Morgunblaðið - 26.10.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
skrefi framar
VIÐBRÖGÐ breskra fjölmiðla við
kaupum Baugs á 15% hlut í versl-
unarkeðjunni The Big Food Group
(BFG) eru ekki á einn veg. Sumir
fréttaskýrendur telja fjárfestinguna
geta verið vafasama, en aðrir hafa
trú á Baugsmönnum. Sem kunnugt
er á BFG og rekur verslunarkeðj-
urnar Iceland, Booker og Wood-
ward.
Jeremy Warner, hjá The Inde-
pendent, segir að fjárfesting Baugs
sé eins og himnasending fyrir Bill
Grimsey, framkvæmdastjóra BFG.
„Engu að síður vaknar spurningin:
Eru [Baugsmenn] brjálaðir? Þeir
tengdust þó að minnsta kosti Arc-
adia á sínum tíma. Þótt ótrúlegt
megi virðast er Top Shop [verslana-
keðja Arcadia] vinsælt fyrirbæri á
Íslandi. Fyrirtækið hefur engin slík
tengsl við The Big Food Group, sem
á Iceland-búðirnar. Rekstur Big
Food hefur verið í molum á und-
anförnum árum og enn er tvísýnt
um hvort fyrirtækinu sé við bjarg-
andi,“ segir hann.
Hugsanlega snilldarleg kaup
Warner segir að Baugur virðist
ekki ætla að taka fyrirtækið yfir.
Fjárfestingin geti hins vegar reynst
snilldarleg, því virði BFG hljóti að
vera meira en gengi bréfa í félaginu
endurspegli, nema fyrirsjáanlegt sé
að það verði gjaldþrota.
Patience Wheatcroft, hjá The
Times, segir að ef Jón Ásgeir hygg-
ist yfirtaka BFG líkt og hann hugð-
ist kaupa Arcadia, sé ráðlegast að
láta fljótt til skarar skríða. Hluta-
bréf í BFG hafi hrunið í verði að
undanförnu og margir dragi í efa að
Bill Grimsey takist að snúa rekstr-
inum við.
Wheatcroft veltir upp þeirri hug-
mynd, að Baugur hyggist skipta
BFG upp í tvö fyrirtæki. Booker-
keðjan, ein þriggja verslunarkeðja
fyrirtækisins, skili góðum hagnaði
og auðvelt geti reynst að finna kaup-
endur að henni. Hægt væri að end-
urskipuleggja Iceland-smásölukeðj-
una, sem e.t.v. gæti þá freistað
fyrirtækja á borð við Marks &
Spencer og Sainsbury’s.
Svipuð yfirlýsing þegar Baugur
keypti fyrst í Arcadia
Andrew Clark hjá The Guardian
segir að í janúar árið 2001 hafi
Baugur gefið út svipaða „vináttu-
yfirlýsingu“ og nú, þegar hann
keypti 6% hlut í Arcadia. Níu mán-
uðum seinna hefði fyrirtækið svo
gert yfirtökutilboð. Þar sem tals-
maður Baugs hefði ekki útilokað
frekari kaup á bréfum í BFG byggj-
ust flestir sérfræðingar í City-fjár-
málahverfinu í London við yfirtöku-
tilboði.
Clark segir að þessir sömu sér-
fræðingar séu hins vegar afar undr-
andi yfir áhuga Baugs á BFG. Hann
hefur eftir Darren Shirley, sérfræð-
ingi í smásölu hjá ING Barings, að
erfitt sé að sjá hvað Baugur hafi
fram að færa við rekstur fyrirtæk-
isins. „Fyrirtækið hefur alls enga
reynslu í samkeppni við öfluga
keppinauta á borð við Tesco, Safe-
way og Sainsbury,“ segir Shirley.
Sophie Buckley, blaðamaður hjá
Financial Times, segir kaupin furðu-
leg. Hún hefur þó eftir sérfræðing-
um að virði hlutabréfa BFG hafi að
undanförnu verið minna en sem
nemi sölu fyrirtækisins í hverri
viku.
Enginn augljós kaupandi að BFG
Kate Rankine, vararitstjóri við-
skiptafrétta hjá The Daily Tele-
graph, vitnar í furðu lostna verð-
bréfasérfræðinga. Hún segir að fáir
trúi því að Baugsmönnum takist það
sama og með Arcadia. „Ég get ekki
ímyndað mér að [Baugsmenn] viti
meira um Iceland og Booker en við,“
hefur hún eftir einum sérfræðingn-
um. Neil Collins, hjá sama dagblaði,
tekur undir þetta. Arcadia hafi notið
góðs af miklum vexti í einkaneyslu,
en smásölumarkaðurinn sé afar erf-
iður núna. „Þar að auki er enginn
kaupandi [að BFG] augljós í augna-
blikinu, jafnvel þótt herra Grimsey
nái að snúa rekstrinum við; bæði
Malcolm Walker hjá Iceland og
herra Rose hjá Booker leituðu [að
kaupanda] mánuðum saman, áður
en þeir fundu hvor annan.“
Reyfarakaup?
Á breakingviews.com segir Sara
Henkin að Baugur hafi borgað 60%
yfirverð og að yfirlýsingar fyrirtæk-
isins um að BFG hefði verið of lágt
metið á markaði séu að öllum lík-
indum réttar. „Ef miðað er við verð-
ið sem Baugur greiddi fyrir hvert
hlutabréf, 40 pens, er heildarvirði
BFG aðeins 7% af árlegri sölu. Þótt
það næði til sín aðeins 10% af sölu
keppinautarins Somerfield, sem á
einnig í erfiðleikum, myndi heildar-
virðið hækka í 520 milljónir punda
[rúmlega 71 milljarð ísl. kr.]. Ef
skuldir eru dregnar frá yrði eigið fé
þá 265 milljóna punda [rúmlega 36
milljarða ísl. kr.] virði, eða 80 pensa
á hlutabréf. Baugur kann að hafa
gert reyfarakaup.“
Gengi BFG í London hækkaði um
1,25 pens í gær og endaði í 39,25
pensum.
Kaup Baugs á 15% hlut í bresku verslunarkeðjunni Big Food Group
Blendin viðbrögð
breskra fjölmiðla
HAGNAÐUR Landsbankansá fyrstu níu mánuðum árs-ins nam tæpum 1,5 millj-
örðum króna og fyrir skatta nam
hagnaðurinn nálægt 1,9 millj-
örðum króna. Arðsemi bankans á
fyrstu níu mánuðum ársins var
samkvæmt tilkynningu frá bank-
anum innan arðsemismarkmiða;
arðsemin var 16% fyrir skatta en
markmið bankans í ár hljóða upp á
15%–18%.
Með þessu er þó ekki öll sagan
sögð, því á þriðja ársfjórðungi seldi
Landsbankinn hlutabréf í Vátrygg-
ingafélagi Íslands og söluhagnaður
vegna þeirrar sölu er liðlega 900
milljónir króna að því er fram kem-
ur í tilkynningu bankans. Ef litið er
framhjá þessari sölu, sem er fyrir
utan hefðbundinn rekstur og verð-
ur ekki endurtekin, blasir við afar
ólík mynd af afkomunni. Í stað
tæplega 1,9 milljarða króna hagn-
aðar fyrir skatta á fyrstu níu mán-
uðum ársins er hagnaðurinn innan
við einn milljarður króna. Sé að-
eins horft á þriðja fjórðung ársins
snýst 755 milljóna króna hagnaður
fyrir skatta í að minnsta kosti 145
milljóna króna tap fyrir skatta.
Arðsemin fellur með hagn-
aðinum þegar söluhagnaðurinn er
undanskilinn og myndi án hans
lækka um nær helming fyrir
skatta. Í stað þess að vera innan
arðsemismarkmiða sinna hefði
bankinn því að öðru óbreyttu verið
langt undir markmiðunum án söl-
unnar á VÍS og undir arðsemi
fyrstu níu mánaða síðasta árs, sem
var 9,1%.
Fleiri kennitölur en arðsemin
breytast þegar söluhagnaðurinn er
undanskilinn í afkomunni, þar á
meðal kostnaðarhlutfall bankans,
þ.e. rekstrargjöld sem hlutfall af
rekstrartekjum. Kostnaðarhlutfall
Landsbankans á fyrstu níu mán-
uðum ársins færi úr 62,5% í 68,6%,
sem er nálægt kostnaðarhlutfallinu
á sama tímabili í fyrra, en það var
70,0%. Enn meiri breyting verður á
kostnaðarhlutfalli þriðja fjórð-
ungs, það fer úr 59,8% í 79,2% ef
söluhagnaðinum er sleppt.
Í tengslum við sölu Landsbank-
ans á hlutnum í VÍS var greint frá
því að um söluhagnað yrði að ræða,
en jafnframt að ekki þætti ástæða
til að endurskoða arðsemismark-
mið bankans fyrir árið í heild. Með
níu mánaða uppgjöri bankans
fylgdi tilkynning þar sem segir að
ekki sé talin ástæða til að endur-
skoða arðsemismarkmið ársins í
heild og að bankinn geri ráð fyrir
að arðsemi verði við efri mörk
áætlunar. Vafasamt verður þó að
telja að hægt sé að tala um að arð-
semismarkmið hafi náðst, þó ein-
stök eignasala hafi bætt upp
rekstrarafkomuna.
Innherji skrifar
innherji@mbl.is
Kaupþing
skráð í
Svíþjóð í
lok næsta
mánaðar
KAUPÞING hefur í samvinnu við
Handelsbanken Securities í Sví-
þjóð gefið út útboðs- og skráning-
arlýsingu í tengslum við yfirtöku-
tilboð Kaupþings á sænska
bankanum JP Nordiska og fyrir-
hugaða skráningu Kaupþings í
kauphöllinni í Stokkhólmi. Í skrán-
ingarlýsingunni kemur fram að
hluthafar JP Nordiska geta gengið
að tilboði Kaupþings á tímabilinu
frá 28. þessa mánaðar til 15. næsta
mánaðar og að í boði eru 9,55 hlutir
í Kaupþingi fyrir hvern hlut í JP
Nordiska. Tilboðið er meðal annars
háð þeim skilyrðum að yfir 90%
hluthafa í JP Nordiska gangi að til-
boðinu, en Kaupþing er sjálft eig-
andi um þriðjungs hlutafjár.
Í tilboðinu til hluthafa kemur
fram að gangi það eftir muni
greiðsla fyrir hlutina í JP Nord-
iska, sem eins og áður sagði fer
fram með hlutabréfum í Kaup-
þingi, verða innt af hendi um það
bil 29. nóvember. Sama dag er ætl-
unin að hefja viðskipti með bréf
Kaupþings í Kauphöllinni í Stokk-
hólmi.
Kaupþing stækkar um 56% ef
bæði er reiknuð inn í sameiningin
við Auðlind og JP Nordiska sam-
kvæmt uppgjörum um mitt ár.
Heildareignir í íslenskum krónum
fara úr 125 milljörðum króna í 194
milljarða króna í sameinuðu fyr-
irtæki.
Ýtarlegri upplýsingar
Í skráningarlýsingunni eru ýtar-
legri upplýsingar um Kaupþing en
áður hafa verið birtar og er ætlun
stjórnenda að veita hér eftir meiri
upplýsingar en gert hefur verið.
Meðal annars er nú gefin út af-
koma einstakra afkomusviða bank-
ans og má þar meðal annars sjá að
eignastýring og einkabankaþjón-
usta var á fyrstu sex mánuðum árs-
ins rekin með 124 milljóna króna
halla og að tekjur af þeirri starf-
semi námu 715 milljónum króna.
Fyrirtækjaþjónusta Kaupþings
var hins vegar rekin með 229 millj-
óna króna hagnaði á fyrri hluta
ársins og tekjur vegna hennar voru
629 milljónir króna. Tekjur fyrir
allt síðasta ár voru 2,3 milljarðar
króna og hagnaður 1,5 milljaður
króna.
Markaðsviðskipti skiluðu Kaup-
þingi 275 milljóna króna hagnaði á
fyrri hluta ársins og tekjur voru
rúmir 1,2 milljarðar króna. Allt ár-
ið í fyrra voru tekjur þessa sviðs
432 milljónir króna og tap 987
milljónir króna.
Önnur starfsemi, svo sem milli-
bankaviðskipti, afleiðu- og lánsvið-
skipti, skilaði Kaupþingi 490 millj-
óna króna hagnaði á fyrri hluta
ársins. Allt árið í fyrra nam hagn-
aður af þessari starfsemi 177 millj-
ónum króna.
HAGNAÐUR Bakkavör Group á
fyrstu 9 mánuðum ársins nam 1.354
milljónum króna fyrir skatta, en
975 milljónum að teknu tilliti til
skatta. Er þetta langbesta afkoma í
sögu félagsins. Innri vöxtur félags-
ins var rúmlega 22% á milli ára og
heildarvelta félagsins jókst um
366% frá sama tímabili síðasta árs.
Samkvæmt uppgjörinu voru
rekstrartekjur Bakkavör Group á
fyrstu 9 mánuðum ársins 12.664
milljónir króna og veltufé frá
rekstri 1.395 milljónir króna. Hagn-
aður fyrir afskriftir og fjármagns-
liði var 2.125 milljónir króna. Hlut-
fall hagnaðar fyrir afskriftir og
fjármagnsliði af rekstrartekjum var
16,7%, sem er yfir meðaltali síðasta
árs, sem var 15,31%. Hlutfall hagn-
aðar fyrir afskriftir og fjármagns-
liði af rekstrartekjum á sama tíma-
bili síðasta árs var 11,6%.
Hagnaður Bakkavör Group fyrir
fjármagnsliði var 1.723 milljónir
króna. Fjármagnsgjöld námu 368
milljónum króna á tímabilinu.
Skattar tímabilsins námu 384 millj-
ónum króna og verður því niður-
staða rekstrarreiknings 975 millj-
óna króna hagnaður eftir skatta.
Eiginfjárhlutfall félagsins er nú
33,3% án víkjandi skuldabréfs en að
því meðtöldu 43%. Um síðustu ára-
mót var eigin fjárhlutfallið 29,3%
án víkjandi skuldabréfs, en að því
meðtöldu 39,2%. Arðsemi eiginfjár
var 19% á tímabilinu og veltufjár-
hlutfallið 1,05 en var 1,41 í lok árs
2001.
Ný 8.000 fermetra verksmiðja
Bakkavarar í London tók til starfa í
síðustu viku en með tilkomu hennar
mun afkastageta félagsins aukast
um 40%. Heildarkostnaður við upp-
byggingu verksmiðjunnar er áætl-
aður um 1.720 milljónir króna.
Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor-
maður Bakkavarar, sagði á kynn-
ingarfundi í gær að nýja verksmiðj-
an muni draga úr álagi á þær
verksmiðjur félagsins sem fyrir eru
í London en þær hafi verið reknar á
hámarksafkastagetu nú um nokk-
urt skeið. Hann sagði að vegna fyr-
irsjáanlegrar söluaukningar sé
áformað að framleiðslugeta nýju
verksmiðjunnar verði fullnýtt í lok
næsta árs. Stefna félagsins væri
eftir sem áður að vaxa um 20–25% á
ári, einkum með innri vexti og upp-
byggingu í þeim hluta matvælaiðn-
aðarins sem vex hvað hraðast. Því
sé fyrirhugað að ráðast í að reisa
nýja verksmiðju í London árið 2004
sem muni taka til starfa árið 2005.
Þá sé félagið að kanna möguleika á
markaðssetningu ferskra tilbúinna
rétta annars staðar í Evrópu.
Bakkavör er með rekstur í 8
löndum og sagði Ágúst allar eining-
arnar hafi skilað mjög góðri afkomu
á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þó hafi
orðið tap á starfsemi félagsins í Pól-
landi og líklegt að henni verði hætt
á þessu ári. Þar væri einkum um að
kenna erfiðu efnahagsástandi og
minnkandi kaupgetu almennings.
Hagnaður
Bakkavarar nam
975 milljónum
Innri vöxtur félagsins rúm 22% á
fyrstu 9 mánuðum ársins
Morgunblaðið/Jim Smart
Lýður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar, og Ágúst Guð-
mundsson stjórnarformaður á kynningarfundi sem fram fór í gær.