Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 27

Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 27 Þar má a og Slóv- unni mun rpólitískri um þýska meta þær sem fæl- nahagslífs ði nokkur óta og þar u lutu að agði hann. ur um að msum ráð- ammtíma- eð letjandi 200 millj- r á gjald- s. Altvater hefur bent á að þar af fari aðeins um 2% í að fjármagna verslun og framleiðslu, 98% séu hreinar pen- ingatilfærslur. „Þetta hefur þær afleiðingar að fjármálaheimurinn kúplar sig meira og meira frá hinum raun- verulegu hreyfingum í hagkerfinu og fer að lifa sínu eigin lífi,“ segir hann. „En það er þó ekki einhlítt, held- ur er sjálfstæði fjármálaheimsins afstætt því að þegar neyðar- ástandið dynur á hefur það sam- stundis áhrif á vinnumarkaðina, at- vinnuleysi og þróun fyrirtækja eins og sést hefur á kreppum undanfar- inna ára þar sem framleiðsla dregst saman og atvinnuleysi rýk- ur upp og um leið fátækt.“ Hann segir að sú staða geti hæg- lega komið upp að sveiflur á fjár- málamarkaði endurspegli engan veginn raunverulega stöðu efna- hagslífsins og nefnir ástandið í Brasilíu sem dæmi. „Hagtölur í Brasilíu eru eigin- lega mjög jákvæðar, en engu að síður er tilhneiging til þess í land- inu að láta fyrirtæki greiða áhættuvexti þannig að þeir nema nú næstum 20%,“ segir hann. „Fyrirtækin standa vitaskuld ekki undir slíku og eru fyrir vikið hrakin í gjaldþrot. Fjármagnsmarkaðirnir lifa sínu eigin lífi og steypa fyrir vikið hinu raunverulega efnahags- lífi í glötun.“ Verða að standa við skuld- bindingar um þróunarhjálp Altvater segir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum aukist stöð- ugt og því verði að breyta, meðal annars með því að auka þróunar- samstarf. „Það þýðir meðal annars að það verður að vernda hinn svokallaða þriðja heim gegn skammtímatil- færslum á fé og ýta í staðinn undir langvarandi hreyfingum á fé vegna þess að þær eru jákvæðar,“ segir hann. „Einnig verður að taka skuldbindingu iðnríkjanna frá sjötta áratugnum um að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu til þróunar- samstarfs bókstaflega. Nú er með- altalið í aðildarríkjum 0,21%.“ Hann nefnir einnig frekari eft- irgjöf skulda en orðið er og reglur um hvernig taka megi á gjaldþrot- um stórra fyrirtækja án þess að byrðin lendi á veikburða ríkjum, sem ekki ráða við slík áföll. Í Arg- entínu verði til dæmis ekki hjá því komist að finna lausn á þessum vanda. Altvater segir að hvað sem öllu líði hafi hnattvæðingin marga kosti. Samanlögð auðlegð heimsins hafi aukist vegna frelsis í viðskipt- um og nýtingu vinnuafls. „Stærsta vandamálið er að ójöfnuður í heiminum hefur einnig aukist verulega og þess vegna þurfum við einnig á umgjörð að halda,“ segir hann. „Hinir ríku hafa orðið ríkari, en einnig hafa margir fátækir orðið enn fátækari. Þessi ójöfnuður er hin mikla áskor- un, sem fylgir hnattvæðingunni og sömuleiðis kreppurnar, sem fylgt hafa með þeim afleiðingum að fólk missir vinnuna, verður fátækara og býr við bágari lífskjör. Ójöfnuður- inn er eitt af vandamálum 21. ald- arinnar og verði ekki dregið úr honum getur komið til harðra fé- lagslegra og pólitískra átaka, harð- ari en við höfum upplifað til þessa.“ Hann segir að þau öfl, sem séu að baki því kerfi, sem nú sé við lýði, séu mjög öflug og spyrja megi hvort þau vilji láta vald sitt af hendi. Ekki megi hins vegar gleyma því að öflugar félagslegar hreyfingar hafi sprottið upp, sem nú reyni að stemma stigu við þess- um hagsmunahópum. „Þessir hópar eru ekki að reyna að stöðva hnattvæðinguna, enda getur það enginn eða vill,“ segir hann. „En hnattvæðingunni verður að fylgja réttlæti, hún verður að vera lýðræðisleg og það verður að taka tillit til umhverfisins því ann- ars eyðileggjum við plánetuna jörð. Hættan er í það minnsta mikil.“ Reuters r áhrifum hennar. Hér kljást lögregla og and- dar leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims. ur eitt málum innar pta um 1.200 milljarðar doll- á gjaldeyrismörkuðum ater hefur bent á að þar af 2% í að fjármagna verslun 98% séu hreinar peninga- stjórnmálafræðingur við London School of Economics, Clive Archer, rannsókn- arprófessor við Manchester Metropolitan-háskólann, og Valur Ingimundarson, lektor í sagnfræði við HÍ, leiða þar saman hesta sína. Meðal við- fangsefna þeirra eru nýjar áherslur og gildi í al- þjóðastjórnmálum og breytt eðli stríðsreksturs og frið- argæslu á tímum hnattvæð- ingar. Þá verður sjónum beint að „baráttunni gegn hryðjuverkum“, hlutverki al- þjóðastofnana eins og Sam- einuðu þjóðanna og NATO og um „alþjóðasamfélagsins“ af væðum. Af öðrum málstofum má Alþjóðahagfræði, þar sem Elmar Altvater, stjórnmálafræðingur við Freie Universität í Berlín er meðal þátttakenda ásamt prófessorunum Þráni Eggertsyni, Þorvaldi Gylfasyni og Ágústi Einarssyni, Evrópusamvinnu og Ísland, þar sem Christine Ingebritsen, prófessor við Washington-háskóla, fjallar um hlutverk Skandinavíu í alþjóðastjórnmálum og Af- mörkun og frámörkun sjálfsmynda, sem skoðuð er í tengslum við hnattvæddari heim, en Hans J. Vermeer, prófessor við háskólann í Heidelberg og einn kunnasti þýðingarfræðingur sem nú er uppi, er meðal frummælenda þar. Þá taka málstof- urnar einnig á hlutverki fjölmiðla, átök- um og samspili ólíkra menningarheima, hinu alþjóðlega fjármálakerfi, sem og tæknikerfi, flæði og siðferði. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar um málstof- urnar er að finna á slóðinni www.hi.is. glegu sjónarhorni JÓN Kristjánsson heilbrigðis-ráðherra segir þau sjónar-mið sem Jóhann Ágúst Sig-urðsson, prófessor í heimilis- lækningum, setti fram í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag um „sjúkdómavæðingu“ samfélagsins vera afskaplega athyglisverð og að þau hljóti að kalla á umræðu. „Ég tel þá umræðu af hinu góða,“ segir ráð- herra. Sigurður Guðmundsson land- læknir tekur í sama streng og segir umræðuna mjög af hinu góða. Ætlar að fá Jóhann á sinn fund til frekari upplýsingar Heilbrigðisráðherra ætlar að fá Jóhann Ágúst á sinn fund til að fræðast nánar um þau sjónarmið sem hann leiddi rök að í viðtalinu. Í Morgunblaðsviðtalinu sagði Jó- hann „sjúkdómavæðingu“ orðna áberandi í vestrænum samfélögum. Víða væri komið að þeim mörkum að ekki yrði meiri fjármunum bætt í heilbrigðisþjónustuna og í sumum tilfellum væri hún jafnvel farin að gera meiri skaða en gagn. „Skað- semin er fólgin í að valda óþarfa áhyggjum og ónauðsynlegum inn- gripum. Ef stöðugt er verið með áróður eða upplýsingar um að hætta sé á hinu og þessu þá missir fólkið smám saman trúna á sjálft sig. Heil- brigt fólk í auknum mæli finnur sig þannig knúið til að leita til læknis til þess að ganga úr skugga um að það sé ekki haldið tilteknum sjúkdómi,“ sagði Jóhann Ágúst m.a. í viðtalinu. Undirstrika þörf grunnþjónustunnar Jón Kristjánsson segir að sér hafi fundist þetta mjög athyglisvert við- tal. Þessi sjónarmið væru þarft inn- legg í umræðuna um heilbrigðiskerf- ið almennt og ljóst væri að Jóhann Ágúst kæmi þarna að heilbrigðis- málunum frá nýju sjónarhorni sem ekki hefði verið í umræðunni fram að þessu, og það verðskuldaði frek- ari umræðu. „Þessi sjónarmið undirstrika þörf grunnþjónustunnar og hvað hún er mikilvæg,“ segir Jón og bendir á að þessi sjónarmið séu ekki síst athygl- isverð fyrir þá sök það er prófessor í heimilislækningum, sem er öllum hnútum kunnugur, er setur þau fram. „Ég hef hugsað mér að kalla í Jóhann Ágúst og ræða við hann mér til fróðleiks um málið,“ segir Jón. Viðtalið vekur m.a. þá grundvall- arspurningu hvort ástæða sé til að taka upp forgangsröðun í heilbrigð- iskerfinu. Jón Kristjánsson var spurður að þessu: „Auðvitað velta menn því fyrir sér en við höfum ein- sett okkur að allir skuli eiga völ á lækningu. Í heilbrigðisáætlun höfum við raðað aðgerðum í flokka, sem er vísir að forgangsröðun, þótt þar sé ekki um að ræða forgangsröðun eins og er til umræðu annars staðar, til dæmis um það, hvort gera eigi aðgerðir á fólki sem er komið yfir ákveðinn aldur. Sú umræða hefur ekki verið uppi hjá okkur,“ segir heilbrigðisráðherra. Rekja má 10% af heilsu sam- félags til heilbrigðiskerfisins „Þessi umræða hefur verið við lýði um nokkra hríð, bæði hér og í öðrum löndum, og hún er mjög af hinu góða,“ segir Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Hann bendir þó á að hafa verði í huga í þessari umræðu, að heilsa samfélags verði ekki nema að mjög litlu leyti rakin til heilbrigðiskerfisins. „Það hefur verið metið að einungis megi rekja um 10% af heilsu samfélaga á Vest- urlöndum til heilbrigðiskerfisins. Allt hitt er svo háð mörgum öðrum þáttum á borð við efnahag, menntun og umhverfi,“ segir hann. Sigurður kveðst hins vegar ekki geta tekið undir þau sjónarmið að svonefnd sjúkdómavæðing sé hluti af einhverju meðvituðu samsæri eða útþenslustefnu lyfjafyrirtækja, lækna eða annars heilbrigðisstarfs- fólks, sem hafi það að markmiði að viðhalda sjálfum sér. Hann segir umræðuna engu að síður eiga rétt á sér. Sigurður segir augljóst að víða megi sjá að fólk ætl- ist til fullkominnar heilsu. Þau markmið hafi meira að segja verið sett í lög flestra landa á Vesturlönd- um að stefna skuli að fullkominni heilsu, en hún sé í rauninni ekki til. Sigurður leggur áherslu á að leita beri skýringarinnar úti í samfélag- inu fremur en eingöngu í heilbrigð- isþjónustunni, sem sé aðeins hluti þess. „Samfélagið kallar eftir þess- ari fullkomnun og þegar eitthvað bjátar á hjá okkur förum við þess vegna og leitum eftir lausn og við sem störfum í heilbrigðisþjónust- unni erum þjálfuð til þess að reyna að leysa vandamálin og lítum á það sem köllun okkar í lífinu. Við gríp- um því til þeirra ráða sem okkur eru tiltæk og við kunnum á. Rótina er því miklu víðar að finna en bara í heilbrigðisþjónustunni. Hana er að finna í allri þessari samfélagslegu tilætlun um lausnir,“ segir hann. Kulnun í starfi skilgreind sem sjúkdómur í Svíþjóð Landlæknir nefnir sem dæmi í þessu samhengi að í Svíþjóð hefur kulnun í starfi verið skilgreind sem sjúkdómur og fólk sem telur sig eiga við kulnun í starfi að stríða getur átt þess kost að vera sett á örorkubætur. „Þetta er kannski dæmi um þessa tilhneigingu eins og hún getur gengið hvað lengst. Auð- vitað eigum við að sporna gegn þessu,“ segir hann. „Við erum alltaf að leita að lausn- um ef eitthvað bjátar á, ef okkur líður ekki vel eða aðstæðurnar eru ekki eins og við viljum helst hafa þær. Þá leitum við að hjálp. Töfra- læknar sunnan Sahara í Afríku koma með lausnir og fólk leitar inn í heilbrigðiskerfið eftir lausnum og ef heilbrigðiskerfið bregst að mati þess er leitað til skottulækna sem þá blómstra út um hinn allan hinn vestræna heim. Þeir eru að svara nákvæmlega þessari sömu leit að sjúkdómsteikningu tiltekinna ein- kenna, sem oft eru aðeins hluti af því að vera til, hvort sem þar er um að ræða depurð, verki eða aðra ófullkomna líðan.“ Ekkert óeðlilegt við að líða ekki alltaf fullkomlega vel Sigurður leggur áherslu að engin einföld svör sé að finna við þessum stóru álitamálum en minnir á að ein af ástæðum þess að heilbrigðis- starfsmenn bregðast við óskum sjúklinga sinna sem leita til þeirra um lausnir sé ákveðinn ótti. „Ótti okkar er sá að missa af einhverjum alvarlegum sjúkdómum sem við getum gert eitthvað við. Því miður er það oft þannig að margir sjúk- dómar birtast oft í óljósum og illa skilgreindum einkennum,“ segir hann. „Hluti skýringarinnar er því þessi ótti við að gera mistök og þörf okkar að reyna að gera umbjóðend- um okkar eins vel og við getum. Stundum getur það svo gengið lengra en góðu hófi gegnir en þá er oft auðveldara að sjá það eftir á. Ég tel því að umræðan eigi að byggjast á samfélagslegu sjónarmiði og að samfélagið skynji að það er ekki alltaf óeðlilegt að líða ekki full- komlega vel. Það er hluti af hinu daglega amstri að eiga við smá- vanlíðunareinkenni,“ segir Sigurð- ur. Heilbrigðisráðherra segir sjónarmið Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors afskaplega athyglisverð Þarft innlegg í umræðu um heilbrigðiskerfið Morgunblaðið/Þorkell Heilbrigðisráðherra og landlæknir telja þörf á að ræða þau sjónarmið sem sett voru fram í viðtali við Jóhann Ágúst Sigurðsson pró- fessor í Morgunblaðinu um helgina, en þar ræddi hann um sjúk- dómavæðingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.