Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 19
bílar
LÍTIÐ franskt fyrirtæki að nafni
P.G.O. hefur helst unnið sér til
frægðar að endursmíða fyrir markað
Porsche 356 Speedster. Fyrirtækið
getur framleitt 14 slíka bíla á mán-
uði. Á bílasýningunni í París sýndi
P.G.O. lítinn roadster sem byggður
er á gömlu VW roadster útliti. Bíllinn
heitir RSR og er hinn glæsilegasti.
Þetta er tveggja sæta sportbíll
byggður á röragrind og yfirbygging-
in er úr trefjagleri. Hann er 3,77 m
langur, 1,72 m á breidd og 1,24 m á
hæð og hjólhafið er 2,25. Vélin er
miðjusett og þverstæð, fjögurra
strokka með sextán ventlum og
tveimur yfirliggjandi knastásum.
Hún skilar að hámarki 177 hestöflum
við 6.000 snúninga á mínútu. Við
hana er tengdur fimm gíra hand-
skiptur kassi og hröðun úr kyrrstöðu
í 100 km á klst. er sögð vera innan við
7 sekúndur. Hámarkshraðinn er 200
km/klst. Fjöðrun er sjálfstæð á öllum
hjólum og öflugur bremsubúnaður er
til staðar, þ.e. diskar á öllum hjólum
með kælingu. Bíllinn situr á 18
tomma dekkjum og það er afturhvarf
til sjötta og sjöunda áratugarins í
hönnun bílsins. Aðeins verða fram-
leiddir 99 bílar og verða þeir sér-
merktir eigandanum. Verðið er frá
35 þúsund evrum, rétt rúmum 3
milljónum ÍSK. Áhugasamir geta
sett sig í samband við P.G.O. og
heimilisfangið er: Automobiles
P.G.O. 181, Rue G. Guynemer, 34130
Mauguio.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
RSR Speedster er framleiddur í aðeins 99 eintökum.
RSR Speedster
MARGIR sem sáu Minority Report,
framtíðarkvikmynd Stevens Spiel-
bergs, muna eftir farartækjunum
sem lutu engum lögmálum eðlis-
fræðinnar. Á bílasýningunni í París
sýndi Lexus einn af aðalleikurunum,
tveggja sæta hugmyndabíl fyrir árið
2054. Spielberg skýrir val sitt þannig
að hann hafi leitað eftir samstarfi við
Lexus til þess að sýna hvernig fram-
tíðin gæti litið út varðandi sam-
göngukerfi og samgöngutæki á
hraðbrautunum eftir hálfa öld. Bíll-
inn vakti talsverða athygli í París.
Hann er kraftalegur á að líta með
næstum láréttum fram- og afturrúð-
um og vandséð hvað snýr fram og
hvað aftur. Hver veit nema að þeir
sem eru að fæðast núna eigi eftir að
aka sambærilegu ökutæki eftir hálfa
öld, þá vitaskuld knúið vetni eða
kannski bara lofti?
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Hvað er fram og hvað er aftur?
Framtíðarbíll fyrir 2054
MENN hafa heyrt um
tvinnbíla, rafbíla og
vetnisbíla en fæstir
vita að framleiddur hef-
ur verið bíll knúinn
samþjöppuðu lofti. Bíll-
inn atarna var kynntur
ábílasýningunni í París
í síðasta mánuði og
heitir PHEV (Pneum-
atic Hybrid Electric
Vehicle). Þetta er
vissulega tvinnbíll því
hann gengur jafnt fyrir
litlum rafmótor sem og
vél sem knúin er með
samþjöppuðu lofti.
Hefðbundinn
sprengihreyfill vinnur
þannig að rafneisti kveikir í eldsneyt-
isblöndu (bensíni eða dísilolíu) inni í
strokkhólfinu og við sprenginguna
þenst stimpillinn upp og í endanlausri
röð sprenginga verður aflið til sem
knýr hjólin. Loftvélin á hinn bóginn þarf
ekki eldsneyti heldur eingöngu sam-
þjappað loft sem þenst út og hreyfir
stimpilinn. Loftvélin er eingöngu notuð
til að knýja bílinn áfram þegar farið er
upp brekku eða þegar skyndilega er
þörf fyrir hraðaaukningu, eins og t.a.m.
þegar tekið er af stað. Í bílnum er
tölvukerfi sem sér um að skipta á milli
orkugjafanna, þ.e. rafmótorsins og
loftvélarinnar. Þegar bíllinn hefur náð
10–20 km hraða tekur rafmótorinn við
og nær að knýja bílinn upp í allt að 120
km hraða á klst.
Ólíkt mörgum öðrum tvinnbílum og
sérstaklega rafbílum vegur PHEV ekki
meira en hefðbundinn bíll með sprengi-
hreyfli. Ástæðan er sú að ekki er þörf
fyrir kveikjukerfi, kælikerfi, eldsneyt-
istank og útblásturskerfi ásamt hljóð-
kútum. Í stað þessara hluta er að finna
íbílnum endurhlaðanlegar rafhlöður,
loftþrýstidælu og loftþrýstitank.
Energine, fyrirtækið sem hefur hannað
PHEV, segir að innan tíðar verði hægt
að framleiða bílinn á svipuðu verði og
hefðbundna bíla af sambærilegri
stærð.
Það þarf vart að taka það fram að
PHEV er mengunarlaus bíll sem notar
andrúmsloftið og þjappar því saman
og skilar því aftur frá sér hreinu. Vélina
áað vera hægt að nota einnig í flug-
vélar, skip, kafbáta og í ýmiss konar
landbúnaðar- og iðnaðartæki.
Eini vandinn sem ennþá blasir við bíl
af þessu tagi er lítil ending og hár
kostnaður við endurhlaðanlegar raf-
hlöður. Helstu bílaframleiðendur heims
vinna hins vegar hörðum höndum að
þróun nýrra tegunda rafhlaðna og þá
má jafnvel vænta þess að hægt verði
að markaðssetja PHEV.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
PHEV er knúinn með lofti og af rafmótor.
Bíll sem gengur
fyrir loftinu
JARÐVATNSBARKAR
Stærðir 50—100 mm
Lengd rúllu 50 m
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
Ármúla 21, sími 533 2020
Stærðir 50—80
og 100 mm.
Lengd rúllu 50 mtr.
Tilvalið þar sem ræsa
þarf fram land. Vara
sem vinnur með þér,
auðveld í meðhöndlun.
MAX VOLUME
MASCARA
Max
Volume
NÝTT!
.Hámarks þykkt.Hámarks lengd.Hámarks fegurð
Veronika notar Max Volume maskara nr. 46
fyrir þína fegurð
með þrívíddaráhrifum