Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 24

Morgunblaðið - 26.10.2002, Side 24
AP NÆRMYND af konu í hópi gíslatökumannanna með sprengju bundna við mittið. Er hún sögð tengd með vír við hnapp, sem konan heldur á í vinstri hendi og kemur sprengingunni af stað. Lifandi sprengja GÍSLATAKAN Í MOSKVU 24 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur verið gagnrýndur harðlega í rússneskum fjölmiðlum fyrir það slælega öryggiseftirlit, sem gerði tsjetsjneskum skærulið- um kleift að taka mörg hundruð manns í gíslingu án mikillar fyr- irhafnar. „Tálsýnin hefur gufað upp. Getuleysið hefur verið stað- fest með niðurlægjandi hætti,“ sagði í blaðinu Nezavísímaja Gaz- eta, sem bætti við, að líklega fynd- ist engum Rússa lengur sem hann byggi í sterku ríki. Þrátt fyrir stuðning alls staðar að úr heimi í þessu erfiða máli er Pútín í mestu kreppu heima fyrir frá upphafi. Sjónvarpsstöðvarnar sýna myndir af fólki, sem er að mótmæla stríðinu í Tsjetsjníu, og fjölmiðlarnir hneykslast á því, að heill herflokkur hryðjuverkamanna skuli geta farið óáreittur um götur höfuðborgarinnar og tekið hundruð manna í gíslingu. Pútín þarf á stuðningi almenn- ings að halda, meðal annars vegna vinsamlegrar afstöðu sinnar til Vesturlanda í andstöðu við íhalds- söm öfl í hernum og utanríkisþjón- ustunni, en vegna stöðugleikans, sem hann hefur komið á í stjórn- málunum og batnandi efnahags- ástands, hefur stuðningur við hann mælst 75% og meiri þrátt fyrir mannfallið og kostnaðinn við stríð- ið í Tsjetsjníu. Óánægjan með það hefur þó vaxið og þær raddir hafa orðið æ háværari, sem vilja ljúka því með einhvers konar samning- um. Gíslarnir ákalla Pútín Örvæntingarfull skilaboð frá gíslunum, sem lesin voru upp í fyrradag, munu auka enn á þennan þrýsting: „Við biðjum þig að taka skynsamlega ákvörðun og binda enda á stríðið í Tsjetsjníu. Líf okk- ar hangir á bláþræði. Þú hefur það á eigin samvisku hver örlög okkar verða. Semdu um friðsamlega lausn, að öðrum kosti verður hér mikið blóðbað.“ Í fyrstu kenndi Pútín „erlendum hryðjuverkahreiðrum“ um gísla- tökuna og hét því að gefast ekki upp fyrir skæruliðunum. Fjölmiðl- arnir féllu hins vegar ekki fyrir því og fara mjög hörðum orðum um aumingjaskap stjórnvalda, sem gátu ekki hindrað þennan alvarlega atburð í aðeins fimm km fjarlægð frá Kreml. Verður að axla „fullkomna ábyrgð“ Dagblaðið Ízvestíja sagði í gær, að Pútín stæði á krossgötum og yrði að taka afgerandi ákvörðun varðandi Tsjetsjníu: „Forsetinn verður að taka af skarið. Annaðhvort verður hann de Gaulle, sem veitti Alsírmönnum frelsi til að bjarga Frakklandi, eða hann verður nýr Stalín,“ sem beitti valdi til að leysa mál einstakra þjóðarbrota, flutti meðal annars hluta tsjetsjnesku þjóðarinnar til Mið-Asíu, „og skildi þannig vand- ann eftir handa eftirkomendunum“. Lilja Shevtsova, fréttaskýrandi Gazeta, sagði, að Pútín yrði að axla „fullkomna ábyrgð“ í þessu máli. Þangað til myndu vinsældir hans minnka og hugsanlega færi fyrir honum eins og Jimmy Carter, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta. Carter beið ósigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 1980, ekki síst vegna klúðursins í kringum banda- rísku gíslana í Íran. Stefna Rússa í Kákasus í uppnámi Nokkur blöð lögðu áherslu á, að gíslatakan í Moskvu myndi óhjá- kvæmilega hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir stefnu Rússa í Tsjetsjn- íu og raunar í öllum Kákasus- löndum. Nezavísímaja Gazeta sagði, að Tsjetsjníumálið hefði ver- ið notað til að leysa vandamál inn- an stjórnarinnar, sem sæist meðal annars á því, að stórar aðgerðir rússneska hersins þar færu næst- um alltaf saman við kosningar í Rússlandi. „Tálsýnin hefur gufað upp“ Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna Pútín harðlega vegna gíslatökunnar                                  !     !           "      "                     #             $      Moskvu. AFP. ’ Annaðhvort verður hann de Gaulle eða nýr Stalín. ‘ MOVSAR Barajev, sem er sagður vera forsprakki tsjetsjnesku gísla- tökumannanna í Moskvu, situr hér yst til hægri á myndinni. Næstur honum er karlmaður en síðan kona með sprengiefni bundið við sig. Skæruliðarnir eru allt að 50 og þar af allmargar konur, „ekkj- ur fallinna stríðsmanna“ að því er fram kom á heimasíðu tsjetsjnesku andspyrnuhreyfingarinnar. Það voru myndatökumenn rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar NTV, sem myndina tóku, en þeir fengu að fylgja lækni inn í leikhúsið. AP Skæru- liðaforing- inn í leik- húsinu AÐ minnsta kosti 20 börn eru enn á meðal gíslanna í leikhúsinu í Moskvu, að sögn embættismanns í rússnesku öryggislögreglunni í gær. Gíslatökumennirnir slepptu í gær átta börnum, þeirra á meðal svissn- eskri stúlku. Embættismaðurinn, Sergej Ignatsjenko, sagði að fjögur börn yngri en ellefu ára væru enn í leikhúsinu, auk sextán barna á aldr- inum 12–17 ára. Börnin átta, sem voru látin laus án skilyrða, höfðu fundið til mikillar streitu og voru vannærð, að sögn Ignatsjenkos. „Þau stóðu sig þó vel, litlu hetjurnar.“ Valentína Matvíjenko, aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, stað- festi að færri en 30 börn væru í leik- húsinu. Gíslatökumennirnir sögðu á heimasíðu tsjetsjneskra skæruliða að þeir litu ekki á þrettán ára gísla eða eldri sem börn. Þeir réttlættu þessa skilgreiningu með þeirri rök- semd að rússneskir hermenn í Tsjetsjníu litu á öll tíu ára börn og eldri sem hugsanlega skæruliða. Gíslatökumennirnir hafa fallist á að sleppa 75 útlendingum á meðal gíslanna en höfðu ekki staðið við það í gær. Læknir, sem leyft var að fara inn í leikhúsið, sagði að gíslarnir væru við tiltölulega góða heilsu, þeir væru ekki beittir ofbeldi en undir miklu andlegu álagi. Gíslarnir nærð- ust á litlu öðru en súkkulaði og vatni. Saksóknari í Moskvu skýrði frá því í gær að 26 ára rússnesk kona, sem var skotin til bana í leikhúsinu skömmu eftir að skæruliðarnir réð- ust inn í það á miðvikudagskvöld, hefði verið að ganga inn í bygg- inguna þegar hún var myrt. Hann sagði ekkert um hvers vegna hún hefði viljað fara þangað. Áður hafði rússneska lögreglan sagt að hún hefði verið skotin á flótta. Tuttugu börn á meðal gíslanna AP Börn ganga út úr leikhúsinu eftir að skæruliðarnir létu þau laus í gær. Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.