Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
18 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG byrjaði í maí 1950 í bygginga-
bransanum og er enn að,“ segir Sig-
fús Kristinsson byggingameistari
sem rekur byggingafyrirtækið Ár-
borg ehf. á Selfossi með 15 manns í
vinnu. Sjálfur fyllti Sigfús 70 ár í maí
síðastliðnum og lætur sér hvergi
bregða þrátt fyrir aldurinn, tekur
daginn snemma, er kominn á vinnu-
stað klukkan hálf átta á degi hverj-
um og er þekktur í samfélaginu á
Selfossi.
„Maður er í útréttingum yfir dag-
inn og að afla nýrra verka. Á kvöldin
sest maður svo við skriftir því það
fylgir þessu heilmikil pappírsvinna.
Það var sagt við mig að það væri
mikill vinnuáhugi í ættinni og mér
líður langbest þegar ég er að vinna.
Það er auðvitað heilsan sem segir til
um það hvort maður vinnur eða ekki
en ég er heilsuhraustur og held
áfram að vinna á meðan svo er,“ seg-
ir Sigfús en hann hefur komið að öll-
um stærstu verkefnum við bygging-
ar á Selfossi, verslunarhúsi KÁ,
Mjólkurbúi Flóamanna, Sjúkrahúsi
Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suð-
urlands, svo nokkur séu nefnd.
„Eftirminnilegasta byggingin var
Fjölbrautaskólinn og dr. Maggi
Jónsson er minnisstæðasti arkitekt-
inn sem ég hef unnið með. Hann er
skapandi maður sem gerir miklar
kröfur til sjálfs sín og annarra, vill
hafa alla hluti vel unna og frágengna.
Hann skipti sér rækilega af öllum at-
riðum út í gegnum bygginguna. Það
var dálítið erfitt svona til að byrja
með að umgangast hann en það
vandist og maður lærði að meta
manninn og áherslur hans. Hann fer
nýjar leiðir í sinni hönnun og þá er
nauðsynlegt að allt haldist í hendur
varðandi frágang út í gegnum bygg-
inguna,“ segir Sigfús.
Sigfús segir verkefnin framundan
óráðin eins og svo oft en hann hefur
heilmikil áform á prjónunum, hefur
keypt stóra landspildu vestast í landi
Laugardæla, upp með Ölfusá norðan
Sjúkrahúss Suðurlands.
Ný íbúðabyggð skipulögð
Þar er hann með í undirbúningi að
skipuleggja landið fyrir íbúðabygg-
ingar til framtíðar. Þá er hann og
sonur hans Guðjón Sigfússon verk-
fræðingur með í undirbúningi bygg-
ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða í
nágrenni við Sjúkrahús Suðurlands
ásamt uppbyggingu verslunar- og
þjónustuhúsnæðis með Austurvegi,
gegnt höfuðstöðvum fyrirtækisins.
Mikill áhugi er á þjónustuíbúðunum,
að sögn Sigfúsar, og segir hann
nauðsynlegt fyrir fólk að hugsa sér
til hreyfings og hverfa úr eldri hús-
um sem eru orðin þung í viðhaldi.
„Það er alltaf alveg nýr heimur fyrir
fólk að komast í nýtt og losna við
áhyggjurnar af því gamla, viðhaldinu
á húsinu og að hugsa um garðinn,“
segir Sigfús, lítur framan í viðmæl-
andann, síðan út í garðinn og segir
eins og hann er þekktur fyrir: „O,
hvað heldurðu, ætti maður kannski
að byggja sér nýtt hús?“
Vinnugleði í ættinni
„Ég hef gaman af því að sjá hús
rísa og verða til og mér er það minn-
isstæðast við byggingarnar þegar
maður var að skapa þær og koma
þeim upp. Annars hef ég alltaf verið
með trausta menn og það er fyrst og
fremst mannskapnum að þakka hvað
manni gengur vel. Maður heldur
áfram í þessu starfi svo lengi sem
maður hefur ánægju af því,“ segir
Sigfús og ljóst má vera að sú ánægja
er örugglega fyrir hendi og verður
áfram því maðurinn er þekktur að
því að vera mjög verkglaður og kipp-
ir því vel í kynið með vinnugleðina
sem hann sagði vera í ættinni.
Hef mjög gaman af því
að skapa og sjá húsin rísa
Selfoss
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Sigfús Kristinsson sem rekur byggingafyrirtækið Árborg ehf. er hér á
bökkum Ölfusár þar sem hann er að vinna að skipulagi nýs íbúðahverfis.
ÞAÐ var 1. maí árið 1991 að Vig-
fús Þormar Guðmundsson hóf
rekstur matvöruverslunarinnar
Hverakaupa hér í Hveragerði.
Ætlunin var að reka búðina í þrjá
mánuði en hér er hann enn rúmum
ellefu árum síðar með níu manns á
launaskrá. Fjölskyldan öll hefur
unnið í búðinni og hefur eiginkona
Vigfúsar, Guðlaug Pálsdóttir, stað-
ið vaktina með honum öll árin.
Einnig hafa börnin þeirra þrjú
unnið með þeim í versluninni og á
tímabili hittist fjölskyldan oftast í
búðinni.
Í gegnum árin hafa verið reknar
hér tvær matvöruverslanir, en í
haust ákvað verslunarkeðjan
Kaupás, sem er önnur stærsta
verslunarkeðja landsins og rekið
hefur verslunina Kjarval, að hætta
rekstri. Í framhaldi af því keypti
Vigfús Þormar verslunarhúsnæði
þeirra. Hann hyggst nú flytja
verslun sína Hverakaup yfir
Breiðumörkina á næstu dögum.
„Við flytjum fljótlega eftir
næstu mánaðamót, þ.e. fyrstu dag-
ana í nóvember,“ segir Vigfús.
„Húsið fengum við afhent 19. sept-
ember sl. og síðan þá er búið að
henda út öllum innréttingum, setja
ný gólfefni á allt húsið, frá útihurð
og að vörulager. Allar innréttingar
eru nýjar, hillur og kælar,“ segir
kaupmaðurinn stoltur. En hvers
vegna ræðst Vigfús í þessar fjár-
festingar? „Þetta húsnæði hentar
mjög vel fyrir verslunarrekstur,
mun betur en gamla húsnæðið.
Búð á að vera löng og mjó,“ segir
Vigfús.
Engin einokun
Þegar við víkjum talinu að því
hvort Hverkaup komi til með að ná
einokunaraðstöðu hér í bænum
segir Vigfús að svo verði ekki.
„Héðan úr Hveragerði er eingöngu
10 mínútna akstur í næstu lág-
vöruverslun og við keppum ekki
við þær. Við erum samkeppnishæf
við stórmarkaðina og reynum að
keyra á verði undir þeim. Það sem
gerir gæfumuninn í rekstri smárra
eininga eins og þessarar er að
maður er með puttana í þessu alla
daga og fyrst og síðast verður
maður að hafa gaman af þessu,“
segir þessi stórhuga kaupmaður
sem reynir þessa dagana að vinna
bara átján tíma á dag. Vigfús lofar
auknu vöruúrvali í stærra húsnæði
og lægra vöruverði í nýju búðinni
sem opnuð verður innan tíðar með
fjölda tilboða fyrir neytendur.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Vigfús Þormar Guðmundsson
kaupmaður fyrir framan kæl-
inn í nýju búðinni.
Mitt vandamál
er að ég hef svo
gaman af þessu
Hveragerði
OPNAÐ hefur verið gallerí og
vinnustofur að Óseyrarbraut 28 a í
Þorlákshöfn. Þrjár konur standa að
galleríinu; þær heita Dagný Magn-
úsdóttir, Anna Guðrún Gísladóttir
og Hafdís Hallgrímsdóttir.
Boðið er upp á námskeið í leir-
vinnslu og keramikmálun fyrir börn
og fullorðna. Einnig verður opið hús
þar sem fólk getur komið og unnið í
leir og málað á keramik. Einig verð-
ur boðið upp á leiðsögn, en skilyrði
er að sótt hafi verið námskeið áður.
„Ég hef gengið með þessa hug-
mynd í maganum í heilt ár en ekki
hefur fengist hentugt húsnæði fyrr
en nú,“ segir Dagný Magnúsdóttir.
„Þormóður rammi – Sæberg hefur
verið með skrifstofur í þessu hús-
næði en hefur nú flutt þær og selt
húsið. Þeir sem keyptu þurfa ekki
að nýta allt húsið og leigja okkur
um 70 fermetra núna en geta boðið
okkur allt að 120 fermetrum. Það er
eitt herbergi laust hjá okkur ef ein-
hver hefur áhuga,“ sagði Dagný.
Hún fékk þær Hafdísi Hallgríms-
dóttur sem málar mikið á gler og
tré og Önnu Guðrúnu Gísladóttur
sem málar á keramik og leir til liðs
við sig og draumurinn um að opna
gallerí er nú orðinn að veruleika.
„Ég hef ávallt haft áhuga á og
fengist við hvers konar handverk
en síðastliðin þrjú ár hef ég mest
helgað mig leirvinnslu og er nú á
öðru ári í Myndlistaskóla Reykja-
víkur,“ segir Dagný. Öll fram-
leiðsla þeirra stallsystra verður til
sýnis og sölu í galleríinu sem hefur
hlotið nafnið „Hendur í höfn“.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Eigendur gallerísins „Hendur í höfn“ í Þorlákshöfn eru þær Dagný Magn-
úsdóttir, Anna Guðrún Gísladóttir og Hafdís Hafsteinsdóttir.
Listsköpun
í galleríi
Þorlákshöfn
VERIÐ er að reisa veitingahús á
Óseyrarnesi í landi Hrauns rétt
vestan við Óseyrarnesbrú. Húsið
verður uppi á sjávarkampinum
ofan við fjöruna. Það eru at-
hafnahjónin á Hrauni í Ölfusi,
Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes
Sigurðsson, sem standa fyrir
þessum framkvæmdum.
Ekki vega-
sjoppumatur
Það vekur óneitanlega furðu
manna að þau skuli reisa veit-
ingahús á þessum stað en þeir
sem þekkja þau hjón eru ekki
undrandi, útsýnið af staðnum er
alveg frábært og sést vítt og
langt til allra átta. Í austri blasir
Mýrdalsjökull við og þar norður
af Hekla og fleiri fögur fjöll. Í
góðu skyggni má sjá alla leið til
Vestmannaeyja. Stutt er til þétt-
býlisstaða í næsta nágrenni og
má sjá þá flesta í góðu skyggni.
Það sem mörgum finnst þó mest
til koma og hrífur alla sem
staldra þarna við er fjaran og
brimið sem verður rétt utan við
glugga veitingasalarins, þar sem
má fylgjast með selum og fugla-
lífi.
Þórhildur sagði að þetta væri á
hennar æskustöðvum og hún
hefði ávallt heillast af fegurðinni
þarna en Hannes vildi sem minnst
segja, það hefði reynst sér happa-
drýgst í því sem hann hefði tekið
sér fyrir hendur til þessa, en
taldi rétt að láta verkin tala og
hvern dæma fyrir sig þegar þar
að kæmi. Veitingahúsið sem verð-
ur liðlega 220 fermetrar er hann-
að af EVT Teiknistofu en yf-
irsmiður er Elías Hafsteinsson.
Veitingasalurinn, sem verður í
laginu eins og bátur, verður um
130 fermetrar. Stefnt er að vönd-
uðu veitingahúsi með fínum mat
en ekki vegasjoppu með skyndi-
fæði. Vonast er til að rekstur geti
hafist vorið 2003. Það er hægt að
ná í rafmagn rétt hjá staðnum en
bora varð eftir fersku vatni og
fannst nægt og gott vatn ekki
langt frá staðnum þar sem veit-
ingahúsið mun standa.
Veitingahús rís á sjávar-
kampinum á Óseyrarnesi
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Verið er að reisa veglegt veitingahús á Óseyrarnesi vestan við Óseyrarbrú
í landi Hrauns í Ölfusi. Útsýnið er fagurt sama til hvaða átta er litið.
Þorlákshöfn