Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 11 SJÓÐSFÉLAGAR sem tekið hafa skuldabréfalán hjá lífeyrissjóði geta þurft að sæta því að vextir af lánunum hækki ef lántakinn hættir að greiða iðgjald til lífeyrissjóðsins sem veitti lánið. Mjög mismunandi er þó eftir lífeyrissjóðum hvort þeir hækka vextina undir þessum kringumstæðum. Lífeyrissjóðslán bera yfirleitt hagstæðari vexti en sambærileg lán hjá bönkum og sparisjóðum. Segist hafa áunnið sér rétt sem verði ekki af sér tekinn Morgunblaðinu hefur borist bréf frá manni sem tekið hafði lán hjá Lífeyrissjóðnum Hlíf áður en sá sjóður sameinaðist Sameinaða líf- eyrissjóðnum fyrr á þessu ári. Maðurinn er hættur að greiða ið- gjald til sjóðsins og fyrir skömmu fékk hann bréf frá Sameinaða líf- eyrissjóðnum þar sem honum var tilkynnt að þar sem iðgjalda- greiðslur vegna hans væru hættar að berast sjóðnum hefði verið ákveðið að hækka vexti lánsins til samræmis við ákvæði skuldabréfs- ins. Jafnframt var honum bent á að hætti lántaki að greiða í lífeyr- issjóðinn eða eigendaskipti verði á hinni veðsettu eign, sé kröfuhafa heimilt að segja upp láninu án fyr- irvara eða stytta lánstímann. Bréfritari er mjög ósáttur við þetta. Gagnrýnir hann lífeyrissjóð- inn harðlega og segist hafa áunnið sér rétt til lífeyrissjóðsláns með því að greiða iðgjöld til Lífeyr- issjóðsins Hlífar og þessi áunni réttur verði ekki af honum tekinn. Honum hafi ekki verið gerð grein fyrir að e.t.v. myndi sjóðurinn ger- breyta vaxtaumhverfi lánsins. ,,Rétt er það að eingöngu þeir sem greiddu reglulega í Hlíf fengu lífeyrissjóðslán á hagstæðum kjör- um. Það var einfaldlega ekki hægt að fá slíkt lán á annan veg. Og því fullnægði undirritaður þeim reglum en var aldrei gert ljóst að Hlíf myndi hugsanlega stórhækka vexti eða jafnvel gjaldfella bréf ef lát yrði á inngreiðslu iðgjalda. Því er vísað í dóma sem fallið hafa um ósanngjarna viðskiptahætti og ein- hliða reglur sem brjóta á almenn- ingi,“ segir hann m.a. í bréfinu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Kristjáni Erni Sig- urðssyni, skrifstofustjóra Samein- aða lífeyrissjóðsins, veitir sjóður- inn lífeyrissjóðslán til virkra sjóðfélaga og lífeyrisþega. ,,Lán þessi eru eingöngu fyrir þá sjóðfélaga sem eru virkir fé- lagsmenn í sjóðnum. Skuldabréfin bera meðalvexti banka og spari- sjóða af sambærilegum lánum. Stjórn sjóðsins hefur tímabundið einhliða ákveðið að vextir af lánum séu lægri meðan sjóðfélaginn er greiðandi til sjóðsins eða lífeyr- isþegi. Hætti sjóðfélaginn að greiða til sjóðsins án þess að verða lífeyrisþegi er heimild til þess að segja láninu upp. Skuldarinn getur þá í flestum tilfellum valið um það að vextir verði meðalvextir banka og sparisjóða eða greitt lánið upp. Vextir verða þá sambærilegir vöxtum banka og sparisjóða. Skuldara er að sjálfsögðu alltaf heimilt að greiða lánið upp,“ segir Kristján. Vextir hækka ekki hjá stóru sjóðunum Þær upplýsingar fengust hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn að ákvæði væru í skuldabréfum sem sjóðurinn gefur út um að hægt sé að segja láninu upp eða hækka vexti þess ef iðgjöld lántaka hætta að berast til sjóðsins. Þessu ákvæði hafi hins vegar aldrei verið beitt til þessa. Hjá Lífeyrissjóði verzlunar- manna fengust þær upplýsingar að vextir af lífeyrissjóðslánum héld- ust alltaf óbreyttir óháð því hvort sjóðfélagi hættir að greiða iðgjöld til sjóðsins. Vextirnir hækkuðu þegar iðgjöldin hættu að berast KOSIÐ verður í sex efstu sæti fram- boðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu al- þingiskosningar á tvöföldu kjör- dæmisþingi í Hlégarði, Kjós, í dag, laugardaginn 26. október nk. Tíu hafa gefið kost á sér, en framboðs- frestur rann út sl. laugardag. Kosn- ingin er bindandi fyrir sex efstu sæt- in, og því er ljóst að framsóknar- menn í SV-kjördæmi verða þeir fyrstu til þess að velja sér efstu menn á framboðslista á yfirstand- andi kosningavetri, segir í fréttatil- kynningu. Þeir sem hafa gefið kost á sér í kosningunni eru: Egill Arnar Sigur- þórsson, Garðabæ, Gestur Valgarðs- son, Kópavogi, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafnarfirði, Hildur Helga Gísladóttir, Hafnarfirði, Ingibjörg Ingvadóttir, Kópavogi, Páll Magnús- son, Kópavogi, Sigurður P. Sig- mundsson, Hafnarfirði, Siv Frið- leifsdóttir, Seltjarnarnesi, Una María Óskarsdóttir, Kópavogi og Þröstur Karlsson, Mosfellsbæ. Þingið hefst kl. 10 árdegis og hafa ríflega þrjú hundruð fulltrúar rétt til þátttöku. Frambjóðendur fá í upp- hafi tækifæri til þess að gera grein fyrir framboðum sínum og helstu stefnumálum, en síðan verður geng- ið til kosninga um hvert og eitt sæti. Framsóknar- flokkurinn í Suð- vesturkjördæmi Kosið í sex efstu sætin á kjördæm- isþingi FRJÁLSLYNDI flokkurinn opnar flokksskrifstofu og félagsheimili í eig- in húsnæði að Aðalstræti 9 sem hann hefur fest kaup á. Er það í sama hús- næði og kosningaskrifstofa F-listans var sl. vor. Verður húsnæðið tekið í notkun í dag, laugardaginn 26. októ- ber, með athöfn milli kl. 16 og 18. Jafnframt fagnar Frjálslyndi flokkurinn fjögurra ára afmæli sínu og eru velunnarar hans velkomnir. Frjálslyndi flokkurinn opnar flokks- skrifstofu HUGRÆN atferlismeðferð gegn kvíða og fælni er nýlegt meðferðar- úrræði sem hefur skilað góðum ár- angri. Paul Salkovskis, prófessor við Institute of Psychiatry við King’s College í London, hefur að undan- förnu haldið námskeið um meðferð- arúrræðið á vegum Endurmenntun- arstofnunar og geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss. Salkovskis segir hugræna atferlis- meðferð gegn kvíða taka mun styttri tíma en hefðbundin sálfræðimeðferð. Þannig megi meðhöndla einfalt vandamál eins og ótta við snáka og kóngulær í þriggja tíma meðferð og flóknari vandamál eins og loft- hræðslu og kvíðaröskun í sjö til fimmtán tíma meðferð en í báðum til- fellum losni 60% til 70% sjúklinga varanlega við vandann. „Til saman- burðar skilar lyfjameðferð gegn kvíð- aröskun 50% árangri, sem oft er tímabundinn þar sem vandinn kemur oft upp að nýju hætti fólk að taka lyf- in,“ segir hann. Salkovskis segir eðlilegt að finna til kvíða þegar við teljum okkur vera í hættu. Fólk sem er haldið fælni eða kvíðaröskunum misskilji hins vegar ákveðnar aðstæður og sé því haldið ástæðulausum ótta. „Kvíðaköst eru dæmi um þetta,“ segir hann. „Fólk finnur fyrir and- þrengslum og örum hjartslætti og verður skelfingu lostið þar sem það telur sig vera að deyja. Við vitum nú að þetta gerist þegar fólk misskilur eðlileg líkamleg viðbrögð sem fylgja kvíða. Fólk verður fyrir einhvers konar óþægindum og skömmu síðar finnur það fyrir örum hjartslætti. Það verður óttaslegið og fer að ímynda sér að það sé að fá hjartaáfall og það eykur enn á kvíðann. Við það eykst hjartslátturinn enn frekar auk þess sem önnur líkamleg einkenni geta komið fram svo sem skjálfti og andarteppa. Vandinn er sá að viðbrögð sem væru rétt, væri um raunverulegt hjartaáfall að ræða, verða til þess að viðhalda óttanum. Þegar kastið er lið- ið hjá stendur viðkomandi í þeirri meiningu að hann hafi sloppið fyrir horn vegna þessara viðbragða. Í stað þess að gera sér grein fyrir því að um ástæðu- lausan ótta var að ræða er hætt við að fólk magni upp ótta sinn og gangi sífellt lengra í viðleitni sinni til að verjast því að lenda aftur í svipuðum aðstæðum.“ Erfitt að sleppa tökunum á kvíðanum Salkovskis segir þá sem þjást af fælni eða kvíðaröskun þurfa hjálp til skilja hvað sé í raun og veru að gerast og til að sjá að þeir eru í raun staddir í vítahring. Meðferðaraðilar þurfi að hjálpa þeim að greina á milli ástæðulauss kvíða og raunverulegrar hættu þannig að þeir geti gert sér grein fyrir hinum raunverulega vanda og tekist á við hann. „Oft þarf fólk líka aðstoð við að horfast í augu við að það er eitthvað sem hindrar það í að sleppa tökunum á kvíðanum,“ segir hann. Þá leggur hann áherslu á að hlutverk sálfræðinga sé að hjálpa fólki við að finna leiðir til að takast á við vandann og að þegar upp er staðið eigi skjól- stæðingnum að finnast hann hafa gert gæfu- muninn en ekki sálfræðingurinn. „Meðferðaraðilanum ber ekki að laga vandann heldur þjálfa skjólstæðing- inn þannig að hann geti tekist á við hann sjálfur,“ segir hann. „Ég lít svo á að verði skjólstæðingar háðir mér hafi ég brugðist í starfi.“ Hugræn atferlismeðferð við kvíða tekur yfirleitt tíu til fimmtán vikur en Salkovskis segir að styttri námskeið njóti þó sífellt meiri vinsælda. „Það er gömul hefð að fólk komi til með- ferðar einu sinni í viku en það er ekki endilega hentugasta fyrirkomulag- ið,“ segir hann. „Í nútímaþjóðfélagi hentar mörgum betur að taka þátt í námskeiðum sem standa í einn til tvo daga. Ég tel þau ekki síðri þar sem þau spara tíma sem annars fer í upp- rifjun og að ná tengslum við viðfangs- efnið.“ Hann segir hugræna atferlismeð- ferð við kvíða erfiða aðferð sem krefj- ist mikillar þjálfunar meðferðaraðila og því geti verið erfitt fyrir sálfræð- inga sem hafa unnið samkvæmt öðr- um hugmyndum að tileinka sér þær. Hann segist þó telja íslenska sálfræð- inga standa framarlega hvað þetta varðar miðað við sálfræðinga á meg- inlandi Evrópu þar sem menn séu mun fastheldnari á hefðbundnar að- ferðir. Það hafi því verð ánægjuleg tilbreyting fyrir sig að halda nám- skeið hér á landi þar sem hann hafi ekki þurft að útskýra hugmyndir sín- ar frá grunni eða reyna að sannfæra fólk um að þær væru einhvers virði. Hugræn atferlismeðferð gegn kvíða og fælni er nýtt meðferðarúrræði Eigum ekki að leysa vandann heldur þjálfa fólk í að takast á við hann Paul Salkovskis „ÞETTA er bara búið að takast æð- islega vel. Svo hjálpuðust allir að við að skreyta og það er bara geð- veikt góður mórall,“ segir Alba Sol- ís, formaður nemendaráðs Austur- bæjarskóla, en félagsmiðstöðin 100og1 var formlega opnuð hinn 17. október sl. en starfið byrjaði þó í ágúst. Þá mætti fjöldi nemenda og foreldra til að kynna sér nýju starf- semina og diskótek var um kvöldið fyrir nemendur skólans. Héðinn Pétursson aðstoðarskólastjóri segir bæði foreldra og nemendur mjög ánægða með þessa jákvæðu breyt- ingu, enda sé starfsemin meiri og skipulagðari en áður. Fram til þessa hafa nemendur áttundu, níundu og tíundu bekkja Austurbæjarskóla til- heyrt félagsmiðstöðinni Tónabæ, sem var í Hlíðahverfi en er nú í Háaleitishverfi. „Það var mjög tak- markað sem nemendur okkar fóru upp í Tónabæ á þessum tíma því það var ekki í hverfinu,“ segir Héðinn. „Þessir krakkar eru svo hverf- isbundnir, það eru útlönd hérna hinum megin við Snorrabrautina.“ Alba, sem jafnframt er nemandi í 10. bekk, segir nemendur Austur- bæjarskóla mjög ánægða með þessa breytingu þó að plássið mætti vera meira. „Starfsmennirnir eru líka frábærir,“ undirstrikar Alba. Starfsmenn ÍTR í félagsmiðstöð- inni eru Bóas Hallgrímsson og Guð- björg Magnúsdóttir. Einn kennara skólans, Stefán Magnússon, verður tengiliður þeirra við nýju starfsem- ina þar til hún er komin vel af stað. Síðan starfsemi félagsmiðstöðv- arinnar 100og1 hófst hefur t.d. ver- ið haldið Hawaii-ball og nýnema- ball. Ásamt annarri starfsemi er skipulagt starf á þriðjudögum og fimmtudögum milli 16 og 22. Heimasíðu miðstöðvarinnar má finna á: www.100og1.is. Fyrsta félagsmiðstöð Austurbæjarskóla, 100og1, sett á laggirnar Nemendur Austurbæjarskóla hafa loksins fengið eigin félagsmiðstöð og þessir drengir eru greinilega lukkulegir með það. „Geðveikt góður mórall“ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.