Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 18

Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 18
Ný kynslóð Opel Vectra Stærri, betur búinn og hljóðlátari  HÁLSHNYKKSVÖRNIN í Volvo-bílum hefur hlot- ið hæstu einkunn í rannsókn á slíkum búnaði í 500 bílum sem gerð var af Thatcham, breskri rannsókn- armiðstöð trygg- ingafélaga. „Rannsóknir á til- raunastofum sýna aðeins hluta þeirrar virkni sem háls- hnykksvarnir gefa í raunverulegum árekstri. Það er ástæðan fyrir því að Volvo hefur fjárfest í meira en áratug í tilraunum og rannsóknum á árekstrum og greiningu á raunverulegum árekstrum, sem leiddi til þess að árið 1998 var kynnt til sögunnar ný bak- og hálshnykksvörn – WHIPS,“ segir Lotta Jak- obsson, talsmaður Volvo. WHIPS-kerfi Volvo er hannað sem vörn fyrir bak og háls við aftaná- keyrslu. Framsætið og hnakkapúðinn færist afturábak til að fylgja eftir högginu sem verður á höfði og efri hluta líkamans og dregur úr endurkasti fram á við sem verður við áreksturinn. WHIPS-kerfi Volvo fær hæstu einkunn  PORSCHE er sá bílaframleiðandi í heiminum sem hagnast mest allra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta jókst um 40% á fjárhagsárinu sem lauk 31. júlí sl. Einkum er þetta þakkað mikilli spurn eftir 911 og Boxster en hagnaðurinn fyrir skatta á fjár- hagsárinu nam 79,9 milljörðum ÍSK. Hagnaður eftir skatta jókst um 71%, í tæpa 40 milljarða ÍSK. Þrátt fyrir þetta dróst heildarsalan saman um 0,6%, fór í 54.234 bíla, en salan jókst hins vegar á dýrari bíl- unum, eins og 911. Áætlanir Porsche ganga út á að Cayenne-jeppinn, sem var frumsýndur á bílasýning- unni í París í síðasta mánuði, auki söluna um 50%. Cayenne Turbo kostar frá framleiðanda 100 þúsund evrur, eða sem svarar til 8,6 milljóna ÍSK. Hámarks- hraði bílsins er 266 km á klst. og hröðun úr kyrr- stöðu í 100 km á klst. tekur 5,6 sekúndur. Hagnaður Porsche jókst um 71% ÞAÐ er ávallt sérstakt að setj- ast upp í Porsche. Þetta er ein- hver umtalaðasti og nafntog- aðasti sportbíll sögunnar og fáanlegur í mörgum útfærslum. Porsche 911 er framleiddur með afturdrifi eingöngu, fjórhjóla- drifi, beinskiptur eða sjálfskipt- ur með Tiptronic-valskiptingu í stýri, með þaki eða blæju og Targa, sem er glerþak sem með einum hnappi er hægt að opna. Í vikunni gafst kostur á því að aka Porsche 911 Carrera 2 Targa sem Bílabúð Benna selur. Porsche-sportbílarnir verða stöðugt tæknilega fullkomnari og um leið aflmeiri. 911 Carrera var með 3,4 l, 300 hestafla vél, en nú er hann kominn með 3,6 lítra, sex strokka, 320 hestafla véli og hjartað byrjar strax að slá örar þegar bíllinn er gang- settur. Hljóðið frá vélinni lætur eins og ljúfasta tónlist í eyrum, ekki Debussy eða Ravel, miklu heldur Mahler eða Wagner. Þetta er mikið afl fyrir ekki stærri og þyngri bíl og allt fer það til afturhjólanna. Ólíkt flest- um öðrum bílum er vélin við aft- urhjólin og þyngdardreifingin er engu að síður á þann veg að bíll- inn er líkastur kartbíl í beygj- um. Þetta skilja þeir og kunna að meta sem hafa ekið kartbíl. Það magnaða við Porsche er hve auðvelt er að aka honum. Bíllinn leikur í höndum manns og er eins og klæðskerasaumað- ur utan um hvaða ökumann sem er. Það sem gerir málið einfald- ara er að ekkert í aksturseig- inleikunum kemur á óvart – þetta er ekki kenjóttur bíll. Veg- gripið er mikið; bíllinn er á breiðum lágprófilbörðum, 18 tommum, og þótt prófunarbíll- inn hafi ekki verið með vind- skeið lá hann sem límdur við malbikið. Uppgefinn hámarks- hraði er 285 km á klst. og eyðsla í blönduðum akstri 11,8 lítrar. Hröðunin í þessum rúmlega 1.300 kg þunga bíl er áhrifarík og það fer ekkert til spillis með PSM-kerfi Porsche, sem er í senn spólvörn og skrikvörn. Ökumaður getur síðan fullkom- lega einbeitt sér að akstrinum og veginum því Tiptronic-skipt- ingin er með tökkum í stýrinu í anda Formula 1 bíla. Uppgefin hröðun er 5,2 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km á klst. Porsche hefur alltaf verið þekkt fyrir smíði á frábærum hemlabúnaði. Í Targa-bílnum er hægt að negla bílnum af 100 km hraða niður í kyrrstöðu á 2,9 sekúnd- um. Stórir, loftkældir diskar eru á öllum hjólum og diskarnir eru gegnboraðir til að auka kæl- inguna, en mesti óvinur hemla- kerfa er of mikill hiti á bremsu- skálum. Og hvað kosta svo herlegheit- in? Níu milljónir og átta hundr- uð þúsund. Morgunblaðið/Þorkell Targa, bíllinn með glerþakið, kostar 9,8 milljónir kr. Með 320 hestöfl og skiptingu í stýri Það leikur ævintýraljómi yfir Porsche þessa dagana. Fyrirtækið skilar methagnaði og nýir, aflmeiri og tæknilega fullkomnari bílar streyma frá fyrirtækinu. Guðjón Guðmundsson kynntist einni af gersemunum, Carrera 2 Targa, á dögunum og naut þess út í æsar. Porsche 911 Carrea 2 Targa — 320 hestöfl, 5,2 sek- úndur í 100 km/klst. Tvö stór útblástursrör og sverir barðar. Vélin er að aftan. Leður í öllu, Bose-hljómtæki og Tiptronic-skipting í stýri. Með götuðum diskum er hemlunin úr 100 km hraða 2,9 sekúndur. gugu@mbl.is Vél- og gírbúnaður: Vél aftur í. Fjöldi strokka: Sex, vatnskæld. Slagrými: 3.596 rsm. Hestöfl: 320 við 6.800 sn./mín. Tog: 370 við 4.250 sn./mín. Þjöppuhlutfall: 11,3:1. Drif: Afturhjóladrifinn. Þyngd (beinskiptur/ Tiptronic S): 1.320/ 1.365 kg. Hámarkshraði: 285 km/klst. 0–100 km/klst: 5,2 sekúndur. 0–160 km/klst: 11,5 sekúndur. Hemlun 100–0 km/klst: 2,9 sekúndur. Bensíneyðsla: 11,8 l í blönduðum akstri. Heildarlengd: 4.430 mm. Heildarbreidd: 1.765 mm. Heildarhæð: 1.305 mm. Hjólhaf: 2.350 mm. Dekkjastærð (fram/ aftur): 225/40 ZR 18- 265/35 ZR 18. Porsche 911 Carrera 2 Targa Láttu þér ekki verða kalt í bílnum. Fjarræsibúnaður í sjálfskipta bíla frá Clifford og Avital.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.