Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 9
að verða fyrir einhverju þótt auð-
vitað geti fólk alltaf lent í því að
vera á röngum stað á röngum tíma.
Bróðir Steinars og konan hans fóru
með okkur út í fyrra. Þau voru al-
veg hissa á því hvað allt virtist ró-
legt á yfirborðinu nema náttúrlega
þegar við keyrðum í gegnum svæði
svartra. Það var hræðilega stress-
andi af því að ástandið þar er mun
verra en þar sem hvítir búa, at-
vinnuleysi talsvert hærra og glæp-
ir algengari. Tveimur dögum áður
en við keyrðum í gegnum svæðið
höfðu tveir lögreglumenn verið
myrtir þar,“ segir Marion.
Hún er spurð að því hvernig hún
haldi sambandi við fjölskylduna
sína í Suður-Afríku frá Íslandi.
„Ég er alltaf í símasambandi við
pabba og mömmu í hverri viku. Við
skiptumst á að hringja því síma-
kostnaðurinn er hár. Systur mínar
hafa verið duglegar að senda mér
SMS-skilaboð og núna fer tölvan
að taka við. Ég fékk nefnilega tölvu
í þrítugsafmælisgjöf um daginn.“
Falleg jólaljós á Íslandi
Hvers saknar þú mest frá Suður-
Afríku, þ.e. fyrir utan birtuna og
veðrið. „Ég finn náttúrlega fyrir
því hvað ég er langt í burtu frá
fólkinu mínu. Pabba og mömmu
finnst sérstaklega erfitt að missa
nánast alveg af því að sjá fyrsta
barnabarnið sitt vaxa úr grasi.
Mamma segir stundum við mig í
gríni og alvöru. „Marion mín, af
hverju þarftu að búa svona ofboðs-
lega langt í burtu? Af hverju getur
þú ekki búið aðeins nær, t.d. í
London? Þá gæti ég flogið beint til
þín frá Jóhannesarborg.“
Marion viðurkennir að hún sakni
þess að hafa ekki meira úrval af
ávöxtum og grænmeti. „Mataræðið
er líka talsvert ólíkt hér og í Suð-
ur-Afríku. Hérna fær fólk sér stóra
kjötsneið og smávegis af græn-
meti. Úti fær fólk sér kjötflís og
mikið grænmeti. Annars var ekki
næstum því eins erfitt fyrir mig að
aðlagast íslensku samfélagi og fyr-
ir marga aðra útlendinga, t.d. eru
siðirnir svipaðir. Ég get nefnt sem
dæmi að ég er Lúterstrúar eins og
flestir Þjóðverjar og vön því að
halda jólin 24. desember eins og Ís-
lendingar. Ég hef líka alveg rosa-
lega gaman af jólaljósunum hérna.
Í Suður-Afríku eru náttúrlega eng-
in jólaljós því að birtan er svo mik-
il.“
Friðsælt og afslappað
Marion verður að viðurkenna að
ýmislegt í fari Íslendinga hafi kom-
ið henni spánskt fyrir sjónir til að
byrja með. „Mér fannst alltaf mjög
skrítið að sjá börn sofa úti í barna-
vögnum í öllum veðrum.“ Hvað
gerðir þú síðan sjálf? „Alveg ná-
kvæmlega eins.“ Marion skelli-
hlær. „Tómas Erich svaf úti í brjál-
uðu veðri þegar hann var minni.
Mamma hélt að ég væri orðin eitt-
hvað verri. Mér fannst líka skrítið
hvað krakkarnir voru lengi úti að
leika sér á kvöldin. Núna kann ég
betur að meta frelsið. Í Suður-Afr-
íku er alltof hættulegt fyrir börn
að vera lengi eftirlitslaus úti á
kvöldin.
Á Tálknafirði er heldur ekki eins
mikið stress og í Reykjavík. Hér er
friðsælt og afslappað andrúmsloft
og hingað til hefur atvinnuástandið
verið ágætt. Við vonum náttúrlega
að ekki verði breyting á því í
tengslum samdrátt í sjávarút-
veginum. Ungt fólk á heldur ekki í
sérstaklega miklum erfiðleikum
með að koma sér upp þaki yfir höf-
uðið því að húsin hérna eru alls
ekki dýr. Við höfum góðan skóla,
tónlistarskóla, íþróttahús og sund-
laug. Hvað er hægt að biðja um
meira?“
Agaleysi áberandi
Íslendingar geta ekki verið
gallalausir! „Nei náttúrlega ekki.
Ég veit bara ekki hvað ég á að
segja mikið. Jú, jú, mér finnst ungt
fólk á Íslandi stundum vera dálítið
þröngsýnt. Heima í Suður-Afríku
þykir sjálfsagt að ungt fólk byrji á
því að mennta sig og skoða sig um í
heiminum áður en það festir ráð
sitt og hefst handa við brauðstritið.
Hér byrjar fólk oft saman ungt, fer
út á vinnumarkaðinn og vinnur síð-
an að því alla ævi að búa sér fallegt
heimili. Satt best að segja held ég
að margir hefðu gott af því víkka
aðeins sjóndeildarhringinn áður en
þeir festa ráð sitt og stofna fjöl-
skyldu,“ segir Marion og bætir
hugsi við að skilningur Suður-Afr-
íkubúa og Íslendinga á því að fara
út að skemmta sér sé líka dálítið
ólíkur. „Suður-Afríkubúar geta
skroppið eftir vinnu út að skemmta
sér með félögum sínum og komið
síðan heim á skikkanlegum tíma til
að mæta daginn eftir í vinnuna. Ís-
lendingar segjast ætla út að
skemmta sér og eiga þar með við
að þeir ætli að detta ærlega í-ða.
Agaleysið í þjóðfélaginu er líka
talsvert áberandi, t.d. í uppeldinu.
Ég man þegar ég var lítil hvað for-
eldrar mínur lögðu mikið upp úr
því að ég væri hlýðin, snyrtileg og
kurteis í samskiptum mínum við
annað fólk, t.d. þótti sjálfsagt að
börn stæðu upp fyrir eldra fólki
þegar ekki voru nógu mörg sæti
fyrir alla. Mér finnst oft ekki felast
nægilegt aðhald og stýring í ís-
lensku uppeldi. Börnin komast of
oft upp með að láta reka á reið-
anum og gera eins og þeim sýnist.
Slíkt kemur sér náttúrlega illa fyr-
ir þau síðar meir í lífinu.“
Mikilsvert framlag útlendinga
Marion þarf ekki að hugsa sig
tvisvar um þegar hún er spurð að
því hvort Tálknfirðingar taki út-
lendingum vel. „Mjög vel,“ segir
hún ákveðin. „Ég held að Tálkn-
firðingar átti sig vel á því hversu
framlag útlendinga til samfélagsins
er mikils virði. Útlendingar eru um
15% af öllum bæjarbúum. Ef
þeirra nyti ekki við er ekki einu
sinni víst að bærinn væri lengur á
kortinu. Almennt finnst mér út-
lendingar blandast ágætlega inn í
samfélagið, þ.e. ef þeir hafa sjálfir
áhuga á því að vera hluti af sam-
félaginu eins og ég talaði um áðan.
Fyrst eftir að ég flutti hingað voru
Tálknfirðingar líka duglegir að
spyrja mig út í mína menningu.
Með tímanum hef ég síðan orðið
eins og hver annar Tálknfirðingur
og spurningunum fækkar af eðli-
legum ástæðum. Nema náttúrlega
þegar ýtt er undir áhugann eins og
gerðist á þjóðahátíðinni. Þá var
fólk duglegt við að koma við í básn-
um mínum um Suður-Afríku og
spyrja mig nánar út í ýmislegt.“
Þú varst einmitt annar tveggja
framkvæmdastjóra þjóðahátíðar-
inn Vestfirðinga á Tálknafirði.
Ekki satt! „Já, við Sigríður Ingi-
björg Birgisdóttir tókum að okkur
að vera framkvæmdastjórar þjóða-
hátíðarinnar á Tálknafirði fyrstu
helgina í október. Þjóðahátíð Vest-
firðinga hefur verið haldin fimm
sinnum áður. Fyrstu fjórar þjóða-
hátíðarnar voru haldnar á norður-
fjörðunum. Núna var komið að
okkur að sjá um framkvæmdina.
Markmiðið með þjóðahátíðinni er
að skapa vettvang fyrir Vestfirð-
inga af íslenskum og erlendum
uppruna til að koma saman, kynn-
ast betur bakgrunni hvers annars
og smakka á nokkrum þjóðarétt-
um.
Við Sirrý eru afskaplega ánægð-
ar með hvernig til tókst. Útlend-
ingarnir á svæðinu hafa gaman af
því að koma fram og kynna menn-
ingu sína. Áhugann vantaði heldur
ekki hjá Íslendingunum því að að-
sóknin var ágæt. Um 300 gestir
voru viðstaddir setningu þjóðahá-
tíðarinnar og á bilinu 400 til 500
sóttu einhverja liði hennar annan
hvorn daginn.“
Óráðin framtíð
Hvernig sérðu fyrir þér framtíð-
ina? „Þú segir nokkuð,“ segir Mar-
ion. „Ég hef svo sem ekki spáð sér-
staklega mikið í framtíðina. Jú, ég
væri alveg til í að mennta mig eitt-
hvað meira í tengslum við íþróttir.
Gallinn er bara sá að erfitt er að
stunda íþróttanám í gegnum tölvu!
Annars er heldur ekkert útilokað
að við flytjum eitthvað annað í
framtíðinni. Þó að ég sé ánægð á
Tálknafirði hef ég stundum velt því
fyrir mér að gaman væri að búa að-
eins nær stærri bæ eða borg. Ég
hef líka stundum velt því fyrir mér
að gaman væri að starfa eitthvað
innan ferðaþjónustunnar. Áður en
ég lagðist í ferðalög lauk ég sér-
hæfðu námi fyrir starfsmenn á
ferðaskrifstofu í Suður-Afríku þó
að ég hafi lítið starfað á því sviði
hingað til fyrir utan tímabundið
starf á ferðaskrifstofu í Þýska-
landi. Einu sinni var reyndar reynt
að plata mig til að starfa við hót-
elrekstur sem átti að koma hér á
fót en ekkert varð úr því. Hugs-
anlega gæti verið gaman að fá
tækifæri til að starfa sem leiðsögu-
maður. Spurning hvað verður ofan
á.“
Ein spurning að lokum. Hvað
varð um vinkonuna? „Vinkonuna?“
Já, þessa sem kom með þér til Ís-
lands? „Já, síðast þegar ég vissi
var hún í London á leiðinni til Suð-
ur-Afríku. Hún var ekki tilbúin að
festa rætur – átti eftir að fara víð-
ar …“
ago@mbl.is
Marion heima með Steinari og Tómasi Erich fjögurra ára.
• Essential Mask gefur
frísklegan lit og fallega áferð.
• Vinnur gegn öldrunareinkennum,
styrkir andlitsvöðvana
og þéttir húðina.
• Frískar húðina á augabragði og
því ómissandi undir kvöldförðunina.
• Eins og ferskur andardráttur
sem lífgar húðina.
...fegurð og ferskleiki
Mánudag 21. okt. Mjódd
Þriðjudag 22. okt. Austurveri
Miðvikudag 23. okt. Domus
Fimmtudag 24. okt. Háteigsvegi
Fimmtudag 24. okt. Hamraborg
Föstudag 25. okt. Fjarðarkaup
Föstudag 25. okt. Mosfellsbæ
Súrefni og Essential olíur í nýjum andlitsmaska
frá Karin Herzog.
Essential Mask (+Essential Olis).
Súrefni og Essential olíur
gefa öruggan árangur.
Kynningar og fagleg ráðgjöf í Lyf og heilsu í október.
www.lyfja.is
20% kynningar afsláttur
af allri Karin Herzog línunni
WWW.FORVAL.IS
Sjúkra- aðhalds-, flug-
og nuddsokkar.
Græðandi, losar þig
viðfótrakann
Meyjarnar, Háaleitisbraut
Borgarnesapótek
Apótek Suðurnesja
SOLIDEA
BAS ET COLLANTS
Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Nýr lífsstíll
Bankastræti 3, s. 551 3635
Póstkröfusendum
BIODROGA
snyrtivörur
unnar úr lífrænt
ræktuðum jurtum