Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 24

Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGASAGA Olgu Guðrúnar Árnadóttur Peð á plánetunni Jörð er að koma út í Taílandi á vegum útgáfufélagsins Image publishing í samstarfi við Dhamrongchaitaham Found- ation. Verður bókinni dreift á almennan mark- að í 4.000 eintökum en um 12.000 gjafaeintök- um verður að auki dreift í skóla í Taílandi. Að sögn Valgerðar Benediktsdóttur hjá Réttindastofu Eddu leggur Image publishing áherslu á að kynna erlendar barnabókmenntir í Taílandi og hefur fyrirtækið sýnt áhuga á að gefa út tvær íslenskar barnabækur til við- bótar, verðlaunabækurnar Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Leik á borði eftir Ragnheiði Gestsdóttur. „Við erum í góðu samstarfi við þessa útgáfu í gegnum umboðsmann okkar þar og erum að semja um útgáfu bóka Andra Snæs og Ragnheiðar. Út- gáfan hefur sent okkur tilboð í Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason og þar hyggjast þeir gefa bókina út í 4.000 eintökum fyrir al- mennan markað og í 12.000 gjafaeintökum fyrir skólabókasöfn. Þeir hafa ennfremur sent tilboð í Leik á borði eftir Ragnheiði Gests- dóttur og er ætlunin að gefa þá bók út í 4.000 eintökum á al- mennum markaði og í 33.000 gjafaeintökum til skólabókasafna. Bók Olgu Guðrúnar er að koma út í alls 16.000 eintökum í Taí- landi um þessar mundir og verð- ur spennandi að sjá viðbrögðin,“ segir Valgerður. Peð á plánetunni Jörð kom út hjá Máli og menningu árið 1995 og var m.a. valin á heiðurslista Ibby-samtakanna, alþjóðlega barna- og unglingabókaráðsins. Bókin fjallar um unglingsstúlk- una Möggu Stínu, sem verður stundum ákaflega þreytt á fólk- inu í kringum sig, einkum kenn- urum. Magga á leynilegan kær- asta sem er reyndar svo leynilegur að hann veit það ekki sjálfur. Líkt og aðrar stúlkur á hennar aldri á Magga í harðvítugri baráttu við kaloríurnar en þar virðist við ofurefli að etja. Spurningin er hins vegar sú hvort innri feg- urðin sé ekki meira virði en það að líta út eins og barbídúkka. Olga Guðrún Árnadóttir hefur sent frá sér ljóð, leikrit og skáld- sögur fyrir börn og fullorðna. Hún segir það hafa komið sér skemmti- lega á óvart þegar taílenska út- gáfufélagið falaðist eftir bókinni til útgáfu. „Þetta er nú ekki sá heimshluti sem maður á von á að sé mikið að gefa út norrænar ung- lingabókmenntir. Ég held að þessi frakka unglingsstúlka virki kannski dálítið spennandi á Taí- lendinga, því þeir eiga mjög ströngum reglum að venjast hvað varðar samskipti unglinga og full- orðinna. Þar eiga nemendur að sýna kennurum sínum skilyrð- islausa virðingu. Þess vegna er það kannski ennþá sérstakara að þeir skuli hafa valið þessa bók til útgáfu og dreifingar í skóla- bókasöfn. Það verður fróðlegt að heyra hvern- ig hún fellur í kramið,“ segir Olga Guðrún. Íslensk unglingasaga í Taílandi Olga Guðrún Árna- dóttir rithöfundur. ÞAÐ er snjallræði hjá Íslensku óperunni að nota hádegið til að gefa ungu listafólki tækifæri til að sanna sig og einmitt að taka til meðferðar þætti úr alvöru óperu. Alda Ingibergsdóttir söng hlut- verk Violettu af töluverðum glæsi- brag og lék sér að háu tónunum þar sem falleg rödd hennar naut sín sérlega vel. Jóhann Friðgeir er í mjög góðu formi og söng einnig af glæsibrag. Atriðið í 1. þætti óperunnar var heildstæðast en það vantaði nokk- uð á að atriðin úr seinni þáttunum væru sannfærandi. Leikstjórinn Kári Halldór átti ekki marga kosta völ en leysti sitt verk þokka- lega. Það er ljóst að Alda og Jóhann Friðgeir eiga erindi við óperu- sviðið og væri gaman að heyra þau syngja þessa vinsælu óperu í „full- gildri sýningu“. Píanóleikarinn Clive Pollard hélt sýningunni saman með hóf- stilltum leik sínum. Eiga erindi við óperusviðið TÓNLIST Íslenska óperan Alda Ingibergsdóttir og Jóhann Frið- geir Valdimarsson sungu nokkur atriði úr óperunni La Traviata eftir Guiseppe Verdi. Undirleikari Clive Pollard. Leik- stjóri Kári Halldór. Í hádeginu þriðju- daginn 15. október 2002. LA TRAVIATA Alda Ingi- bergsdóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Jón Ásgeirsson SPÆNSKI tenórinn Placido Dom- ingo hefur verið aðlaður af Elísa- betu Bretadrottningu. Aðalstignina hlýtur söngvarinn fyrir starf sitt í þágu tónlistar sem og framlag sitt til góðgerðarmála. Aðalstign Domingos er þó ein- göngu táknræn en þar sem tenór- inn er ekki breskur ríkisborgari má hann ekki titla sig „sir“, en getur engu að síður sett skammstöfunina KBE – Stórriddari Breska heims- veldisins fyrir framan nafn sitt. Í viðtali við vefsíðu BBC- fréttastofunnar í gær kvaðst Dom- ingo vera „mjög hamingjusamur, mjög snortinn og mjög stoltur af aðalstigninni“. AP Placido Domingo, ásamt konu sinni, Mörtu Ornelas, heilsar Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í veislu sem breski sendiherrann í Washington hélt honum til heiðurs á mánudag. Domingo aðlaður GAMANLEIKURINN Með vífið í lúkunum er nú á fjölun- um þriðja leikárið í röð í Borg- arleikhúsinu. Á föstudags- kvöldið verður aukasýning og þá tekur Hall- dóra Geir- harðsdóttir við hlutverki Ólafíu Hrann- ar Jónsdóttur í leikritinu. Hún leikur Maríu, aðra tveggja ham- ingjusamra eiginkvenna Jóns Jónssonar (Steinn Ár- mann Magnússon) leigubíl- stjóra. Jón þessi á tvær eigin- konur og allt leikur í lyndi þar til hann lendir í því að drýgja hetjudáð og kemst í blöðin. Með önnur helstu hlutverk fara Helga Braga Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson. Leikstjóri er Þór Tulinius. Ný leikkona í Vífinu Halldóra Geirharðsdóttir Goethe-Zentrum á Laugavegi 18 Þýska kvikmyndin „Der schönste Tag im Leben“ (Besti dagur lífs þíns) verður sýnd kl. 20.30. Myndin er frá árinu 1995, og er með enskum texta. Leikstjóri er Jo Baier. Þessi bæverska rómantíska gamanmynd um hjónabandið, sem hlaut Bæ- versku sjónvarpsverðlaunin 1996, sýnir á fyndinn en jafnframt raun- sæjan hátt erfiðleika kynslóðar sem ætlar í einu og öllu að hegða sér öðruvísi en kynslóð foreldranna. Waltraut og Ritschi ætla að gifta sig í München en þá vill móðir brúð- arinnar að brúðkaupið fari fram í heimabæ hennar í Neðra-Bæjara- landi og fyrir vikið endar besti dag- urinn á ævi hjónaefnanna með hreinu öngþveiti. Í DAG BANDALAG sjálfstæðra leikhúsa efndi til fagnaðar í Iðnó í gær til að vekja athygli á öflugri starfsemi sem framundan er í vetur á vegum leik- húsanna. Felix Bergsson er nýkjör- inn formaður samtakanna og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangur fagnaðarins væri þríþætt- ur. „Í fyrsta lagi viljum við vekja at- hygli á dagskrá Sjálfstæðu leikhús- anna. Í öðru lagi viljum við kynna nýjan bækling á ensku um sjálf- stæðu leikhúsin á Íslandi. Í þriðja lagi vildum við gleðjast yfir því ótrú- lega kraftmikla starfi sem sjálf- stæðu leikhúsin eru að sýna í haust og vetur.“ Að sögn Felixar sáu um 130 þús- und áhorfendur sýningar sjálfstæðu leikhópanna á síðasta leikári 2001– 2002. „Bandalag sjálfstæðra leik- húsa telur rúmlega 30 aðildarfélög, leikhópa dansleikhús, brúðuleikhús og barnaleikhús. Starfið á þessu nýja leikári fer vel af stað og nýaf- staðnar frumsýningar á Sögu Grett- is í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Benedikt búálfur á vegum Drauma- smiðjunnar sem sýnt er í Loftkast- alanum lofa sannarlega góðu. Þriðja sýningin, Beyglur með öllu sem frumsýnd var í Iðnó fyrr í haust, hefur slegið rækilega í gegn. Fram- undan eru fjölmargar sýningar.“ Felix bendir á að sýningar sjálf- stæðu leikhúsanna séu nær alltaf hrein frumsköpun nýrra íslenskra verka. „Leikhóparnir taka áhættu í vali verkefna eftir nýja og óþekkta höfunda og einnig hópverkefna sem hin leikhúsin þora ekki að taka eða hafa ekki tök á að vinna. Krafturinn liggur í því hvað við erum smá, en getum fyrir vikið verið alls staðar. Við hittum áhorfendur okkar í miklu meira návígi þar sem eru sýningar í skólum, leikskólum, stofnunum og fyrirtækjum. Dæmi eru um sýningar sem ganga ár eftir ár án þess að það veki mikla athygli. Ég bendi á ýmsar sýningar Mögu- leikhússins á síðustu árum sem hafa farið um allt land og verið sýndar mörg hundruð sinnum sumar hverj- ar. Sjálfstæðu leikhúsin eru mjög virk þótt ekki beri alltaf mikið á okkur.“ Felix bendir á það ósamræmi sem ríki í fjárveitingum opinberra aðila til sjálfstæðu leihúsanna annars veg- ar og stofnanaleikhúsanna hins veg- ar. „Sjálfstæðu leikhúsin fá 35 millj- ónir á næsta ári á móti þeim hundruðum milljóna sem renna til stofnanaleikhúsanna. Það er óneit- anlega nokkuð ójafnvægi í þessu. Við erum í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og allir virðast skilja mik- ilvægi þess starfs sem leikhóparnir eru að vinna. Við höfum mikinn áhuga á að fá stjórnvöld til að gera svipaðan samning við okkur og gerður var við kvikmyndagerðarmenn þar sem samið var um stighækkandi framlög í ákveðinn árafjölda.“ Spurður um helstu áherslur á vegum samtakanna á næstunni sagði Felix að sífellt meiri áhersla væri lögð á erlend samskipti í hinum alþjóðlega leikhúsheimi. „Við erum mjög virk í Evrópsku leikhús- samtökunum IETM og höfum í gegnum þau tengsl við um 500 leik- hópa og menningarstofnanir í Evr- ópu.“ Bæklingur á ensku María Reyndal, einn stjórnar- manna í SL, kynnti nýútkominn bækling á ensku þar sem 26 íslensk- ir leikhópar eru kynntir. „Hug- myndin er að kynna okkur fyrir er- lendu leikhúsfólki því áhuginn fyrir alls kyns samstarfi og heimsóknum er mikill um allan heim. Í haust er- um við á leið til Kanada til að taka þátt í leikhúsþingi á vegum IETM og væntum þess að það skili ár- angri.“ Bandalag sjálfstæðra leikhúsa kynnir starfsemina á komandi mánuðum Fagna öflugri starfsemi Morgunblaðið/Kristinn Leikararnir Gísli Pétur Hinriksson og Jón Páll Eyjólfsson sýndu atriði úr Grettissögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndi sl. laugardag. Útileikir barna á tuttugustu öld er í samantekt Þór- eyjar Guðmunds- dóttur. Um er að ræða bæði hefti og myndband. Í heftinu er lýst rúmlega sextíu úti- leikjum sem skiptast í hópleiki, eltingarleiki, felu- leiki, knattleiki, boltaleiki við vegg og parísa. Einnig er fjallað um þróun leikjanna hér á landi. Í myndbandinu má sjá börn úr Háteigsskóla í úti- leikjum. Þórey er fyrrverandi lektor við Kenn- araháskóla Íslands. Útgefandi er Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Hefti er 53 bls., og myndband 25 mínútur. Verð: 3.000 kr. Leikir Óperublaðið er komið út, 2. tölu- blað 15. árgangur. Meginþema að þessu sinni er gamanópera Rossinis, Rak- arinn í Sevilla, en sýningar standa nú yfir á henni í Ís- lensku óperunni. Í blaðinu er m.a. að finna viðtöl við nokkra af aðstand- endum uppsetningarinnar og kynn- ingu á þremur söngvurum sem nýver- ið voru fastráðnir að Íslensku óperunni. Þar er einnig umfjöllun um fjölbreytta dagskrá óperuhúsanna í Berlín og viðtöl við fjóra íslenska óp- erusöngvara þar. Ritstjóri er Margrét Sveinbjörnsdóttir, kynningarstjóri Ís- lensku óperunnar. Í ritnefnd eru Soffía Karlsdóttir, Ólafur Jóhannes Einarsson og Ingjaldur Hannibalsson. Útgefandi er Vinafélag Íslensku óp- erunnar. Blaðið er 32 síður og kemur út tvisvar sinnum á ári í 2.000 eintök- um. Verð: 690 kr. Tímarit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.