Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 22

Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 22
HEILSUVÖRUSÝNINGIN Í WASHINGTON 22 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ • Stjórnar „fyrrverandi“ heimilislífinu okkar? • Má ég elska börnin mín heitar en börnin hans/hennar? • Eru stjúpforeldrar félagar, vinir eða uppalendur? • Eru stjúpforeldrar alvöru foreldrar? • Er hægt að búa til eina fjölskyldu úr tveimur fjölskyldum? Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl í stjúpfjölskyldu, hlutverk stjúpforeldra, samskiptin við „hina foreldrana“ og leitað vænlegra leiða til að byggja upp samsetta fjölskyldu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. Þannig er leitast við á skapa andrúmsloft trúnaðar og stuðla að opinni umræðu um viðkvæm mál sem hvíla á þátttakendum. Námskeiðið er haldið að Hverfisgötu 105, 4. hæð - mánud. 21., miðvikud. 23. og mánud. 28. október, kl. 20:00-22:30. Þátttökugjald er 13.000 kr. fyrir hvern þátttakanda (námskeiðsgögn og kaffi innifalið). Stjúpfjölskyldur „Börnin þín, börnin mín, börnin okkar“ Námskeið Þels - sálfræðiþjónustu fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Þeli - sálfræðiþjónustu, halda þriggja kvölda námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 551 0260 og 562 8737, í netföngum egj@centrum.is og torkatla@centrum.is og á heimasíðu okkar www.thel.is HEILSUSAMLEGThundasnakk sem lítilverksmiðja í Hafnarfirðiframleiðir úr þurrkuðu fiskroði var meðal þess sem sýning- argestir á Expo East 2002 gátu tek- ið með heim handa hundunum sín- um. Hundasnakkið hefur selst ágætlega í Bandaríkjunum og í ár munu bandarískir hundar naga a.m.k. 1.000 kíló af þessu góðgæti. Sú sem fékk hugmyndina að því að nota roð í hundafóður er Elínóra Inga Sigurðardóttir, hugvitsmaður, jarðfræðingur, hjúkrunarfræðingur og kennari. Hún er líka formaður Landssambands hugvitsmanna. Roðið er algjörlega náttúruleg af- urð og hollt fyrir hundana. Næring- arinnihaldið er 77% prótein og af- gangurinn er að mestu trefjar en roðið þykir sérstaklega gott fyrir tennur og feld hvuttanna. Roðið hefur selst vel í gæludýraverslunum í Bandaríkjunum og pantanirnar verða sífellt stærri. Hundur nágrannanna kveikti hugmyndina Hér á landi er aldalöng hefð fyrir því að gefa hundum roðið af harð- fiski en engum hafði áður dottið í hug að beinlínis framleiða „harð- fiskroð.“ Elínóra fékk hugmyndina fyrir um 15 árum þegar hún var bú- sett í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni og fékk sendan harðfisk frá Íslandi. „Ég gaf hundi nágrannanna roðið af harðfiskinum og ég varð besti vinur hundsins eftir það. Þá kviknaði hug- myndin að því að framleiða hunda- snakk úr roðinu. Þegar við fluttum síðan heim aftur árið 1990 fór ég að kanna hvað væri gert við allt roðið sem fellur til við fiskvinnslu,“ segir hún. Eins og kannski mátti búast við komst hún að því að roðinu var hent og ákvað hún þá að kanna til hlítar hvort ekki mætti nýta það til að framleiða hundasnakk. Á næstu árum prófaði hún ýmsar aðferðir við að þurrka roðið. Tilraunastofan var í eldhúsinu á heimilinu og roðið var m.a. hengt til þerris út á snúru, nágrönnunum til nokkurrar undr- unar. Fyrir nokkrum árum fann Elínóra aðferð sem dugar og hefur þróað hana síðan. Framleiðsluað- ferðin er að sjálfsögðu iðn- aðarleyndarmál og það eina sem hún fæst til að gefa upp er að hún noti býsna fullkominn þurrkklefa í gamalli saltfiskvinnslu í Hafnarfirði. Elínóra er eini starfsmaður verk- smiðjunnar, hún þurrkar roðið, pakkar því, fyllir út pappíra og sér um útflutning. Bráðnauðsynlegur eiginmaður Roðið er selt í Bandaríkjunum sem „Elinora’s Royal Natural Snack“ en hefur ekki verið í boði hér á landi. Markaðsstarf fer að langmestu leyti fram á Netinu og hefur Elínóra notið dyggrar að- stoðar eiginmanns síns, Júlíusar Valssonar læknis. Hann hefur hann- að netsíðuna og tekið ljósmyndir og fyrir vikið hefur markaðssetning kostað lítið. Raunar hefði fram- leiðslan aldrei orðið að veruleika hefði stuðnings hans ekki notið við. Framleiðslan á fiskroðinu hefur verið aðalstarf Elínóru síðustu þrjú árin og á meðan hefur hún ekki afl- að sér tekna. Elínóra segir augljóst að hefði eiginmaður hennar ekki lagt fram fé til verkefnisins auk þess að framfleyta fjölskyldunni, hefði framleiðslan á fiskroðinu aldr- ei orðið meira en bara hugmynd. Fyrirtækið hefur enga styrki fengið frá Nýsköpunarsjóði og afar brösu- lega hefur gengið að afla lána frá bönkum. Einu lánin sem hafa verið veitt vegna framleiðslunnar eru 1,7 milljóna króna lán til að kaupa salt- fiskvinnsluna í Hafnarfirði og þau fengu að hækka yfirdráttinn á bankareikningnum í þrjár milljónir króna. Elínóra segir að svo virðist sem enginn hafi haft áhuga á venju- legri framleiðslu en frekar viljað leggja fram mikið fé í tölvu- og líf- tækni með misjöfnum árangri. Montinn hugvitsmaður Árið 1999 tók Elínóra á leigu gamla saltfiskvinnslu í Hafnarfirði og byrjaði sjálf að framleiða hunda- snakk. Hún fór á námskeið hjá Frumkvöðlaauði árið 2000 og ári seinna keypti hún saltfiskvinnsluna og stofnaði formlega fyrirtæki um framleiðsluna ásamt Árna M. Sig- urðssyni sem er líklega best þekkt- ur sem framleiðandi MESA- fiskvinnsluvélanna. Fjárfestingin í fyrirtækinu skiptir milljónum en enn hefur það ekki skilað hagnaði. Elínóra segir að þess sé þó ekki langt að bíða og bendir á að það sé almennt viðurkennt að það taki 5–6 ár að láta viðskiptahugmynd verða að arðbæru fyrirtæki. „Ég hef alltaf verið ein að búa til vöruna, koma henni úr landi og fylla út alla papp- íra. Ef ég hefði fengið styrki hefði ég getað haft kannski tvo menn í vinnu og þá hefði ég getað sinnt markaðsstarfi betur og salan hefði vaxið hraðar. En ég er stolt af þessu og montin að þessi hugmynd mín skuli vera komin svona langt,“ segir hún. Allskyns heilsuvörur á stórri sýningu Á vörusýningunni Natural Products Expo East kynntu um 1.700 fyrirtæki og einstaklingar vörur sínar. Sýningarsvæðinu var skipt upp eftir vöruflokkum og út- lenskum fyrirtækjum var gert að vera í sérstökum gangi. Þar gátu Íslendingar kynnt sínar vörur á sér- stökum kynningarbás. Fyrirtækin sem kynntu vörur sínar voru Adriana, sem framleiðir húðvörur úr íslensku hráefni, Ice- land spring sem selur íslenskt vatn í flöskum, Pottagaldrar, Osta- og smörsalan, Mjólkursamsalan, Edda miðlun – útgáfa, Urtasmiðjan, Handprjónasambandið, Bláa lónið og Ferðaskrifstofa bænda í sam- vinnu við Flugleiðir auk Elínóru sem áður var getið. Staðsetningin á íslenska kynning- arbásnum var, að mati blaðamanns, óheppileg. Erlendum fyrirtækjum var ætlaður innsti gangurinn á neðri hæð sýningarinnar. Íslenski básinn var í enda þessa gangs og enginn bás var á móti honum sem þykir almennt frekar slæmt á sýn- ingum sem þessum. Tónlistarmenn- irnir Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson lífguðu þó upp á kynn- ingar íslensku fyrirtækjanna með ljúfum djassi og flugfreyjur frá Flugleiðum sáu um að dreifa ís- lensku vatni til gesta. Að sögn Baldvins Jónssonar, verkefnisstjóra Áforms sem skipu- lagði þátttöku íslensku fyrirtækj- anna í sýningunni, var básinn ekki á þeim stað sem samið hafði verið um við sýningahaldara. Hann taldi þó ekki að staðsetning væri ekki endi- lega svo slæm auk þess sem Íslend- ingarnir hefðu haft sérstakt her- bergi fyrir utan salinn til kynningar fyrir sínar vörur. Tunglstaðan þarf að vera rétt þegar plöntunum er safnað Kristbjörg Elín Kristmunds- dóttir, jógakennari og blómafræð- ingur, tók einnig þátt í sýningunni, rétt eins og í fyrra, og segir hún að sýningin hafi hjálpað til við að afla viðskiptasambanda. Sýning sem þessi snúist ekki bara um að kynna vörur sínar á kynningarbás heldur ekki síður að ræða við og kynnast fólki og mynda viðskiptasambönd. Á Expo East 2002 kynnti Krist- björg blómadropa sem hún útbýr og eru seldir undir nafninu Vitund á Íslandi en „Awareness“ í Banda- ríkjunum. Plöntunum safnar hún í náttúrunni, víðsfjarri mannabyggð- um. Að hennar sögn skiptir öllu máli að tína plönturnar á réttum tíma, þegar þær eru í mestum blóma í júní eða júlí, sólin á að skína og tunglstaðan þarf að vera rétt. „Í blómadropunum er orkuhlaðið vatn. Þetta er afurð sem er unnin úr ís- lenskum jurtum og droparnir hjálpa manni að losa líkamlega og tilfinn- ingalega spennu,“ segir Kristbjörg sem hefur unnið með og þróað dropana í um 20 ár. Hún notar um 110 jurtir til að útbúa níu tegundir af blómadropum sem virka allar á sinn sérstaka hátt. Dropunum er ýmist ætlað að bæta sjálfsöryggi og kjark, auðvelda fólki að slaka á og njóta andartaksins, efla lífskraftinn, styrkja vilja og kraft og hjálpa fólki að finna tilgang í lífinu. Aðrir drop- ar auka gleði og hlátur, efla traust og kærleika, auðvelda tjáningu, innsæi og skilning. Droparnir eru ýmist settir undir tunguna eða blandað í vatn og segir Kristbjörg að þeir sem hafi notað þá finni á sér mun. Fólk verði þó að taka drop- unum með opnum huga og leyfa þeim að virka á líkama og sál. „Sumir sem hafa reynt dropana koma til mín og segja að þeir hafi ekki fundið neinar breytingar. En þegar ég fer að spyrja þá kemur í ljós að þeir hafa sofið betur, sam- skiptin við konuna eru betri og svo framvegis. Þannig að droparnir virka, það er ekki spurning.“ Þurrkað fiskroð í hundana og blóma- dropar fyrir betra líf Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir segir að blómadroparnir hjálpi til við að losa um líkamlega og tilfinningalega spennu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, voru áhugasöm um fiskroðið hennar Elínóru Ingu Sigurðardóttur. Fiskroð er vinsælt hundasnakk. Tólf íslensk fyrirtæki og einstaklingar kynntu framleiðslu sína á vöru- sýningunni Natural Products Expo East 2002 í Washington D.C. Þar gat að líta ýmiskon- ar heilsuvörur og hægt var að afla sér upplýs- inga um hvaðeina sem lýtur að heilsusamlegu líferni. Rúnar Pálmason ræddi við íslenska þátt- takendur á sýningunni. ’ Tilraunastofanvar í eldhúsinu og roðið hengt út á snúrur. ‘ ’ Svefninn batnarog mönnum lyndir betur við eiginkon- una. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.