Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 27
leika á ýmis hljóðfæri ungur að aldri.
Hann er núna vel metið tónskáld og
hann og eiginkona hans, Maya,
sömdu tónlistina fyrir Onegin
Mörthu. Magnus hefur einnig samið
lög fyrir poppsveitina All Saints og
stýrði upptökum á helmingnum af
lögunum á fyrstu plötu hennar.
Sophie Fiennes
er 35 ára og óx úr grasi klemmd
milli fimm bræðra og einnar systur.
Hún hafði mikla samúð með móður
sinni þegar hún glímdi við uppeldi
alls þessa liðs. „Þegar við urðum
unglingar var þetta yfirþyrmandi
verkefni; hún var umkringd skítug-
um fötum, illa lyktandi unglings-
strákum og fólki sem sí og æ krafðist
þess að vera fætt og klætt,“ segir
hún. Hún er nú ljósmyndari, leik-
myndahönnuður, handritshöfundur
og leikstjóri tveggja heimildamynda,
auk þess að hafa verið meðframleið-
andi einnar leikinnar bíómyndar.
Sophie lék aukahlutverk í Onegin
hjá systur sinni en hefur ekki áhuga
á frekari frama á því sviði.
Jacob Fiennes
er tvíburabróðir Josephs, 32 ára,
og sá eini af Fiennes-börnunum sem
ekki starfar í listum og býr í London.
Hann er veiðivörður í Norfolk á
landareign Sir Nicholas Bacon.
Hann segist hafa orðið stoltastur yf-
ir þeim árangri að vinna bikarverð-
laun í lax- og rjúpuveiðum í Inver-
ness. Að skólanámi loknu hafði hann
farið til Ástralíu og unnið á bónda-
bæ. „Ég er gjörólíkur öðrum í fjöl-
skyldunni því ég er í eðli mínu sveita-
strákur og kýs rólegt líf,“ segir hann.
Joseph Fiennes
var lengi í skugga eldri bróður
síns sem leikari og þeir Jacob þurftu
snemma að berjast til að fá athygli á
heimili sem þegar var orðið fjöl-
mennt. „Að vera yngstur þýddi æv-
intýralega ringulreið. Sífellt var ver-
ið að ota að manni vaxlitum,
málningu, teikningum og bókum til
að maður yrði til friðs,“ segir hann.
Sextán ára innritaðist hann í árs-
langt listnám en uppgötvaði, eins og
Ralph stóri bróðir, að hann hefði
mun meiri áhuga á leiklistinni. Hann
fór að vinna með Young Vic-leikhús-
inu og hóf svo nám við Guildhall-leik-
listar- og tónlistarskólann. Fyrsta
sviðshlutverkið var í A Month in the
Country á móti Helen Mirren en síð-
an komu nokkur sjónvarpshlutverk,
m.a. með Ralph bróður í Lawrence
After Arabia. Fyrsta kvikmynda-
hlutverkið var í Stealing Beauty eftir
Bernardo Bertolucci, ekki stórt en
dugði til þess að vekja athygli á leik-
aranum svo að tveimur árum síðar,
1998, lék hann aðalhlutverk í tveim-
ur vinsælum stórmyndum frá tímum
Elísabetar drottningar, elskhuga
Cate Blanchett í Elizabeth og sjálfan
Shakespeare í hinni ofmetnu Shake-
speare in Love. Síðan hafa komið
m.a. Enemy at the Gates og Dust, og
framundan eru fjórar bíómyndir
með Joseph Fiennes í aðalhlutverk-
um, svo hann er nú endanlega kom-
inn út úr skugga bróður síns.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 27
bíó
MIKAEL Torfason og Zik Zak-kvik-
myndir eru nú að vinna að fjármögn-
un næstu bíómyndar Mikaels en
frumraunin Gemsar var sýnd fyrr á
þessu ári. Nýja myndin, sem Mikael
skrifar einnig handrit að, heitir The
Boys og hefur danska kvikmynda-
fyrirtækið Nimbus Film, sem verið
hefur atkvæðamikið undanfarin ár
og m.a. framleitt Festen, gerst með-
framleiðandi. Að sögn Mikaels
standa nú yfir viðræður við stærsta
kvikmyndafyrirtæki Norðurlanda,
Nordisk Film, um að taka þátt í gerð
The Boys. „Þeir hafa mikinn áhuga
en ekkert hefur
enn verið undir-
ritað,“ segir
hann. „Aðild
Nordisk Film er
mikilvæg því fyr-
irtækið á flest
kvikmyndahús í
Danmörku og
hefur tekið þátt í
framleiðslu
flestra danskra
bíómynda, m.a. mynda Nimbus
Film.“
Mikael segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann hafi í mörg ár unnið
að handriti The Boys. „Þetta er í eðli
sínu fjölþjóðlegt drama í anda East
is East og jafnvel Billy Elliot en þó
með þeim ferska vinkli að sagan
fjallar um dansk-íslenska fjölskyldu
og samskipti innan hennar. Faðirinn
er íslenskur útlendingur í Danmörku
sem vill fá að vera með í dönsku sam-
félagi en hefur gengið illa. Hann
reynir þá að upplifa þetta samfélag
gegnum syni sína og fer langt með að
rústa fjölskylduna vegna þess.“
Hann segir að fjármögnunarvinna
sé nú í fullum gangi og er leitað sam-
starfsaðila víða um lönd. „Okkur
gengur mjög vel að laða að verkefn-
inu flotta samstarfsaðila en fram-
haldið veltur nokkuð á þróun sjóða-
mála heima á Íslandi,“ segir Mikael
sem búsettur er í Kaupmannahöfn.
„En hér í Danmörku erum við komn-
ir í startholurnar og draumaplanið
er að fara í tökur í lok næsta sum-
ars.“
Ný skáldsaga Mikaels, Samúel, er
væntanleg nú fyrir mánaðamótin á
Íslandi og sú síðasta, Heimsins
heimskasti pabbi, kemur m.a. út í
Danmörku á næstu vikum.
Nimbus Film í Danmörku meðframleiðandi Zik Zak að næstu mynd Mikaels Torfasonar
The Boys er dönsk-íslensk fjölskyldusaga
Mikael Torfason:
Kominn í starthol-
urnar í Danmörku.
Sterkur
B-Complex
FRÁ
FRÍHÖFNIN
Öflugur og öruggur
A
llta
f ó
d
ýrir
H
á
g
æ
ð
a
f
ra
m
le
ið
sl
a
-fyrir útlitið