Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 16
AKUREYRI
16 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
verður í Glerárkirkju fimmtudaginn
17. október nk. klukkan 15.00
Glerárkirkja
Vinafundur
eldri borgara
Gestur samverunnar verður séra Magnús G.
Gunnarsson, sóknarprestur á Dalvík. Þá mun
Óskar Pétursson koma með góðan glaðning
að vanda. Að venju verða léttar veitingar
í safnaðarsal.
Sóknarprestur
FJÓRIR aðilar skiluðu inn full-
gildum tillögum í samkeppni um
viðbyggingu og endurbætur
Brekkuskóla og ákvað dómnefnd
að tillaga Arkitektur.is yrði fyrir
valinu. Arkitektur.is er í eigu sex
arkitekta og rekur fyrirtækið
starfsstöðvar á Akureyri og í
Reykjavík. Ráðgert er að bjóða
framkvæmdina út næsta vor og að
verkinu verði lokið fyrir skólasetn-
ingu haustið 2005. Samkvæmt til-
lögu Arkitektur.is er áætlaður
byggingarkostnaður um 530 millj-
ónir króna en áætlaður heildar-
kostnaður verksins er nálægt 700
milljónum króna.
Í umsögn dómnefndar segir um
tillögu Arkitektur.is; „Vel hugsuð
og vel unnin tillaga, miðjurými og
aðkoma góð. Þungamiðja skólans
mjög vel leyst með nýju sameig-
inlegu rými s.s. sal, bókasafni, eld-
húsi o.fl. og getur nýst sem hverfa-
miðstöð utan skólatíma. Frumleg
hugmynd að breytingu á eldra hús-
næði, sem aðlagar það nútíma
skólastarfi. Nýbygging og breyt-
ingar á eldri byggingu falla vel að
nágrenninu, þó telur dómnefnd
stóra glerveggi óheppilega fyrr
kennslurými og viðhald bygging-
arinnar. Vegalengdir innan skólans
eru stuttar og skýrar. Þröngt á
milli bygginga, má leysa með ein-
földum hætti. Huga mætti betur að
skjólmyndun. Umferðarleið milli
bygginga helst til þröng.“
Í greinargerð með tillögu Arki-
tektur.is kemur m.a. fram að
Gagnfræðaskóli Akureyrar, (nú
Brekkuskóli, innskot blaðam.) sé
virðulegt skólahús með langa sögu
að baki sem kennslustofnun. Þegar
skólinn var byggður á árunum upp-
úr 1940, voru kröfur til skólahús-
næðis allnokkuð aðrar en gerðar
eru til slíks húsnæðis í dag. Það
helst hefur breyst, að stærð al-
mennrar kennslustofu var í þá
daga álitin nægileg 40 fermetrar
en nú er krafan að slíkar stofur séu
52–60 fermetrar.
GA er óhentugt húsnæði
fyrir nútíma skólastarf
Markmið höfunda er að aðlaga
og samtvinna GA og nýbyggingu í
nútímalega, bjarta og hagkvæma
skólabyggingu, skapa sterka heild-
arlausn, sem svarar nýtingu og
rýmisþörf fyrir skólastarf og frí-
stundastarf hverfisins. Einnig að
aðskilja og aldursskipta kennslu-
svæði hvers stigs, koma í veg fyrir
gegnumgang annarra nemenda um
kennslusvæði hvers stigs, einfalda
bílaumferð að skóla og auðvelda
aðgengi fótgangandi, tryggja ör-
yggi barna gagnvart akandi um-
ferð og skapa manneskjulegt
umhverfi og skjólgóð útivistar-
svæði.
Tillagan gerir ráð fyrir að horfst
verði í augu við þá staðreynd að
GA er óhentugt hús fyrir nútíma-
skólastarf. Þessu er hins vegar
hægt að breyta á einfaldan máta,
með því að stækka grunnflöt
hverrar skólastofu í þá stærð sem
krafist er. Gert er ráð fyrir að
byggt verði utaná hluta langhliða
byggingarinnar, 1,6m út frá núver-
andi húshlið. Við þetta næst stækk-
un sem gerir það að verkum að
innri skiptingu kennslustofanna
þarf ekki að breyta, þær verða eft-
ir breytingu af æskilegri stærð, 52
eða 60m². Við þessa breytingu
rýmast allar hinar 25 almennu
kennslustofur og 6 hópherbergi í
GA. Kennslusvæðið skiptist þann-
ig, að yngsta stigið verður á jarð-
hæð, miðstigið á 1. hæð og ung-
lingastigið á 2. hæð. Hvert skólastig
hefur beinan aðgang að tveimur
stigahúsum. Læstum skápum fyrir
nemendur verður komið fyrir á
göngum hvers stigs fyrir sig.
Miðrýmið tengipunktur
allra þátta skólans og
frístundastarfsins
Nýbyggingin er vestan við nú-
verandi skólahúsnæði. Aðalinn-
gangur er úr vesturátt frá aðkomu-
torgi og bílastæðum. Þessi
inngangur verður jafnframt hið
nýja andlit skólans. Fyrir framan
innganginn er aðaltorg skólans.
Staðsetning þess er vel fallin fyrir
skólasetningar og aðra hátíðavið-
burði nemenda og kennara skólans.
Ingangur leiðir beint inn í mið-
rýmið, hjarta skólans, tengt sölum,
bókasafni og stjórnunarhluta skól-
ans. Miðrýmið er tengipunktur
allra þátta skólans og frístund-
astarfsins. Úr miðrýminu er gler-
gangur, sem tengir nýbygginguna
við aðalstigahús GA. Afgreiðsla,
skrifstofur skólastjórnar og að-
staða kennara eru í suðurhluta ný-
byggingarinnar við aðalinngang.
Þeir sem erindi eiga í skólann
ganga beint inn að afgreiðslurými
tengt stjórnunarálmu. Sérinngang-
ur er fyrir starfsfólk úr suðri inní
stjórnunarhlutann.
Samkomu/matsalur, setustofa og
tónlistarstofa eru vestan miðrým-
isins.
Skólinn er staðsettur á tiltölu-
lega afmörkuðu svæði. Aðkomu-
leiðir að skólanum afmarkast af
gróinni íbúðarhúsabyggð að sunn-
an, nálægð við sundlaug og íþrótta-
hús, gilið og kirkjuna. Aðkoma ak-
andi umferðar að bílastæðum
skólans er eftir Skólastíg. Bein
göngubraut er frá bílastæðum nið-
ur að skólanum. Bílastæði skólans
eru í tengslum við núverandi bíla-
stæði íþróttahallar, sem auðveldar
samnýtingu. Aðkoma fótgangandi
að skólanum er eftir göngustígum
úr ýmsum áttum. Tillagan gerir
ráð fyrir að tengja sig inn á stíga-
kerfi sundlaugar og andapollsins,
svo og BA húss. Þaðan er göngu-
leið um skólalóðina í átt að skól-
anum.
Tillaga Arkitektur.is að viðbyggingu og endurbótum Brekkuskóla á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Arkitektarnir sex, sem eiga Arkitektur.is og unnu sameiginlega að tillög-
unni sem varð fyrir valinu, fyrir framan húsnæði Brekkuskóla. F.v.: Páll
Tómasson, Helga Benediktsdóttir, Haraldur Örn Jónsson, Guðmundur
Gunnarsson, Elín Kjartansdóttir og Gísli Kristinsson.
Arkitektur.is vann samkeppni um viðbyggingu og endurbætur Brekkuskóla
Byggingarkostnaður áætlaður
rúmur hálfur milljarður króna
FÉLAGSMÁLARÁÐ samþykkti á
síðasta fundi sínum að breyta fyrri
ákvörðun frá í sumar og færa Brit
Bieltvedt til í starfi og ráða hana í
starf framkvæmdastjóra Öldrunar-
stofnunar Akureyrarbæjar. Félags-
málaráð hafnaði öllum 18 umsókn-
unum um stöðuna í sumar, þar sem
ekki hefði fundist sá umsækjandi
sem verið var að leita að og sam-
þykkti þá að auglýsa stöðuna að nýju
nú í haust. Brit Bieltvedt var í hópi
umsækjenda.
Á síðasta fundi félagsmálaráðs var
jafnframt lagður fram undirskrifta-
listi 53 starfsmanna Öldrunarstofn-
unar, þar sem skorað var á félags-
málaráð að ráða Brit Bieltvedt í
stöðu framkvæmdastjóra stofnunar-
innar. Jakob Björnsson, formaður
félagsmálaráðs, sagði að undir-
skriftalistinn hefði vissulega haft
áhrif á þá ákvörðun ráðsins að ráða
Brit í stöðuna. Hún hafði verið ráð-
inn í stöðu deildarstjóra búsetudeild-
ar, sem auglýst var um svipað leyti
og starf framkvæmdastjóra Öldrun-
arstofnunar. Jakob sagði að Brit
hefði ekki síður haft áhuga á stöðu
framkvæmdastjóra og hefði reyndar
sinnt báðum stöðunum undanfarna
mánuði og staðið sig vel. Jakob sagði
að líklega yrði tekin ákvörðun um
það á næsta fundi ráðsins að auglýsa
stöðu deildarstjóra búsetudeildar
lausa til umsóknar.
Framkvæmdastjóri Öldrunar-
stofnunar Akureyrarbæjar sér um
rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila
hjá bænum en velta þeirra er um 600
milljónir króna á ári og stöðugildi um
135. Í rekstri eru 180 hjúkrunar- og
dvalarrými á þrem mismunandi
stöðum á Akureyri.
Öldrunarstofnanir
Akureyrarbæjar
Brit ráðin
fram-
kvæmda-
stjóri
Bærinn fær
afhentar 3,6
milljónir króna
TRYGGINGAFÉLAGIÐ Sjóvá-Al-
mennar hefur greitt Akureyrarbæ 3,6
milljónir króna í ágóðahlutdeild fyrir
árið 2001. Fulltrúar félagsins létu
þess getið á fundi með stjórnendum
bæjarins að þetta væri besta útkoma
þeirra fjögurra ára sem Sjóvá-Al-
mennar hafa annast tryggingar fyrir
bæinn og stofnanir hans.
Forsaga málsins er sú að bærinn
bauð út allar tryggingar sínar árið
1999 og inni í tilboði Sjóvár-Almennra
var svokölluð ágóðahlutdeild sem
þýðir að ef tjón er lægra en iðgjald
fær Akureyrarbær hluta mismunar-
ins endurgreiddan. Öll árin hefur svo
verið en árið 2001 sker sig út og hefur
útkoman aldrei verið betri. Þetta
kemur fram á heimasíðu bæjarins.
OKTÓBER hefur sannarlega verið
ljúfur og hlýr hér við heimskauts-
baug. Kiwanisfélagarnir í Grími,
sem eru ötulir við fjáröflun fyrir
klúbbinn sinn, notuðu tækifærið og
buðu í garðyrkjuverk hjá hreppn-
um. Hitastigið undanfarnar vikur
hefur sannarlega slegið út hitastig
júlímánaðar. Þökur voru pantaðar
úr landi. Tyrfa átti Bakkabrekkuna
í „miðbæ“ Grímseyjar. Margir Kiw-
anisfélagar lögðu hönd á plóginn
undir styrkri stjórn Garðars Óla-
sonar sem kom að verkinu bæði
sem virkur Grímsfélagi og hrepps-
nefndarmaður.
Börn og fullorðnir eiga örugg-
lega eftir að njóta sín í grænni
Bakkabrekkunni á góðviðrisdögum
næstu sumur.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Grímsfélagar og Grímseyjarbörn við „sumarstörf“.
Sumar-
störf í
október
Grímsey
♦ ♦ ♦