Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 17 ferðalög víkur. Í miðri viku var mátulega fá- mennt en gestum fjölgaði um helgar. Engir ágengir sölumenn Atli og Andrea eru sammála um að úrval veitingastaða sé gott í Calella og þau segja að hefðbundnir spánskir réttir séu vinsælastir þar sem mikið og glæsilegt úrval fiskrétta ræður ríkjum. „Handa börnunum var hægt að fá hamborgara, en þeir voru born- ir fram án brauðs en með frönskum kartöflum og salati. Veitingamenn í Calella eru ekkert að flýta sér að nú- tímavæðast, aðeins hluti veitinga- staða tekur t.d. greiðslukort. Við fór- um oftast á veitingahúsin við strandlengjuna því þá gátu börnin leikið sér í sandinum á meðan við luk- um máltíðinni. Þar sem Calella er að mestu heimsótt af Spánverjum og Mið-Evrópu mönnum er verðlag þar mjög gott.“ Þau segja að einhverjum kunni að finnast rólegheitin full mikil, en Calella er alveg laus við ágengni sölumanna og þar gat fólk verið allan daginn á ströndinni án þess svo mikið sem að reynt væri að selja ís handa börnunum, hvað þá dúka eða skart. „Einn daginn var víkin full af litlum seglskútum. Á hverju ári sigla félagar í seglbátaklúbbi einum norð- ur með ströndinni og heimsækja bæi og borgir. Í Calella var áð til hádeg- isverðar. Þetta var mikið „upplifelsi“ fyrir börnin, að vaða í flæðarmálinu og klifra um borð í litlar skútur er ævintýri sem gerist ekki á hverjum degi. Seinni part dagsins sigldu þær síðan norður með ströndinni.“ Nóg að skoða Fyrir þá sem ekki geta legið eirð- arlausir á stöndinni er fjöldi lítilla bæja sem áhugavert er að skoða. Í Kataloníu eru margar minjar frá tím- um Rómverja, kastalar, brýr og aðr- ar reisulegar byggingar. Ef fólk hef- ur áhuga að fara á sólarströnd, þar sem er rólegt en stutt í áhugaverða staði að skoða, þá er þetta rétti stað- urinn. Á Costa Brava ströndinni eru nokkrir vatnsrennibrautargarðar. Við fórum tvívegs í Aquaparc í Platja d’Aro, 20 mínútna akstur suður frá Calella. Þessi staður er útbúinn öllum þeim tækjum sem uppfylla þarfir barnafjölskyldu og á þeim tíma sem við vorum voru sjaldan biðraðir í tækin. Huggulegur og þrifalegur staður þar sem gestir koma byrgir af nesti. Í lok ferðarinnar gistu Andrea, Atli Már og börnin í Barcelona. „Enn leituðum við á Netinu og nú hjá Hotel Reservation Service (HRS). Netslóð sem leigir út herbergi á góðum hót- elum sem eru að koma út síðustu her- bergjunum á hálfvirði. Við leigðum íbúðarherbergi á Mariano Cabi, ný- uppgerðu hóteli þar sem vel fór um okkur fimm. Í þessu tilfelli fengum við svefnherbergi með sethorni og eldhúsi. Við borguðum 60 evrur fyrir tveggja herbergja íbúð en það hefði kostað um 120 evrur fyrir okkur að gista í miðborg Barcelona. Þar sem flug Flugleiða er seint að kvöldi frá Barcelona til Keflavíkur er upplagt að eyða deginum í miðborg Barcelona og skoða mannlífið. Ramblan var síðan gengin þar sem listamenn í hinum furðulegust bún- ingum og stellingum vöktu mikla hrifningu barnanna. Atli og Andrea voru með bílaleigu- bíl allan tímann og fundu út að það var hagstæðara að eiga viðskipti við bílaleigu í Girona en við alþjóðlegar bílaleigur. Bíllinn beið þeirra á flug- vellinum við komuna til Barcelona.  Nokkrar áhugaverðar vef- slóðir: Alþjóðleg íbúðarmiðlun: www.rent-a-holiday.com Íbúðarmiðlun í Calella: www.- finquesfrigola.com Upplýsingar um gistingu og af- þreyingu á Costa Brava: www.costabrava.com/english Upplýsingar um Barcelona: www.bcn.es/english Hótelið sem við gistum á í Barcelona: www.aparthotel- marianocubi.com Vefslóðin sem við pöntuðum gistingu hjá í Barcelona: www.hrs.com Bílaleigan sem við skiptum við: www.mariusrentacar.com KARÍBAHAFIÐ Hjólaferð og skemmtisigling Hafi einhverjir hug á því að fara í skemmtisiglingu í Karíbahafinu og hreyfa sig líka með því að hjóla þá er boðið upp á slíka samsetningu í ferð sem stendur yfir frá 26. jan- úar til 2. febrúar. Siglt er með Nor- wegian Sky. Á daginn er hjólað, far- ið í lautarferðir, sund og köfun. Á kvöldin er farið um borð í skemmti- ferðaskipið og gist þar. BANDARÍKIN Þakkargjörðarhátíð í Boston Dagana 28. nóvember – 1. desem- ber er á vegum Icelandair boðið upp á þakkargjörðarferð til Boston í Bandaríkjunum. Verðið er 59.220 krónur á mann í tvíbýli en 71.220 í einbýli. Auk flugsins er innifalin gisting á Tre- mont House í þrjár nætur, þakk- argjörðarmáltíð á The Bennigans, íslensk fararstjórn, rúta til og frá flugvelli er- lendis og flugvallar- skattar. Fararstjórar eru Einar Bollason og Karl Aspe- lund. Far- arstjórarnir bjóða upp á dagskrá, t.d. skipulagða gönguferð um Boston Common og nágrenni, ferð á Listasafn Isabellu Stewart Gardner og skoðunarferð um Boston Museum of Fine Arts.  Nánari upplýsingar er hægt að fá á söluskrifstofum Ice- landair og á www.icelandair.is.  Nánari upplýsingar fást á slóðinni www.bikeand cruise.com. Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.