boði varanleg vistunarúrræði heldur fyrst og fremst greiningar-, meðferðar-, og endurhæfingarúrræði. Ingibjörg Hjaltadóttir er sviðs- stjóri hjúkrunar á öldrunarsviði LSH. Að sögn hennar starfa sam- tals um 320 manns á öldrunarsviði, þar af 270 manns innan hjúkrunar- þáttarins. Á öldrunarsviði eru 150 rúm, þar af 125 á Landakoti. Á dagspítaladeild er unnt að sinna 64 einstaklingum á hverjum tíma. Til viðbótar eru liðlega 2.000 komur á móttökudeild á ári. Pálmi nefnir að öldrunarsviðið hafi undanfarin ár tekið nokkrum breytingum og þróast í þá átt að veita sértækari þjónustu. Til dæmis sé nú að kom- ast á laggirnar sérhæfð móttaka fyrir fólk með göngulagstruflanir og beinþynningu. Einkennandi þáttur í starfi öldr- unarsviðsins er, að sögn Pálma, teymisvinnan sem að koma margar fagstéttir, svo sem læknar, hjúkr- unarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, félagsfræðingar, sál- fræðingar og aðrir. „Aldraðir eru flóknir einstakling- ar, með aldurstengdar breytingar, marga sjúkdóma og á mörgum lyfj- um. Til þess að geta greitt úr öllum þessum margþættu málum þarf hópur af sérfæðingum að vinna saman til að greina vandann og finna bestu lausnirnar hverju sinni,“ segir hann. Pálmi bendir á að þótt öldrunar- lækningar séu ekki tæknivædd grein innan heilbrigðisþjónustunn- ar samanborið við margar aðrar megi kalla teymisvinnuna tækni öldrunarlækninga. Kallað er síðan eftir sérhæfðum rannsóknum og ráðgjöf eftir því sem við á hverju sinni. Styrktar- og vísindasjóður settur á laggirnar fyrr á árinu Á öldrunarsviði er unnið að marghátta fræðsluverkefnum og yfir vetrarmánuðina eru haldnir vikulegir fyrirlestrar sem snúa að öldrunarfræðum. Að sögn Ingibjargar er hjúkr- unarheimilum og heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu boðið að taka þátt í fyrirlestrunum. Fyrirlestr- arnir eru allajafna mjög vel sóttir og segir hún að þetta sé leið öldr- unarsviðsins til að breiða út fræðslu um þessi mál og tryggja að hún nái til sem flestra. Þá hefur verið unnið að ýmsum gæðaverk- efnum sem miða að því að bæta þjónustuna innan sviðsins og er það starf unnið í þverfaglegum gæða- teymum. „Það eru líka mörg rannsóknar- verkefni í gangi hér á öldrunar- sviði. Til dæmis er í gangi rann- sóknarverkefni um næringu aldraðra. Síðan erum við að und- irbúa rannsóknarverkefni um líkn- arþjónustu,“ segir Ingibjörg en í því verkefni taka þátt allir sem veita líknarþjónustu í Reykjavík, innan sem utan sjúkrahússins. Pálmi bendir á, þessu til viðbót- ar, að á ári aldraðra, árið 1999, hafi Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og LSH í öldrunarfræðum form- lega verið opnuð. „Rannsóknarstofan er eins konar regnhlíf yfir allar rannóknir á svið- inu og skapar þeim heimili,“ segir Pálmi. Meðal rannsókna sem Rannsókn- arstofan kemur að er samevrópsk rannsókn á heimaþjónustu aldraðra og samnorræn rannsókn sem stýrt er héðan á öldruðum sem leita brátt á sjúkrahús. Að auki er sam- vinna við deCODE á sviði erfða- rannsókna er lúta að langlífi og Alzheimersjúklingum. Rannsóknin 80+ er fjölþjóðleg. Þá kemur rannsóknarstofan að öldrunarrannsókn Hjartaverndar auk fjölmargra annarra rannsókn- arverkefna. Pálmi segir Rannsóknarstofuna mjög mikilvægan þátt í starfinu og minnir á að í ár var stofnsettur styrktar- og vísindasjóður sem er ætlað að efla Rannsóknarstofuna og þær rannóknir sem þar fara fram. Tekjur sjóðsins ákvarðast meðal annars af frjálsum framlög- um einstaklinga og félaga, áheitum og minningagjöfum og leigutekjum af tækjum og eignum sjóðsins. Skortur á hjúkrunarrýmum hægir á tilfærslum Tæp sjö ár eru liðin frá því öldr- unarþjónusta á höfuðborgarsvæð- inu var sameinuð undir einn hatt. Í því fólst m.a. að deildir í Hátúni, Hafnarbúðum, Fossvogi og hjá Hvítabandinu voru sameinaðar undir nýju öldrunarsviði á Landa- koti. Pálmi undirstrikar að við sam- eininguna hafi verið mótuð sú stefna að á öldrunarsviði yrði boðið upp á tímabundin úrræði en ekki varanlega vistun. „Við erum eins konar skiptistöð, má segja, milli bráðasjúkrahússins og samfélagsins og svo hjúkrunar- heimilanna. Fólk kemur hingað til að ná afturbata, ná betri heilsu eft- ir innlögn á bráða- og hátæknispít- ala og fær þá tíma til að jafna sig. En í ákveðnum tilvikum kemur fólk hingað beint inn og sleppur þá við að fara í bráða- og hátæknikerfið ef það á ekki við,“ segir Pálmi. Í sumum tilvikum er einnig boðið upp á skammtímainnlagnir fyrir einstaklinga og ættingja þeirra. Pálmi segir mikla áherslu lagða á öflugan endurhæfingarhátt og það þótt í sumum tilvikum fari fólk það- an beint á hjúkrunarheimili. Sem fyrr segir er öldrunarsviðið í reglulegum samskiptum við fjöl- mörg hjúkrunarheimili um til- færslu á einstaklingum inn á slík heimili. Þá er öldrunarsviðið í reglulegum samskiptum við fé- lagsþjónustu og heilsugæslu í ein- stökum hverfum og mánaðarlega eru haldnir samráðsfundir með þessum aðilum þar sem rædd eru mál þeirra skjólstæðinga sem helst þurfa á aðstoð að halda. Meginhluti starfsemi öldrunarsviðs LSH fer fram á Landakoti Aukin sérhæfing og betri stefnumótun Sérhæfing á sviði öldrunarlækninga hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Kristján Geir Pétursson ræddi við sviðsstjóra á öldrunarsviði LSH á Landa- koti um starfsemina, rannsóknir og frekari þróun innan sviðsins. SÖGU sjúkrahúss á Landakoti má rekja til loka júlí árið 1896. Tutt- ugasta og fjórða júlí það ár komu hingað til lands fyrstu fjórar af rúmlega 140 St. Jósefsystrum sem störfuðu hér á landi við hjúkrun og kennslu fram á miðjan tíunda ára- tug síðustu aldar. Regla heilags Jósefs var upp- haflega stofnuð í bænum Le Puy í Velay-héraði í Frakklandi 15. októ- ber árið 1650 sem almenn hjálpar- og verndarsamtök innan kaþólsku kirkjunnar. Með tímanum skiptist hún í nokkrar sjálfstæðar deildir og hóf sá hluti hennar sem kennir sig við frönsku borgina Chambéry að flytjast til Norðurlandanna upp úr miðri nítjándu öld. Hér á landi stofnsettu þær þrjú sjúkrahús og þrjá skóla og störfuðu í Reykjavík, Fáskrúðsfirði, Hafnarfirði og Garðabæ. Flestar störfuðu þær hér um 50 samtímis. Fyrstu mánuðina sinntu syst- urnar sjúklingum í Reykjavík með heimahjúkrun og í íbúðarhúsi sem þær höfðu til afnota á Landakoti. Fyrsti spítali St. Jósefssystra á Landakoti var kapella sem stóð handan götunnar þar sem núver- andi spítali stendur. Árið 1901 lá fyrir Alþingi frum- varp um byggingu landspítala með 24 sjúkrarúmum en ekki voru þingmenn á eitt sáttir um bygg- ingu spítalans. Í millitíðinni buðust systurnar til að reisa og reka spít- ala í Reykjavík með ákveðnum skilyrðum. Ekkert varð úr þeim áformum og var Landspítala- frumvarpið sömuleiðis fellt með þrettán atkvæðum gegn átta. Syst- urnar lögðu þó ekki árar í bát og með söfnunarfé sem Jón Sveinsson (Nonni) safnaði í Frakklandi, Belg- íu og víðar til byggingar St. Jós- efsspítala í Reykjavík, viðbót- arsöfnunarfé og láni erlendis frá var hafist handa við byggingu spít- alans. Hornsteinn að nýrri spít- alabyggingu á Landakotshæð var lagður í lok apríl 1902 og var spít- alinn vígður 16. október sama ár. Spítalinn var upphaflega kjallari, tvær hæðir og ris auk útbygginga við norðurhliðina og austurgafl. Djúpur brunnur var gerður þar sem nú eru gatnamót Ægisgötu og Túngötu til að anna vatnsþörf spít- alans. Einnig var lagt holræsi frá spítalanum. Hann gat hýst 40 sjúk- linga og fyrstu mánuðina störfuðu þar fimm systur auk tveggja vinnukvenna. Árið 1906 var rúm- um fjölgað í 55 og voru systur við spítalann þá samtals tólf. Árið 1911 var rúmafjöldi orðinn 60 en mestur var hann um 70 árið 1930 áður en farið var að huga að stækkun spítalans. Þess má geta að fram til 1930 var spítalinn eini kennsluspítalinn á landinu og var hann vel nýttur af tilvonandi hjúkrunarfólki. Í upphafi önnuðust St. Jósefs- systur flest sjúkrahússtörf önnur 100 ár í dag síðan St. Jósefsspítali á Landakoti hóf rekstur Eini kennsluspítalinn á landinu í þrjá áratugi Dr. Bjarni Jónsson: Á Landakoti Timburspítalinn rís árið 1902. Dr. Bjarni Jónsson: Á Landakoti Í skurðstofu gamla spítalans. Frá vinstri: Systir Flavia, systir Gabriella, Þórhallur B. Ólafsson, Stefán P. Björnsson, Haraldur Guðjónsson og Bjarni Jónsson. Myndin er tekin 1955. Dr. Bjarni Jónsson: Á Landakoti Systur í Landakoti 1927. Frá vinstri, fremsta röð: Systir Florentine, systir Clementia, Mere Amelie, Mere Marie, systir Viktoria, systir Mathilde, syst- ir Balbine. Miðröð: Systir Dosithe, systir Maxima, systir Thadea, systir Jó- hanna, systir Gerharda, systir Thekla, systir Theodula. Aftasta röð: Systir Klothilde, systir Fulberta, systir Florida, systir Delfine, systir Wilhelma, systir Thimot.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.