Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 17
SUÐURNES
MYNDLISTARÁHUGI í Reykja-
nesbæ er mikill og ljóst að hið
nýja Listasafn bæjarins á eftir að
vera lyftistöng fyrir listalífið. Að
sögn Hjördísar Árnadóttur, for-
manns Félags myndlistarmanna í
Reykjanesbæ, er nánast fullt á öll
myndlistarnámskeið sem félagið
hefur auglýst í vetur og hún sagði
í samtali við Morgunblaðið að fé-
lagið fyndi fyrir miklum meðbyr.
Í dag eru félagsmenn 83.
Félag myndlistarmanna í
Reykjanesbæ var stofnað árið
1995 af áhugasömu myndlist-
arfólki sem vildi hlúa að myndlist
og myndlistarmönnum, ekki síður
en gera myndlistina sýnilegri.
Mikið hefur verið lagt upp úr
námskeiðshaldi og í vetur er fjöl-
breytni námskeiðanna síst minni
en verið hefur á undanförnum ár-
um. „Í vetur ætlum við að bjóða
upp á átta mismunandi námskeið
fyrir fullorðna og nú eru í gangi
fjögur tólf vikna námskeið fyrir
börn. Líklega munum við bjóða
upp á sambærileg námskeið eftir
áramót, en nú þegar er fullbókað
á öll námskeiðin tólf sem við höf-
um auglýst. Við takmörkum
fjöldann við fimmtán á fullorð-
insnámskeiðin og tíu á barna-
námskeiðin, þar sem kennsla í
myndlist byggist fyrst og fremst
á handleiðslu við hvern ein-
stakling. Það er því mjög mik-
ilvægt að kennarar fái tíma til að
sinna öllum,“ sagði Hjördís.
Akkur að fá utanaðkomandi
listamenn til að sýna
Félagið hefur aðstöðu í Svarta
pakkhúsinu í Keflavík, þar sem á
árum áður var starfað við aðalat-
vinnuveg þjóðarinnar, fiskvinnslu.
Auk námskeiðshalds eru sýningar
félagsins haldnar í húsnæðinu og
tveir sjálfstæðir myndlistarhópar
leigja aðstöðuna einu sinni í viku
yfir veturinn. Þá hefur félagið
starfrækt sumargallerí, þar sem
félagsmönnum gefst kostur á að
vera með verk til sölu yfir sum-
armánuðina og í pakkhúsinu er
lítill sýningarsalur til afnota fyrir
listamenn, en hefur lítið verið
notaður, að sögn Hjördísar. Hún
er þó ekki í neinum vafa um að
góður markaður sé fyrir hið nýja
Listasafn Reykjanesbæjar. „Þetta
er mikil viðurkenning fyrir mynd-
listina og þessi nýja aðstaða mun
gera myndlistarmönnum kleift að
halda stórar og glæsilegar sýn-
ingar. Ég geri mér vonir um að
hún verði til þess að listamenn frá
öðrum sveitarfélögum og jafnvel
öðrum löndum sýni því áhuga að
sýna verk sín hér, sem yrði akkur
fyrir myndlistarmenn á svæðinu.
List eða föndur?
Stærsta kostinn við félagsskap
eins og þann sem er í Félagi
myndlistarmanna telur Hjördís
vera fjölbreytileikann. „Það er sú
mikla breidd sem er í félaginu
sem gefur því gildi. Í því starfa
okkar færustu og viðurkenndustu
listamenn, nýliðar í myndlistinni
og allt þar á milli. Það er mjög
góð samstaða í félaginu og við
sem erum ný og með litla mennt-
un eða bakgrunn, njótum hand-
leiðslu og stuðnings hinna. Sam-
sýningar okkar eru gleggstu
dæmin um þetta og við finnum
mjög jákvætt fyrir fjölda fólks
sem vill njóta.
Hugtakið myndlist er líka svo
opið og það fer eftir smekk hvers
og eins hvað hann vill hafa í
kringum sig. Fjölbreytnin er mik-
il enda margir að skapa, hvort
sem það kallast list eða föndur,“
sagði Hjördís.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Hjördís Árnadóttir segir myndlistaráhuga bæjarbúa mikinn og fara vaxandi. Í bakrunni myndarinnar má sjá
nokkra af yngstu þátttakendum námskeiðanna sem Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ býður upp á í vetur.
Breiddin gefur félaginu gildi
Keflavík
VERIÐ er að setja kopar á þak kirkj-
unnar á Hvalsnesi þar sem járn sem
var á þakinu var orðið illa farið eftir
margra áratuga endingu. Kirkjan var
byggð árið 1887, úr tilhöggnu grjóti.
Þegar turn kirkjunar var endur-
byggður um miðja síðustu öld var
settur kopar á hann. Í sumar hefur
verið unnið að viðhaldi á turninum og
lagfæringum. Þá hefur verið gert við
allar hurðir kirkjunnar.
Staftré ehf. í Sandgerði sér um alla
smíðavinnu og Carl Granz málar. Tré
og blikk í Reykjavík annast vinnuna
við koparinn.
Framkvæmdin er gerð í samráði
við húsafriðunarnefnd ríkisins sem
jafnframt hefur veitt styrk til verks-
ins.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Kopar
á þak
kirkj-
unnar
Hvalsnes
LÖGREGLAN í Keflavík handtók í
fyrradag tvo pilta og hafa þeir við-
urkennt að hafa stolið ýmsum tækj-
um úr sumarbúðum í Vatnaskógi.
Síðastliðinn sunnudag var kærður
til lögreglunnar í Borgarnesi þjófn-
aður á tveimur fartölvum, tveimur
geislaspilurum, myndbandsupptöku-
vél, gsm-símum og myndavélum frá
sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi.
Grunur beindist að tveimur átján ára
piltum og viðurkenndu þeir verkn-
aðinn eftir að þeir voru handteknir í
Keflavík og skiluðu þýfinu.
Viðurkenndu þjófnað úr
sumarbúðum KFUM
Keflavík
HÉRAÐSBÓKASAFNI Borgar-
fjarðar var nýlega afhent merkileg
gjöf frá tveimur Vestur-Íslendingum
sem eiga ættir að rekja í Borgar-
fjörðinn. Gjöfin er svokölluð Þor-
láksbiblía, prentuð á Hólum í Hjalta-
dal árið 1644 að frumkvæði Þorláks
biskups Skúlasonar. Þetta er önnur
Biblían sem prentuð var á Íslandi en
sú fyrsta var sem kunnugt er Guð-
brandsbiblía, prentuð á Hólum árið
1584.
Það voru bræðurnir Baird og
Linné Bardarson sem færðu Hér-
aðsbókasafninu biblíuna sem hefur
verið í eigu ættar þeirra í að minnsta
kosti 150 ár. Baird er læknir á eft-
irlaunum og búsettur í Seattle í
Washington-fylki en Linné er kaup-
sýslumaður í Seward í Alaska. Þeir
eru sonarsynir Sigurðar Bárðarson-
ar sem fæddist á Þursstöðum í Borg-
arhreppi árið 1851. Hann fluttist
vestur um haf 35 ára að aldri, eftir að
hafa misst eiginkonu sína úr misl-
ingum og fylgdi biblían honum til
Ameríku þar sem hann gerðist síðar
smáskammtalæknir.
Við afhendinguna sögðu þeir
bræður að tildrög gjafarinnar mætti
rekja aftur um nokkur ár, en þá
heimsótti Baird Borgarfjörðinn
ásamt eiginkonu sinni. Þau kynntust
Pétri Geirssyni Hóteleiganda í Borg-
arnesi sem var þeim innanhandar við
að finna slóðir forfeðranna og ætt-
ingja hér, m.a. með því að leita eftir
gögnum í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Baird kom þá í hug að sennilega væri
Biblían best geymd þar. Þeir væru
afar ánægðir með að Biblían væri
komin aftur á fornar slóðir. Hún
hefði farið sjóleiðina út og væri nú,
eins og fyrir töfra, komin flugleiðina
heim. Ennfremur væri fróðlegt að
velta því fyrir sér um hvaða hendur
hún hefði farið í gegnum tíðina og
hvort einhverjir Íslendingar hefðu
lært að lesa upp úr henni. Þeir sögð-
ust þess fullvissir að afkomendur
þeirra myndu í framtíðinni ferðast til
Íslands og í Borgarfjörðinn í þeim
tilgangi að sjá þessa merku bók.
Biblían verður til sýnis í Safnahúsi
Borgarfjarðar á næstunni.
Vestur-Íslendingar
gefa forna Biblíu
Borgarnes
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Innan á kápu biblíunnar sést und-
irritun Sigurðar Bárðarsonar.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Axel Kristinsson, safnstjóri við Safnahús Borgarfjarðar, veitti biblíunni
viðtöku frá bræðrunum Lynne Bardarson (t.h.) og Baird Bardarson.
TÓNLISTARFÓLKIÐ
og hjónin Anna Jórunn
Stefánsdóttir, talkenn-
ari og sellóleikari í
Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna, og Þór-
hallur Hróðmarsson,
kennslustjóri við Garð-
yrkjuskólann á Reykj-
um, eiga bæði stór-
afmæli á þessu ári. Þórhallur
varð sextugur hinn 15. september
sl. og Anna Jórunn verður sextug
hinn 21. desember nk. Afmæl-
isveislan verður ekki með hefð-
bundnu sniði því þau hjón hafa
ákveðið að halda upp á afmælin
sín með tónleikum í Hveragerð-
iskirkju, en þau hjón eru bæði í
kirkjukórnum. Tónleikarnir
verða haldnir sunnudagskvöldið
20. október kl: 20.00.
Á tónleikunum koma fram Tríó
Reykjavíkur, Jónas Ingimund-
arson, Sigrún Gestsdóttir og Jörg
Sondermann. Einnig mun djass-
tríó leika og auk þess syngja
bæði Kirkjukórinn og Söng-
sveitin.
Að sögn þeirra hjóna eru tón-
leikagestir vinsamlega beðnir um
að koma ekki með afmælisgjafir,
en hins vegar verður tekið þakk-
samlega á móti smá framlögum í
flygilsjóð tónlistarfélagsins. Að
tónleikum loknum ætla þau hjón
að bjóða upp á veitingar í safn-
aðarheimilinu og að sjálfsögðu
vonumst við eftir að sjá sem
flesta af vinum okkar og vanda-
mönnum, segja þessi tónelsku
hjón í lokin.
Sérstæð
afmæl-
isveisla
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Anna Jórunn og Þórhallur æfa sig heima.
Hveragerði