Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 15

Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 15
ALDARAFMÆLI ST. JÓSEFSSPÍTALA Á LANDAKOTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 15 Pálmi segist telja að með samein- ingu öldrunarþjónustunnar hafi náðst fram aukin sérhæfing og betri stefnumótun. Hins vegar hái starfseminni í dag sá skortur sem sé á hjúkrunarrýmum og hægi hann á tilfærslu frá einu þjónustu- stigi til annars. Um mánaðamótin ágúst-septem- ber var rúmum á Landakoti fækk- að um fjórtán frá þeim fjölda sem fyrirhugaður var eftir sumarlokan- ir og þurfti spítalinn af þessum sök- um að loka einni heilabilunardeild. Pálmi segir áformað að opna hana aftur um áramót. „Það hefur komið skýrt fram í stefnumótun heilbrigðisráðuneytis- ins að þessi rými vantar og ákveð- inn vilji er til að leysa það mál. Þeim mun fyrr sem þessi mál leys- ast þeim mun betur getum við unn- ið,“ segir Pálmi. Þess má geta að um 50 sjúkling- ar, sem dvelja nú á öðrum deildum sjúkrahússins, eru á biðlista öldrun arsviðs LSH. Í heimahúsum eru um 200 einstaklingar sem þyrftu að komast beint á öldrunarsvið ef pláss leyfði. Þá eru um 60 manns á öldrunarsviði LSH sem bíða eftir hjúkrunarheimili en er að mati fag- fólks of lasburða til að bíða heima eins og heimaþjónustu er háttað. Ein af þeim hugmyndum sem rætt hefur verið um að hrinda í framkvæmd er sérhæfð heimaþjón- usta í samvinnu heilsugæslu, fé- lagsþjónustu og öldrunarsviðs. Pálmi segir að náðst hafi samkomu- lag milli þessara aðila um slíkt samstarf og að hugmyndin sé nú í skoðun innan heilbrigðisráðu- neytisins. Ávinningurinn af sér- hæfðri heimaþjónustu er sá, að mati Pálma, að hægt yrði að sinna jafnvel bráðveikum einstaklingum heima. „Fyrir marga er ákjósanlegra að vera heima, jafnvel undir slíkum kringumstæðum heldur en á sjúkrahúsi. Þetta er nokkuð sem reynt hefur verið víða annars stað- ar og gefið góða raun og við teljum að þetta gæti verið góð viðbót við þá flóru úrræða sem þarf fyrir aldraða.“ Í viðtali við Ástu R. Jóhannes- dóttur þingkonu sem birt var í Morgunblaðinu í síðasta mánuði í tengslum við ráðstefnu um heil- brigðisþjónustu á Norðurlöndunum sem hún sótti, kemur fram að Svíar hafi náð góðum árangri við að auka gæði heilbrigðisþjónustu á öldrun- arsviði með því spyrja starfsfólk og hina öldruðu hvað megi betur fara. En hvað finnst öldruðum um gæði þjónustunnar á Landakoti? Ingibjörg segir að viðhorfskönn- un hafi verið gerð innan hjúkrunar- þáttar öldrunarsviðsins þar sem að- standendur og sjúklingar hafi getað komið með athugasemdir um ýmsa þætti er varða gæði þjónust- unnar. „Eitt af því sem fólki fannst að betur mætti fara hjá okkur er há- vaðinn. Þetta kom okkur svolítið á óvart. Við sem vinnum hérna áttum okkur ekki á þeim hávaða sem við erum alltaf að skapa með allri þeirri umferð sem hér er allan sól- arhringinn,“ segir hún. Ingibjörg segir að þetta sé á meðal þess sem reynt hafi verið að bæta. „En auðvitað fylgir því líka hávaði þegar fólk þarf að vera á stofu með einum eða tveimur öðr- um einstaklingum svo mánuðum skiptir á meðan það bíður eftir að komast inn á hjúkrunarheimili.“ Róðukross í hverri sjúkrastofu Pálmi kom til starfa á Landakoti árið 1996 þegar öldrunarþjónustan tók að flytjast þangað, þá sem hluti af Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en Ingi- björg kom ári áður til þess að vinna að undirbúningi tilfærslunnar. Pálmi hafði áður starfað á spítalan- um en hann sótti fyrst vikunám- skeið hjá systrunum í umönnun ár- ið 1976 og starfaði þar meðfram námi í læknadeild. Þá var hann um tíma aðstoðarlæknir við skurðdeild áður en hann lagði stund á sérnám. „Það hefur verið mikilvægt fyrir mig í minningunni að hafa átt þenn- an tíma, bæði með systrunum og öðru góðu starfsfólki hér á Landa- koti. Andinn var sérstaklega góður og starfsemin frábær.“ Pálmi segir að margt hafi breyst á löngum tíma. Nú sé spítalinn sér- fhæður öldrunarspítali en fyrir 25 árum hafi öldrunarlækningar verið að fæðast hér á landi. Þróunin und- anfarinn aldarfjórðung hafi hins vegar verið mikil og góð á þessu sviði. Ingibjörg Hjaltadóttir starfaði fyrst á Landakoti sem gangastúlka árið 1978 og síðar meðfram námi í hjúkrunarfræði. Ingibjörg kom aft- ur til starfa við spítalann árið 1995, ári fyrir sameiningu sjúkrahús- anna. Hún hefur starfað við öldr- unarhjúkrun í samtals 17 ár. Ingibjörg segir að St. Jósefssyst- ur hafi skoðað aðstöðuna við spít- alann eftir að sameiningin var um garð gengin og að þær hafi lýst yfir ánægju með hvernig hún hefði þróast. Hún segir að það hafi verið starfsfólki og stjórnendum mikils- vert að þær skyldu sjálfar vera ánægðar með breytingarnar sem gerðar voru á starfseminni enda hafi mjög skiptar skoðanir verið um sameininguna á sínum tíma. Hún segir að áhersla hafi verið lögð á að reyna að viðhalda siðum og venjum frá þeim tíma er þær voru enn við spítalann. Þar á meðal sé haldið í þá hefð að hafa róðukross í hverri sjúkrastofu. Þá býður spít- alinn starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar gjarnan í heimsókn í tengslum við ýmsar uppákomur innan spítalans. Einnig eru starf- andi á spítalanum tvær Margrétar- systur sem eru lærðir hjúkrunar- fræðingar en þær koma upphaflega frá Mexíkó. Hún segir að spítalinn hafi með þessu reynt að viðhalda taug til for- tíðarinnar og þess starfs sem syst- urnar unnu við spítalann alla síð- ustu öld. Þess má geta að í tilefni 100 ára afmælis spítalans í dag er starfs- mönnum öldrunarsviðs og fyrrum starfsmönnum Landakots boðið til kaffisamsætis milli 14 og 16. Á föstudag stendur öldrunarsvið- ið fyrir fræðslu- og vísindadegi í Súlnsasal Hótels Sögu milli 9 og 14.30. Auk ávarpa heilbrigðis- ráðherra og forstjóra LSH mun Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, rekja minn- ingar um Landakot og Ólafur H. Torfason rithöfundur fjallar um St. Jósefssystur á Íslandi. Þá verða m.a. birtar fyrstu nið- urstöður úr evrópskri rannsókn á heimaþjónustu aldraðra og nor- rænni rannsókn á bráðaþjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði LSH, og Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar. kristjan@mbl.is en þau sem læknar gegndu. Aðkeypt vinna nam um 4–5% af rekstrarkostnaði fram undir 1930 en frá þeim tíma réðu þær til sín vaxandi fjölda starfs- manna. Skipulag lækn- isþjónustunnar á Landakotsspítala var öðruvísi en tíðkaðist annars staðar. Sérhver sjúklingur var skráður á nafn tiltekins læknis sem hafði umsjón með og bar ábyrgð á honum allan legutímann. Læknarnir unnu ekki eftir föstum launum heldur eftir reikningi en fengu frá 1933 dálitla þóknun frá systrunum. Málefni spítalans lutu stjórn príor- innunnar sem var í raun einvaldur ef svo bar undir. Á vordögum 1975 var í fyrsta sinn skipuð spít- alastjórn á Landakoti. Hafist handa við byggingu núverandi spítala árið 1934 Árið 1934 var lagður hornsteinn að nýrri byggingu á sömu lóð fyrir sjúkrahúsið, svokallaðri vest- urálmu, sem var tekin í notkun ár- ið eftir. Húsið var þrílyft, stein- steypt með inndreginni fjórðu hæð og var að mati fagmanna eitt stíl- hreinasta verk íslenska funksjón- alismans í þá tíð. Tveimur árum síðar var sótt um leyfi til að refta yfir alla hæðina, lækka framskotið á forhlið hússins og reisa skáhall- andi þak yfir. Frá því spítalinn tók til starfa árið 1902 var hann miðstöð augn- lækninga á Íslandi og var augn- deildin ævinlega sú fullkomnasta sinnar tegundar á landinu. Drjúg- ur hluti af starfi systranna í Landakoti fór í að annast börn og árið 1935 var kominn vísir að fyrstu barnadeild við spítalann með tveimur sérstofum fyrir börn. Fullbúin barnadeild tók til starfa við spítalann árið 1961. Hafist var handa við byggingu austurálmunnar árið 1956. Verk- efnið reyndist systrunum fjárhags- lega erfitt og undir lokin kom rík- issjóður til aðstoðar. Fyrstu sjúklingarnir voru fluttir þangað á sjúkradeild í janúar árið 1962 en nýbyggingin taldist komin í notkun árið 1963 þegar skurðstofu- starfsemin var flutt þangað. Sama ár var gamli timburspítalinn rif- inn. Frágangi lauk hins vegar ekki fyrr en í lok árs 1966. Í austurálm- unni voru alls 92 sjúkrarúm og hafa aldrei verið fleiri rúm á spít- alanum en 1962 þegar heild- arrúmafjöldi komst í 195. Þótt systurnar hefðu alla tíð gætt hagræð- ingar í rekstri spít- alans var hann lengst af þungur. Opinberir aðilar studdu hann ekkert ríflega fyrstu þrjá áratugina, greiddu síðan lægri daggjöld til spítalans en annarra almennra sjúkrahúsa og komu seint til aðstoðar við byggingar, end- urbætur og rekstur. Í sumum efnum var systrunum og spít- alanum þó ívilnað líkt og gilti um aðra sjúkrahússtarfsemi. Á sjöunda og áttunda áratugn- um var æ oftar rætt um hvað færi í hönd þegar St. Jósefssystur hættu sjúkrahúsrekstrinum eins og fyr- irsjáanlegt var. Bæði systrunum og mörgum Íslendingum féll illa sú tilhugsun að Landakotsspítali yrði hvort heldur lagður niður eða rynni inn í ríkisspítalakerfið. Spít- alinn var að lokum seldur ríkinu með undirritun kaupsamnings 26. nóvember árið 1976 og skyldu kaupin taka gildi um áramótin. Samkvæmt honum skyldi spítalinn rekinn sem sjálfseignarstofnun, a.m.k. út gildistíma kaupsamnings- ins, til 31. des. 1996. Málalokin um áframhald rekstrarformsins og samstaða lækna á Landakotsspít- ala ollu því að margar systranna ákváðu að halda áfram störfum á spítalanum. Fimm árum áður en samningurinn rann út var samt ákveðið að skipta um rekstr- arform, fella nafn spítalans niður og sameina hann Borgarspít- alanum undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur. Talsverðar umræður urðu á opinberum vettvangi um meint samningssvik og í febrúar 1992 sendu systurnar frá sér yf- irlýsingu þar sem þær sögðu erfitt fyrir sitt leyti að samþykkja að Landakot yrði ekki lengur sjúkra- hús. Þegar þess var minnst í júlí 1996 að 100 ár voru liðin frá komu St. Jósefssystranna til Íslands var nafn heilags Jósefs ekki lengur tengt stofnuninni. Daginn fyrir 94 ára vígsluafmæli spítalans, 15. október 1996, var skrefið stigið til fulls og hann lagður niður sem al- mennt sjúkrahús og húsnæðinu breytt í öldrunarstofnun. Í dag er húsnæðið nýtt undir öldrunarsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ólafur H. Torfason: St. Jósefssystur á Íslandi 1896–1996 1962: Austurálma spítalans í byggingu (til hægri). Framan við hana er gamli timburspítalinn sem var rifinn ári seinna. Halldór Hansen, yfirlæknir 1948–1959. Matthías Einarsson, yfirlæknir 1934–1948. Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir 1980–1996. Bjarni Jónsson, yfirlæknir 1959–1979. Ólafur H. Torfason: St. Jósefssystur á Íslandi 1896–1996 Við opnun fyrstu deildarinnar í austurálmunni 7. janúar 1962. Frá vinstri: Systir Hilde- gard Hilpert príorinna, systir Flavíana, fyrrv. príorinna, systir Emilie, systir Melitina, systir Louise Ida, systir Bene- dicta, systir Josefine Antoin- ette, systir Flavia, systir Anna Pauline, systir Anne Marie, systir Apollonía, ónafn- greindur læknir, dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir og dr. Halldór Hansen, fyrrv. yf- irlæknir. Heimildalisti: Dr. Bjarni Jónsson. Á Landakoti. Útg. 1990. Ólafur H. Torfason. St. Jósefssystur á Íslandi, 1896–1996. Útg. 1997.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.