Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 43
DAGBÓK
Vinna gegn streitu
Í tilefni evrópsku vinnuverndarvikunnar
efnir Vinnueftirlitið til
morgunverðarfundar á Grand Hótel,
mánudaginn 21. október frá kl. 8:30-10.00.
Húsið opnað kl. 8.00.
Dagskrá morgunverðarfundarins:
• Setning vinnuverndarvikunnar
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.
• Takturinn í tilverunni; tálsýnin um tímasparnað
tækninnar
Sigríður Lillý Baldursdóttir, eðlisfræðingur og
vísindasagnfræðingur.
• Í skugga streitunnar - Baráttuþrek, tilfinninga-
viðbrögð og hegðun
Daníel Þór Ólason, aðjúnkt í sálfræði við
Háskóla Íslands.
• Streita og vinnuvernd: Forvarnir á vinnustöðum
Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins.
Fundarstjóri er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir,
félagsfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.
Skráning á morgunverðarfundinn fer fram hjá
Vinnueftirlitinu í síma 550 4600 eða með því að
senda upplýsingar um nafn og vinnustað
á netfangið vinnueftirlit@ver.is
Vinsamlega skráið ykkur fyrir
kl. 16.00 föstudaginn 18. október
Þátttökugjald er kr. 2.000.
Morgunverður er innifalinn í þátttökugjaldinu.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert gæddur ríkum for-
ystuhæfileikum, en þér
hættir stundum til að fara
of geyst í hlutina.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú skalt ekki vera vonsvik-
inn þótt eitthvað renni þér
úr greipum. Hristu af þér
slenið og vertu vinnusamur
og jákvæður.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Veraldleg gæði eru oft til
lítils og sérstaklega þegar
andlegur auður er ekki fyrir
hendi. Þú verður að láta
föstu útgjöldin ganga fyrir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Í nýjum hugmyndum felast
oft gömul sannindi. Farið
ykkur hægt og rólega því
tækifærin hlaupa ekkert frá
ykkur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Leiðindamál leysist af sjálfu
sér þegar nýjar staðreyndir
koma fram í dagsljósið.
Annars dagar þær bara
uppi og þú kemst hvergi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skoðanabræður þínir hóp-
ast í kring um þig. Göngu-
ferð um næsta nágrenni
getur verið ótrúlega gef-
andi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Hugkvæmni þín er aðdáun-
arverð og mun færa þér
margan sigurinn. Þungu
fargi verður af þér létt um
leið og þú hefst handa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú þarftu að taka bæði
áhættu og þora að láta til
skarar skríða. Leitaðu ráða
til að verja sjálfan þig og
sinntu aðeins þeim sem
hugur þinn stendur til.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Taktu enga ákvörðun nema
að vel athuguðu máli í dag.
Notaðu þann byr sem þú
hefur, en varastu allan leik-
araskap.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Stundum er ferð án fyrir-
heits það sem sálin þarfn-
ast. Því fylgir að gera þær
breytingar sem til þarf svo
þú náir takmarkinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það skiptir sköpum að
halda ró yfir heimilinu og
þar þarft þú að leggja þitt
af mörkum. Nú reynir á
sjálfsaga þinn og skipulagn-
ingu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Aðstæður þínar hafa breyst
og þú sérð að þú þarft að
breyta klæðaburði þínum.
Leggðu áherslu á að um-
gangast aðeins jákvætt fólk.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Leggðu öll spilin á borðið
því aðeins þannig færðu
vinnufélaga þína á þitt
band. Raðaðu verkefnum
eftir forgangsröð.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
HAUST
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða;
nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Fölna grös, en blikna blóm,
af björkum laufin detta;
dauðalegum drynur óm
dröfn við fjarðarkletta.
Allt er kalt og allt er dautt,
eilífur ríkir vetur;
berst mér negg í brjósti snautt,
en brostið ekki getur.
Kristján Jónsson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3
e5 7. Rb3 Be6 8. f4 Dc7 9. f5
Bc4 10. Df3 b5 11. 0-0-0 b4
12. Rd5 Rxd5 13. exd5 Rd7
14. Kb1 a5 15. Bxc4 Dxc4 16.
Rd2 Db5 17. Re4 a4 18. g4
b3 19. cxb3 axb3 20. a3 h6 21.
h4 Be7 22. Hhg1 Dc4 23.
Hg2 Ha5 24. Hc1 Dd3+ 25.
Ka1 0-0 26. Hd2 Da6 27. Bf2
Rf6 28. Rxf6+ Bxf6 29.
Dxb3 e4 30. Ka2 Hb5 31.
Dc4 Hfb8 32. b4
Staðan kom upp í Áskor-
endaflokki Mjólkurskák-
mótsins sem lýkur
í dag, 16. október.
Sigurður Páll
Steindórsson
(2.211) hafði svart
gegn Jóni Viktori
Gunnarssyni
(2.369). 32.
...Hxb4! 33. Dxa6
Hb2+ 34. Hxb2
Hxb2+ 35. Ka1
Hb6+? Eins og
bent hefur verið á
þá gat svartur hér
og í lokastöðunni
unnið eftir 35.
...Hxf2+! 36. Hc3
Bxc3+ 37. Kb1 e3
og hvítur ræður ekki við frí-
peð svarts. 36. Ka2 Hb2+
37. Ka1 og hér var samið um
jafntefli. 9. og síðasta um-
ferð Mjólkurskákmótsins
hefst kl. 13 í dag, 16. októ-
ber, á Hótel Selfossi. Kl.
20.30 sama dag hefst Við-
skiptablaðsmótið í hrað-
skák. Öllum er velkomið að
taka þátt svo framarlega
sem húsrúm leyfir!
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
ÁRIÐ 1929 setti Theodore
Lightner fram þrjár grund-
vallarreglur varðandi út-
spilsvísandi slemmudobl: (1)
Hafi blindur sýnt hliðarlit
biður dobl um útspil í þeim
lit. (2) Hafi blindur engan
hliðarlit sýnt biður dobl um
útspil í hliðarlit sagnhafa. (3)
Hafi hvorugur sýnt hliðarlit
biður dobl um útspil í lengsta
lit makkers, en þá er doblið
iðulega byggt á eyðu. Þetta
eru einfaldar reglur og góð-
ar, en margir kjósa þó að
spila doblið eftir eyranu, sem
eins konar ábendingu til
makkers um að nú skuli
hann vanda sig. Það gefur yf-
irleitt ekki góða raun.
Norður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ 54
♥ ÁD652
♦ ÁK762
♣Á
Vestur Austur
♠ 63 ♠ 10972
♥ 7 ♥ KG1098
♦ 105 ♦ G984
♣KD1085432 ♣–
Suður
♠ ÁKDG8
♥ 43
♦ D3
♣G976
Vestur Norður Austur Suður
– 1 hjarta Pass 1 spaði
4 lauf 4 tíglar Pass 4 spaðar
Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
Hvað skyldi nú vaka fyrir
austri með doblinu? Sam-
kvæmt Lightner er það skýr
beiðni um útspil í hjarta
(fyrsta lit blinds), en þrátt
fyrir ágætan hjartalit er það
þó lauf sem austur vill fá út.
Vestur var ágætlega lesinn í
Lightner og kom alsæll út
með einspilið í hjarta.
Stöldrum nú við og setjum
okkur í spor suðurs. Hvernig
á hann að spila?
Ef sagnhafi áttar sig á
skiptingunni gæti hann hæg-
lega fundið vinningsleiðina.
Hann tekur á hjartaás og af-
trompar mótherjana í fjór-
um umferðum. Fer síðan í
tígulinn, tekur þrjá efstu og
hendir hjarta heima. Staðan
er þá þessi:
Norður
♠ –
♥ D6
♦ 76
♣Á
Vestur Austur
♠ – ♠ –
♥ – ♥ KG109
♦ – ♦ G
♣KD1085 ♣–
Suður
♠ 8
♥ –
♦ –
♣G976
Tígli er enn spilað og laufi
hent! Austur er inni á tígul-
gosa með eintómt hjarta og
verður að gefa sagnhafa slag
á drottninguna. Laufásinn er
hin trygga innkoma á frítígul
og hjartadrottningu.
Austur vildi fá út lauf, en
kom í raun í veg fyrir lauf-
útspil með doblinu. Af þessu
má draga þá ályktun að hálf-
ur Lightner sé verri en eng-
inn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
95 ÁRA afmæli. Níutíuog fimm ára varð í
gær, þriðjudaginn 15. októ-
ber, Ragnhildur Péturs-
dóttir frá Rannveigarstöð-
um. Hún dvelur á deild 3 á
Hrafnistu í Reykjavík.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16.
október, er fimmtug Krist-
björg Helga Guðlaugsdótt-
ir, Súlunesi 18, Garðabæ. Á
laugardag, 19. október, tek-
ur hún á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 3.100
kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Björn Ísak
Benediktsson, Natan Dagur Benediktsson og María Guð-
mundsdóttir.
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
FRÉTTIR
SAMKOMUSYRPA verður dag-
ana 16. til 20. október hjá KFUM
og KFUK í Reykjavík og meðal
ræðumanna á samkomun-
um verður Norðmaðurinn
Ole Lilleheim. Hann starf-
ar fyrir samtökin Open
Doors eða Opnar dyr og er
hingað kominn í boði fé-
lagsins.
Fyrstu tvær samkom-
urnar verða í dag og á
morgun kl. 20.30 í Kristni-
boðssalnum við Háaleitis-
braut 58–60. Föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld
verða samkomur í húsi KFUM og
K við Holtaveg og hefjast þær
einnig kl. 20.30.
Samtökin Open Doors voru
stofnuð árið 1955 af Hollendingi
sem nefndur er Bróðir Andrés.
Hann hefur um árabil fært íbúum í
austurhluta Evrópu Biblíur og
einkum einbeitt sér að löndum þar
sem kristniboð var ekki
leyft.
„Eftir fall járntjaldsins
hafa samtökin einbeitt sér
að því að styðja við
kristna menn í öllum
heimshlutum sem búa við
erfiðar aðstæður vegna
trúar sinnar.
Markmið samtakanna
er að styðja við þá sem of-
sóttir eru vegna trúar
sinnar og koma biblíum og biblíu-
hlutum og veita þeim fræðslu. Þá
reyna samtökin einnig að vekja
kristið fólk á Vesturlöndum til
meðvitundar um erfið kjör trú-
systkina víða um heim,“ segir m.a.
í frétt frá félögunum.
Samkomuröð hjá KFUM
og KFUK í Reykjavík
Ole Lilleheim
FÉLAG náms- og starfsráðgjafa í
samvinnu við Evrópumiðstöð náms-
og starfsráðgjafar boðar til nám-
stefnu um ráðgjöf og fjölmenningu
dagana 17. og 18. október í Viðeyj-
arstofu.
Á haustnámstefnunni gefst þátt-
takendum kostur á að kynnast kenn-
ingum Sauli Puukari og samstarfs-
konu hans Marjatta Lairio frá
Finnlandi. Sauli Puukari og Marj-
atta Lairio hafa gert langtímarann-
sókn um ráðgjöf í finnska skólakerf-
inu sem m.a. kemur inn á málefni
þess að vera ráðgjafi í fjölmenning-
arlegu samfélagi.
Toshiki Toma, prestur innflytj-
enda, setur námstefnuna fimmtu-
daginn 17. október kl. 9, í Viðeyjar-
stofu. Fundarstjóri verður Helga
Sigrún Harðardóttir atvinnuráð-
gjafi.
Erindi halda: Edda Ólafsdóttir fé-
lagsráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík, Hanna Ragnarsdóttir,
lektor við Kennaraháskóla Íslands,
Ingibjörg Hafstað, Fjölmenning ehf.
og Anh Dao Tran.
Vinnuhópar munu starfa og ræða
niðurstöður og kynna verkefni
vinnuhópanna, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Námstefna um ráðgjöf
og fjölmenningu