Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 21 Hönnun ...fyrir flitt heimili! flar sem stíllinn byrjar! Sófabor› 66.800,- Bæjarlind 4 • 201 kópavogur • Sími 544-5464 Pú›ar 5.900,- POCO sófasett 3+2 Sérlega fallegt og vanda› fl‡skt sófasett. Húsgagnadagar! laugardag kl. 11-16 & sunnudag kl. 13-16 Bor›stofusett Max stóll 22.800,- Block bor› 140x140cm kr. 85.000,- Block skenkur 139.900,- Ver› a›eins kr.169.900,- ÍMARK útnefndi Þórólf Árnason markaðsmann ársins 2002 í gær og tók hann við verðlaunum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Tilkynnt var um valið á hádegisfundi markaðsfólks í Súlnasal en á annað hundrað manns sat fundinn. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hlaut titilinn markaðs- fyrirtæki ársins en Heimsferðir og Mjólkursamsalan voru einnig til- nefnd til þeirra verðlauna. Þetta var í tólfta sinn sem Ímark, samtök markaðsfólks, stóð fyrir vali á markaðsfyrirtæki en mark- aðsmaður ársins var nú valinn í fimmta sinn. Bláa lónið var mark- aðsfyrirtæki ársins í fyrra og mark- aðsmaður ársins 2001 var Sigurður Helgason hjá Flugleiðum. Markaðs- maður ársins hjá Ímark er jafn- framt fulltrúi Íslands í vali á mark- aðsmanni Norðurlanda, en í fyrra hlaut Sigurður þann titil einnig. Á næsta ári bætist enn ein sam- keppnin við þegar markaðsmaður Evrópu verður valinn í fyrsta sinn. Þórólfur Árnason verður því fulltrúi Íslands bæði þar og í vali á markaðsmanni Norðurlanda. Í dómnefnd fyrir val á markaðs- manni ársins á Íslandi sátu Bogi Ágústsson fréttastjóri Sjónvarps- ins, Bogi Pálsson forstjóri P. Sam- úelssonar, Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu, Ingólfur Guð- mundsson formaður Ímark, Ólafur Ingi Ólafsson formaður SÍA, Hildur Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Ímark, Bogi Þór Siguroddsson fyrrverandi formaður Ímark og Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiparáðuneytinu. Óhrædd við hugmyndir Þórólfur kvaðst ánægður með til- nefninguna og þakkaði sérstaklega samstarfsfólki sínu hjá Tali. Í máli sínu minnti hann markaðsfólk á að vera opið fyrir nýjum hugmyndum, sama hversu undarlega þær kunni að hljóma í fyrstu. Hann minnstist á að sér hefði t.d. lítið litist á þá hug- mynd í fyrstu að markaðssetja síma fyrir heyrnarlausa. Svo hafi komið á daginn að þeir sem ekki heyra nýta sér í sms-þjónustu og geta þannig átt samskipti um farsíma. Þórólfur vildi með þessu minna fólk á að undarlegustu hugmyndir geti skilað ávinningi og breytt lífi margra, eins og þessi hugmynd gerði. Hann sagði ennfremur að ávinningur af vöru og þjónustu skipti öllu máli og bað markaðsfólk að hafa það í huga að vara ætti sér í raun engan tilverurétt nema af henni væri einhvers konar ágóði. Þórólfur er sjálfur verkfræðingur að mennt en hefur ávallt lagt áherslu á markaðsmál í starfi sínu. Ólafur Ragnar Grímsson veitti Þór- ólfi verðlaunin og minntist við það tækifæri á „glæsilega framgöngu“ Tals á fjarskiptamarkaði á Íslandi. Hugrökk, sveigjanleg og stríðin Forsetinn veitti einnig markaðs- fyrirtæki ársins verðlaun en Jón Diðrik Jónsson forstjóri Ölgerð- arinnar Egils Skallagrímssonar veitti þeim viðtöku. Ólafur Ragnar hafði á orði að Íslendingar mættu ekki gleyma því að „hæfni starfs- fólks er mesta auðlindin“ og við gætum náð miklum árangri með öflugu markaðsstarfi þrátt fyrir smæð markaða hér á landi. Jón Dið- rik fór þvínæst nokkrum orðum um markaðsstefnu Ölgerðarinnar og sagði einkunnarorð markaðs- deildar fyrirtækisins vera „hug- rekki, sveigjanleika og stríðni“ sem hefðu verið höfð að leiðarljósi í markaðsstarfi og auglýsingum fyr- irtækisins. Í máli formanns Ímark, Ingólfs Guðmundssonar, kom fram að Ölgerðin hefði aukið markaðs- hlutdeild sína á gosdrykkjamarkaði úr 30% í 40% á undanförnum mán- uðum og sagðist hann telja öflugt markaðsstarf fyrirtækisins eiga stóran þátt í þeim árangri. Markaðsverðlaun Ímark voru afhent í gær Ölgerðin og Þórólfur verðlaunuð Morgunblaðið/Jim Smart Forseti Íslands afhenti verðlaunin fyrir markaðsmann og markaðsfyrirtæki ársins á fundi Ímark. Með forsetanum á myndinni eru f.v. Jón Diðrik Jónsson, sem tók við verðlaunum fyrir Ölgerðina, Andri Már Ingólfsson hjá Heims- ferðum, Guðlaugur Björgvinsson hjá MS og Þórólfur Árnason hjá Tali, markaðsmaður ársins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.