Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 39 ENN er veiddur sjóbirtingur í ör- fáum ám norðan heiða og sunnan, m.a. í Tungufljóti sem er á fram- lengingu til 20. október. Síðasta holl þar lenti í snarvitlausu veðri og verulegum vatnavöxtum, en náði samt sem áður 21 birtingi, bæði legnum og nýgengnum. „Þetta var mikið ævintýri, veð- urhamurinn var svakalegur og ána skóf yfir okkur í vindrokun- um. Það var svo mikið vatn í ánni að veiðistaðir voru týndir og fisk- ur á gerólíkum stöðum og hann er annars vanur að vera. Við fengum 21 birting, alla á spón, og ég hugsa að meðalvigtin hafi verið milli 6 og 7 pund. Það voru sex fiskar hjá okkur á bilinu 10 til 12 pund, en í veiðibókinni eru þónokkrir stærri, allt að 18 punda. Við misstum ann- að eins af fiski og við náðum og sumir í hópnum töpuðu mjög stórum fiskum,“ sagði Jóhann Rafnsson, einn af veiðimönnunum sem luku veiðum á hádegi á mánu- dag. Hópurinn á undan Jóhanni og félögum var með fáa fiska, en þar á undan var holl með 24 birtinga og eins og hjá flestum hópum, all- marga stórfiska. Að sögn Jóhanns var talsvert af aflanum nýgenginn fiskur og var mest af honum 4 til 6 pund, stærri fiskurinn var orðinn leginn. Enn er veitt í nokkrum ám, m.a. Geirlandsá sunnan heiða og Litluá og Brunná norðan heiða. Veiði í þeim öllum lýkur um helgina. Talsvert hefur veiðst af stórum sjóbirtingum á nokkrum stöðum í haust. Þessi stórfiskur veiddist nýverið í Fossálunum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Enn stór- fiskaskot í Tungufljóti MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Stefáni Guðmunds- syni vegna fréttar í blaðinu sl. sunnudag um sjópróf sem fram fóru hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna Arons ÞH 105: „Af einhverjum orsökum virðist sem blaðamaður Morgunblaðsins stingi niður penna hér og þar í frá- sögn sinni úr sjóprófum Arons ÞH, sem haldin voru á Akureyri föstu- daginn 11. október síðastliðinn. Hann hirðir lítið um þá heildarmynd sem skrif hans birta, og skeytir í engu um þær ranghugmyndir sem lesandi miðilsins getur fengið við lestur fréttarinnar. Það er illmögulegt fyrir hvern sem er; lærðan eður leikan, að ímynda sér annað en að viðhald skipsins hafi verið allt í molum og trassaskapur útgerðar og vélstjóra skipsins hafi gert það að verkum að göt hafi verið hér og þar vegna tæringar af völdum útleiðslu. Þá virðist og einhver fjandans sveif spila stóra rullu í umfjöllun blaðsins og það veit hver heilvita maður að slíkir hlutir koma illa í leit- ir í kolsvarta myrkri og með hálffullt vélarrúm af olíublönduðum sjó; þó að blaðið láti þess ógetið. Menn eiga fótum sínum fjör að launa við slíkar aðstæður. „Fyrrverandi vélstjóri“ er kynnt- ur til sögunnar í umfjöllun blaðsins og eru það rangindi ein. Maðurinn var einfaldlega í fríi; eins og undirrit- aður. Sá sem þetta skrifar veit betur en svo að þarna hafi allt verið í tómu rugli. Umrætt skip fékk fyrsta flokks viðhald á öllum stundum eftir að- stæðum hverju sinni og ekkert til sparað þegar að vélbúnaði eða öðr- um hlutum kom. Það þarf ekki annað en að vísa til Siglingastofnunar Ís- lands vilji menn fá nánari útlistanir á þeim málum. Allar vangaveltur eða aðrar pæl- ingar á orsökum þessa hörmulega atburðar eru væntanlega byggðar á getgátum einum saman og ber því hverjum sem er að varast að draga inn gamla vandamálapakka sem fyr- ir löngu höfðu verið leystir. Það hefir ekki þótt tíðindum sæta þótt skip eigi við minniháttar út- leiðsluvandamál að stríða tímabund- ið; eða hitt að það hrökkvi í sundur rör örsjaldan fyrir aldurssakir eða aðrar sakir. Það er hins vegar sjald- gæft að menn eigi við slík vandamál árum saman líkt og lesa má í frétt blaðsins. Þessi tætingslega og viðvanings- lega umfjöllun blaðsins úr sjóprófum setur það niður um stall og ætti að verða viðkomandi víti til varnaðar í framtíðinni. Undirritaður var því miður „áhorfandi“ í þessu máli en tekur það sárt að horfa upp á óvönduð vinnubrögð og rangfærslur þegar kemur að jafnviðkvæmu máli sem þessu. Virðingarfyllst, Stefán Guð- mundsson, skipstjóri í fríi … “ Athugas. ritstj. Öllum má ljóst vera að sjóprófum sem stóðu á þriðja tíma verða ekki gerð tæmandi skil í frétt. Athyglin hlýtur að beinast að þeim þáttum skipsskaðans sem varðar orsakir þess að báturinn sökk og þeim atrið- um sem rannsóknarnefnd sjóslysa spurði einkum út í. Missagt var í fréttinni að Ágúst H, Borgþórsson væri fyrrverandi vélstjóri skipsins. Hið rétta er að hann var í veikinda- fríi og er beðist velvirðingar á þeirri missögn. Athugasemd við frásögn af sjóprófi vegna Arons ÞH HAUSTFERÐ Minja og sögu verð- ur farin sunnudaginn 20. október og er ferðinni heitið í Reykholt í Borgarfirði. Lagt verður af stað kl. 13 frá Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu. Staðhættir verða skoðaðir undir leiðsögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. Kaffi verður kl. 15.15 í Hótel Reykholti. Reykholtskirkja verður skoðuð undir leiðsögn Haraldar Helgason- ar arkitekts. Geir Waage mun sýna hina nýju Reykholtskirkju. Loks mun Dagný Emilsdóttir, for- stöðumaður Heimskringlu, taka á móti hópnum og sýningin Snorri og samtíð hans verður skoðuð. Bergur Þorgeirsson, forstöðumað- ur Snorrastofu, segir frá starfsemi hennar og gengið verður um húsa- kynni hennar. Áætlað er að leggja af stað heim um kl. 17.30. Verð er kr. 2.000 fyrir fullorðna en ókeyp- is fyrir börn. Kaffi er innifalið. Skráning í ferðina er hjá Þjóð- minjasafni fyrir kl. 12 föstudaginn 18. október. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka með sér gesti. Allir eru velkomnir. Haustferð Minja og sögu ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Gnýr á Sól- heimum í Grímsnesi ætlar að standa fyrir maraþon-boccía laugardaginn 19. október. Þessa helgi munu fé- lagar í íþróttafélaginu spila boccía í heilan sólarhring til að safna áheit- um vegna keppnisferðar á Íslands- mót fatlaðra sem haldið verður á Akranesi í október. Stefnt er að því að senda stóran hóp keppenda á þetta mót. Kostnaður við ferðir sem þessar er mjög mikill og verður fé- lagið að standa fyrir fjáröflunum til að ná upp í kostnað. Í fyrra var spilað maraþon í sólahring sem gekk afar vel og viðtökur voru góðar. Maraþon-boccía fer þannig fram að félagar skiptast á að spila þangað til að 24 tíma takmarkinu er náð. Almenningur og fyrirtæki heita á Íþróttafélagið áður en maraþonið hefst með frjálsum framlögum t.d. 1.000 kr. sem síðar eru greiddar eftir maraþonið með bankainnlögn. Maraþon-boccía á Sólheimum MATVÆLA- og næringarfræða- félag Íslands (MNÍ) boðar til Mat- væladags föstudaginn 18. október kl. 12.30 til 17 í Hvammi, Grand Hóteli Reykjavík. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Matvælaeftirlit - horft til framtíðar“. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra setur ráðstefnuna. Auk hennar taka til máls eftiraldir að- ilar: Jón Gíslason sem starfar fyrir EFTA ríkin, Andrew Wadge frá Food Standard Agency í Bretlandi, Steinþór Skúlason frá Sláturfélagi Suðurlands, Friðrik Blomsterberg frá SÍF, Heiða Hilmisdóttir, eld- húsi Landspítalans, fulltrúi neyt- enda, Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir og Magnús H. Guðjónsson frá heilbrigðiseftirliti sveitarfé- laga. „Fjöregg MNÍ“ verður afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn, sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík, segir í fréttatilkynningu. Matvæla- dagur MNÍ Úr Skálafelli Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að snjótroðari sem var að störf- um í garðlöndum í Bláskógabyggð væri úr Bláfjöllum. Hið rétta er að hann var fenginn frá skíðalöndunum í Skálafelli. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi mótmæli við framkvæmd kosningar um afstöðuna til Evrópu- sambandsins frá Páli Vilhjálmssyni, formanni Samfylkingar Seltirninga, Eyjólfi Eysteinssyni í flokksstjórn Samfylkingarinnar og Herði Guð- brandssyni, bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar og forseta bæjarstjórnar Grindavíkur: „Í tölvupósti framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, Karls Th. Birgis- sonar, sl. föstudag kemur fram að þingmenn og prófkjörsframbjóðend- ur muni sjá um að bera út atkvæða- seðla vegna kosningar um afstöðu flokksmanna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Í tölvupósti framkvæmdastjórans segir að þetta sé m.a. gert til að fram- bjóðendur geti hitt kjósendur sína. Þessi framkvæmd á kosningu brýt- ur gegn grundvallarreglum um leyni- legar kosningar. Heimsókn frambjóð- enda til kjósenda með kjörgögn jafngildir áróðri á kjörstað. Þá býður framkvæmdin heim hættu á stór- felldu kosningasvindli. Við undirritaðir félagsmenn í Sam- fylkingunni krefjumst þess að farið verði að viðteknum venjum um fram- kvæmd kosninga og fylgt verði sam- þykkt landsfundar Samfylkingarinn- ar um að póstkosning verði viðhöfð um afstöðu flokksmanna til aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu.“ Kemur á óvart Í yfirlýsingu sem Karl Th. Birgis- son framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar, sendi frá sér í gær segir að gagnrýni Páls Vilhjálmssonar komi að nokkru leyti á óvart. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér málið. „Framkvæmdahópur um kosn- inguna og kjörstjórn ákváðu að hafa þennan háttinn á, ekki sízt af öryggis- ástæðum, að alls staðar þar sem því yrði við komið dreifðu flokksmenn gögnum til félaga sinna. Þetta er al- þekkt aðferð annars staðar, t.d. í breska Verkamannaflokknum, og öruggari en hefðbundin póstdreifing að því leytinu, að umslögum er ekki hent inn um lúgu án þess að nokkur viti með vissu hvort viðkomandi búi þar eða annar taki við þeim. Aðrar hugmyndir Páls um „áróður á kjörstað“ og „brot á reglum um leynilegar kosningar“ eru jafnundar- legar og þær að frambjóðendur einir beri út bréfin. Það gera almennir flokksmenn um allt land og hafa stað- ið sig ákaflega vel.“ Mótmæli vegna Evrópukosn- ingar Samfylkingarinnar Staða kvenna í stjórnmálum Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, heldur hádegisfund um stöðu kvenna í stjórnmálum í dag, mið- vikudaginn 16. október, kl. 12 í stofu 103 í Lögbergi. Frummælendur eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, Svanfríður I. Jónasdóttir, þingkona Samfylking- arinnar, og Una María Óskarsdóttir, verkefnisstjóri ráðherraskipaðrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Í DAG Fundur hjá Sagnfræðinga- félaginu Ólöf Garðarsdóttir sagn- fræðingur heldur fyrirlestur á opn- um kvöldfundi Sagnfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 17. október kl. 20.30 í húsi Sögufélags við Fischersund. Erindið nefnist „Á mörkum lífs og dauða. Helstu áhrifa- þættir minnkandi ungbarnadauða á Íslandi 1770–1920“. Ólöf kynnir nið- urstöður úr doktorsritgerð sinni sem hún varði síðastliðið sumar við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Þar fjallar hún um þann árangur sem náðist í baráttunni við mikinn ung- barnadauða á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Á MORGUN Predikanir í guðfræðideild HÍ Lokapedikanir í guðfræðideild Há- skóla Íslands verða fimmtudaginn 17. október kl. 17.30, í kapellu Há- skóla Íslands. Þar flytja guð- fræðinemarnir Arndís Ósk Hauks- dóttir og Svanhildur Blöndal lokapredikanir Allir velkomnir. Fyrirlestur um virkjanasvæðið Guðmundur Páll Ólafsson, nátt- úrufræðingur og rithöfundur, flytur erindi sitt við Mímisbrunn á miðhá- lendi Íslands fimmtudaginn 17. októ- ber kl. 17. í stofu 101 í Odda. Þar fjallar hann um og sýnir myndir frá svæðinu norðan Vatnajökuls. Fjall- kollur, áhugahópur háskólafólks um framtíðina, stendur fyrir fundinum og er hann einkum ætlaður stúd- entum og starfsfólki Háskóla Ís- lands. Erindið er liður í því að kalla á viðbrögð frá háskólasamfélaginu vegna fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda fyrir norðan Vatnajökul, segir í fréttatilkynningu. Fræðsla í Alþjóðahúsinu Fræðsla um íslenskt samfélag verður í Al- þjóðahúsi, Hverfisgötu 18, fimmtu- daginn 17. október kl. 20 fyrir fólk af erlendum uppruna. Sérfræðingur frá Landlæknisembættinu fjallar um íslenska heilbrigðiskerfið. Fræðslan fer fram á íslensku og verður túlkuð á rússnesku. FÉLAG Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur árshátíð laugardag, 19. október, í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14, Reykjavík. Húsið verður opn- að kl. 19. Heiðursgestir verða hjónin Elín Sigurðardóttir ljósmóðir og Sig- urður Ágústsson úr Stykkishólmi. Miðar á árshátíðina verða seldir í Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 17. október á milli kl. 17–19, segir í frétta- tilkynningu. Árshátíð Snæfellinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.