Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 37
mætti, ásamt konu sinni, á skemmti-
fund Félags kennara á eftirlaunum
laugardaginn 5. október, og spilaði
með okkur félagsvist, og virtist þá
vera hress til líkama og sálar. En að-
eins þremur dögum síðar, þriðjudag-
inn 8. október, er hann burt kall-
aður, heima í stofunni sinni. Í sálmi
eftir séra Björn í Laufási stendur
þetta:
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit.
Mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Eiríkur var kunnur maður vegna
ritsmíða sinna í blöðum og tímarit-
um. Hafa greinar hans í Morgun-
blaðinu um stjórnmál og menningar-
mál vakið verðskuldaða athygli,
vegna gjörhygli og ritsnilldar. Hann
var blaðamaður um langt árabil hjá
tímaritinu Heima er bezt, sem
Prentverk Odds Björnssonar á
Akureyri gaf út um aldarþriðjung.
Þar sinnti hann föstum þáttum og
lagði mikla vinnu í þá. Eiríkur var
samviskusamur, og þegar föstum
þáttum í tímaritum eða blöðum þarf
að sinna hlýtur það að vera vel séð
og raunar nauðsynlegt. Eiríkur
lærði prentiðn á Siglufirði hjá
honum Sigurjóni Sæmundssyni,
hálfbróður sínum, og vann þar um
árabil, áður en hann fluttist með
Rósu, konu sinni, og syninum Eiríki
Páli til Akureyrar, þar sem hann
hélt áfram prentstörfum og hún
kennslustörfum. Þau hjón fluttust að
Blöndubakka 1 í Reykjavík fyrir
fáum árum. Var heimili þeirra
fagurt og vel um gengið. Bækur
margar í hillum og lýstu þær vel
bókmenntasmekk hjónanna. Safn
ljóðabóka fjölbreytt og athyglisvert.
Mér var jafnan vel tekið, er ég
kom í heimsókn til þeirra, en Rósa
var mér samferða í síðustu tveimur
bekkjum Kennaraskóla Íslands á
sinni tíð. Við, sem kynntumst Eiríki
Eiríkssyni, þökkum kynnin, sem við
bjuggumst við að yrðu miklu lengri.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans
og afkomendum samúð mína. Eftir
lifir minning mæt, þótt maðurinn
deyi.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Í litlu blokkarsamfélagi ríkir mikil
spenna þegar von er á nýjum eig-
endum í stigaganginn. Svo var einn-
ig þegar Eiríkur og Rósa fluttu í
stigaganginn okkar. Við hugsuðum
með okkur hvort nýju eigendurnir
kæmu til með að falla inn í það góða
samfélag sem fyrir var. Það er
skemmst frá því að segja að þau
hjónin stóðust þær væntingar sem
við gerðum til nýrra nágranna og vel
það.
Eiríkur reyndist mikil heillastoð
fyrir stigaganginn og var alltaf boð-
inn og búinn að lagfæra það sem úr-
skeiðis fór, dytta að og gefa góð ráð.
Hann lét sér ekki nægja að laga það
sem þurfti í sameigninni, hann var
alltaf boðinn og búinn að gefa ná-
grönnum sínum góð ráð og hjálpa
þegar þeir stóðu í framkvæmdum.
Þegar húsfundir voru í stigagang-
inum var Eiríkur með sínar skoðanir
á hreinu og hélt hann þeim ávallt til
streitu, en hann gat alltaf fundið
léttu hliðarnar á öllum málum.
Eitt atriði sem okkur er minnis-
stætt er þegar Eiríkur spurði á
fyrsta húsfundinum sínum hvort við
hefðum eitthvað á móti því að hann
væri að smíða í kjallaraherberginu
sínu. Það fannst okkur hið minnsta
mál, okkur datt aldrei í hug að hann
væri með heila smíðastofu þar, en
við nutum þess að heyra í honum
smíða þegar við áttum leið hjá. Hann
var alltaf tilbúinn að lána verkfæri
sín og miðla þekkingu sinni og mun-
um við því minnast Eiríks með þakk-
læti og virðingu.
Elsku Rósa og fjölskylda, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Stefanía, Guðlaug, Hannes,
Elín, Indriði, Helga, Stefán,
Hallfríður, Ómar, Ragn-
heiður og Björgvin.
Fleiri minningargreinar um Ei-
rík J.B. Eiríksson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 37
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Arðbær aukavinna
Bandarískir dollarar, íslensk orka,
asískt hugvit og þýsk mynt
Byggðu upp þínar eigin lífeyristekjur. Hafið
samband við Björn, s. 820 5788 eða beg@isl.is
...á réttum stað við flugvöllinn
Vatnsnesvegur 12-14 • 230 Keflavík • Sími: 420-7000
Netfang: stay@kef.is • Heimasíða: www.kef.is
HÓTEL KEFLAVÍK
Cafè
IÐNÓ
Rekstraraðili
- veitingastaður
Hótel Keflavík er metnaðarfullt fjögurra stjörnu hótel
í hjarta Reykjanesbæjar. Á hótelinu eru 70 herbergi, tveir
veitingastaðir, Sólsetrið og Café Iðnó sem einnig er kaffihús
og bar. Þá er á hótelinu fullkomin heilsuræktarstöð.
Leitum eftir öflugum og ferskum aðila til að sjá um rekstur
veitingadeildar með góðu samstarfi við ráðstefnudeild, en
hótelið er vinsælt fyrir fundi, ráðstefnur og árshátíðir.
Það hefur verið sérkenni hótelsins að vera fyrsti
og síðasti viðkomustaður erlendra sem
og innlendra ferðalanga á Íslandi.
Upplýsingar gefur hótelstjóri
í síma 420 7000 eða 696 7777
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði óskast
Íslensku menntasamtökin, sem er sjálfseignar-
stofnun sem vinnur að umbótum í skólastarfi,
eru þessa dagana að leita að hentugu húsnæði
fyrir til leigu fyrir skrifstofur sínar. Æskileg
stærð er 60—100 fm og 2—4 herbergi.
Allar styrkveitingar til öflunar húsnæðis eru
vel þegnar.
Nánari uppl. gefur Jens Ólafsson í s. 690 0047.
Til leigu í Lækjargötu
Mjög gott rúmlega 1000 fm skrifstofuhúsnæði
á þremur hæðum í þekktu lyftuhúsi í hjarta
borgarinnar. Flísar, parket, teppi, loftræstikerfi,
lagnastokkar. Húsnæði sem getur hentað ráð-
gjafarfyrirtækjum, lögmönnum, tölvufyrirtækj-
um. Laust fljótlega.
Vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar.
Sími 511 2900
Til leigu í Mörkinni 4
í Reykjavík á 2. hæð
mjög glæsilegt fullinnréttað ca 680 fm skrif-
stofuhúsnæði á 2. hæð, sem hægt er að skipta
niður í tvær einingar.
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310.
KENNSLA
Foreldrakynning
Fimmtudaginn 17. október frá kl. 20.00—21.30
verður kynning á starfsemi Fjölbrautaskólans
í Breiðholti í Hátíðarsal skólans við Austurberg.
Það er mjög mikilvægt að foreldrar/forráða-
menn nýnema mæti á þessa kynningu, en for-
eldrar/forráðamenn eldri nemenda eru einnig
velkomnir.
Kaffiveitingar.
Skólameistari.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Hafnargata 16, ásamt fylgifé, Ólafsfirði, þingl. eig. Tréver ehf., gerðar-
beiendur Íslandsbanki hf., Lynghálsi 4, 155 Reykjavík og Trygginga-
miðstöðin hf., þriðjudaginn 22. október 2002 kl. 10.00.
Syðri Gunnólfsá, sumarbústaður, þingl. eig. Kormákur Þráinn Braga-
son, gerðarbeiðendur Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Ólafsfjarð-
ar og sýslumaðurinn á Ólafsfirði, þriðjudaginn 22. október 2002
kl. 10.30.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
16. september 2002.
TIL SÖLU
Trésmíðaverkstæði til sölu
Vegna breyttra aðstæðna er til sölu þægilega
stórt trésmíðaverkstæði miðsvæðis á höfuð-
borgarsvæðinu. Verkstæðið er ágætlega búið
tækjum fyrir innréttingasmíði og hefur ágæt
sambönd til verkefnaöflunar. Gæti hentað vel
með annarri starfsemi t.d. byggingaverktöku.
Áhugasamir skili fyrirspurn merktri: „T — 12879“
til augl.deildar Mbl. eða á box@mbl.is .
ÞJÓNUSTA
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum
í uppslætti. Er með góð mót.
Upplýsingar í síma 698 2261.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um mat á umhverfisáhrifum
— úrskurður Skipulagsstofnunar
Snjóflóðavarnir á Siglufirði
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á byggingu snjóflóðavarna á
Siglufirði eins og henni er lýst í matsskýrslu
framkvæmdaraðila.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is .
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 13. nóv-
ember 2002.
Skipulagsstofnun.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Ingibjörg Þeng-
ilsdóttir, Erla Alexandersdótt-
ir og Garðar Björgvinsson
michael-miðill starfa hjá félag-
inu og bjóða félagsmönnum og
öðrum uppá einkatíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—
18. Utan þess tíma er einnig
hægt að skilja eftir skilaboð á
símsvara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 18310168 9.0.*
HELGAFELL 6002101619 IV/V
I.O.O.F. 7 18310167½ 8.0.*
GLITNIR 6002101619 I
Hamar 6002101619 III
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20.30.
Haustátak.
Upphafsorð Gísli Friðgeirsson.
Ræðumaður: Ole Lilleheim. Allir
hjartanlega velkomnir. Haust-
átak á morgun á sama stað og
um helgina á Holtavegi 28, sjá
„safnaðastarf í Mbl.