Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 13

Morgunblaðið - 26.10.2002, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 13 EFLING miðbæjarins, þétting lágreistrar byggðar og fjölbreytt- ara atvinnulíf var meðal þess sem brann á íbúum Garðabæjar á íbúa- þingi um síðastliðna helgi. Nið- urstöður þingsins verða síðan nýttar við endurskoðun aðalskipu- lags bæjarins sem er nýhafin. Að sögn Halldóru Hreggviðs- dóttur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta sem sá um framkvæmd íbúa- þingsins fyrir Garðabæ var mið- bærinn íbúunum mjög hugleikinn. „Þeir vilja meira líf í miðbæinn og vilja efla hann og auka þar þjón- ustu. Samt sem áður vilja þeir skapa sér sérstöðu með því að vera með veitingastaði, litlar sér- verslanir og ýmiss konar þjónustu. Eins kom fram vilji til að hafa þar menningartengda þjónustu og jafnvel að boðið verði upp á ein- hvers konar endur- og símenntun á þessu svæði.“ Unglingarnir í bænum höfðu líka sitt að segja um miðbæjar- svæðið. „Þeir höfðu áhuga á að þar væri félagsmiðstöð og bentu á að þá gæti fullorðna fólkið líka fylgst betur með þeim,“ segir hún og hlær. Þá lýstu þeir eftir veitinga- stöðum sem hefðu upp á að bjóða rétti fyrir alla fjölskylduna, þannig að þar mætti fá allt frá pitsum til fínna stórsteika. Halldóra heldur áfram: „Í öllum hópunum kom fram sú hugmynd að tengja miðbæinn áfram niður að sjó í átt að nýja strandhverfinu og byggja hann smám saman þangað niðureftir. Þar með væri íþróttaaðstaðan, sundlaugin og skólinn betur tengd við miðbæ- inn.“ Hún segir íbúa hafa gert sér grein fyrir að þétting byggðar í kringum miðbæinn væri nauðsyn- leg til að þetta væri hægt en þeir hafi lagt áherslu á að hafa hana ekki of háreista. „Þeir vildu miklu fremur skapa hálfgerða þorps- stemningu, jafnvel með einhvers konar mörkuðum eins í og Kola- portinu. Þannig yrði iðandi mann- líf í bænum og hann yrði staður þar sem fólk hefði gaman af að koma saman og hittast.“ Hryggsúla frá Vífils- stöðum niður að strönd Halldóra segir fólk einnig hafa litið til Vífilsstaða í þessu sam- bandi. „Ef haldið er áfram Vífils- staðaveginn frá miðbænum kemur maður að Vífilsstöðum og svo áfram að Vífilsstaðavatni. Fólk vildi leggja áherslu á þennan mið- bæjarás eða hryggsúlu frá Vífils- stöðum og niður að strönd. Vífils- staðavegur yrði þá eins konar breiðgata sem í raun tengdi saman byggðina. Sömuleiðis vildi það gefa Vífilsstaðaspítala meira vægi og eitthvert hlutverk.“ Í framhaldi af því voru taldir möguleikar á íbúðarbyggð í Hnoðraholti og við Vífilsstaðaspítalann sem yrði tengd útivistarsvæðunum við Víf- ilsstaðavatn og hlíðunum í kring. Að sögn Halldóru var mikil áhersla lögð á göngustíga og teng- ingar við nágrannasveitarfélögin og að þeim yrði hagað þannig að auðvelt væri að nýta þær sem samgönguleiðir. „Sömuleiðis var vilji til að halda þessum grænu fal- legu hraunum sem eru innan bæj- armarkanna og hafa þau sem græna fingur í gegnum bæinn.“ Atvinnulíf í bænum bar einnig á góma á þinginu og segir Halldóra það hafa komið mörgum á óvart að á milli 30 og 35 prósent Garðbæ- inga vinna í bænum. „Þannig að atvinnulífið hefur verið að eflast þar. Hins vegar voru íbúar mjög sammála um að það væri ekki hægt að stuðla að þessu iðandi mannlífi, sem þeir vildu sjá, án þess að efla atvinnulífið og ná inn öflugum fyrirtækjum í bæinn.“ Hún segir sérstaklega hafa verið rætt um nauðsyn þess að auka at- vinnutækifæri á sviði viðskipta og hátækni í þessu sambandi. Menningarminjar á Garðaholti Þá ræddu íbúar um umferðar- mál þar sem Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn voru í brennidepli. „Það var talað um að núna skæru þessar götur bæinn alveg í sundur og þess vegna væri mikilvægt að vanda vel umferð- artengingar frá miðbænum og nið- ur að strönd, ekki síst í ljósi þess- ara hugmynda sem komu fram um eflingu miðbæjarins, og það þyrfti að ganga þannig frá hnútum að Hafnarfjarðarvegurinn sliti ekki þá byggð í sundur.“ Loks segir Halldóra að menn- ingarminjar á Garðaholti hafi verið ræddar en rannsókn á þeim á veg- um Þjóðminjasafnsins er nú að ljúka. Uppi eru hugmyndir að íbúðarbyggð á því svæði sem til stendur að fara af stað með á næsta skipulagstímabili. „Rætt var um að menningaminjarnar yrðu tengdar inn í það skipulag og að Garðakirkja og Garðaholt yrðu einhvers konar miðja sem íbúð- arbyggðin yrði fléttuð í kringum,“ segir Halldóra. Hún segir sömu viðfangsefni og áhugamál hafa krystallast almennt í vinnunni á íbúaþinginu þannig að íbúar virtust vera nokkuð einhuga um hvert stefna skyldi. Niðurstöð- ur þeirra yrðu svo notaðar sem grunnur fyrir endurskoðun aðal- skipulags Garðabæjar en íbúaþing- ið er fyrsta skrefið í þeirri vinnu. Vilja iðandi mann- líf í miðbæinn Unglingarnir lögðu m.a. til að félagsmiðstöð yrði komið á laggirnar á mið- bæjarsvæðinu og bentu á að það væri sérlega hentugt því þá gæti fullorðna fólkið fylgst svo vel með þeim. Íbúar voru almennt nokkuð sammála um hvert stefna skyldi í bænum og var sérstök áhersla lögð á eflingu miðbæjarins í því sambandi. Garðabær Byggð verði þétt en þó ekki háreist MIKIÐ var um að vera í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti á miðvikudag þegar efnt var til dags tileinkuðum forvörnum að sögn Steinunnar Ýrar Ein- arsdóttur nema í FB. Listaverka- sýning unnin af nemendum, fyr- irlestrar um átröskun, fíkniefni, sjálfsímynd, kynþáttafordómar og margt fleira var á dagskrá í skól- anum. „Markmiðið með þessu er að fá fólk til þess að vakna og vekja upp umræðu um þessi málefni. Við getum kannski ekki bjargað nein- um en vonandi sat einhver á þess- um fyrirlestrum sem þekkir ein- hvern sem á í vanda eða er sjálfur í vanda og veit þá núna hvert hægt er að leita,“ segir Steinunn, sem er í forvarnarnefnd skólans. Tíu manna hópur starfaði í mánuð að undirbúningi dagsins í samvinnu við Sigrúnu Gísladóttur, forvarnarfulltrúa skólans. Þetta er annað árið í röð sem efnt er til forvarnardags. Haldið áfram næsta vor Steinunn segir forvarnarnefnd- ina ætla að taka sér frí fram að jólum og huga að jólaprófunum. Það standi hins vegar til að halda forvarnarstarfinu áfram á næstu önn með tónleikum, fyrirlestrum og fleiri uppákomum. „Þetta er allt á byrjunarstigi ennþá og við framkvæmum um leið og okkur dettur eitthvað í hug,“ segir hún. Einnig vonast þau til að fleiri skólar taki við sér í forvarnar- starfi og að samstarf milli skóla geti átt sér stað. „Nemendur eru rosalega ánægðir með þetta og ekki vantar áhugann,“ segir Steinunn að lok- um. Morgunblaðið/Jim Smart Markmiðið með forvarnarvikunni var að fá í gang umræðu um málefnið. Mikill áhugi á forvörnum Breiðholt BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að auglýsa tillögu að skipulagi Hlíðarenda, þar sem knattspyrnufélagið Val- ur hefur meðal annars aðset- ur. Þá nær skipulagið yfir um 5 hektara lands við Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Morgunblaðið greindi frá forsögn að skipulaginu í febrúar síðastliðnum en svæðið afmarkast af Hring- braut, eftir að búið verður að færa hana, Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðar- fæti, jarðgöngum sem gert er ráð fyrir að komi undir Öskjuhlíðina. Það eru ALARK arkitekt- ar sem gerðu skipulagið en því er meðal annars ætlað að festa starfsemi Vals í sessi á þessum stað. Á lóð félagsins er gert ráð fyrir að byggja nýtt íþróttahús auk áfastrar áhorfendaaðstöðu fyrir 1200–1500 áhorfendur og tengibyggingar en áformað er að rífa stærra (yngra) íþróttahúsið sem fyrir er. Þá er gert ráð fyrir yfirbyggðum gervigras- velli í knatthúsi. Huga þarf að ásýnd Öskjuhlíðar Þrír grasvellir, 68x105 metra stórir, verða á svæðinu auk gervi- grasvallar í sömu stærð en til við- bótar er gert ráð fyrir aðalleikvangi sem standa mun á núverandi mal- arvelli, á milli hins nýja íþróttahúss og knatthúss. Deiliskipulagið nær einnig til svæðis utan lóðar Vals og er þar gert ráð fyrir atvinnustarfsemi ásamt íbúðarlóðum og leikskóla. Segir í greinargerð að mikilvægt sé að huga að ásýnd Öskjuhlíðar og að hæð bygginga þurfi að skoða sér- staklega vegna nálægðar við Land- spítala, blokkir í Eskihlíð og at- vinnusvæði við Skógarhlíð. Er gert ráð fyrir að hæð bygginga miðist við um það bil 5 hæðir. Samkvæmt tillögunni verða íbúð- ir á svæðinu fyrir námsmenn og fólk yfir miðjum aldri þannig að ekki er gert ráð fyrir börnum á skólaskyldualdri á svæðinu. Vegna nálægðarinnar við Landspítala – háskólasjúkrahús er gert ráð fyrir að fyrirtæki eða stofnanir á sviði heilbrigðismála, rannsókna, mennt- unar og hátækni hafi forgang á svæðinu, að því er segir í grein- argerð. Hið nýja deiliskipulag krefst breytingar á aðalskipulagi borgar- innar og samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar má búast við að tillagan verði auglýst þegar gengið hefur verið frá þeirri breytingu. Eftir að auglýsing birtist er frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagið sex vikur. Tölvumynd af skipulaginu eins og það birtist í tillögunni. Tillagan gerir ráð fyrir „stokkbyggingum“ meðfram væntanlegum Hlíðarfæti (til hægri á myndinni) og framtíðar Hringbraut á 12–13 lóðum auk leikskóla. Hlíðar Deiliskipulag Valssvæðis og svæðis við Landspítala auglýst Knatthús, íbúðir og einn leikskóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.