Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 5
sigurvegari. Hins vegar er óljóst hvort hann hefði ílengst hér á landi ef önnur kona hefði ekki gersigrað hjarta hans nokkru eftir að Svan- hvít hélt af landi brott til lang- dvalar í Austurríki. Hún hét Þórey Sigríður Þórðardóttir, gekk venju- lega undir nafninu Eyja, var ekkja og átti tvo syni. Þau giftust sum- arið 1960 og úr því varð ekki aftur snúið. Demetz varð ekki einungis Íslendingur að nafninu til heldur samdi hann sig að siðum okkar landsmanna með því að heyja margháttað brauðstrit. Hann vílaði ekki fyrir sér að drífa sig á síld og lóðsa erlenda ferðamenn um landið á milli þess sem hann æfði kóra, þjálfaði tilvonandi óperusöngvara og stóð fyrir skemmtunum. Þau Þórey bjuggu um árabil á Akureyri þar sem hann kenndi við Tónlistar- skólann en eftir að þau fluttust til Reykjavíkur átti hann farsælan feril við Nýja tónlistarskólann. Jafnan streymdu til hans ungir og hæfileikaríkir nemendur og hrós- uðu kennslunni á svipaðan hátt og fyrstu Íslendingarnir sem nutu leiðsagnar hans. Hamingjuríkt hjónaband þeirra Þóreyjar stóð þar til hún lést árið 1992, fáeinum dög- um eftir að vinir og velunnarar Demetz minntust áttræðisafmælis hans með hátíðartónleikum. Þegar tal okkar barst að Þóreyju klökkn- aði hann. Svanhvít hafði greinilega leitt hann inn á braut ástar og ör- laga þótt hvorugt þeirra hafi órað fyrir hvernig færi þegar þau hitt- ust hér á Íslandi, eitt hjarta og ein sál, rigningarsumarið 1955. Demetz á stóran frændgarð í fjallaþorpinu Ortisei í Suður-Tíról, sem áður tilheyrði Austurríki en síðar Ítalíu. Fólkið hans mun hafa talið það skelfileg örlög fyrir þenn- an lauk ættarinnar að setjast að uppi á Íslandi þar sem hann þurfti að hafa ofan af fyrir sér og sínum með kennslu, fararstjórn og jafnvel vinnu á síldarplönum. Sjálfur lítur hann yfir farinn veg með ánægju og þótt hann hafi oft skroppið til heimahaganna unir hann sér best hér á Íslandi þar sem hann hefur skilað drjúgu dagsverki og unnið hug og hjarta nemenda sinna og fjölda vina. Hafi hann verið leik- soppur örlaganna, eins og honum þótti eftir viðskilnaðinn við Scala- óperuna skömmu áður en hann hélt til Íslands, hefur hann fyrir löngu snúið leiknum sér í hag. Hann kvaddi mig brosandi og þakkaði samtalið. „Þetta var skemmtilegur kafli í lífi mínu sem við töluðum um,“ sagði hann að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á heimili söngkennarans Sigurðar Demetz. Með honum eru Kristján, Carlo Maria Cantoni barítonsöngvari og Marino Nicolini píanóleikari. Vincenzo Demetz kemur til landsins í júlí 1955. Efri röð frá vinstri: Svanhvít Egilsdóttir, Demetz, Jan Morávek, Jensína Olivo og Marín Gísladóttir (síðar Neumann). Börnin fyrir framan eru frá vinstri: Vilhjálmur Svansson, Halla Snorradóttir, Reynir Svansson og Erla Svansdóttir. Á hátíðartónleikum sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu til heiðurs Sigurði Demetz á áttræðisafmæli hans árið 1992. Höfundur er kennari. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 5 STJÖRNUSPÁ mbl.is Námskeið á næstunni Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · www.raf.is Fyrir þá sem vilja ná árangri Námskeið fyrir byrjendur Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-22.11. 08:30-12:00 60 45.000 Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-22.11. 17:00-20:30 60 45.000 Tölvunotkun 2. hluti 04.11.-11.12. 08:30-20:30 60 45.000 Tölvunotkun 2. hluti 04.11.-11.12. 17:00-20:30 60 45.000 Tölvunotkun 3. hluti 05.11.-13.12. 17:00-20:30 60 45.000 Almenn tölvunámskeið AutoCAD 2 25.10.-26.10. 08:30-16:30 20 36.000 Excel 1 28.10.-31.10. 17:30-21:00 20 18.000 Windows 28.10.-31.10. 13:00-16:30 20 18.000 Word 2 28.10.-31.10. 08:30-12:00 20 18.000 Front Page 2 04.11.-07.11. 17:30-21:00 20 18.000 PowerPoint 1 04.11.-06.11. 13:00-16:30 15 14.000 Word 1 04.11.-07.11. 08:30-12:00 20 18.000 Excel 2 11.11.-13.11. 08:30-12:00 15 14.000 Windows 11.11.-14.11. 13:00-16:30 20 18.000 Word 2 11.11.-14.11. 17:30-21:00 20 18.000 AutoCAD 3 15.11.-16.11. 08:30-16:30 20 36.000 Sérfræðinámskeið SQL Server 2000 Database Admin. 28.10.-01.11. 08:30-16:30 50 170.000 Win 2000 Directory Services Admin. 04.11.-08.11. 08:30-16:30 50 170.000 Win 2000 Directory Services Design 04.11.-20.11. 08:30-12:00 50 45.000 Win 2000 Professional 07.11.-12.12. 08:30-12:00 55 165.000 Exchange 2000 Implement. & Managem.11.11.-15.11. 08:30-16:30 50 170.000 SQL Server 2000 Database Progr. 25.11.-29.11. 08:30-16:30 50 170.000 Internet Security & Acceler. Server 2000 12.11.-12.12. 17:00-20:30 30 90.000 Fyrir þá sem sjá um kennslu Þjálfaraverkstæði 06.11.-08.11. 08:30 - 16:30 30 48.500 Fagnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn EIB forritanleg raflagnakerfi 31.10.-02.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Lookout vélgæslukerfi 31.10.-02.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Viðhald og umsjón rafgeyma 02.11.-02.11. 8:30 - 18:00 10 15.000 Gagnaflutningur 07.11.-09.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Loftstýringar 07.11.-08.11. 8:30 - 18:00 25 28.000 Þjófavarnarbúnaður 07.11.-09.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Reglugerð og rafdreifikerfi 2 08.11.-10.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 LabVIEW framhald 11.11.-13.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Rafeindastýringar 14.11.-16.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Skynjaratækni 2 14.11.-16.11. 8:30 - 18:00 40 45.000 Lengd Verð Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 5010 Hef opnað lögmannsstofu í Kringlunni 7 (húsi verslunarinnar, 6. hæð) Páll Ólafsson, héraðsdómslögmaður, sími 552 7855.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.