Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR hundrað árum, eða árið
1902, voru gefin saman í Þingvalla-
kirkju séra Sigurbjörn Ástvaldur
Gíslason og Guðrún Lárusdóttir.
Þau hjón voru jafnan kennd við Ás,
en Sigurbjörn var frumkvöðull að
stofnun Hjúkrunar- og dvalarheim-
ilisins Grundar og Guðrún var al-
þingiskona og rithöfundur með
meiru.
Í tilefni af aldar brúðkaups-
afmæli þeirra hjóna ákváðu afkom-
endur þeirra að gefa Þingvalla-
kirkju fé til gerðar nýs brúðhjóna-
bekkjar sem settur var upp í
kirkjunni á dögunum. Gjafaféð
kemur úr minningarsjóði sem
stofnaður var þegar Guðrún Lár-
usdóttir lést, 20. ágúst árið 1938.
Forsaga málsins er sú að 27. júní
sl. minntust afkomendur Sig-
urbjörns og Guðrúnar þess að 100
ár voru liðin frá því að þau gengu í
hjónaband. Af því tilefni komu
nokkrir afkomendur þeirra saman í
Þingvallakirkju, þar á meðal Lára
dóttir þeirra sem er ein eftir á lífi af
börnum þeirra. Séra María Ágústs-
dóttir, dótturdóttir Láru, annaðist
helgistund í kirkjunni.
Einnig hefur nú verið sett upp
biblíuborð undir ljósprentaða Guð-
brandsbiblíu sem gefin var í minn-
ingu Jóns Thorsteinssonar og konu
hans, en hann var sóknarprestur á
Þingvöllum.
Öld frá hjónavígslu Sigurbjörns Ástvalds Gíslasonar og Guðrúnar Lárusdóttur
Afkomendur Sigurbjörns Á. Gíslasonar og Guðrúnar Lárusdóttur komu
saman á Þingvöllum í sumar til að minnast þess að öld er liðin frá því þau
voru gefin saman í kirkjunni.
Morgunblaðið/Golli
Ingólfur Guðmundsson, settur
prestur á Þingvöllum, við biblíu-
borðið og Sveinbjörn Jóhannesson,
formaður sóknarnefndar, situr á
nýja brúðhjónabekknum.
Afkomend-
ur gáfu
Þingvalla-
kirkju brúð-
hjónabekk
fólk er því að greiða til baka sem svar-
ar rúmum 90 þúsund krónum á ári. Sé
þessi upphæð lögð saman við það sem
á vantar, ef farið hefði verið að lands-
lögum, munar nærri 200 þúsund
krónum á ári,“ segir Garðar. Það
muni um minna fyrir öryrkja.
Lög um að bætur skuli fylgja
þróun launa þverbrotin
„Það sem við bendum á er að þessi
ríkisstjórn er sú fyrsta í sögu lýðveld-
isins sem hugkvæmist að innheimta
beina skatta af þeim sem ekkert hafa
sér til framfærslu nema bætur al-
mannatrygginga,“ segir Garðar. Líf-
eyrisþegar hafi byrjað að greiða skatt
af bótum sínum árið 1995, en sama ár
hafi verið sett lög um að bætur skyldu
ekki lengur fylgja lágmarkslaunum
heldur fylgja þróun almennra launa í
landinu. Þær skyldu þó aldrei dragast
aftur úr verðlagi. Segir Garðar að
þessi lög hafi verið þverbrotin.
„Þegar þetta er haft í huga og tillit
tekið til stórhækkunar á húsnæði og
þeim margvíslegu búsifjum sem ör-
yrkjar hafa orðið fyrir vegna aðgerða
GARÐAR Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir
helstu skýringa á vaxandi skatt-
heimtu gagnvart lífeyrisþegum að
leita í verulegri raunlækkun skatt-
leysismarka, þ.e. að persónuafsláttur-
inn hafi ekki haldið í við þróun verð-
lags. Einnig segir Garðar að lög sem
sett voru fyrir fimm árum, um að líf-
eyrisgreiðslur skyldu a.m.k. fylgja
þróun almennra launa í landinu, hafa
verið þverbrotin.
Í áskorun ÖBÍ til ríkisstjórnar Ís-
lands, sem birtist í Morgunblaðinu í
síðustu viku, segir að vaxandi hluti
bóta öryrkja sé tekinn í skatta. Líf-
eyrisþegar séu farnir að greiða þús-
undir í skatta af lífeyristekjum, sem
ÖBÍ vilji að verði létt af öryrkjum.
Garðar segir að mestu máli skipti í
þessu sambandi að skattleysismörk
hafi ekki einu sinni haldið í við verð-
lag, sem þýði verulega raunlækkun
skattleysismarka. „Nú er svo komið
að þeir sem fá hámarksgreiðslur frá
Tryggingastofnun ríkisins, 87 þúsund
krónur á mánuði, fá ekki útborgaðar
nema rúmar 79 þúsund krónur. Þetta
stjórnvalda, þá skilja menn kannski
betur þá vaxandi neyð sem blasir við
öllum sem ekki kjósa að stinga höfð-
inu í sandinn.“ Segist Garðar þarna
vísa til þess að til viðbótar við skatt-
byrðar öryrkja hafi sjúkrakostnaður
af margvíslegum toga sem og síma-
kostnaður aukist, auk þess sem ríkið
veiti umtalsvert minni stuðning til bif-
reiðakaupa nú en áður.
Hann segir að í „Þjóðarbúskapn-
um“, fylgiriti með fjárlagafrumvarp-
inu fyrir árið 2003, sé línurit sem sýni
að kaupmáttur launa og bóta al-
mannatrygginga hafi nokkurn veginn
fylgst að síðustu 12 ár. Garðar segir
að þegar bótaþegar eigi í hlut sé út í
bláinn að beita þeirri hefðbundnu
þumalfingursreglu hagfræðinnar að
deila í hækkun með verðlagsvísitölu
til að leiða í ljós raunverulegan kaup-
mátt. Neyslugrunnur öryrkja sé ann-
ar en almennra launþega. Þótt ein-
hver lúxusvara lækki í verði hafi
matvara og húsnæði, það sem öryrkj-
ar noti sínar bætur í, rokið upp úr öllu
valdi. Þá sé ekki einu sinni tekið tillit
til þess að skattlagningu á strípaðar
bætur öryrkja hafi ekki verið til að
dreifa fyrir árið 1995.
„Staðreyndin er því miður sú að
það fyrirfinnst ekki sá öryrki í landinu
sem hefur notið þess kaupmáttarauka
sem starfsmenn fjármálaráðuneytis-
ins eru nú látnir dunda sér við að
teikna upp í línurit og gefa út á kostn-
að skattgreiðenda. Það vita þeir líka
mætavel, enda gætu þeir aldrei fund-
ið eitt einasta raunhæft dæmi um
þessa fjarstæðu. Þvert á móti myndu
þeir finna fjölmörg dæmi um öryrkja
sem hefðu minni kaupmátt í dag en
þeir höfðu fyrir 10–15 árum,“ segir
Garðar.
„Kjarni málsins er að æðstu ráða-
menn þjóðarinnar hafa kosið að
þyngja verulega skattbyrðina á líf-
eyrisþegum, m.a. til að geta létt á
sköttum á sjálfum sér, tekjum sínum,
jeppum og öðrum eignum. Sannleik-
urinn er nefnilega sá að þær skatta-
lagabreytingar sem þeir hafa keyrt í
gegn á undangengnum misserum,
einkum þó á síðasta ári, eru eins og
klæðskerasniðnar að þeirra eigin
tekju- og eignastöðu,“ segir Garðar.
Segir öryrkja hlunnfarna
um 200 þúsund á ári
Í ÁR er persónuafsláttur ein-
staklinga 26.002 krónur á
mánuði, staðgreiðsluhlutfall
38,54% og skattleysismörkin
67.467 krónur. Í nýlegri út-
tekt Morgunblaðsins á skatt-
byrði landsmanna síðustu ár
kom fram að árið 1997 hafi
persónuafslátturinn verið
24.115 krónur, staðgreiðslu-
hlutfallið 41,25% og skattleys-
ismörkin 58.460 krónur. Milli
áranna 1997 og 2002 hafi
verðlag hækkað um rúm 24%.
Ef krónutala skattleysis-
markanna væri einfaldlega
framreiknuð miðað við
neysluvísitölu ættu þau nú að
vera 72.607 krónur. Ef per-
sónuafslátturinn er fram-
reiknaður og tekið mið af nú-
verandi staðgreiðsluhlutfalli
væru skattleysismörkin hins
vegar 77.700 krónur, en þá er
algerlega litið framhjá lækk-
un staðgreiðsluhlutfallsins á
tímabilinu.
Breyt-
ingar á
skatt-
byrði
SIGURÐUR Páll Pálsson, formaður
Geðlæknafélags Íslands, segir geð-
lækna almennt ekkert hafa við það að
athuga að notkun geðlyfja hafi aukist
hér á landi svo fremi sem fólk fái rétta
meðferð við réttri greiningu. Hann
segist fagna því að fólk leiti í auknum
mæli eftir meðferð við geðröskunum
en dregur jafnframt í efa að fjórði
hver íbúi neyti tauga- og geðlyfja hér
á landi eins og fram kom í Morgun-
blaðinu fyrir nokkru.
Tölurnar eru byggðar á tölum frá
heilbrigðisráðuneytinu fyrir þetta ár.
Langstærstur hluti þeirra er geð- og
verkjalyf en í þessum flokki eru líka
flogaveikilyf, svæfinga- og deyfilyf og
lyf við Parkinsonsjúkdómi. Sigurður
segir að miðað við rannsóknir á al-
gengi geðraskana sé ekki fjarri lagi
að ætla að um 10–15% landsmanna
ættu að nota lyf við þunglyndi, þrá-
hyggju og kvíðaröskunum, að stað-
aldri. „Þessi umræða hefur í raun far-
ið í tvo hringi. Fyrst voru menn að
tala um að þunglyndi væri vangreint.
Síðan hefur verið gert átak í því að
benda fólki á að kvíðaraskanir og
þunglyndi, til að mynda, eru ekki eðli-
legt ástand og mikilvægt að fólk leiti
sér aðstoðar til að það geti notið sín,
starfað eðlilega og haft eðlilega hæfni.
Auðvitað á að meðhöndla þetta fólk
með lyfjum og um það voru menn
sammála. Nú ber svo við að menn eru
farnir að draga í land og finnst þetta
varhugavert af því að þetta kostar
peninga,“ segir hann.
Hann segir það ekki ábyrga um-
ræðu um þessi mál ef verið sé að ala á
sektarkennd þeirra sem þurfi að taka
inn lyf við þunglyndi. Margir sem
neyti geðdeyfðarlyfja hafi beðið allt of
lengi með að leita aðstoðar og í raun
og veru ætti að fagna því að fólk sé
farið leita eftir þessum lausnum þótt
mikilvægt sé einnig að bjóða upp á
önnur úrræði.
Sigurður bendir á að þótt lyfin séu
dýr séu þau engu að síður langódýr-
asta meðferðarúrræðið borið saman
við sálfræðimeðferðir og innlagnir á
geðdeildir. Þá hafi á síðustu árum
komið á markað samheitalyf yfir
nokkur geðdeyfðarlyf sem hafi leitt til
aukinnar samkeppni á markaðinum
og lækkunar á lyfjaverði.
Hann segir langtímaáhrifin af inn-
töku geðdeyfðarlyfja síður en svo nei-
kvæð. Sýnt hafi verið fram á að þau
séu hættulaus og hafi verndandi áhrif
á líkamann, bæði heila og hjarta- og
æðakerfi. „Auðvitað getur það gerst í
sumum tilfellum að fólk fær geð-
deyfðarlyf of snemma. Mín tilfinnig
er sú að fólk sé vel upplýst og hjá
flestum geðlæknum er fólk ekki sett á
lyf fyrr en aðrar leiðir hafa verið skoð-
aðar,“ segir Sigurður Páll Pálsson.
Formaður Geðlæknafélags Íslands um aukna notkun geðlyfja
Fagnaðarefni að fólk
skuli leita sér aðstoðar
HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt refs-
ingu yfir 25 ára manni sem dæmdur
hafði verið í 14 mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 24.
apríl sl. fyrir þjófnaði, nytjastuld og
umferðarlagabrot. Var ákærði
dæmdur í 18 mánaða fangelsi og
sviptur ökurétti í tvö ár.
Tvítugur félagi hans sem fékk 18
mánaða fangelsi á báðum dómstig-
um var sakfelldur fyrir 11 þjófnaðar-
brot, sem lutu að verðmætum hátt á
fjórðu milljón króna, auk nytjastuld-
ar og hylmingar. Sá eldri var sak-
felldur fyrir fjögur þjófnaðarbrot,
nytjastuld og umferðarlagabrot.
Verðmætin sem þjófnaðarbrot hans
tóku til voru hátt í þrjár milljónir
króna. Báðir játuðu brot sín en
áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar í
von um vægari refsingu.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Garðar Gíslason, Árni Kol-
beinsson og Ingibjörg Benedikts-
dóttir. Verjandi var Sigmundur
Hannesson hrl. Sækjandi var Bragi
Steinarsson vararíkissaksóknari.
Hæstiréttur
þyngir dóm
fyrir þjófnað
STEFNT er að því að taka í notk-
un á næsta ári, a.m.k. að hluta,
kennsluefni í sjö germönskum
tungumálum á Netinu sem fólk
getur nýtt sér að kostnaðarlausu.
Verkefnið er skammstafað IGLO
(Intercomprehension in Germanic
Languages Online) og tungumálin
sem fólk getur lært eru auk ís-
lensku, þýska, enska, hollenska,
danska, sænska og norska. Að
baki verkefninu standa sjö háskól-
ar, í Tromsø, Kaupmannahöfn,
Lundi, Antwerpen, Hagen, Salz-
burg og Háskóli Íslands en verk-
efnið er m.a. styrkt af Evrópusam-
bandinu sem greiðir ríflega
helminginn af kostnaðinum við
uppsetningu þess. Þá hefur Ný-
sköpunarsjóður námsmanna auk
annarra styrkt vinnu við gerð
námsefnisins hér á landi.
Að sögn Jóhannesar Gísla Jóns-
sonar, umsjónarmanns með verk-
efninu hér á landi, hefur vinna við
það staðið yfir í á þriðja ár og hill-
ir nú undir lokin á fyrsta áfanga
þess. Hann segir sérstöðu verkefn-
isins í því fólgna að námsefni í öll-
um tungumálunum sjö sé aðgengi-
legt á hinum sex tungumálunum
og verkefnin því í raun alls 42 að
tölu.
Notandinn getur þjálfað orða-
forða, málskilning og málfræði
með aðstoð ýmiss konar verkefna
á Netinu, þar getur hann nálgast
texta þar sem hægt er að smella á
tiltekið orð til þess að fá að vita
merkingu þess auk þess sem ít-
arlegt málfræðisafn fylgir náms-
efninu.
Að sögn Jóhannesar var upp-
haflega gert ráð fyrir að kennslu-
efninu yrði skipt upp í þrjú not-
endastig eftir því hversu flókið
námsefnið er. Vinnu fer senn að
ljúka við fyrsta stigið og segir Jó-
hannes að vel geti hugsast að
námsefnið verði sett á Netið ein-
hvern tímann á næsta ári, áður en
vinnu við það verður að fullu lokið.
Efni fyrir mála-
nám á Netinu