Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MÖNNUM hefur orðið tíðrætt um
viðskiptasiðferði síðustu misseri og
þá hvernig menn leika sér með
kennitölur í þeim tilgangi einum að
firra sig ábyrgð gagnvart skuldum.
Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á
þeim leik og finnst tími til kominn að
segja frá reynslu minni í þeim efnum.
Í júní gerði ég sem einstaklingur
samning við Blaðavinnsluna ehf. um
prentun á Fréttablaðinu sem þá var í
erfiðleikum. Blaðavinnslan átti
prentvélina sem blaðið hafði verið
prentað í en Ísafoldarprentsmiðja,
sem hafði annast prentun Frétta-
blaðsins, var komin í þrot.
Nokkrir fundir voru haldnir vegna
þessara samninga en þá sátu ávallt
þeir Gunnar Smári Egilsson, rit-
stjóri Fréttablaðsins og einn eigenda
Fréttar ehf., og Eyjólfur Sveinsson,
einn eigenda hins gamla útgáfu-
félags Fréttablaðsins. Fór svo að
gerðir voru við mig samningar um
prentun blaðsins, með þriggja mán-
aða uppsagnarfresti, undirritaðir af
Eyjólfi Sveinssyni.
Prentaði ég blaðið samkvæmt
þessum samningi í félagi við fleiri á
tímabilinu 12. til 25. júní en þá var út-
gáfu blaðsins hætt tímabundið. Ég
gerði ekki ráð fyrir öðru en að haft
yrði samband við mig þegar blaðið
ætti að koma út á ný en það fór á ann-
an veg.
Útgefendur gerðu samning við
nýtt félag um rekstur Ísafoldar-
prentsmiðju sem séð hefur um
prentunina síðan. Ég sætti mig eðli-
lega ekki við þessi málalok og vildi að
samningar við mig yrðu haldnir. Þá
kom upp úr dúrnum að nýr samn-
ingur um prentun var gerður í nafni
Fréttar ehf. og fullyrt við mig að
gamli samningurinn, sem gerður var
við Blaðavinnsluna, kæmi hinu nýja
félagi ekkert við. Við endurútkomu
Fréttablaðsins töluðu menn digur-
barkalega um að félagið væri skuld-
laust. Tæknilega er það kannski rétt
en dæmi nú hver fyrir sig.
Reikningar vegna vinnu minnar
við prentun Fréttablaðsins áður en
það hætti að koma út tímabundið
hljóða upp á 3,5 milljónir króna. Með
herkjum tókst mér að herja út
400.000 krónur. Enn er 3,1 milljón
ógreidd vegna prentunarinnar. Þar
sem samningurinn hefur verið huns-
aður og uppsagnarfrestur var þrír
mánuðir á ég samtals inni um 10
milljónir króna hjá Blaðavinnslunni.
Við þetta er auðvitað að bæta að
ég stóð uppi atvinnulaus um mitt
sumar.
Einu úrræði mín voru að fara fram
á kyrrsetningu á prentun Frétta-
blaðsins en það hefði hins vegar kost-
að mig um 10 milljónir króna. Hefði
ég krafist gjaldþrotaskipta á Blaða-
vinnslunni hefði það kostað mig 150
þúsund krónur en ekkert verið á því
að græða þar sem félagið var eigna-
laust. Ég hafði ekki bolmagn til að
standa undir þessum fjárútlátum til
að ná rétti mínum.
Í vonlausri stöðu horfði ég upp á
þar sem Fréttablaðið kom út á veg-
um nýs félags, Fréttar ehf. Öll tæki,
tól og önnur aðstaða til vinnslu á
blaðinu var sú sama og áður.
En kennitalan var önnur og menn
raupuðu um skuldleysi, Blaðavinnsl-
an er ekki gjaldþrota, en starfsemin
er engin. Þegar ég gerði samningana
um prentun Fréttablaðsins voru m.a.
í stjórn Blaðavinnslunnar skráðir
þeir Gunnar Smári Egilsson, Gréta
Oddsdóttir, Eyjólfur Sveinsson, Jón
Gunnar Zoëga og Einar Jónsson í
Saxhóli. Nýleg eftirgrennslan leiðir
hins vegar í ljós að nöfn stjórnar-
manna hafa verið máð úr firmaskrá
og prókúruhafi er enginn.
Það efast enginn um réttmætar
kröfur mínar, en kennitöluleikurinn
skilur mig eftir á köldum klaka.
Ég hef hlustað á Gunnar Smára
Egilsson fara mikinn í sjónvarpi og
útvarpi um mál líðandi stundar. Þar
er hann óragur við að höggva til
beggja handa í umfjöllun um háa og
lága, ríka og fátæka. En eftir kynni
mín af kennitölufarsanum í kringum
Fréttablaðið finnst mér tónninn í
orðræðum ritstjórans vera orðinn
falskur og helst til þreyttur áheyrn-
ar.
AÐALSTEINN ÖRNÓLFSSON,
íþróttakennari í Kirkjubæjarskóla
á Síðu.
Ábyrgðarleysi
fyrirtækja
Frá Aðalsteini Örnólfssyni:
Í LESENDABRÉFI til Morgun-
blaðsins 8. okt. sl. víkur Ólafur S.
Andrésson lífefnafræðingur að grein
minni í sama blaði 6. okt. sl. sem
nefndist „Hernaðurinn gegn land-
inu“. Hann segir: „Ég mælist til þess
að Morgunblaðið birti ekki níðskrif
um fólk sem ekki hefur tök á að verja
sig.“ Af samhenginu er augljóst að
með orðinu „níðskrif“ á hann við
grein mína frá 6. okt.
Ég mótmæli því harðlega sem róg-
burði að grein mín sé níðskrif. Hún
felur vissulega í sér gagnrýni á skrif
Halldórs Kiljans Laxness frá 1970,
en sú gagnrýni á ekkert skylt við níð
eða persónulega árás.
Ennfremur segir Ólafur: „Það er
einfaldlega ekki við hæfi að ráðast á
látna menn. Enginn getur á sóma-
samlegan hátt sett sig í áratuga
gömul spor og gert hugsunum og
efnistökum höfundar réttmæt skil.“
Ég er sammála fyrri hluta máls-
greinarinnar, enda var grein mín
gagnrýni en ekki árás. Síðari hlut-
anum er ég á hinn bóginn ósammála.
Algengt er að margra áratuga, já
jafnvel árþúsunda, gömul skrif séu
gagnrýnd. Aristóteles hefur verið
ótæpilega gagnrýndur og ekki síður
Karl Marx, svo aðeins tvö dæmi séu
tekin. Halldór Kiljan Laxness er
ekki hafinn yfir gagnrýni þótt hann
hafi verið mesti rithöfundur sem Ís-
land hefur eignast. Málefnaleg gagn-
rýni og persónuleg árás, eða níð, er
sitt hvað. Grein mín frá 6. okt. var
málefnaleg.
JAKOB BJÖRNSSON,
Kúrlandi 12, Reykjavík.
Rógburði mótmælt
Frá Jakobi Björnssyni: