Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 22
Einn góður …
Hefurðu heyrt mannamál en engan séð? Hafa hlut-
ið horfið úr herberginu þínu á dularfullan máta?
Hefurðu fundið skyndilegan kaldan gust umlykja
þig? Eða séð furðulega skugga á vappi í herberginu
þínu þegar þú ferð að sofa? Draugagangur getur
nefnilega birst á margan hátt, og ef þú hefur orðið
hans var/vör geturðu reynt eftirfarandi ráð.
1Fyrst þarftu að útbúa altari. Settu hvítan dúk áborð og horfðu í austur þegar þú situr eða
stendur við altarið þitt fína.
2Á altarið skaltu raða fjórum hlutum. Í austur(fjær þér) á reykelsi að brenna. Í vestur (næst
þér) stendur vatnsglas, í norðri (á vinstri hönd)
leggurðu disk með einni skeið af sjávarsalti, í suðri
(á hægri hönd) kemurðu fyrir einu hvítu kerti.
3Fyrst kveikirðu á kertinu og reykelsinu (ertu bú-inn að spyrja um leyfi?), en síðan þarftu að
vígja vatn, því vígt vatn er bráðnauðsynlegt þegar
átt er við pirrandi drauga. Þá signir þú þig þrisvar
yfir saltinu og biður Guð að blessa það. Þú gerir það
sama við vatnið, og hellir síðan saltinu í glasið, og
signir þig þrisvar yfir saltvatnsupplausninni.
4Nú skaltu nota teskeið til að skvetta vígðavatninu í kringum þig, á staðinn þar sem þú
hefur fundið fyrir draugaganginum og gott er að
láta nokkra dropa á rúmið sitt.
Ráð gegn draugagangi
Hulda Viktorsdótt-
ir er átta ára nem-
andi í Rimaskóla í
Grafarvoginum.
Hún fór fyrstu sýn-
ingarhelgina að sjá
leikritið um Bene-
dikt búálf, og
fannst mjög gaman.
„Kennarinn minn
er búinn að lesa
bækur númer 2 og
3 um Benedikt, og
er núna að lesa
fyrstu bókina,“ seg-
ir Hulda sem þekkti
leikritapersónurn-
ar því vel. „Leikrit-
ið er bara pínulítið öðruvísi. Benedikt kannski
smá fyndnari en í bókunum,“ útskýrir hún. Henni
fannst Dídí líka skemmtileg og í raun engin per-
sóna leiðileg, ekki einu sinni vondu karlarnir.
„Mér fannst þeir eiginlega fyndnir,“ segir hún.
„Selma sem leikur álfadrottninguna var mjög
flott, en mér brá smá að sjá að hún er með barn í
maganum,“ segir Hulda, og bætir við að öll lögin í
leikritinu voru skemmtileg, og allt hafi verið frá-
bært. „Leikritið er fyrir 4ra ára og eldri, því sum-
ir litlir krakkar fóru að gráta undan Jósafat
mannahrelli,“ segir þessi ánægði leikhúsfari að
lokum og mælir eindregið með Benedikt búálfi.
Krakkarýni: Benedikt búálfur
Hulda 8 ára.
Morgunblaðið/Þorkell
Allt skemmtilegt
Nú þegar daginn tekur að stytta og myrkrið
ræður ríkjum er meira en vel við hæfi að vera
með smá draugagang og læti. Ekki satt? Hvað
er betra á löngum vetrarkvöldum, en að hjúfra
sig upp við hvort annað og segja hrollvekjandi
draugasögur? Búúúú!
Draugum líður illa
Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að
draugar séu helst fólk sem dó á hræðilegan
hátt, þeir sem líður illa í gröf sinni, þeir sem
voru illmenni í lífinu, þeir sem elskuðu peninga
sína mest af öllu og þeir sem voru hataðir.
Þeim líður svo hrikalega illa eftir dauðann að
þeir gera allt sem þeir geta til að hrella eftirlif-
andi með alls kyns prettum og djöfulgangi.
Dæmi eru um að afturgöngur drepi morðingja
sinn til að hefna sín. Flestir draugar gera fólki
þó ekki mein en eru með ólæti heima hjá því,
og stundum eru sérstakir draugabanar fengnir
til að kveða niður drauga. Það gerist enn þann
dag í dag. Ó já.
Góðar og vondar fylgjur
Það eru til mjög góðir draugar eða fylgjur
sem vernda manneskjuna sem þær fylgja. En
það eru líka til neikvæðar fylgjur, og sögðum
við frá þeim – mórum og skottum – í upphafi
árs. Þeir eiga
það til að fylgja
manneskju alla
ævi eða fjöl-
skyldu í margar
kynslóðir. Karl-
kynsdraugarnir
heita mórar en
kvenkyns-
draugarnir,
sem eru mun
grimmari, heita
skottur. Þetta
eru vondir
draugar sem
birtast fólki af
og til, bæði í
draumum og í vöku, og hræða það svo hrylli-
lega að sumir hafa dáið úr hræðslu. Hér kemur
ein saga.
Ábæjar-Skotta
Jón bóndi bjó á Ábæ og hét dóttir hans Guð-
björg. Þegar hann lá banaleguna gaf hann
henni sauðarlegg með töppum í, og sagði henni
að taka ekki tappann úr nema mikið lægi við.
Bóndinn dó og Guðbjörg giftist Eiríki
nokkrum.
Þá bjó bóndi á Tinn-
árseli sem Sigurður
hét, hann var erfiður
nágranni og vildi alls
ekki að kindurnar af
Ábæ kæmi á túnið
sitt, og vildu hjónin á Ábæ hrekja hann í burtu.
Þá datt Guðbjörgu í hug að taka tappann úr
leggnum og rauk þá út reykjargufa sem dróst
saman og varð að skottu. Guðbjörg skipaði
henni að hrekja Sigurð burt. Skottan lék Sig-
urð svo grátt að hann fór á aðra bæi að sofa því
hann sagðist engan frið hafa heima fyrir djöfli
þeim sem ásækti sig. Um vorið flúði Sigurður
síðan kotið. Þá fór Skotta heim til Guðbjargar
og spurði hvað hún ætti nú að gera. Guðbjörg
vissi það ekki, svo Skotta fór að kvelja hana. Að
lokum varð Guðbjörg brjáluð og hefur geðveiki
síðan verið algeng í hennar ætt.
Skemmtilegar og spennandi
Það er undir hverjum og einum komið hvort
hann kýs að trúa draugasögum. En eitt er víst
að íslenskar draugasögur eru skemmtilegar og
spennandi. Það má lesa fullt af þeim á Netinu
ef farið er inn á slóðina: www.snerpa.is/net/
thod/draug.htm, en flestir kannast t.d við
Djáknann á Myrká. Ef þú vilt lenda í annars
konar draugaspennu farðu þá inn á:
www2.gardabaer.is/bokasafn/draugar.htm
...ef þú þorir!
Í næsta blaði verður síðan fjallað um hina
hrollvekjandi bandarísku hrekkjavöku.
Fylgist með!
Kanntu góða draugasögu?
Eldgamlir íslenskir draugar lifna við
Móri og skotta.
Hún: Mér varð stöðugt hugsað til þín í gær.
Hann: En gaman. Hvað varstu að gera?
Hún: Ég var í dýragarðinum!
Ef þú finnur
ekki fyrir nein-
um draugagangi
en ert til í smá
spennu, geturðu
kannski platað
vini þína – bara smá. Það er hægt að láta líta
út fyrir að kerti sé logandi í vatnsglasi í
myrku herbergi. Það er draugalegt!
Það sem til þarf
✔ Lítil glerrúða u.þ.b. 20x20 sm
✔ Kennaratyggjó
✔ Glas með vatni
✔ Kerti og eldspýtur
✔ Nokkrar bækur
✔ 1 stk. fullorðinn aðstoðarmann
Það sem gera skal
1 Festu rúðuna upp á rönd á borðinu með
kennaratyggjóinu.
2 Settu vatnsglasið öðrum megin við
rúðuna, kertið hinum megin.
3 Raðaðu bókunum upp fyrir framan kertið
svo það sjáist ekki.
4 Færðu vatnsglasið til þannig að kertið
sýnist vera í því.
5 Vertu búin/n að segja vini þínum frá
draugagangi í húsinu og bjóddu honum svo
inn í herbergið og athugaðu viðbrögðin!
Barnabrall
Draugabragð
Ekkert er auð-
veldara en að búa
til draugabúning og
hræða þannig vini og
vandamenn.
Biddu pabba eða mömmu
um gamalt lak sem þið eruð
hætt að nota. Brjóttu það saman
og klipptu neðan af því svo það passi
við þína hæð.
Síðan þarf að fá hjálp við að klippa út
göt fyrir augun, en bara EFTIR að hafa
fundið út rétta sídd, annars getur allt farið
í vaskinn. Það er draugalegra að halda
höndunum undir lakinu, ef þér finnst það
óþægilegt má klippa göt fyrir hendurnar.
Kanntu einhver draugaleg hljóð?
Draugabúningur
Nú er komin út bók eftir Sigrúnu Eldjárn
sem heitir Draugasúpan. Þar er að finna
uppskrift að hollri og ljúffengri drauga-
súpu fyrir alla krakka sem ekki hræðast
drauga, eða vilja ná sér niðri á þeim!
Að minnsta kosti átján stórar
og loðnar kóngulær,
svo sem eins og tvo og hálfan
desilítra af leðurblökum,
hnefafylli af fersku illgresi,
blönduð skordýr af ýmsu tagi
og svo auðvitað eitt stykki
lítinn og ferskan DRAUG!
Að sjálfsögðu
getið þið gert
ykkar eigin
uppskrift af
draugasúpu, en
hún verður auð-
vitað að inni-
halda draug.
Verði ykkur að
góðu, smjatt og
rop!
Draugasúpa
Nammi namm?