Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 18

Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LÍMTRÉ hf. á Flúðum hefur keypt allt lausafé þrotabús Íslensks harð- viðar hf. á Húsavík. Fyrirtækið Húsavík harðviður hf., sem stofnað var í kjölfar gjaldþrots Íslensks harðviðar og framleitt hefur parket, hefur hætt starfsemi. Ekki er þó hætt að framleiða parket á Húsavík því um síðustu mánaðamót hóf Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf. framleiðslu á því. Að sögn Hannesar Höskuldssonar, eig- anda og stjórnarformanns fyrirtæk- isins, leigja þeir vélar til framleiðsl- unnar af Límtré hf. og húsnæði undir starfsemina af Húsavíkurbæ. Þeir fjórir starfsmenn sem unnið hafa við parketvinnsluna hjá Húsa- vík harðviði hf. hafa allir verið ráðnir til Skipaafgreiðslunnar. Helgi Pálsson, framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Húsavíkur, segir þá ekki alveg með öllu ókunnuga þess- um rekstri. Þegar Íslenskur harðvið- ur hf. fór í þrot leigði fyrirtækið reksturinn og rak hann í fjóra mán- uði áður en Húsavík harðviður hf. var stofnaður og tók við rekstrinum. Morgunblaðið/Hafþór Hannes Höskuldsson, eigandi Skipaafgreiðslunnar á Húsavík, við parket- stafla sem verið var að undirbúa til flutnings til kaupanda. Skipaafgreiðsla Húsavík- ur í parketframleiðslu Húsavík NÝLEGA var undirritað sam- komulag um 30 km langa girðingu í Skorradals- og Hvalfjarð- arstrandarhreppi til að friða alls 12 jarðir og jarðarparta, en af þeim eru tvær í Hvalfjarðarstrand- arhreppi. Þessar jarðir lenda að hluta eða öllu leyti innan girðingar: Indriða- staðir, Litla-Drageyri, Selsskógur, Þrætueyri, Stóra-Drageyri, Hagi, Vatnshorn, Bakkakot, Fitjar, Sarp- ur og Efstibær, allar í Skorradals- hreppi, og Dragháls og Grafar- dalur í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Til að tryggja að skepnur gangi ekki lausar á þessu afgirta svæði munu sveitarstjórnir setja lausa- göngubann á allar skepnur, svo eingöngu yrði að hafa þær í lok- uðum, vel grónum hólfum, vilji landeigendur nýta eitthvað til beit- ar handa hrossum eða kindum, en það er þeim heimilt samkvæmt samkomulaginu. Girðingin nær frá Indriða- stöðum um Geldingadraga að ós- um Geitabergsvatns. Síðan úr suð- austurenda Geitabergsvatns í Eiríksvatn, við Suðurá austan Bollafells, og mun á þeirri leið liggja samhliða væntanlegri Sult- artangalínu Landsvirkjunar eins langt og kostur er. Stefnt er að því að ljúka vest- urhluta girðingarinnar í haust en hann er um 10 km langur. Síðari áfanginn, um 20 km, verður svo girtur næsta sumar. Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps, hefur stýrt nefndinni sem kom þessu samkomulagi í höfn, en samnings- ferlið tók tvö ár. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Rauða punktalínan á myndinni sýnir girðingarstæðið í Skorradal. Tímamótasamningur um friðun á 9.000 ha. lands Skorradalur TILLAGA Kaupþings um nýja stjórn sænska bankans JP Nord- iska var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á hluthafa- fundi í gær. Eins og komið hefur fram gerði Kaupþing yfirtökutil- boð í öll hlutabréf í bankanum, en hlutur fyrirtækisins nemur nú um 32%. Tillaga Kaupþings gekk út á að auk tveggja fulltrúa starfs- manna yrðu eftirtaldir endur- kjörnir: Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings, Claes de Neergaard og Christer Villard, forstjóri Aragon. Þá var lagt til að þrír nýir stjórnarmenn yrðu kjörnir: Jan Fock, forstjóri Länsforsäkringar og fyrrverandi stjórnarformaður Aragon, Lenn- art Svensson, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi fjármálastjóri Holmen Group, og Leif Zetter- berg, fyrrverandi forstjóri LRF, sænsku bændasamtakanna. Tillagan var sem fyrr segir samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á hluthafa- fundinum. Áður hafði fráfarandi stjórn lýst yfir hlutleysi gagnvart yfirtökutilboði Kaupþingsmanna. Þá var lagt fram álit Enskilda fjárfestingarbankans, þess efnis að hann teldi tilboðið fjárhags- lega gott. Nokkrir hluthafar lýstu yfir óánægju sinni með yf- irtökutilboðið á fundinum í gær. Skiptir ekki máli fyrir yfirtökuna Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að þessi tíðindi skipti engu um yfirtökutilboðið. Hlutur fyrirtækisins í JP Nord- iska sé samur sem áður, en kom- ið hefur fram að hlutdeildin nem- ur um 32%. Lögð verður fram útboðslýsing vegna tilboðsins 25. október og þá geta hluthafar gert upp hug sinn gagnvart því. Fundur var haldinn í nýrri stjórn strax að loknum hluthafafundin- um, en Sigurður vildi ekki tjá sig um efni fundarins þegar Morg- unblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. Tillaga Kaup- þings um stjórn samþykkt Hluthafafundur JP Nordiska STEFÁN Svavarsson, endurskoð- andi og dósent við Háskóla Íslands, fjallaði um skapandi reikningsskil eða með öðrum orðum „skáldleg“ reikningsskil, eins og hann orðaði það, á fundi Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga í gær. Þar sagði hann forsvarsmenn fyrirtækja hafa ýmsar ástæður til að hagræða afkomu fyrirtækjanna, meðal ann- ars til að jafna afkomu milli tíma- bila, en rannsóknir hafi sýnt að fjárfestar hafi meiri trú á fyr- irtækjum þar sem stöðugleiki ríkir. Hann sagði meðal annars að af slíkum ástæðum mætti segja að eft- irspurn væri eftir skapandi reikn- ingsskilum, en að ófullnægjandi reglur hefðu einnig sitt að segja að þau ættu sér stað. Stefán sagðist telja að hér á landi væri verk að vinna á þessu sviði. Svigrúm í regluverki væri allt of mikið svo að lítil fyrirstaða væri til að stunda skapandi reikningsskil. Allt of þunglamalegt væri að setja reglur á sviði reikningsskila á Al- þingi eins og gert væri hér, en við byggjum nú við úreltar reglur sem væru að stofni til byggðar á göml- um tilskipunum Evrópusambands- ins. Þýðingarmikið væri hins vegar að fyrirtæki í Kauphöll Íslands færu eftir alþjóðlegum reglum á þessu sviði. Hann sagði eftirlit Kauphallarinnar í þessum efnum nánast ekkert og svigrúmið væri mikið. Sem dæmi um vanda nefndi hann að þrjú líkön væru í gangi, það er að segja að fyrirtæki geti nú samið eftir verðleiðréttum reiknings- skilum, þau geti samið óverðleiðrétt reikningsskil og reikningsskil geti verið í erlendum gjaldeyri, en slík fjölbreytni væri óþekkt. Ýmislegt misfórst við setningu núgildandi laga Stefán sagðist þeirrar skoðunar að fagmenn úr atvinnulífinu, þar sem margir hefðu atvinnu af að lesa reikninga ásamt fulltrúum fyr- irtækjanna sjálfra og endurskoð- enda, ásamt með embættismönnum, ættu að setja reglur og miða eink- um og sér í lagi við alþjóðlegar reglur en ekki að fara eftir því sem kemur frá Evrópusambandinu. Hann sagði hálfgert stríð hafa verið á milli Alþjóðlegu reiknings- skilanefndarinnar og Evrópusam- bandsins um hvernig þessum mál- um skuli skipað. Evrópusambandið hafi dregið lappirnar í því að setja reglur á þessu sviði og þær reglur sem það hafi sett væru ekki nærri eins ítarlegar og hinar. Nú sé Evr- ópusambandið hins vegar búið að samþykkja að fara eftir þessum al- þjóðlegu reglum og það sé búið að gera bragarbót á reglum þess, með- al annars til að koma fyrir reglum um fjármálaskjöl eða fjármálagern- inga. Stefán segir að þær þurfi að lögleiða á Íslandi fyrir árið 2004. Eins sé ljóst að samstæður fyr- irtækja á markaði innan ESB verði að vera í samræmi við alþjóðlegu reglurnar frá og með árinu 2005. Stefán segir ýmislegt hafa mis- farist þegar ársreikningalögin ís- lensku hafi verið sett árið 1994. Lögin séu meira og minna þýðing á viðkomandi tilskipunum, en við höf- um því miður ekki borið gæfu til að fara að hætti Norðmanna og skipa nefnd sérfræðinga til að skoða þessi mál. Norðmenn hafi skrifað ítarlega skýrslu um þetta og hafi sett sín lög fjórum árum síðar en við gerðum, eða árið 1998. Þeir hafi lagað sig að því sem þeir hafi í skýrslunni kallað bestu alþjóðlegu venjurnar. Nefnd um endurskoðun ársreikningalaganna Stefán sagði niðurstöðu sína vera þá að íslensku ársreikningalögin, þótt þau væru mikil framför frá því sem áður hafi verið, hafi verið úrelt um leið og þau voru samþykkt. Í þeim væri að finna rangar þýðingar á tilskipununum, viðbætur sem ættu ekki heima í lögunum, úrfell- ingar sem hafi átt að vera með og einnig beinar rangfærslur. Hann sagði að nú hefði verið skipuð nefnd til að endurskoða þessi lög, en að galli væri að fulltrú- ar atvinnulífsins ættu ekki aðild að henni því þeir byggju yfir mik- ilvægri þekkingu á þessu sviði. Skapandi eða „skáld- leg“ reikningsskil Morgunblaðið/Golli Stefán Svavarsson, endurskoðandi og dósent við Háskóla Íslands. SVISSNESKI lyfjaframleiðandinn Roche lagði nýlega jafnvirði rúmra 70 milljarða króna til hliðar vegna málshöfðunar gegn fyrirtækinu. Málshöfðunin snýst um meint verð- samráð á vítamínmarkaði og hófst fyrir þremur árum, en kostnaður Roche vegna málsins hefur hingað til numið sem svarar um 260 milljörð- um króna. Í síðasta mánuði samdi fyrirtækið um að selja vítamínfram- leiðslu sína til hollenska fyrirtæksins DSM fyrir rúma 190 milljarða króna og gert er ráð fyrir að sölunni verði lokið á fyrsta fjórðungi næsta árs. Handelsblatt hefur eftir forstjóra Roche að þess sé skammt að bíða að málaferlunum vegna vítamínsins ljúki. Þar kemur einnig fram að í áætlunum Roche sé gert ráð fyrir miklum vexti bæði á þessu ári og því næsta. Aukinn kostn- aður hjá Roche vegna málaferla Málaferlin eru lyfjaframleiðand- anum Roche kostnaðarsöm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.