Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 45 KRINGLUKAST 30-40% afsláttur af völdum vörum Ný sending af hermanna- buxum Kringlunni — Smáralind Laugavegi 97 — Kringlunni — Smáralind KRINGLUKAST 30-40% afsláttur af völdum vörum MAÐURINN á bak við Biogen nafnið, Sigurbjörn Þorgrímsson, hefur lengi verið í fremstu röð hér- lendra raftónlistarmanna. Oftar en ekki blandar hann þyngdarlausu sveimi (ambient) saman við óþægi- leg hljóð og há- vaða, en ekki er samt hægt að segja að hann haldi sig við eina stefnu heldur tekur hann fremur það sem honum hentar úr teknói, drum’n’bass o.s.frv. og hrærir með. Þessi plata, You are strange, er á heildina litið á fremur þægilegum slóðum, ekki mikið farið út á kant í blöndun hávaða og hljómþýðu og mest unnið út frá flóknari takt- grunnum og -lykkjum. Fyrsta lag disksins, „Tailwaves“, er nokkuð dæmigert fyrir það sem á eftir kem- ur, flókin en lágvær taktforritun með sveimandi hljóðöldum í bak- grunni sem endurtaka sig og grípa í skottið á hver annarri með dáleið- andi áhrifum. Taktpælingarnar ráða ríkjum í „Audio, this is one“, sem er afar vélræn súpa af töktum og braki, eins og vélmenni hafi fengið líf og tjáningarmátt og skapi hljóð- skúlptúra á eigin spýtur. Í „Run“ er takturinn svo ofvirkur að hjartað slær hraðar og skemmtilegt er líka „Vivagro“ þar sem ýmsar takbrýr eru byggðar yfir áleitið og alltum- lykjandi suð, sem er næstum ógn- andi í nærveru sinni. Persónulega var ég samt hrifnust af síðustu lög- unum þar sem naumhyggjulegt og taktlaust sveim tekur við, enda „þægilegust“. „Halogen continues“ er sérlega fíngert, einungis lágvært bylgjandi suð með mjúku, þoku- kenndu hljómborðsstefi sem er end- urtekið og lagið hefði þess vegna mátt vera mun lengra til að dáleiða mann alveg. Þetta á við fleiri lög á plötunni, en aðall tónlistar af þessu tagi sem byggir á endurtekningum er þetta „transkennda“ andrúmsloft sem náðst getur og lengdin á þátt í að skapa virkilega seiðandi áhrif. Diskurinn virkar eins og sýnis- horn úr sarpinum og fer ekki mjög langt út á tilraunajaðarinn, en hér leynist samt margt áhugavert og á köflum hreinlega fallegt og er góður vitnisburður um verk hins iðna raf- virkja. Tónlist Rafrása- sveim Biogen You are strange Eigin útgáfa Geislaplata með Biogen, öðru nafni Sig- urbirni Þorgrímssyni, sem semur alla tón- list, flytur og útsetur. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Arnaldur Steinunn Haraldsdóttir segir You are Strange hins iðna listamanns Biogen á köflum innihalda fallega tónlist. SONGS for the Deaf er ein allra besta rokkskífa sem ég hefi heyrt á árinu. Þetta er þriðja plata Queens of the Stone Age, en sveit- in var stofnuð á rústum neðanjarð- argruggaranna/ eyðimerkurrokk- arana í Kyuss. Aðgengið var auk- ið til muna í nýja bandinu með fín- asta árangri og eru allar plötur QOTSA svo gott sem skotheldar. Songs for the Deaf er pottþétt plata – svo einfalt er það. Rokkið hérna er svo rokkandi en um leið svo grípandi og melódískt að harð- hausar jafnt og laglínuglaðari rokkáhugamenn ættu að falla fyrir þessu í hrönnum. Tónlistin er vissulega ekki mikið frávik frá sí- gildu rokki gæðasveita eins og Screaming Trees, Steppenwolf og (veljið sjálf). Útfærslan hér er bara svo hrikalega flott, hljóðfæra- leikurinn svo brjálæðislega þéttur og heildin bara eitthvað svo … eitthvað svo geðveik! Ekki skemm- ir það þá fyrir að hafa snillinga eins og Mark Lanegan (Screaming Trees) og Dave Grohl innanborðs. Ég er svei mér þá farinn að trúa því að rokkið sé ódrepandi. Hér er að minnsta kosti komin helv … góð sönnun fyrir því. Drottningar í ríki sínu Queens of the Stone Age Songs for the Deaf Interscope Frábær rokkplata frá Queens of the Stone Age. Ég meina … þeir ROKKA! Arnart Eggert Thoroddsen Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.