Morgunblaðið - 26.10.2002, Síða 6
Varasjóður
húsnæðis-
mála flyst
um set
Störf flutt til
Sauðárkróks
ÁKVEÐIÐ hefur verið að vara-
sjóður húsnæðismála verði
staðsettur á Sauðárkróki. Sam-
kvæmt tilkynningu frá félags-
málaráðuneytinu hefur sjóður-
inn verið í ráðuneytinu í
Reykjavík en miðað er við að
starfsemin flytjist norður 1.
nóvember nk.
Varasjóðurinn var stofnaður
með breytingu á lögum um hús-
næðismál sl. vor og tók hann
við öllum réttindum og skyld-
um varasjóðs viðbótarlána,
jafnframt því sem hlutverk
hans var eflt.
Eitt og hálft
stöðugildi flutt
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er um eitt
starf framkvæmdastjóra sjóðs-
ins að ræða sem flyst á Sauð-
árkrók og hálft starf ritara.
Sjóðurinn mun að öllum líkind-
um verða í sama húsnæði og
Íbúðalánasjóður og Byggða-
stofnun.
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ANDERS Lindman, sem starfað
hefur sem heimilislæknir í Svíþjóð í
meira en þrjátíu ár, segir að heilsu-
farsvandamál séu fleiri í þeim lönd-
um þar sem eru margir sérfræði-
læknar en fáir heimilislæknar.
„Heimilislækningar eru árangurs-
ríkar,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið. „Heimilislæknar eru
sérfræðingar í þér, þeirra starf er
að hjálpa þér að ná bata,“ segir
hann ennfremur. „Það tekur yfir-
leitt um það bil fimm ár að verða
sérfræðilæknir en síðan tekur það
okkur heimilislæknana fimm ár til
viðbótar að verða sérfræðingar í
þér.“
Anders Lindman flytur erindi á
6. vísindaþingi Félags íslenskra
heimilislækna sem nú stendur í
Borgarnesi. Hann mun m.a. í er-
indinu benda á að það sé betra fyrir
sjúklinga að leita til eigin heim-
ilislæknis en að leita til mismunandi
sérfræðilækna. „Þegar þú ferð t.d. í
hárgreiðslu ferðu gjarnan til ákveð-
ins hárgreiðslumeistara. Það er
vegna þess að þér líður vel hjá þeim
hárgreiðslumeistara og hann þekkir
þig og veit hvað þú vilt. Það sama,
má segja, á við um heimilislækna,“
útskýrir hann og heldur áfram.
„Heimilislæknir þinn þekkir þig og
sögu þína. Hann veit svo dæmi sé
tekið að þú hefur handleggsbrotnað
í æsku eða að þú hefur ofnæmi fyrir
ákveðnum lyfjum. Þá er hann jafn-
vel líka heimilislæknir foreldra
þinna og systkina. Hann veit með
öðrum orðum margt um þig og þú
þarft þar með ekki að segja honum
frá þér og þínu umhverfi í hvert
sinn sem þú hittir hann.“
Anders Lindman segir ennfrem-
ur að heimilislæknar beri ólíkt sér-
fræðilæknum ákveðna ábyrgð gagn-
vart sínum sjúklingum. „Það er
mun auðveldara fyrir sérfræði-
lækna en heimilislækna að segja við
sjúklinginn: „Þetta er ekki mitt sér-
svið. Farðu annað“. Heimilislæknar
bera ákveðna ábyrgð gagnvart þér.
Þeir verða að vera heiðarlegir. Þeir
segja: „Komdu eftir viku ef þér
batnar ekki og ég mun verða hér til
að hjálpa þér“.“
Um 62 sérgreinar
í Svíþjóð
Lindman bendir á að í Svíþjóð
séu um 62 sérgreinar innan lækn-
isfræðinnar. Af þeim sökum sé
flóknara fyrir sjúklinginn sjálfan –
nema hann hafi þeim mun sérstak-
ari sjúkdóm –að velja réttan sér-
fræðilækni. „Heimilislæknar eru
góðir í því að fást við hefðbundna
sjúkdóma. Þeir geta t.d. fundið út
hvað er að ef þú hefur hósta, hvort
það séu lungun, ofnæmi eða eitt-
hvað annað.“ Lindman segir að
sjúklingur með hósta gæti hins veg-
ar átt í vandræðum með að vita til
hvaða sérfræðilæknis hann ætti að
fara, því ástæður hóstans gætu ver-
ið margar. Hann segir einnig að
heimilislæknar geti verið eins konar
fulltrúar sjúklinganna í heilbrigð-
iskerfinu. Búi sjúklingurinn t.d. við
mörg vandamál og þurfi t.d. að fara
í margar rannsóknir, safni heim-
ilislæknirinn upplýsingum saman,
og hjálpi sjúklingnum að fá lækn-
ingu meina sinna.
Lindman telur einnig að heim-
ilislæknar séu mikilvægir fyrir land
eins og Ísland. Augljóst sé að ekki
geti verið sjúkrahús við alla byggð-
arkjarna. Við slíkar aðstæður sé
gott að fólk geti leitað til heim-
ilislækna. Með því að gefa fólki kost
á að leita fyrst til heimilislækna sé
verið að tryggja jafna og góða heil-
brigðisþjónustu.
30% barna með rör
í hljóðhimnum
Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor
í heimilislækningum, segir að á vís-
indaþinginu verði, eins og áður,
m.a. kynnt fjöldi verkefna heimilis-
lækna og fagfólks heilsugæslunnar.
„Á þessum vísindaþingum hafa ver-
ið kynnt um 20 til 30 verkefni í
hvert sinn sem þingin eru haldin,“
segir Jóhann, „en það er hátt hlut-
fall miðað við hve fáir starfa í þess-
ari grein. Það er því ekki hægt að
segja annað en að það sé mikil
virkni í þátttöku í rannsóknar- og
þróunarverkefnum í heilsugæsl-
unni.“
Meðal rannsókna sem kynntar
verða er rannsókn stýrð af Vil-
hjálmi A. Arasyni. Í henni kemur
m.a. fram að ísetning röra í hljóð-
himnur barna á Íslandi sé algeng
og að hún virðist almennt ekki leiða
til minni sýklalyfjanotkunar. Segir
m.a. í rannsókninni að um 30%
barna hafi fengið rör í hljóðhimnur
vegna eyrnabólgu.
Fjölmargar rannsóknir kynntar á vísindaþingi Félags íslenskra heimilislækna
Fleiri vandamál í löndum
sem hafa fáa heimilislækna
Morgunblaðið/Jim Smart
Jóhann Ág. Sigurðsson, Anders Lindman og Calle Bengtsson taka þátt í vísindaþinginu í Borgarnesi.
VERÐLAG vöru hefur svo til staðið í
stað á árinu. Þrír meginflokkar
skera sig þó nokkuð úr með verð-
hækkanir, þ.e. bensín, húsnæði og
þjónusta einkaaðila. Þetta kemur
fram í Hagvísum Seðlabanka Ísland.
Þar segir ennfremur að vísbending-
ar séu um að slaki í þjóðarbúskapn-
um hafi enn aukist og að undirstöður
gengis krónunnar hafi styrkst.
Í Hagvísum Seðlabankans kemur
fram að verðlag vöru hefur u.þ.b.
staðið í stað á árinu en á sviðum þar
sem erlendrar verðsamkeppni gætir
lítið hafa orðið töluverðar verðhækk-
anir. Hækkun vísitölu neysluverðs í
október hefur verið nokkuð umfram
væntingar markaðsaðila en hún var
0,54%. Þrátt fyrir hraða lækkun
verðbólgunnar á árinu sýna nokkrir
liðir vísitölunnar enn umtalsverða
verðhækkun. Sé litið til verðlagsþró-
unar frá áramótum skera þrír meg-
inflokkar sig nokkuð úr með töluvert
meiri verðbólgu en sem nemur verð-
bólgumarkmiði Seðlabankans. Um-
reiknað til árshækkunar hafi bens-
ínverð hækkað um 6,5%, húsnæðis-
kostnaður um 6% og þjónusta einka-
aðila um 5,3%.
Meiri samdráttur en
gert var ráð fyrir
Í Hagvísum kemur auk þess fram
að vísbendingar um þróun innlendr-
ar eftirspurnar bendi til þess að slaki
í þjóðarbúskapnum hafi enn aukist
en í ágústhefti Hagvísa Seðlabank-
ans kom fram að ýmsir hagvísar
bentu til þess að hægfara bati væri
hafinn. Það sem heldur uppi hag-
vexti á fyrri helmingi ársins eru ut-
anríkisviðskiptin, þ.e.a.s. mjög
snarpur samdráttur innflutnings á
fyrsta ársfjórðungi og vöxtur út-
flutnings á öðrum fjórðungi ársins.
Þá hefur gengið styrkst að því er
fram kemur í Hagvísum og forsend-
ur þess að núverandi gengi haldist,
eða jafnvel styrkist, hafa batnað.
Þróun vöruviðskipta hefur verið
hagstætt undanfarna mánuði og
bætt lánshæfismat íslenska ríkisins
mun stuðla að greiðari aðgangi að
erlendum lánum og lægri vöxtum
þeirra. Verðlag sjávarafurða hefur
þó lækkað nokkuð nýlega og gæti
það haft neikvæð áhrif á gengið.
Verðlag
svo til stað-
ið í stað
FULLTRÚAR álviðræðunefndar
stjórnvalda og Fjárfestingarstof-
unnar – orkusviðs eru nýkomnir
heim að lokinni ferð til Bandaríkj-
anna og Kanada þar sem viðræður
fóru fram við talsmenn Alcoa. Einn-
ig var álver þeirra skoðað sem er
svipað uppbyggt og áformað er að
reisa í Reyðarfirði, þó heldur minna.
Finnur Ingólfsson, formaður við-
ræðunefndarinnar, fór fyrir hópnum
og í samtali við Morgunblaðið sagði
hann ferðina hafa gengið mjög vel.
Samningaviðræðum miðaði vel
áfram og allt gengi samkvæmt áætl-
un, sem miðaðist við að gera samn-
inga tilbúna til áritunar fyrir lok
nóvember og að málið kæmi til
kasta Alþingis fyrir jól. Það væri í
anda viljayfirlýsingar frá því í júlí sl.
Þá sagði hann niðurstöðu að vænta
fyrir mánaðamótin í viðræðunum
við Reyðarál varðandi umhverfis-
mat þess fyrirtækis sem Alcoa hefur
falast eftir. Reyðarál er sem kunn-
ugt er í eigu Norsk Hydro og Hæfis,
félags á vegum íslenskra fjárfesta.
„Viðræðurnar við Reyðarál eru í
farvegi sínum og vonast er til að
hægt verði að ljúka þeim fyrir mán-
aðamótin. Unnið er að samningi á
milli aðilanna þar sem margir þættir
koma inn í. Semja þarf um hvað ná-
kvæmlega er verið að kaupa af
þeirri vinnu sem Reyðarál hafði
unnið. Eftir það verður sest yfir töl-
urnar og ég hef trú á að allir vilji
vera sanngjarnir í þeim efnum,“
sagði Finnur.
Eftir samningafund í New York
um síðustu helgi fóru Finnur og aðr-
ir úr íslensku sendinefndinni til
Kanada að skoða álver Alcoa
skammt frá Québec, sem hefur verið
starfrækt í rúm tíu ár.
„Álverið var hreint, snyrtilegt og
til mikillar fyrirmyndar. Alcoa legg-
ur ríka áherslu á öryggis- og um-
hverfismál og að starfa í góðri sátt
við samfélagið í kringum álverin.
Það var fróðlegt að sjá það af eigin
raun. Þarna í Kanada ríkir greini-
lega mikil og góð sátt við íbúa og at-
vinnulífið á svæðinu,“ sagði Finnur
en allt nánasta umhverfi álversins
er skógi vaxið. Hann sagði landbún-
að vera í miklum blóma í nágrenn-
inu.
Skoðunarferð í álver Alcoa í Kanada
Niðurstöðu að
vænta af viðræð-
um við Reyðarál