Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 2

Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍR-ingar skelltu KR-ingum í Seljaskóla / B3 Þórsarar sterkari en KA í Akureyrarslagnum / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r26. o k t ó b e r ˜ 2 0 0 2 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Sigurhönnu Vilhjálms- dóttur, 39 ára, í 8 ára fangelsi fyrir manndráp að kvöldi 6. mars sl. Ákærðu var gefið að sök að hafa ráðist á sambýlismann sinn, Steindór Kristinsson, sem nýorðinn var 50 ára, á heimili þeirra á Grettisgötu, og stungið hann þrisvar sinnum með hnífi í brjóstkassa og kvið, þar af tveimur djúpum stungum, með þeim afleiðingum að hann lést hinn 24. mars af lungnabilun vegna bráðrar lungnabreytingar og lungnabólgu sem var afleiðing atlögu ákærðu. Í niðurstöðum dómsins segir að ákærða muni ekki eftir því vegna ölv- unar þegar Steindór fékk áverkana af hnífnum og taldi dómurinn ljóst að hún hefði verið mjög ölvuð þegar at- burðurinn varð. Fyrir dómi sagði hún sambýlismann sinn hafa barið sig í andlit fyrr um kvöldið og studdist það við annað í málinu. Talin hafa reiðst sambýlis- manni sínum heiftarlega Dómurinn taldi ljóst að ákærða hefði reiðst sambýlismanni sínum heiftarlega þegar henni var sagt að hann hefði slegið dóttur hennar. Sam- kvæmt frásögn vitna taldi dómurinn sannað að ákærða hefði í mikilli reiði tekið morðvopnið í eldhúsinu og síðan veist að Steindóri með því þar sem hann sat í sófa í stofunni og stungið hann þrisvar á hol. Af því sem tveir lögreglumenn höfðu eftir ákærðu eft- ir verknaðinn taldi dómurinn ljóst að fyrir henni hefði vakað beinlínis, með- an á árásinni stóð, að bana Steindóri. Dómurinn taldi þó að þessi ásetning- ur hefði ekki vaknað með henni fyrr en rétt áður en hún framdi verknað- inn. Við ákvörðun refsingar taldi dómurinn að ekki yrði litið framhjá því að verkið var unnið í snöggu heift- arkasti og að ákærða hefði mátt þola viðvarandi kúgun og ofbeldi af hendi hins látna. Dómurinn taldi ennfremur að byggja yrði á þeirri frásögn ákærðu að í eitt skipti, hálfum mánuði fyrir atburðinn, hefði hinn látni gert hrottalega á hlut hennar. Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari og dómsformaður fjölskipaðs dóms héraðsdóms, kvað upp dóminn. Með- dómendur voru héraðsdómararnir Benedikt Bogason og Þorgerður Er- lendsdóttir. Verjandi ákærðu var Hilmar Baldursson hdl. Málið sótti Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Banaði sambýlismanni sínum með hnífi á heimili þeirra Dæmd í átta ára fang- elsi fyrir manndráp Í EINU rótgrónasta vígi reyk- vískra ungmeyja, Kvennaskólanum í Reykjavík, hafa nokkrir skólapilt- ar tekið sig saman og stofnað karlakór sem hefur hlotið það virðulega en mótsagnakennda nafn Karlakór Kvennaskólans í Reykja- vík. Æfingar hafa staðið í einn og hálfan mánuð og undir fumlausri stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur, kórstjóra og þýskukennara í hjá- verkum, stefna þeir ótrauðir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni. Þegar Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu í gær voru nokkrir kór- félaganna að vandræðast með þverslaufurnar en með góðri hjálp tókst að festa þær allar á sinn stað. Kórinn er að öllu jöfnu ekki svona prúðbúinn á æfingum en kórstjór- inn hafði gefið ströng fyrirmæli um að í tilefni af komu ljósmynd- ara skyldu allir vera í hvítri skyrtu með þverslaufu. Engar undan- þágur voru veittar og þeim var um- svifalaust vísað á dyr sem ekki mættu í slíkum klæðnaði. Eflir samkennd karlmannanna Hugmyndin að karlakórnum kemur frá nemendum, þ.e. karl- kyns nemendum. Augljóslega hef- ur hugmyndin fallið vel í kramið því að um 30 piltar mæta á æfingar kórsins. „Það er kannski ekkert karlmannlegt að vera í kór en þar sem þetta er karlakór þá sleppur það nú,“ sagði einn kórfélaganna við blaðamann, en allir þóttust þeir vissir um að kórinn yrði afburða vinsæll. „Fólk getur farið að panta strax, listinn er að fyllast,“ sagði annar og benti áhugasömum á að hringja bara á skrifstofu Kvenna- skólans og biðja um Hólmfríði. Tenórarnir Benedikt Karl Grön- dal, Daði Halldórsson og Torfi Stefán Jónsson voru ekki á því að stúlkurnar litu þá hornauga fyrir að taka þátt í kórstarfinu, þvert á móti. Torfi var einn af hvatamönn- unum að stofnun kórsins og hann segir kórstarfið snúast jafnt um söng sem félagsstarfið. „Við erum að efla samkennd karlmanna í skólanum. Við erum það mikill minnihluti að við verðum að sýna mátt okkar og megin,“ segir Torfi. „Svo getum við sagt karlrembu- brandara án þess að nokkur gagn- rýni okkur,“ segir hann og hlær digurbarkalega enda engin stúlka nálægt. Aðspurðir segja þeir að Hólmfríður kórstjóri sé nokkuð ráðrík hvaða lög kórinn syngi. „Við verðum alltaf undirokaðir hvernig sem fer, það skiptir engu máli hvað við gerum,“ segir Torfi. Í Kvenna- skólanum er líka blandaður kór og eitthvað hafa stúlkurnar rætt um að þær þurfi líka sína sérsveit eins og strákarnir. Hólmfríður kórstjóri óttast þó ekki að blandaði kórinn leysist upp og aðeins starfi karla- og kvennakórar í skólanum. „Ég held að kynin hafi nú alltaf gaman af því að koma saman, ég held að við týnum því ekkert.“ Kvennaskólinn kominn með eigin karlakór Morgunblaðið/Kristinn „Halda tóninum, strákar,“ sagði Hólmfríður Friðjónsdóttir kórstjóri við Karlakór Kvennaskólans í Reykjavík. ÖRLYGUR Sigurðs- son listmálari lést á Droplaugarstöðum að kvöldi 24. október eftir langa sjúkdómslegu. Örlygur fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1920 en ólst upp á Ak- ureyri. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar skóla- meistara og Halldóru Ólafsdóttur. Örlygur lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1940 og hélt til Bandaríkjanna og lagði stund á myndlist til 1945. Á árunum 1948 til 1949 starfaði hann í París. Örlygur þótti fjölhæfur listamað- ur, jafnvígur á penna sem pensilinn. Hann hélt fjölmargar myndlistar- sýningar þar sem verk hans endur- spegluðu oft óvænta sýn á umheiminn. Hann þótti afar fær teiknari og hafði unun af því að draga upp svipmyndir augna- bliksins af andlitum og umhverfinu. Hann samdi, myndskreytti og gaf út fimm bækur, þar sem form og efni voru öðruvísi en áður þekktist. Þessar bækur þóttu lýsa kímnigáfu hans og lífssýn. Örlyg- ur átti löngum mikil og góð samskipti við Morgunblaðið og liggur hér eftir hann fjöldi greina. Árið 1946 kvæntist Örlygur eftir- lifandi eiginkonu sinni, Unni Eiríks- dóttur kaupkonu. Börn þeirra eru: Sigurður listmálari, fæddur 1946, og Malín fatahönnuður, fædd 1950. Andlát ÖRLYGUR SIGURÐSSON JEPPI valt á Vatnaleið á Snæfells- nesi í gærkvöldi. Í bílnum voru kona og tvö börn sem farið var með á heilsugæslustöðina í Stykkishólmi. Þau voru ekki talin alvarlega meidd. Konan missti stjórn á jeppanum í hálku með þeim afleiðingum að hann valt niður vegkant. Að sögn lögregl- unnar í Stykkishólmi er mesta mildi að ekki fór verr og talið að örygg- isbeltin hafi bjargað miklu. Bílvelta á Vatnaleið ♦ ♦ ♦ „ÞAÐ er alveg greinilegt að þarna er um skipulögð skemmdarverk að ræða,“ segir Júlíus Sigurðsson, verkstjóri hjá AFA-JCDecaux, sem á og hefur umsjón með strætóbið- skýlum á höfuðborgarsvæðinu. Á einum sólarhring, frá fimmtudags- kvöldi og þar til í gærdag, voru um 20 skýli skemmd verulega og er tjón- ið að sögn Júlíusar talið vera á aðra milljón króna. Strætisvagnabílstjór- ar hafa látið vita af skemmdunum, en engin vitni að skemmdarverkunum hafa enn látið heyra í sér. „Við erum tilbúin að greiða fé fyrir upplýsingar um skemmdarverkin, því þetta er þvílíkt tjón.“ Hann segir annað slagið vera unn- in skemmdarverk á skýlunum á höf- uðborgarsvæðinu en að þessu sinni hafi um 20 skýli, vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, verið eyðilögð. Því gruni fyrirtækið að um skipulagt skemmdarverk hafi verið að ræða. „Ástandið hefur verið mjög gott í sumar og haust. Síðan kemur þetta,“ sagði Júlíus. „Það er borðleggjandi að þarna hafa einhverjir verið að verki sem keyra um og eyðileggja.“ Skemmdir unnar á 20 biðskýlum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.